Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
✝ Þuríður Þor-steinsdóttir
fæddist 3. janúar
1923 í Miðhlíð á
Barðaströnd og
fluttist á barns-
aldri að Litluhlíð í
sömu sveit. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnu-
hlíð 16 október
2016.
Þuríður var
dóttir hjónanna Guðrúnar
Jónu Margrétar Finnboga-
dóttur, f. 1893, d. 1978, og
Þorsteins Ólafssonar, f. 1890,
d. 1989. Systkini hennar eru:
Sigurður Finnbogi, f. 1913, d.
mundssyni frá Skjald-
vararfossi, f. 1918, d. 1972.
Eignuðust þau fjögur börn:
Guðmundur Hafsteinn, f.
1944 , kvæntur Margréti
Sverrisdóttur, börn þeirra
eru: Rakel, Friðgeir og Sverr-
ir.
Friðgerður Björk, f. 1946,
gift Ómari Þórðarsyni, börn
þeirra eru: Atli, Gunnsteinn
Reynir og Rebekka.
Gunnsteinn Reynir, f. 1948,
d. 1954.
Olga, f. 1961, börn hennar
eru: Friðgeir Karl og Alex-
andra.
Þuríður á orðið stóran hóp
afkomenda.
Sambýlismaður Þuríðar síð-
ustu árin var Pétur Benedikts-
son, f. 1918, d. 2012.
Útför hennar verður gerð
frá Digraneskirkju í dag, 21.
október 2016, klukkan 11.
1984, Ólafía Krist-
ín, f. 1914, d.
1914, Ólafía Krist-
ín, f. 1915, d.
2012, Gunnar Þor-
steinn, f. 1918, d.
2008, Mikael, f.
1919, d. 1997,
Kristján Ólafur, f.
1922, d. 1973,
Unnur, f. 1924, d.
1924, Höskuldur,
f. 1925, d. 2004,
Jóhann Þorsteinsson, f. 1928,
d. 2016, Vigfús, f. 1930, d.
2008, Bjarni, f. 1933, d. 2008,
Ásta, f. 1936, d. 1996, Hall-
dóra, f. 1939, d. 1940.
Hún var gift Friðgeiri Guð-
Eigum við ekki að skreppa á
rúntinn? spurði amma. Auðvitað
var það eitthvað sem lítil stelpa
vildi heyra síðla kvölds einmitt
þegar örlaði aðeins á heimþrá. Við
fórum á rúntinn og komum við í
lúgusjoppunni til að kaupa malað-
an ís eða Nizza.
Ertu ekki svöng, viltu ekki fá
þér eitthvað? spurði amma og
benti í áttina að búrinu þar sem
alltaf mátti finna eitthvað gómsætt
og spennandi. Sjálf átti hún til að
ná sér í væna smjörklípu ef hún
átti leið þar um.
Er þér kalt, á ég ekki að ná í hit-
arann? spurði amma og náði í hita-
blásara til að hafa við rúmstokkinn
þegar unglingsstelpan átti að
mæta snemma til vinnu í frystihús-
inu.
Þú getur gist hjá mér sagði
amma þegar hún var flutt til
Reykjavíkur og stelpan kom í bæ-
inn. Þá var amma flutt í blokk og
búin að kaupa sér ný húsgögn og
mér fannst hún vera að hefja nýtt
líf.
Á ég ekki bara að sækja ykkur?
spurði amma þegar stelpan var
orðin fullorðin kona og þurfti að
komast heim af fæðingardeildinni
með fyrsta drenginn sinn. Hún
keyrði okkur heim og fannst hún
eiga svolítið í stráknum æ síðan.
Get ég hjálpað eitthvað? spurði
amma þegar fjölskyldan lá í ælu-
pest – og hún kom, sá um barnið og
smitaðist svo sjálf af pestinni.
Vantar ykkur ekki hosur?
spurði amma og stórir sem smáir
fengu hlýja sokka.
Nú gerist eitthvað hræðilegt
sagði amma þegar hún á níræð-
isaldri sagði frá leyndarmálinu
sem hún var látin þegja yfir þegar
hún var lítil stúlka. Það er þyngra
en tárum taki að hugsa um mann-
vonskuna sem býr að baki slíkum
gjörðum og óttinn var enn til stað-
ar 80 árum síðar.
Viltu ekki fá þér mola? spurði
amma fram á síðasta dag á Sunnu-
hlíð. Taktu svo nokkra fyrir strák-
ana, bætti hún við í lokin.
Ég þakka ömmu fyrir allt sem
hún hefur gert fyrir mig og minn-
ist hennar með mikilli hlýju.
Rakel Guðmundsdóttir.
Það var haust, laufin byrjuð að
falla af trjánum og dauf morgun-
skíma sló bjarma á fjöllin okkar
fögru. Yfir Þorpinu hvíldi fyrirheit
komandi vetrar, því nýr vettvang-
ur var að skapast fyrir sjö ára
grunnskólabörn sem voru að hefja
skólagöngu sína á Patreksfirði,
það var árgangur 1946 sem með
tímanum hefur orðið ákaflega
samstilltur hópur. Snót er bjó yst í
þorpinu lagði af stað eilítið kvíðin
en þó eftirvæntingafull, nýr heim-
ur að opnast, hvernig yrði hann
eiginlega? Skemmst er frá því að
segja að þarna hófst vegferð sem
reyndist mér gifturík í meira lagi.
Það sem gerði ekki síst útslagið að
á þessum fyrstu haustdögum í
skólanum kynntist ég vinkonu
minni Friðgerði Friðgeirsdóttur,
Lillu eins og hún er jafnan kölluð.
Lilla bjó með fjölskyldu sinni í
„101“ í þorpinu okkar góða, allra
leiðir lágu fram hjá heimili hennar.
Fljótlega varð hennar heimili
minn fasti áfangastaður. Þangað
var gott að koma. Í tíma og ótíma
stóðu dyr heimilisins að Aðalstræti
29 opnar, allir velkomnir hvort
sem það voru trítlandi þorparar á
leið í eða úr skólanum eða ferða-
langar langt að komnir, ekki síst
frá Barðaströnd, heimasveit hús-
móðurinnar.
Hverjir voru húsráðendur á
þessu gestrisna heimili? Jú, það
voru hjónin Friðgeir Guðmunds-
son frá Skjaldvararfossi mikill öð-
lingur og Þuríður Þorsteinsdóttir
frá Litluhlíð sú er við nú kveðjum.
Ég minnist Þuru eins og hún var
jafnan kölluð með mikilli hlýju og
kærleika. Alltaf tók hún á móti
skellibjöllunum af mikilli þolin-
mæði, aldrei styggðaryrði né fá-
leiki, alltaf var hún spennt yfir að
heyra upplifun okkar af heiminum
bæði þeim sem ollu gleði sem og
hinum sem gerðu það síður.
Þura var ákaflega dugleg kona
og lék allt í höndunum á henni. Það
get ég staðfest sérstaklega hvað
prjónaskapinn áhrærði. Hand-
bragðið var sérlega fágað, kryddað
þeirri næmni sem sem hún bjó yfir,
flíkurnar hennar lýstu sköpunar-
gleði sem endurspegluðu listræna
hæfileika hennar. Þess fyrir utan
skoraði hún sérlega hátt hvað mat-
seld, bakstur og mannleg sam-
skipti varðaði. Alla þessa hæfileika
nýtti hún í þágu samferðafólks,
sem fóru af hennar fundi sann-
færðir að heimurinn brosti þeim
skærar í mót en fyrr.
Hún Þura var fastur punktur í
tilveru minnar bernsku, í henni átti
ég vin og bandamann. Fyrir það
verð ég ævinlega þakklát.
Aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð. Guð blessi minn-
ingu Þuríðar Þorsteinsdóttur.
Auður Kristinsdóttir.
Sá lærir sem lifir. Ég er alltaf að
læra og nú þegar ég sit og skrifa
þessi orð ígrunda ég orðið minn-
ingar enn frekar. Tími, gæða-
stundir og minningar eru hlutir
sem við eigum að hlúa betur að.
Þura var ekki bara Þura frænka og
það vita allir sem þekkja mig að
Þura var svo miklu miklu meira í
mínum huga og hjarta. Hún átti
jafn stóran part í mínu hjarta og ég
í hennar, ég veit það, hún sagði
mér það kannski ekki en hún sýndi
það í verki, hlýju og umhyggju.
Enda eru margar af mínum fyrstu
minningum úr æsku tengdar Þuru
frænku.
Veturinn 1998 urðu straum-
hvörf í mínu lífi. Ég flutti úr vernd-
uðu umhverfi sveitarinnar til borg-
arinnar og að standa á eigin fótum
var allt í einu staðreynd. Engihjalli
9 varð mitt fyrsta eigið heimili en
ekki bara mitt heldur var það Þura
frænka sem leigði mér sína íbúð.
Leigan var ekki há en háð nokkr-
um skilyrðum sem var ekki erfitt
að uppfylla heldur ljúft og skylt að
rækja. Þura vildi nefnilega fá að
koma af og til í sína íbúð, íbúðina
okkar, slappa af og vera um stund.
Það voru því ófá skiptin sem Þura
kom til mín og stoppaði góða stund
þennan veturinn, rifjaði upp minn-
ingar úr æsku, sagði mér sögur af
sér og afa, sögur úr sveitinni í
Litluhlíð og hún sagði mér hluti
sem hún bað mig fyrir og ég geymi
aðeins með mér. Stundum gleymd-
um við okkur og tíminn flaug frá
okkur. Dagurinn sem Pétur
hringdi til að vitja hennar, eða
hringdi til að vita hvort ég vissi um
Þuru er sérstaklega minnisstæður,
gæðastund og tíminn flaug hjá okk-
ur.
Ég var lánsöm og í dag kann ég
enn frekar að meta það að ég var
undir verndarvæng hennar og
elsku Péturs þennan vetur. Það gat
tekið á að standa á eigin fótum og
það vissu þau Þura og Pétur líklega
betur en mig grunar. Mér var ekki
einungis boðið í mat oft heldur
leyst út með nesti líka. Þau hringdu
til að vita hvað ég hefði borðað dag-
ana á undan og eftir þá upptaln-
ingu þótti þeim tími til kominn að
ég kæmi í mat. Kjarngóður íslensk-
ur matur á borðum, en auk þess
bakkelsi og brjóstsykur. Pétur
hafði oft á orði hvað það væri gam-
an að fá mig í mat því ég borðaði
allt og hraustlega líka.
Veturinn leið og sveitin varð aft-
ur fyrir valinu um árabil. Það ein-
staka samband sem ég myndaði við
Þuru og Pétur breyttist ekki og
heimsóknir í Hamraborgina og síð-
ar íbúðina þeirra í Sunnuhlíð urðu
ófáar, en ég viðurkenni færri en ég
vildi óska í dag. Þau fylgdust alltaf
vel með mér, hvað ég tók mér fyrir
hendur og hvernig mér gekk í
verkefnum líðandi stundar. Ég
fékk að fylgjast enn betur með
hvað Þura var að gera í Gjábakka
og sérstaklega hreyfingunni þar
sem hún vissi að íþróttafræðin var
orðin mitt fag. Ég vona að mér
hlotnist sá heiður að verða jafn létt
á fæti á mínum efri árum og Þura
var á sínum efri árum, það eru lífs-
gæði.
Það er með ást, virðingu og hlýju
sem ég kveð elsku Þuru frænku,
hún var einstök rós í mínum garði.
Kær kveðja.
Þín frænka,
Sabína Steinunn
Halldórsdóttir.
Það eru ævinlega mikil tímamót
þegar síðasti leggur stórs systkina-
hóps kveður. Svo er vissulega einn-
ig nú þegar hún Þuríður Þorsteins-
dóttir, eða Þura frænka, eins og
hún var jafnan nefnd í minni fjöl-
skyldu, heldur á nýtt tilverustig.
Þura var sjötta í röðinni af ellefu
systkina hópi sem komst á legg og
jafnan er kenndur við bæinn Litlu-
hlíð á Barðaströnd. Nú eru þau öll
horfin úr okkar heimi.
Árið er 1977. Við Anna mín erum
í fyrsta sinn á leið saman á Vest-
firði. Ferðinni er heitið á Patreks-
fjörð – þar býr Þura frænka – föð-
ursystir Önnu og einhvern veginn
er sjálfgefið að hjá henni gistum
við næstu daga meðan „gripur-
inn“ er kynntur fyrir verðandi
tengdafólki og tekið er hús á
stórum hópi ættmenna og vina
Önnu á svæðinu – af nógu er að
taka! Tekið með kostum og kynj-
um af Þuru í litla húsinu hennar
við Aðalstræti 29 – næsta hús við
hina landsþekktu Skjaldborg.
Hún býr þarna ein með Olgu dótt-
ur sinni – hafði misst mann sinn
fimm árum áður aðeins 49 ára
gömul og ungan son löngu fyrr.
Lífsreynd kona en þó með sína
léttu lund.
Þannig voru mín fyrstu kynni
af Þuru, kynni sem entust allt
fram á síðasta dag og aldrei bar
skugga á. Þau kynni og samskipti
áttu eftir að aukast mjög eftir að
hún flutti suður og settist að í
Kópavogi – ekki síst eftir að hún
kynntist sómamanninum Pétri
Benediktssyni og hóf búskap með
honum. Bæði sýndu þau okkur og
dætrum okkar einstaka vináttu og
áhuga alla tíð og samskiptin við
þau voru ávallt ánægjuleg. Sú
venja komst fljótt á að ég sá um
framtalsgerð og tilheyrandi fyrir
þau og í minningunni sé ég þau
koma röltandi yfir Hamraborgina
í slíkum erindagjörðum – gjarnan
með „góðgjörðir“ í poka meðferðis
svona til yndisauka. Eftirminni-
legt var einnig að sækja þau heim
í sumarbústað Péturs við Þing-
vallavatn þar sem þau áttu góðar
stundir og snyrtimennska var í
öndvegi höfð. Síðustu árin saman
áttu þau í lítilli og fallegri íbúð í
Sunnuhlíð og ekki var síðra að
taka á þeim hús þar – alltaf nota-
legt.
Pétur lést 2012 og fyrst um sinn
bjó Þura áfram í íbúðinni í Sunnu-
hlíð en þegar heilsan fór að gefa
sig flutti hún í herbergi – einnig í
Sunnuhlíð – þar sem hún dvaldi
uns yfir lauk. Við Anna litum inn
hjá henni tveimur vikum fyrir
andlátið og ljóst var að hverju dró.
Hún virtist þekkja okkur og
spjallaði lítillega við okkur en
þrekið var augljóslega á þrotum.
Komið er að kveðjustund. Að
leiðarlokum er þakklæti fyrir
gefandi kynni af henni og hennar
fólki það sem efst er í huga. Megi
henni vel farnast á nýju tilveru-
stigi.
Blessuð sé minning Þuríðar
Þorsteinsdóttur.
Guðmundur Jóelsson.
Þuríður
Þorsteinsdóttir
✝ Erla RuthSandholt fædd-
ist í Reykjavík 27.
maí 1940. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 7. október
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Þóra G. A.
K. Sandholt lista-
maður og húsmóð-
ir, f. 18. júlí 1912, d.
14. janúar 2010, og
Ásgeir J. Sandholt bakarameist-
ari, f. 5. júlí 1913, d. 19. maí
2003.
Systkini hennar eru: Sverrir
Sandholt rafeindavirki, f. 1.
september 1942, kona hans er
Sigríður Breiðfjörð. Stefán Har-
ald Sandholt bakarameistari, f.
28. nóvember 1945, kona hans
er Olga Bjarklind Magnúsdóttir,
og Ragnhildur Kristín Sandholt
25. apríl 1966, giftur H. Christi-
an Faurschou arkitekt, f. 26.
júní 1969.
Erla gekk í Ísaksskóla og svo
Austurbæjarskóla, síðar lærði
hún hárgreiðslu í Iðnskóla
Reykjavíkur. Erla fór að loknu
námi til frekara náms í sinni iðn
til Kaupmannahafnar og dvald-
ist þar í eitt ár. Erla starfaði
sem sjálfboðaliði bæði hjá
Rauða krossi Íslands og innan
Sjálfsbjargar en einnig var hún
virk í starfi Sjálfstæðisflokksins
frá 15 ára aldri. Erla starfaði
við hárgreiðslu þar til börnin
fæddust en hún var heimavinn-
andi allt fram að því að Sjálfs-
bjargarhúsið í Hátúni 12 tók til
starfa en þá réð hún sig þangað
sem hárgreiðslumeistara og
vann þar allt þar til hún lét af
störfum sjötug að aldri eða í 37
ár. Erla hóf einnig störf hjá
Reykjavíkurborg þegar félags-
starf eldri borgara opnaði að
Norðurbrún 1 og vann þar í yfir
30 ár.
Útför Erlu fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 21. október
2016, klukkan 16.
bókari, f. 6. ágúst
1949, d. 27. júlí
2008, eftirlifandi
maki hennar er Jón
Eiríksson.
Erla Ruth giftist
Tómasi Halldórs-
syni Sigurðssyni, f.
31. júlí 1937, verzl-
unarmanni þann 3.
júní 1961. Eignuð-
ust þau þrjú börn:
1) Ásgeir Þór bak-
arameistari, f. 11. júní 1962, eig-
inkona hans er Helena Hörn
Einarsdóttir, f. 8. júní 1968. Þau
eiga fjögur börn: i) Davíð Hauk,
eiginkona hans er Katrín Alex-
andra, börn þeirra eru Aron
Máni og Helga Margrét. ii)
Söndru Ruth, iii) Anítu Mjöll, iv)
Elínu Huld. 2) Guðlaug skrif-
stofumaður, f. 11. janúar 1965.
3) Arnar hárgreiðslumeistari,
Í dag munum við fjölskyldan
og vinir koma saman í Grensás-
kirkju til að minnast og kveðja
elskulega múttu mína.
Þessi ákveðna kona var alveg
harðákveðin að nú væri tíminn
kominn, nú væri komið nóg.
Hún hafði ekki áhuga á að vera
spítalamatur tengd við tæki og
tól, það gerði hún okkur ljóst og
var þess fullviss að nú færi hún til
fundar við Drottin sinn, því
kvaddi hún okkur börn sín og eig-
inmann sátt og óhrædd. Hún frú
Erla, eins og við systkinin köll-
uðum hana í góðu tómi, var glæsi-
leg kona, fór í lagningu, var með
varalit og naglalakk, átti nóg af
veskjum og skóm og var alltaf
ánægð með það sem hún átti. Fals
átti hún ekki til og á stundum var
hún helst til of hreinskilin. Átti
langbesta manninn, bestu börnin,
bestu tengdabörnin, bestu barna-
börnin og langömmubörn og var
yfir höfuð ánægð með val sitt á
flestöllu sem hún eignaðist eða
gerði um ævina.
Hún var hræðilega pólitísk og
svei mér þá ef hún var ekki sann-
færð um að Drottinn, Davíð og xD
væri allt í sama gæðaflokki en
hún reifst aldrei um pólitík, það
kom ekki til greina. Held næstum
því að hún hafi fundið til með
þeim sem ekki höfðu séð ljósið svo
maður geri nú smá grín að þessari
sannfæringu hennar.
Hún móðir mín hafði meiri náð
fyrir kirkjubrölti dóttur sinnar og
ólíkri lífssýn en dóttirin fyrir
þessari póltísku sannfæringu
hennar.
Það sem skiptir hins vegar
máli þegar öllu er á botninn hvolft
er að við mæðgurnar vorum vinir
og hefði ekki getað þótt vænna
hvor um aðra. Fjölskyldan í heild
hafði held ég líka komist að þeirri
niðurstöðu að vera sammála um
að vera ósammála þegar það átti
við.
Mamma var safnari, hún átti
alltaf mikið af öllu, það gat nefni-
lega orðið fólk á leið hennar sem
hefði getað nýtt sér eitthvað af
þessum mat eða dóti. Aldrei mátti
henda neinu því í flestum tilfellum
fann hún einhvern sem gat fært
sér allt þetta í nyt, já eða hún gef-
ið það til Nytjamarkaðar ABC.
Hún elskaði að eyða tíma í
sumarbústaðnum þótt hún væri
ekkert fyrir útiveru, leyfði börn-
unum sem þangað komu að hanga
á náttfötum allan daginn og horfa
á teiknó og borða ís.
Hún var líka ein af þessum ein-
staklingum sem fékk orku af því
að vera í margmenni jafnvel þó að
hún þekkti engan, sem reyndar
kom nú ekki oft fyrir, þá var ekk-
ert eðlilegra en kynnast nokkrum
nýjum.
Hún sagði á góðri stund við
bróður minn að verst hafi henni
fundist að hafa alið okkur upp í að
verða svona sjálfstæð því þannig
hefðum við ekki neina þörf fyrir
hana. Reyndar veður hún í villu
þar en sjálfstæð erum við sem er
bara frábært en við vissum líka að
hún var til staðar hundrað
prósent.
Hún var ekki endilega sú auð-
veldasta, hún var stórbrotin,
ákveðin en ekki frek, hún vildi vel
og það ber að þakka. Hvíl í friði,
elsku mamma mín, og Drottinn
blessi minningu þína.
Guðlaug Tómasdóttir.
Í dag kveðjum við elskulega
móðursystur okkar Erlu, sem við
systkinin höfum ávallt kallað
Frænku. Hún hafði með eindæm-
um stóran og ástríkan faðm, sem
umvafði okkur hvenær sem þörf
var á.
Við vorum ávallt velkomin á
heimili hennar í Stóragerði þar
sem hún bjó lengst af ásamt
Tomma og krökkunum og vorum
við þar tíðir gestir í æsku. Þar átt-
um við eiginlega annað heimili og
áttum okkar tannbursta inni í
skáp, náttföt og fullan skáp af
Tarzanblöðum til að lesa. Eigum
við margar skemmtilegar minn-
ingar frá þeim árum.
Minningarnar um matmálstím-
ana, þar sem Frænka lét sig aldr-
ei muna um að bæta okkur í hóp-
inn – alltaf nóg pláss og nægur
matur.
Stundum veltum við fyrir okk-
ur hvernig við komumst öll fyrir
við litla eldhúsborðið. En það var
alltaf einn sem fékk að sitja í há-
sætinu sem var trappa og borðið
skurðbretti sem dregið var út úr
eldhúsinnréttingunni. Minningin
þegar Eiríkur, sennilega um sjö
ára, át svo margar bringur af
svartfugli, meira en Ásgeir Þór
gat torgað, að um var talað í mörg
ár.
Íris lá oft vel við höggi fyrir
stríðni frænda sinna, Ásgeirs
Þórs og Arnars, og þá var gott að
geta hlaupið til Frænku sem tók
hana undir sinn verndarvæng og
skammaði þá svo þeir hættu í bili.
Þegar hún hjólaði til Frænku og
fékk permanent aðeins 12 ára
gömul. Atli Már var yngstur og
eftirlæti Frænku og mátti enginn
stugga við honum svo hún heyrði
til, því hann var engillinn hennar.
Þegar hann gisti hjá henni, var
hann eins og prins á heimilinu,
fékk allt sem hann vildi á silfurfati
og ótakmarkaðan aðgang að
videospólum og sjónvarpsglápi –
það var allt látið eftir honum.
Öll yndislegu jólaboðin sem
hún hélt og við mættum alltaf
snemma í og byrjuðum á að horfa
á jólastundina okkar áður en allir
hinir kæmu. Oftar en ekki varð
eitthvert okkar eftir og gisti í
stofusófanum eða uppi í rúmi hjá
Guðlaugu. Frænka var ákveðin
en samt alltaf létt í lund og bros-
mild.
Við erum rík af minningum um
góða Frænku sem við eigum eftir
að sakna mikið og erum þakklát
fyrir allt sem hún hefur gert fyrir
okkur og jafnframt þakklát fyrir
að hún fékk að fara eftir erfið
veikindi. Við erum sannfærð um
að vel verði tekið á móti henni, af
ömmu og afa og okkar ástkæru
móður.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Hvíl í friðið, elsku Frænka.
Eiríkur, Íris og Atli Már.
Erla Ruth
Sandholt