Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
hitabrúsarnir hafa fylgt okkur alla
tíð eins og reyndar ýmislegt
fleira.“
Vöruflokkunum fjölgaði jafnt og
þétt og nú sérhæfir fyrirtækið sig í
innflutningi, sölu og dreifingu á
vörum til matvöruverslana, lyfja-
búða, veitingahúsa og mötuneyta.
John Lindsay hf. á og rekur einnig
matvælafyrirtækið Agnar Ludvigs-
son ehf. sem framleiðir Royal-
vörurnar, þar á meðal Royal-
búðinga og Royal-lyftiduft. Nýlega
hóf verksmiðjan framleiðslu á
kryddblöndunum „Best á …“ eins
og til dæmis Best á lambið, Best á
fiskinn og Best á allt. „Við höfum
flutt út Royal-búðingana og lyfti-
duftið til Færeyja og nýlega fór
fyrsta sendingin af kryddblönd-
unum til Noregs,“ segir Stefán um
útrás fyrirtækisins. „Menn þurfa
að vera fljótir að átta sig á breyt-
ingum og laga sig að þeim,“ heldur
Stefán áfram og vísar meðal ann-
ars til þess að þegar faðir hans og
félagar hafi tekið við fyrirtækinu
hafi það verið töluvert um-
svifamikið í byggingarvörum og
öðru slíku en síðan hafi matvara og
hreinlætisvörur orðið ofan á. „Við
störfum einkum á tveimur sviðum,
annars vegar þjónustum við stór-
markaði og hins vegar þjónum við
stóreldhúsum.“
Fjölskyldufyrirtæki í 50 ár
John Lindsay seldi Austurveri
hf. fyrirtækið 1963 og breyttist það
þá í heildverslun. Björgvin Jóns-
son, fisksali í Sæbjörgu, og félagar
hans, Guðjón Hólm, faðir Stefáns,
og Þórir Skarphéðinsson forstjóri
eignuðust síðan fyrirtækið 1966 og
ráku það fyrst með einum starfs-
manni í Hátúni 4a. Þegar Guðjón
Hólm tók skömmu seinna við for-
stjórastarfinu var fyrirtækið flutt í
Fjalaköttinn við Aðalstræti. Árið
2009 flutti Lindsay í nýbyggingu í
Klettagörðum 23. „Pabbi kom ung-
ur og fullur eldmóðs í bæinn úr
sveitinni, lærði lögfræði og rak lög-
mannsstofu auk þess sem hann
stundaði margvísleg viðskipti,“
segir Stefán, en Guðjón kom meðal
annars að rekstri fyrirtækjanna
Reykhússins hf., Lífstykkjabúðar-
innar og Kjötvers. Skömmu eftir
laganámið, sem ungum fulltrúa á
lögmannsstofu, var honum m.a. fal-
inn rekstur tívolísins í Vatnsmýri í
nokkur sumur.
Mörg tækifæri
Stefán var framkvæmdastjóri
Félags íslenskra stórkaupmanna,
sem nú er Félag atvinnurekenda, í
10 ár, og tók við stjórninni hjá
Lindsay árið 2002. Hann segir að
þótt sagan sé merkileg og mik-
ilvægt sé að halda hana í heiðri
skipti miklu máli að horfa fram á
við. „Við höfum á nýliðnum árum
fjárfest í tækjum og búnaði sem
hentar mjög vel fyrir þennan
rekstur auk þess sem við höfum
fjárfest í mannauði. Við teljum
okkur því mjög vel í stakk búin að
takast á við ný verkefni til langrar
framtíðar. Við höfum verið lánsöm
með starfsfólk og höldum góðu
sambandi við marga fyrrverandi
starfsmenn og við viljum leggja
áherslu á starfs- og endur-
menntun,“ segir Stefán, en hjá
fyrirtækinu eru nú 18 stöðugildi.
„Lindsay er nú markaðs- og
sölufyrirtæki en um leið þjónustu-
fyrirtæki,“ áréttar Stefán. „Við
kaupum ekki aðeins vörur frá er-
lendu birgjunum heldur fáum einn-
ig frá þeim þekkingu og verkkunn-
áttu sem við reynum að innleiða í
okkar vinnu. Við höfum vaxið með
erlendum birgjum okkar, saga okk-
ar endurspeglar um margt sögu ís-
lenskrar verslunar, kraftinn og
fjölbreytnina sem er í versluninni,
og við sjáum ýmis tækifæri til enn
frekari vaxtar.“
„Aldrei verið yngri og sprækari“
Heildsölufyrirtækið John Lindsay hf.
90 ára Sérhæfir sig í innflutningi, sölu
og dreifingu á vörum til matvöruversl-
ana, lyfjabúða, veitingahúsa og mötu-
neyta Sjá tækifæri til frekari vaxtar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á lagernum Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay hf., segir ýmis tækifæri vera til enn frekari vaxtar.
Stofnandinn Skotinn John Lindsay í herberginu í Austurstræti.
Forstjóri Guðjón Hólm í vinnunni.
Nýbygging Sérhæft húsnæði fyrirtækisins í Klettagörðum 23.
VIÐTAL
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Eigendur heildsölufyrirtækisins
John Lindsay hf. fagna 90 ára af-
mæli fyrirtækisins föstudaginn 28.
október nk. „Þrátt fyrir háan aldur
höfum við aldrei verið yngri og
sprækari en nú,“ segir Stefán S.
Guðjónsson, forstjóri Lindsay hf.,
og bætir við að í raun sé verið að
halda upp á tvöfalt afmæli, því fað-
ir hans ásamt fleirum hafi eignast
fyrirtækið fyrir hálfri öld.
Skotinn John Lindsay kom til
landsins 1924, þá 28 ára gamall
starfsmaður bresks fyrirtækis, í
þeim erindagjörðum að kaupa fisk
fyrir fyrirtækið. Hann féll þegar
fyrir landi og þjóð og settist að lok-
um hér að. Fyrstu ár sín á Íslandi
bjó hann á gamla Hótel Íslandi,
sem var þar sem nú er Ingólfstorg
í miðbæ Reykjavíkur. Lindsay
stofnaði umboðsverslunina John
Lindsay árið 1926 og var lengst af
með reksturinn í litlu herbergi á 2.
hæð í Austurstræti 14. Hann
kvæntist Sigurborgu Ólafsdóttur
og bjuggu þau við Hraunteig. „Mér
hefur verið sagt að hann hafi alltaf
ferðast með strætó, jafnvel þótt
hann hafi átt forláta breskan eð-
alvagn,“ segir Stefán.
Thermos-hitabrúsar
frá byrjun
Fyrsta viðskiptasambandið var
við framleiðendur Thermos-
hitabrúsanna og var Ísland fyrsta
landið sem þeir voru fluttir til.
„Hann notfærði sér viðskipta-
samböndin á Bretlandi og byrjaði á
því að flytja inn vörur sem hann
taldi að vantaði á Íslandi,“ rifjar
Stefán upp. „Viðskiptasamböndin
hafa eðlilega breyst í tímans rás en
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Regn- og
hlífðarfatnaður
Dynjandi býður upp á hlífðar- og regnfatnað
sem uppfyllir ströngustu kröfur.
Hafðu samband.
Við veitum þér faglega aðstoð.