Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 58
Siglótöfrar Sigló Hótel sómir sér óneitanlega vel undir norðurljósadýrðinni sem fer með himinskautum. Alls telur gistiplássið 68 herbergi af fjórum mismunandi stærðum. Sigló Hótel telur heil 68 herbergi og skiptast þau í fjóra flokka, eins og hótelstjórinn Finnur Yngvi Krist- insson útskýrir. „Við erum með Clas- sic herbergi, Lúxus, Junior-svítur og svo tvær svítur. Herbergin eru af mismunandi stærðum og því með eitthvað við allra hæfi. Aðbúnaðurinn er í alla staði mjög góður, eins og vera ber á hóteli í flokknum fjórar stjörnur plús.“ Margþætt aðdráttarafl Það er engum ofsögum sagt að um- hverfi Sigló Hótels er geysifallegt, þar sem það stendur við Siglufjörð. En aðdráttaraflið er margþættara en svo, að sögn Finns hótelstjóra. „Það eru fáein lykilatriði sem nauðsynlegt er að upplifa þegar fólk kemur hingað, ekki síst þegar um fyrstu heimsókn er að ræða. Fyrst er að nefna Síldarminjasafnið, enda er safnið eitt hið flottasta á landinu og saga síldarinnar bundin kaup- staðnum órofa böndum. Einnig vil ég nefna Þjóðlagasetrið og Ljóðasetrið sömuleiðis.“ Það er auðheyrt að menninguna vantar ekki á Siglufjörð og Finnur tekur samstundis undir það. Súkkulaðikaffihús og bjórgerð „Hér er að finna slatta af galleríum og svo var að opna hér súkkulaði- kaffihús, rekið af henni Fríðu Björk sem framleiðir sitt eigið súkkulaði og lærði súkkulaðigerð í Belgíu. Siglu- fjörður státar sem sagt af því að vera með lókal súkkulaðigerð,“ segir Finnur stoltur. Og það er ekki allt. „Fyrir ári síðan opnaði hér lítil bjórverksmiðja, sem nefnist Segull 67.“ Heimagert súkkulaði og hand- verksbjór? Það er ljóst að sælkerar hafa drjúga ástæðu til að sækja Siglufjörð heim, ásamt menningarvitunum eins og framar greindi. „Hér er ótalmargt sem laðar að og nóg af áhugaverðum hlutum. En samt sem áður er það svo að þú kem- ur hingað til að slaka á. Fólk kemur til Siglufjarðar til að njóta stund- arinnar, kyrrðarinnar og lífsins.“ Snjóþrúguganga um vetur Fyrir þá sem langar að sækja Sigló heim í vetur er ýmislegt við að vera þótt snjór liggi yfir öllu – eða kannski einmitt vegna þess að snjór er yfir öllu. Finnur bendir á að á veturna bíði skíðasvæðið klárt ásamt því að hægt er að fá leigðar snjóþrúgur á hótelinu og bregða sér í snjó- þrúgugöngu um nágrennið, ýmist undir leiðsögn heimamanns eða bara á eigin vegum. „Það er hægt að fara ákveðnar gönguleiðir eða bara elta nefið á sér. Mitt uppáhald er að fara að skóg- ræktinni og labba þar að fossinum. Það er óviðjafnanlegt að fara þessa leið fyrir pör,“ bætir Finnur Yngvi við. „Þegar veður leyfir er svo hægt að bregða sér í sjóstangaveiðitúr. Til þess erum við með bát sem tekur allt að 30 manns í hvern túr.“ Valkostir í veitingastöðum Finnur bendir á að þegar kemur að því að fá sér í svanginn búi Sigló Hót- el svo vel að hafa yfir að ráða þremur mismunandi stöðum sem henti mis- munandi tækifærum. „Fyrst er að nefna Sunnu, sem er veitingastaðurinn á hótelinu með à la carte-seðil, en nafnið er dregið af Sunnubragga sem stóð áður þar sem hótelið er í dag. Frá matsalnum er því útsýni beint yfir smábátahöfnina. Við þetta má bæta að við erum með Lobbý Bar þar sem léttur matseðill er boði fyrir þá sem vilja tylla sér og kasta mæðinni eftir erilsaman dag.“ Í annan stað nefnir Finnur Kaffi Rauðku sem er, vel að merkja, í fag- urrauðu húsi og er opin á daginn. Loks er það Hannes Boy sem stend- ur í skærgulu húsi við smábátahöfn- ina. Staðirnir hafa á sinn hátt mis- munandi áherslur og því erum við að ná að taka inn mjög breiðan hóp af viðskiptavinum, allt frá pörum upp í stærri hópa.“ Í sælunni á Siglufirði  Rúmlega ársgamalt stendur Sigló Hótel á nota- legum stað við smábáta- höfnina á Siglufirði Hótelherbergi Herbergin á Sigló Hótel eru nútímaleg og vistleg, og þess er gætt að þau rími við klassískt útlit hótelsins sem smellpassar sjálft inn í bæj- armyndina við smábátahöfnina. Hér sést herbergi af „Classic“ gerðinni. Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is · Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré. · Mikið úrval efna, áferða og lita. · Framleiðum eftir óskum hvers og eins. · Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði. BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. HÓTEL Hringinn í kringum landið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.