Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
Sl. vor lýsti ég fyrir
lesendum Morgun-
blaðsins viðskiptum
mínum við Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) og
nú langar mig til að
ræða aðeins meira um
aðkomu stjórnsýsl-
unnar að því máli
seinustu þrjú árin, þó
endastöð þess leiðang-
urs sé ekki í augsýn.
Forsagan er sú að OR
hefur í tæp 15 ár gert mér að
greiða tvöfalt meira en aðrir í hita-
kostnað fyrir sumarhús í Borg-
arfirði. Sé ég ósáttur við það hef
ég „frelsi til að fara annað“ með
mín viðskipti og þar sem OR er
eini aðilinn sem má bjóða þessa
þjónustu á svæðinu er væntanlega
átt við að ég færi húsið út fyrir
þjónustusvæði OR.
Í árslok 2013, eftir tæplega 12
ára ofurgreiðslur til OR, óskaði ég
eftir afskiptum Neytendasamtak-
anna enda félagi þar. Þau virtust
ekki sjá neitt ámælisvert við við-
skiptahætti OR, þ.e. ranga upplýs-
ingagjöf eða einhliða riftun samn-
inga og kyngdu athugasemdalaust
skýringum OR á hvers vegna
heimilt væri að mismuna við-
skiptavinum eins og ég hef fengið
að kynnast. Neytendasamtökin
koma aftur við sögu eins og síðar
verður getið og frammistaðan síst
skárri í seinna skiptið.
Kannski eru þetta ekki mjög
skilvirk samtök.
Þá hófst ferðalag um stjórn-
sýsluna, enda réttlætir OR gjald-
töku sína með reglugerð þaðan.
Fyrsti viðkomustaður var hjá um-
boðsmanni Alþingis, sem vísaði á
innanríkisráðuneytið (Irr), sem vís-
aði á atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneyti (Anr). Eftir ítarlega – og
tímafreka – gagnaöflun og umþótt-
un treysti Anr sér ekki til að túlka
eigin reglugerð og vísaði á Kæru-
nefnd lausafjár- og þjónustukaupa,
sem vísaði málinu frá.
Nú, eftir 32 mánaða hringferð,
er staðan þessi:
Sveitarstjórn Borgarbyggðar tel-
ur sig ekki hafa forræði í málinu
(en hefur óskað eftir við OR að
endurskoða stefnu sína í verðlagn-
ingu – án undirtekta þar).
Neytendasamtökin hafa tvívegis
vísað málinu frá – í seinna skiptið
með aðild að ákvörðun kæru-
nefndar.
Ekkert bólar á nýjum lögum eða
reglugerð frá atvinnu- og nýsköp-
unarráðuneyti eins og um var tal-
að.
Ekki er vitað til að innanríkis-
ráðuneytið hafi gert athugasemd
við starfshætti kærunefndar.
Umboðsmaður Al-
þingis hefur end-
ursent málið til kæru-
nefndar þar sem það
bíður meðferðar.
Kærunefnd lausa-
fjár- og þjónustu-
kaupa á skilinn sér-
stakan kapítula í
þessari sögu. Nefnd-
inni er ætlað að bjóða
upp á skjótvirka og
ódýra leið til að leita
úrlausnar á deilum
um viðskipti og skal
skila áliti innan átta vikna frá því
að gögn liggja fyrir. Neytenda-
samtökin og Samtök atvinnulífsins
tilnefna hvor einn nefndarmann
en innanríkisráðherra skipar þann
þriðja án tilnefningar.
Nefndin tók sér átta mánuði í
að vísa málinu frá. Þessari frávís-
un vildi ég ekki una og óskaði eft-
ir endurupptöku, enda augljósir
annmarkar á málsmeðferð. Eftir
ítrekaða beiðni þar um kom loks
staðfesting á endurupptöku, en
hún hafði ekki meira vægi en svo
að þegar Irr innti eftir stöðu mála
nokkru síðar kannaðist nefndin
ekki við að vera með málið til
meðferðar!
Í millitíðinni hafði ég snúið mér
aftur til umboðsmanns Alþingis og
taldi fullreynt að fá úrlausn eftir
hefðbundnum leiðum stjórnsýsl-
unnar. Niðurstaða umboðsmanns
er að nefndinni sé skylt að fjalla
um málið. Nú, tveimur mánuðum
eftir snuprur umboðsmanns og
þriðju ítrekun á ósk minni um
endurupptöku, fæ ég þær upplýs-
ingar að málið sé ekki enn komið
á dagskrá. Það er þá búið að
liggja hjá nefndinni síðan í febr-
úar 2015. Ekki beint skjótvirk leið
til úrlausnar.
Mér er sagt að verið sé að skipa
nýtt fólk í nefndina. Ætli það
verði þá aðrir 20 mánuðir? Og
jafnvel þótt að endingu komi mér
hagfellt álit er óvíst að OR hlíti
því nema fyrir atbeina dómstóla,
kannski 2-3 ár þar til viðbótar. Í
millitíðinni held ég áfram að
greiða himinháa reikninga frá
Orkuveitu Reykjavíkur.
Þetta potast samt áfram og
heilsan er enn góð, takk, svo ekki
ætti hún að flækjast fyrir. En eins
og lesendur sjá er samt hætt við
að nokkur bið verði á næsta pistli.
Sagan endalausa
um lögverndaða
einokun
Eftir Karl
Sigurhjartarson
»Mér er sagt að
verið sé að skipa
nýtt fólk í nefndina.
Ætli það verði þá
aðrir 20 mánuðir?
Karl
Sigurhjartarson
Höfundur sinnti áður ferðamálum.
Á nýju kjörtímabili
blasa við stórverkefni á
sviði öldrunarmála og í
réttindabaráttu eldri
borgara. Gríðarleg fyr-
irsjáanleg fjölgun eldri
borgara kallar á ný við-
mið um atvinnuþátt-
töku og samfélagsþátt-
töku eldri borgara. Í
bígerð er hækkun líf-
eyrisaldurs í 70 ár, en
samhliða því er mikilvægt að auka
frelsi aldraðra til sveigjanlegra
starfsloka og sveigjanlegrar töku líf-
eyris. Ef sú breyting á að virka þarf
líka viðhorfsbreytingu á vinnumark-
aði gagnvart eldri borgurum. Það
þarf að meta framlag þeirra meira.
Nú þegar er illmögulegt fyrir fólk á
sjötugsaldri að fá vinnu og konur yf-
ir fimmtugu hafa margar átt mjög
erfitt með að finna störf þar sem
hæfni þeirra og reynsla er metin að
verðleikum. Ef við ætlum eldri borg-
urum í alvöru að vinna lengur verður
vinnumarkaðurinn – hinn almenni
og opinberi – að gera fólki kleift að
fá og halda vinnu á sjötugsaldri. Það
á að vera verkefni nýrrar ríkis-
stjórnar að leiða vinnu við að bregð-
ast við þessum nýju þörfum og
skapa fjárhagslega hvata fyrir fyr-
irtæki og stofnanir að nýta sér
vinnuafl eldri borgara.
Hjúkrunarrými og
fjölbreytt búseta
Í ríkisstjórnartíð Samfylking-
arinnar 2007-2013 var hafist handa
um byggingu um 500 hjúkr-
unarrýma, en upp-
byggingunni var hætt
þegar ný ríkisstjórn
settist að völdum. Nú
hefur verið hafist
handa um nokkur upp-
byggingarverkefni, en
brýn þörf er fyrir
hundruð nýrra rýma.
Við getum ekki búið
öldruðum ófullnægj-
andi úrlausn í heil-
brigðismálum og
umönnun vegna skorts
á hjúkrunarúrræðum.
Til viðbótar við uppbyggingu hjúkr-
unarheimila þarf að styrkja heima-
hjúkrun og auka möguleika aldraðra
á að njóta persónulegrar heimaþjón-
ustu, með sama hætti og fatlaðir eru
nú að fá í vaxandi mæli. Stærsta
hagsmunamál í heilbrigðismálum
eldri borgara er samt uppbygging
Landspítalans með betri húsakosti,
fullkomnari tækjum og útrýmingu
biðlista eftir mikilvægum aðgerðum
eins og liðskiptaaðgerðum.
Það þarf líka að þróa áfram fjöl-
breyttar húsnæðislausnir. Þeir
tímar eru liðnir að aldraðir flytji á
dvalarheimili og mikilvægt að gera
fólki sem það vill kleift að búa heima.
En við þurfum líka að tryggja þeim
sem ekki vilja búa einir og upplifa
óöryggi og einmanaleika leiðir til að
búa í félagsskap við aðra, án þess að
um fullbúin hjúkrunarheimili sé að
ræða. Á vegum Samfylkingarinnar
hefur Rannveig Guðmundsdóttir, fv.
félagsmálaráðherra, leitt vinnu við
að kortleggja þarfir fyrir nýjar hús-
næðislausnir. Við viljum halda því
verki áfram í ríkisstjórn og auka val
eldri borgara um búsetuform.
Bætur eiga fylgja lágmarks-
launum
Ég hef áður fjallað hér í blaðinu
um það ófrávíkjanlega loforð okkar
að lágmarksbætur almannatrygg-
inga fylgi lægstu launum og taki
hækkunum með sama hætti og þau.
Það loforð höfum við alltaf staðið við
í ríkisstjórn, jafnvel þótt við höfum
glímt við fordæmalausa erfiðleika og
það munum við standa við á nýju
kjörtímabili.
Það þarf líka að horfa til þess
hvernig mæta beri þeim eldri borg-
urum sem eru með óbærilega háan
húsnæðiskostnað. Aldraðir eru
vissulega margir með skuldlítið
íbúðarhúsnæði og bera hóflegan
húsnæðiskostnað, en það eru óþægi-
lega margir sem eru með svo háan
húsnæðiskostnað að hann fer upp
fyrir öll eðlileg viðmið. Oft er miðað
við það alþjóðlega að húsnæðis-
kostnaður eigi ekki að fara umfram
35% af ráðstöfunartekjum. Ég tel
eðlilegt að við setjum sambærileg
viðmið fyrir eldri borgara, sem sann-
anlega eru ekki í þeirri stöðu að geta
aukið við tekjur sínar til að mæta
þessum kostnaði. Það er eðlilegt að
þróa leiðir til að mæta húsnæð-
iskostnaði eldri borgara ef hann fer
yfir 35% af ráðstöfunartekjum.
Í öllum þessum efnum hefur Sam-
fylkingin skýra sýn og hefur sýnt á
liðnum árum skilning og áhuga á
málefnum eldri borgara. Á umróts-
tímum skiptir máli að við ríkis-
stjórnarborðið sé umbótaflokkur
sem þekkir til verka og kann að
koma málum áfram. Samfylkingin er
slíkur flokkur.
Eldri borgarar eiga ekki
að vera afgangsstærð
Eftir Árna Pál
Árnason » Lágmarksbætur al-
mannatrygginga
eiga að fylgja lægstu
launum og taka hækk-
unum með sama hætti
og á sama tíma og þau.
Árni Páll Árnason
Höfundur er alþingismaður og skipar
1. sætið á lista Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi.
Atvinnublað
alla laugardaga
mbl.is
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 11. október var spil-
aður 22 para tvímenningur.
Bestur árangur í N/S (% skor):
Örn Einarsson - Guðlaugur Ellertsson 59,6
Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnsson 57,7
Jón Sigvaldason - Katarínus Jónsson 57,6
Jóhann Benedikts. - Friðrik Hermanns. 57,1
Bjarni Þórarinsson - Magnús Jónsson 50,9
A-V
Ómar Ellertsson - Guðm. Guðmss. 60,0
Sigurður Hallgrs. - Steinmóður Einarss.59,2
Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 58,7
Höskuldur Jónss. - Sigtryggur Jónss. 55,3
Sveinn Snorrason - Filip Höskuldsson 52,9
Þriðjudaginn 4. okt. var spilaður
tvímenningur með þátttöku 24 para.
Efstu pör í N/S:
Albert Þorsteinsson - Jórunn Kristinsd. 59,8
Guðm. Sigursteinss. - Björn Árnason 57,3
Jóhann Benedikts. - Friðrik Hermanns. 55,3
A-V
Ólafur Ólafsson - Anton Jónsson 66,5
Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 63,6
Tómas Sigurjs. - Jóhannes Guðmannss. 56,6
Föstudaginn 7. október var spilað
á 10 borðum.
Efstu pör í N/S:
Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnsson 56,5
Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 53,9
Lúðvík Ólafsson - Björn Árnason 53,5
A-V
Höskuldur Jónss. - Sigtryggur Jónss. 64,1
Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðsson 61,3
Anton Jónsson - Ólafur Ólafsson 53,9
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunholti, Flata-
hrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13.
Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríks-
son og er hjálpað til við myndun para
fyrir staka spilara.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is