Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 84
84 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
þriðjudaginn 25. október, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16,
mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17
Si
gu
rð
ur
G
uð
m
un
ds
so
n
Sara
Riel
Uppboð í 20 ár
Forsýning á verkunum fimmtudag til þriðjudags
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Ég var með skegg á þessum tíma
og ákvað bara að slá til, enda bjóst
ég ekki við því að nokkur maður
myndi sjá þessa mynd,“ segir Greg
Sestero sem fór með eitt aðalhlut-
verk bestu verstu kvikmyndar allra
tíma en myndin sem um ræðir er að
sjálfsögðu The Room. Vinsældir
myndarinnar eru hreint út sagt
ótrúlegar í ljósi þess að hún er
örugglega í hópi verstu mynda sem
sýndar hafa verið í bíóhúsum, en
myndin kom út árið 2003 í leikstjórn
Tommy Wiseau, sem skrifaði einnig
handrit myndarinnar og lék eitt
aðalhlutverka hennar. Greg segir að
þrátt fyrir að myndin teljist seint til
betri mynda kvikmyndaiðnaðarins
sjái hann ekki eftir neinu.
„Tommy skrifaði persónuna Mark
með mig í huga og mér fannst ég
ekki geta hafnað því að leika í mynd-
inni. Af kannski ólíklegustu ástæð-
um reyndist það rétt ákvörðun að
þiggja hlutverkið,“ segir Greg en
myndin náði athygli kvikmynda-
nörda um allan heim og var fljótlega
komin í hóp frægustu költmynda
heims.
Átti að vera verðlaunamynd
Þegar The Room var frumsýnd í
Los Angeles í júní árið 2003 ætlaði
Tommy Wiseau henni að verða svo
miklu meira en bara hver önnur
mynd. Hann sá reyndar ekki fyrir að
myndin yrði ein frægasta költmynd
allra tíma enda var það ekki ætlunin.
Þvert á móti sá hann fyrir sér að
myndin yrði stórvirki á borð við verk
Tennessee Williams.
Greg segir ótrúlegt hvaða stefnu
myndin tók eftir að hún fór í sýningu
og vinsældir hennar hafi komið sér á
óvart og eflaust öllum nema Tommy.
„Þetta er hreint út sagt ótrúlegt
hversu vinsæl myndin er búin að
vera og er enn. Mig óraði ekki fyrir
því að einhvern daginn myndi ég
ferðast milli landa að kynna mynd-
ina. Hvað þá að koma á stað á borð
við Ísland. Kannski mátti búast við
þessu, Tommy hef ég þekkt lengi og
þekkti hann áður en upptökur á The
Room hófust og vissi svo sem að
hann hefði sérkennilega hæfileika.“
Greg segist vera mjög þakklátur
fyrir þau tækifæri sem myndin hef-
ur veitt honum og segist t.d. alltaf
hafa viljað koma til Íslands og nú fái
hann tækifæri til að ferðast hingað
og allt vegna vinsælda myndarinnar.
Vinna að nýrri mynd
Líkt og Greg bendir á nær vinátta
hans og Tommy langt aftur en hver
er þessi sérkennilegi maður sem
leikstýrði einni lélegustu mynd
seinni tíma, lék í henni og skrifaði
handritið?
„Tommy er alveg einstakur mað-
ur sem mjög gaman er að vinna með.
Núna erum við að vinna að nýrri
kvikmynd sem nefnist Best Friends
en þetta er í fyrsta sinn í meira en
áratug sem við vinnum saman og
trúðu mér, hver dagur með honum
er einstakur,“ segir Greg en hann
hefur skrifað bók byggða á sam-
starfi sínu við Tommy og gerð
myndarinnar The Room sem nefn-
ist, The Disaster Artist: My Life In-
side The Room, the Greatest Bad
Movie Ever Made.
„Þetta er skáldsaga byggð á raun-
veruleikanum og ég vildi að lesand-
inn myndi upplifa það við lestur
hennar. Hún segir frá tveimur ólík-
um einstaklingum að elta drauma
sína og því sérkennilega ferðalegi
sem ástríða þeirra rekur þá út í.“
Flestir sem njóta þess að horfa á
The Room ættu að hafa gaman af
bókinni, segir Greg, en hann mun
lesa upp úr henni í Bíó Paradís í
kvöld og á morgun á sérstökum þátt-
tökusýningum á myndinni The Ro-
om.
Þá mun Greg segja frá væntan-
legri kvikmynd sem byggist á bók-
inni, þar sem James Franco, Seth
Rogen, Sharon Stone, Bryan Cran-
ston og Zac Efron fara öll með hlut-
verk.
Frægðin kom
úr bestu verstu
mynd heims
Bíó Paradís sýnir kvikmyndina
The Room Myndin þykir ekki góð
en varð fljótlega vinsæl költmynd
Aðalhlutverk Greg Sestero er hér í hlutverki sínu sem Mark í kvikmyndinni The Room sem kom út 2003.
Enski tónlistarmaðurinn John
Lydon, sem áður var þekktur sem
Johnny Rotten, mun opna Pönksafn
Íslands í Bankastræti 2. nóvember
næstkomandi. Lydon var söngvari
Sex Pistols en þegar sveitin lagði
upp laupana stofnaði hann sveitina
Public Image Ltd.
Lydon mun lesa úr verkum sínum
við opnun pönksafnsins auk þess að
koma fram á ljóðakvöldi Airwaves,
Airwords, í Kaldalóni fimmtudags-
kvöldið 3. nóvember.
Þar mun Lydon stíga á svið með
engum öðrum en sjálfum Bubba
Morthens, en Bubbi lék stórt hlut-
verk í íslensku pönkbylgjunni í
kringum 1980.
Pönksafn Íslands verður opnað
að Bankastræti 0 miðvikudaginn 2.
nóvember. Almenningssalerni voru
í húsnæðinu frá 1930 til 2006. Pönk-
safnið mun heiðra tónlist og tíð-
aranda sem hefur mótað tónlistar-
menn og hljómsveitir til dagsins í
dag, fólk sem þorði að vera öðru-
vísi. Munir, ljósmyndir, videó, plak-
öt o.fl. verða á safninu.
Pönkað John Lydon opnar Pönksafn Íslands og kemur fram á Iceland Airwaves.
Johnny Rotten opnar Pönksafn Íslands
Bíó Paradís verður með tvennar
svokallaðar þátttökusýningar á
kvikmyndinni The Room. Fyrri
sýningin verður í kvöld og sú
síðari á morgun. Greg Sestero,
sem leikur hlutverk Mark í
myndinni, verður sérstakur
gestur á sýningunum. Á þátt-
tökusýningu klæða gestir sig
upp, kasta amerískum fótbolt-
um á milli og kalla upp línur úr
myndinni.
The Room
ÞÁTTTÖKUSÝNING
Mynd Tommy Wiseau, leikstjóri myndarinnar The Room, í hlutverki sínu.
Bíó Á þátttökusýningum klæða gestir sig eins persónur myndarinnar.