Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 ✝ Elín ÓlafíaFinnbogadóttir fæddist 23. október 1926 á Hóli í Bakkadal í Arn- arfirði og ólst þar upp. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 12. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Finnbogi Jónsson, f. 2. janúar 1896, d. 20. júlí 1975, og Sigríður Gísla- dóttir, f. 25. apríl 1896, d. 20. mars 1959. Systkini hennar voru Jón Guðbergur, f. 1919, d. 1986, Jóna Jóhanna Daðína, f. 1921, d. 2002, Vigdís Guðrún, f. 1922, d. 2013, Ragnhildur Gísl- ína, f. 1924, d. 2009, Sigríður Ingibjörg, f. 1931, d. 1996 og Árni Marinó, f. 1931. Elín Ólafía giftist 23. október 1954 Valdimari Helgasyni, f. 7. desember 1919 á Dálkstöðum í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði, d. 15. maí 2010. Börn þeirra eru: 1) Helgi verkfræð- ingur/sviðsstjóri, f. 3. júní 1955, kvæntur Jónu Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1955. Börn þeirra: a) Elín Anna lækn- Björt ráðgjafa, f. 1983, sam- býlismaður Örn Ingi Ásgeirs- son rafvirki. Barn þeirra er Lilja Bríet, f. 2016. Fyrir á Þóra Björt Jóhannes Berg, f. 2003 og Tómas Berg, f. 2010. Fyrir á Örn Ingi Óliver Breka, f. 2010. Elín Ólafía ólst upp hjá for- eldrum sínum á Hóli í Bakkadal í Arnarfirði. Hún gekk í Barna- skólann í Bakkadal, stundaði nám á Núpi í Dýrafirði og var einn vetur í Húsmæðraskól- anum á Ísafirði. Upp úr tvítugu fluttist Elín Ólafía til Reykja- víkur, stundaði ýmis þjón- ustustörf, þar til hún réð sig sem stofustúlka á Bessastaði í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta. Þar kynntist hún Valdi- mari eiginmanni sínum, sem var búfræðingur á Bessastöð- um. Þau byggðu sér heimili á Rauðalæk 23 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu í rúm 40 ár. Á efri árum fluttust þau í Gull- smára 9 í Kópavogi og bjuggu þar til ársins 2006. Síðasta ára- tuginn bjó hún á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Elín Ólafía sinnti fyrst og fremst húsmóðurstörfum með- an börnin voru yngri en vann einnig ýmis störf samhliða. Elín Ólafía var mikil hannyrðakona allt til síðasta dags. Útför Elínar Ólafíu fer fram frá Neskirkju í dag, 21. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. ir, f. 1978, gift Kristjáni Guð- mundssyni lækni. Börn þeirra eru: Ólafur Kári, f. 2003, Matthías Helgi, f. 2008 og Katrín María, f. 2014, b) Valdimar Örn verkfræðing- ur, f. 1982, c) Ólaf- ur Heiðar hag- fræðingur, búsettur á Spáni, 2) Sigríður Guðbjörg myndlistarkennari, f. 5. október 1959, gift Óttari Ólafssyni framhaldsskólakenn- ara, f. 1956. Börn þeirra: a) Arna myndlistarmaður, f. 1986, gift Guðmundi Thoroddsen myndlistamanni, b) Nanna háskólanemi, f. 1996. 3) Að- alheiður leikskólakennari, f. 27. desember 1961, gift Sveini Guð- mundssyni hæstaréttarlög- manni, f. 1958. Börn þeirra: a) Fannar sjónvarpsmaður, f. 1988, sambýliskona Valgerður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, b) Steinunn háskólanemi, f. 1992, sambýlismaður Leó Daðason lögfræðingur, c) Valdimar, f. 1999 menntaskóla- nemi. Fyrir á Sveinn Þóru Elsku besta móðir okkar er látin. Hún hefði orðið 90 ára eftir tvo daga, 23. október næstkomandi. Mikil tilhlökkun og undirbúningur var fyrir af- mælið en afmælisveislan tók aðra stefnu og breyttist í jarð- arför. Svona er lífið. Í okkar uppvexti var mamma alltaf lífglöð og jákvæð. Var það ómetanlegt veganesti fyrir okk- ur út í lífið. Minnumst við æskuáranna með hlýhug. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur. Á efri árum markaði andleg veikindi líf hennar. Með já- kvæðu hugarfari tókst henni alltaf að standa upp úr veik- indum sínum og gefa af sjálfum sér, breiða út faðminn og um- vefja okkur og samferðamenn sína. Síðustu tíu ár ævi hennar átti hún heimili á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund þar sem hún blómstraði og hafði ánægjulegt og innihaldsríkt líf. Þökk sé frábærri umönnun og notalegri nærveru starfsfólks Grundar. Við erum því ævinlega þakklát. Svo ástrík var hún mamma mín og merk var hennar saga því yndi kærleiks ennþá skín á alla mína daga. Hlý og blíð hún hjá mér stóð, minn helsti leiðarvísir af mildi sinni gaf hún glóð sem gæfuspor mín lýsir. Er æskuslóð um gróna grund gekk ég fyrir skömmu þá sá ég loga ljúfa stund ljósið hennar mömmu. (Kristján Hreinsson) Aðalheiður, Sigríður og Helgi. Kær tengdamóðir, amma og langamma hefur nú kvatt okk- ur. Ljúf, jákvæð og lífsglöð. Alin upp fyrir vestan í Arn- arfirðinum þar sem dalirnir eru hvilftir, fjöllin hrikaleg og sand- urinn mjúkur og hvítur. Á Hóli þar sem tvær barnmargar fjöl- skyldur bjuggu saman og deildu öllu í sátt og samlyndi. Þar lærði hún mátt samheldninnar og vinnusemi. Henni var margt til lista lagt. Vann m.a. á Bessa- stöðum sem stofustúlka. Ekki hafði hún verið lengi þar þegar Dóra forsetafrú áttaði sig á hversu dugleg og glögg hún væri. Vildi Dóra styrkja hana til hússtjórnarnáms í Kaupmanna- höfn. Ekki gekk það eftir því hún hafði þá kynnst verðandi manni sínum Valdimari Helga- syni búfræðingi á Bessastöðum. Var það þeirra gæfa. Saman áttu þau rúm 50 ár en Valdimar lést 2010 þá 91 árs að aldri. Eignuðust þau þrjú börn. Þau voru samheldin hjón sem sinntu sínu vel. Höfðu gaman af að ferðast og skoða landið. Heimsækja vandamenn fyrir vestan og norðan. Harðdugleg bæði, enda alin upp í stórum fjölskyldum og vön að bjarga sér. Þau byggðu sér heimili að Rauðalæk 23. Allt vildi hún gera fyrir fjölskyldu sína. Þol- inmæðin og natnin var enda- laus. Allt varð svo fallegt í hennar höndum. Hún vann erf- iðisvinnu en átti alltaf tíma til að taka vel á móti fólki, baka, prjóna, sinna heimilinu og fjöl- skyldunni. Þegar barnabörnin komu elskaði amma þau og þau ömmu sína. Áttu öruggt athvarf hjá henni þar sem passað var upp á að þeim liði sem best. Í sumarbústað var líf og fjör með ömmu. Hún skrapp út, tíndi ber og sauð sultu. Bakaði pönnu- kökur og allt í einum grænum. Svo var borðað og lífið var tóm hamingja. Dansað og hlegið. Þegar barnabarnabörnin komu hélt gleðin áfram. Þau máttu koma í Tívolí hjá langömmu á Grund. En það var rúmið henn- ar sem hægt var að stilla upp og niður, út og suður. Enda- laust mætti segja sögur eins og þessar. En nú þegar komið er að kveðjustund er okkur efst í huga hversu jákvæð og góð manneskja hún tengdamamma og amma var. Auðvitað var lífið henni erfitt á stundum. En allt- af var hún æðrulaus, skynsöm, þolinmóð og ákveðin í að horfa jákvætt á umhverfi sitt. Nýta tímann og lifa lífinu lifandi. Elska fólkið sitt og gleðja það. Skapkostir sem hennar börn hafa öll fengið í arf og bera áfram til sinna barna. Síðustu árin sín dvaldi hún á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þar var vel hugsað um hana. Vænt- umþykja og virðing fyrir heim- ilisfólki þar er aðdáunarverð. Á fólk þar miklar þakkir skildar. Á föstudag 23. næstkomandi átti að halda upp á 90 ára af- mæli. Hún var búin að skipu- leggja allt. Öll fjölskyldan átti að koma og sérstaklega yngri kynslóðin. Hún ætlaði að fara með gátur fyrir þau og segja sögur. Í staðinn yljum við okk- ur við minningarnar og gleðj- umst yfir lífi hennar og Valda afa. Og þökkum fyrir þann arf og gildi sem þau hafa fært okk- ur yngri kynslóðinni. Þetta ljóð fór amma oft með fyrir okkur og vildi að við lærð- um: Hún amma mín er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. En gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. Jóna, Elín Anna, Valdimar Örn, Ólafur Heiðar Tengdamóðir mín, Elín Ólafía Finnbogadóttir, átti nokkra daga í að verða 90 ára þegar hún lést 12. október síð- astliðinn. Ég kynnist henni rúmlega fimmtugri þegar eldri systir mín tók saman við son þeirra hjóna, Elínar og Valdi- mars, og ég tók síðan saman við eldri dótturina skömmu seinna. Elín tók strax mjög vel á móti mér og féll aldrei skuggi á það. Fyrstu hjúskaparár okkar Sig- ríðar bjuggum við í forstofu- herberginu á Rauðalæk 23 og fluttum síðan í kjallarann þar sem Elín og Valdimar áttu litla og notalega íbúð sem hentaði vel ungu pari. Ég á margar góðar minning- ar frá veru okkar á Rauðalæk. Elín var jákvæð manneskja og með mikið jafnaðargeð. Hún starfaði á leikskóla jafnframt því að sinna erilsömu starfi hús- móður og féll henni sjaldan verk úr hendi. Heimili hennar og Valdimars var ákaflega snyrtilegt, allt á sínum stað og tandurhreint. Heimilislífið var í föstum skorðum, hollur og góð- ur íslenskur matur, oftast tví- réttað og kvöldmatur á slaginu. Minnist ég meðal annars kál- bögglanna, beinlausra fugla, siginnar skötu og baksturs á laugardögum. Vínarbrauðin með rabarbarasultu fundust mér sérstaklega góð. Elín var jarðbundin og held ég að stund- um hafi henni þótt fullmikið um róttækar skoðanir unga manns- ins. Eftir að við fluttum frá Rauðalæk áttum við þar oft endurkomu í fríum meðan við bjuggum úti á landi. Oft hefur það án efa verið töluvert rask en aldrei fundum við fyrir öðru en að vera alltaf hjartanlega velkomin. Hygg ég að margir geti borið Elínu sömu sögu. Einnig var ánægjulegt að geta endurgoldið það í nokkru með að fá þau hjón í heimsóknir á Akureyri og Akranes. Sérstak- lega minnist ég sameiginlegs ferðalags til Gilleleje í Dan- mörku og ánægjulegra sumar- húsaferða. Um það leyti sem Valdimar fer á eftirlaun fer að bera á veikindum hjá Elínu, fyrst lík- amlegum en síðan andlegum. Við tóku allmörg erfið ár sem einkanlega fengu á Valdimar og börnin. Elín var burtu í skemmri og lengri tíma vegna veikindanna og við tóku heim- sóknir á mismunandi staði. Það var oft sárt að horfa upp á þessa jákvæðu manneskju sökkva í hyldýpi þunglyndis. Úrræðaleysið var oft algjört. Það rofaði til í allmörg ár í Gullsmára, þar sem þau hjón höfðu keypt þjónustuíbúð fyrir aldraða. Var þá einnig styttra að heimsækja þau. Síðustu árin bjó Elín á Grund og var bundin við hjólastól. Var hún stóran hluta þess tíma laus við andleg veikindi, jákvæð, dugleg, skýr og sjálfri sér lík. Áhugasöm um það sem var að gerast í kringum hana, meðal síns fólks og annarra, alltaf að prjóna, steypa kerti og stund- um spennt eins og unglingur. Ef það er eitt sem ég ætti að nefna að Elín hafi kennt okkur, þá er það að njóta lífsins og samferðafólks á meðan við get- um. Blessuð sé minning hennar. Óttar Ólafsson. Það er sagt að lífið sé ekkert líf ef engin er sorgin, þá er til- veran engin tilvera ef engin er gleðin. Við dánarbeð elskulegr- ar tengdamóður minnar tókust á þessar grunnandstæður lífs- ins. Sorg og grátur að þurfa að kveðja hana skyndilega. Hins vegar gleði og hlátur vegna minninga sem hún skilur eftir fyrir okkur. Fyrir andlátið var undirbún- ingur á fullu að halda upp á 90 ára afmæli hennar sem við ætl- uðum að samfagna með henni í söng, gleði og hlátri. Það sem lífið hefur kennt manni er að það kemur ekki upp í stafrófsröð. Við ráðum ekki þeim bókstaf sem kemur upp í stafrófi lífsins. Tengdamóðir mín var ættuð frá Vestfjörðum. Ólst upp á Hóli í Bakkadal í Arnarfirði. Hún var af þeirri kynslóð sem hefur tveggja heima sýn. Það er oft erfitt að nálgast eða velta fyrir sér með hvaða hætti hún hefur komið þessum tveimur heimum fyrir í sínu lífi og að- skilið þá. Hún ólst ekki upp við allsnægtir í foreldrahúsum og þurfti að hafa fyrir hversdags- legum hlutum eins og t.d. að ferðast á milli staða til að hitta annað fólk eða einfaldlega að gera sér dagamun á þeim tíma. Þær sögur geymdi hún með sér en sagði frá bernsku- og ung- lingsárum sínum þannig að það hafi alltaf verið nóg að bíta og brenna. Hún bjó um fallegt heimili á Rauðalæk í Reykjavík með Valdimar, tengdaföður mínum, en hann lést fyrir sex árum. Heimili þeirra var mannmargt um tíma. Tengdamóðir mín hjúkraði móður sinni á heimili sínu og sinnti jafnframt föður sínum sem bjó þar, samhliða að ala upp þrjú börn og veita fjölda ættingja utan að landi ávallt gisti- og griðastað þegar þau ferðuðust til höfuðborgar- innar. Tengdaforeldrar mínir skutu skjólhúsi yfir mig fyrstu hjú- skapaár mín með Öllu minni í kjallaraíbúð sem þau áttu á sama stað. Það er bjart yfir minningum frá Rauðalæknum. Það var allt sjálfsagt þegar leitað var til tengdamóður minnar. Ekkert verk var henni ofvaxið. Hún var jákvæð og hvatti börn sín til góðra verka, leita ævintýra og ferðast. Til lengri tíma átti tengda- móðir erfitt vegna andlegra veikinda. Upp úr þeim stóð hún jafnan og breiddi út faðm sinn, brosti og hló að öllu sem við höfðum frá að segja. Hún var sólin okkar sem nú er gengin til viðar en heldur alltaf áfram að lýsa og miðla góðum minning- um til okkar um góða móður, ömmu, langömmu, tengdamóður og manneskju sem sá alltaf það besta í öllum. Tengdaforeldrar mínir fóru fyrir tíu árum á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund. Á Grund átti hún góða tíma. Henni leið vel þar og öll umönn- un starfsfólks var einstök, sem leiddi til þess að hún tók mikl- um framförum bæði líkamlega og andlega, þá þannig að síð- ustu árin fannst mér hún yngj- ast og ævikvöldið var fallegt. Söknuður okkar snýr í dag einnig að því að kveðja starfs- fólkið sem var orðinn hluti af okkar daglega lífi. Hún Alla mín var móður sinni mjög náin. Á hverju kvöldið klukkan tíu hringdi tengdamóðir mín í dóttur sína og fór yfir daginn og það sem var fram undan. Þær ræddu saman og buðu hvor annarri góða nótt. Þá fór Alla mín til móður sinnar nokkrum sinnum í viku og við saman um helgar. Þetta voru ljúfar stundir. Skrýtið verður að fá ekki kvöld- hringinguna eða að við séum ekki á leiðinni á Grund til að eiga góða stund saman. Ég sakna tengdamóður minnar. Nærvera hennar var ljúf, hlý og þægileg. Hún gaf okkur öllum svo mikið. Hjá himnaföður mætir hún Valda sínum. Með virðingu og þakklæti, Sveinn Guðmundsson. Elsku amma mín og vinkona. Við mikilvægustu krossgötur lífsins standa sjaldnast vegvís- ar. Á stundu sem þessari stend ég tómhent, með engan vegvísi að leið til að kveðja þig. En með allar ljúfu minningarnar að vopni kemst ég langt. Allar minningarnar sem við sköpuð- um saman undanfarin ár eru mér efst í huga. Á erfiðum degi þurfti ég oft ekki annað en að koma í heimsókn til þín á Grund og við hlógum saman burt áhyggjurnar mínar. Maður fór alltaf margfalt glaðari út í daginn eftir heimsókn til þín, elsku amma. Við áttum það til að klæða okkur upp, setja tón- list í tækið og dansa saman í takt við Bjögga Halldórs eða Ragga Bjarna. Það fannst okk- ur alveg æðislega gaman. Á öðrum stundum skoðuðum við myndaalbúm og gæddum okkur á súkkulaði. Það voru notalegar stundir þar sem fallegar minn- ingar úr ferðalögum þínum með afa voru rifjaðar upp. Öll símtölin frá þér þegar ég stóð í miðjum prófatíðum eru mér einnig ofarlega í huga. Þú passaðir alltaf upp á að hringja í mig og athuga hvernig mér gengi. Þessi símtöl voru oftar en ekki vítamínsprautan sem ég þurfti þann daginn. Síðustu vikur hafa verið full- ar af eftirvæntingu vegna kom- andi níræðisafmælis þíns. Fal- legu afmælisfötin þín sem þú keyptir þér biðu. Spenningur- inn yfir afmælisveislunni þinni var mikill. Fljótt breyttist sú gleði í sorg og söknuð sem mig óraði ekki fyrir að þurfa að upplifa strax. Ef það var eitt- hvað sem þú kenndir mér, var það að þrátt fyrir erfiðleika er alltaf hægt að finna gleði og já- kvæðni í öllu. Það er vegvísir sem ég mun ætíð reyna að til- einka mér af bestu getu. Nú ertu komin á annan stað þar sem ólíkt verkefni bíður þín en með afa þér við hlið, veit ég að þú munt takast á við það af gleði og jákvæðni eins og þér einni var lagið. Að sama skapi mun ég minnast þín af ein- skærri gleði og hamingju. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar. Takk fyrir all- an kærleikann og gleðina sem þú sýndir mér. Takk fyrir hlát- urinn og hlýja faðminn þinn. Takk fyrir að vera þú. Amma, hún er mamma hennar mömmu, og mamma er það besta sem‚ ég á. Gaman væri að gleðja hana ömmu, og gleðibros á vöngum hennar sjá. Í rökkrinu, hún segir mér oft sögur, hún svæfir mig er líða fer að nótt, hún syngur við mig sálma og kvæði fögur, þá sofna ég svo sætt og undur rótt. Þín vinkona og barnabarn, Steinunn. Við bræðurnir eigum ólíkar minningar af henni ömmu þar sem heill áratugur er á milli okkar í aldri. Eitt af því sem stendur upp úr þegar maður minnist ömmu er að á efri árum var hún reglulega að fara með kvæði. Þessi kvæði halda minn- ingu hennar lifandi og minn- umst við hennar þannig báðir. Við munum alltaf sakna hennar og hennar nærveru. Heimsókn- anna á Grund og fá að heyra sögur úr fortíðinni. Hlátrinum og góða skapinu sem var svo einkennandi eiginleiki í fari hennar ömmu okkar. Hér er eitt af þeim kvæðum sem hún reglulega fór með fyrir okkur. Hún amma mín er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. En gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur og svæfir mig er dimma tekur nótt. Syngur við mig sálmakvæðin fögur sofna ég þá bæði blítt og rótt. Elskum þig að eilífu. Bræðurnir og þín barnabörn, Fannar og Valdimar. Elsku Olla frænka. Með þakklæti fyrir árin sem við áttum saman á Rauðalæk 23 þar sem við Þórhallur byrjuðum að búa á neðri hæðinni hjá ykk- ur Valdimar. Guðberg okkar naut góðs af nálægðinni við ykkur á þessum tíma og stóð oft í dyrunum niðri og sagði „upp á Ollu frænku“ sem þýddi að hann vildi fara upp til þín og fá nýbakaðar kleinur. Við héldum alltaf sambandi í gegnum árin en þó með hléum. Það var ánægjulegt þegar þið hjónin heimsóttuð okkur norður þegar við bjuggum þar og dýr- mætt að endurnýja gömul kynni. Árin hafa liðið fljótt. Mér þykir vænt um þær stundir sem við áttum saman síðustu ár. Við gátum hlegið saman, skoðað myndir og rifjað upp gamla tíma. Þér þótti gaman að segja frá bernskuheimili þínu á Hóli í Arnarfirði og ég naut ég þess að hlusta á fróðleik af ykkur systkinum, afa og ömmu og því samferðarfólki sem þar átti leið um. Þú varst afar flink í hönd- unum og naust þess að sýna af- raksturinn. Þú færðir mér prjónaðar slaufur og kerti sem þú hafðir búið til. Barnabörn- unum mínum, þeim Jökli og Hafdísi, fannst gaman að koma í heimsókn til þín á Grund og þau kölluðu þig ömmufrænku. Nú er komið að leiðarlokum, elsku Elín mín. Hafðu þökk fyr- ir allt og allt og friður guðs þig blessi. Fjölskyldunni votta ég samúð. Hafdís Guðbergsdóttir. Elín Ólafía Finnbogadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.