Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
BjarnaBenedikts-
syni, formanni
Sjálfstæðisflokksins
Fundarstjóri verður Ármann Kr.
Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Fundarstaður er Hlíðasmári 19
kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi.
Allir velkomnir kaffi og gott kruðirí.
Næstkomandi laugardag
22. október klukkan 10:00
Morgunverðafundurmeð
Sjálfstæðisfélag Kópavogs
www.xdkop.is
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er tekin afstaða til þriggja
kosta sem Landsnet gerir grein
fyrir í svokallaðri valkostaskýrslu
vegna Suðurnesjalínu 2. Þó kemur
fram í skýrslunni að kostnaður við
að leggja jarðstrengi er meira en
tvöfalt meiri en loftlínu samkvæmt
upphaflegum áætlunum Landsnets
og að loftlína er betri kostur fyrir
raforkukerfið í heild.
Landsnet hefur lengi undirbúið
styrkingu Suðurnesjalínu, með
lagningu nýrrar og öflugri línu,
Suðurnesjalínu 2. Fyrirtækið var
komið með leyfi frá öllum viðkom-
andi sveitarfélögum og opinberum
stofnunum og heimild til eignar-
náms á löndum þeirra jarðeigenda
sem ekki tókst að semja við í frjáls-
um samningum. Landeigendur
hafa rekið nokkur dómsmál til að
fá áformum Landsnets og ákvörð-
unum opinberra aðila hnekkt.
Þannig hefur eignarnámið verið
dæmt ógilt í Hæstarétti, meðal
annars á þeirri forsendu að ekki
hafi verið kannaðir nógu vel aðrir
kostir, svo sem jarðstrengir, og
leyfi Orkustofnunar hefur einnig
verið fellt úr gildi. Ekki er öllum
málum lokið. Þannig er fyrir
Hæstarétti mál landeigenda gegn
Sveitarfélaginu Vogum vegna
framkvæmdaleyfis.
Framkvæmdir hafa tafist vegna
þessara mála.
Nýtist við ákvörðun
Nils Gústavsson, framkvæmda-
stjóri framkvæmda- og rekstrar-
sviðs Landsnets, segir að fundað
hafi verið með fulltrúum landeig-
enda til að fara yfir kostina og fá
fram hvaða kosti þeir væru með í
huga. Í framhaldi af því hafi verið
ákveðið að gera valkostaskýrslu
þar sem tveir jarðstrengjakostir
væru kynntir á hlutlausan og mál-
efnalegan hátt og bornir saman við
loftlínukostinn.
Skýrslan er að hans sögn innlegg
í umræðu með hagsmunaaðilum og
leyfisveitendum enda telur Nils að
hún sé upplýsandi gagn fyrir alla
aðila. Um framhaldið vill hann ekki
fjölyrða. Segir hann að beðið sé
niðurstöðu í dómsmáli vegna fram-
kvæmdaleyfis. Í fréttatilkynningu
frá Landsneti er tekið fram að eng-
in afstaða sé tekin til þess hvaða
framkvæmdakostir séu tækir og
viðunandi í skilningi dóma Hæsta-
réttar en stuðst verði við skýrsluna
þegar sú ákvörðun verði tekin.
Áhrif á umhverfið
Í skýrslunni kemur fram að
nauðsynlegt sé að styrkja
Suðurnesjalínu. Bent er á að þar
séu tvær virkjanir og í tillögu að
rammaáætlun sé gert ráð fyrir
mikilli viðbót. Raforkuspá gerir
ráð fyrir mjög auknu álagi til árs-
ins 2050. Þá er gert ráð fyrir að við
bætist stórir notendur, meðal ann-
ars í Helguvík.
Fjallað er um kerfiseiginleika og
umhverfisaðstæður þessara
þriggja kosta auk hagrænna þátta.
Fram kemur að háspenntur leiðari
í jörðu hefur minni flutningsgetu
en loftlína á sama spennustigi og
er talinn endast talsvert skemur.
Allir kostirnir eru að mestu á
þegar röskuðu svæði, annaðhvort
meðfram eldri loftlínu eða með-
fram Reykjanesbraut. Af umfjöll-
uninni má ráða að umhverfisáhrif
séu einna minnst af jarðstreng sem
lagður yrði samhliða núverandi
Suðurnesjalínu, þegar litið er á
einstaka þætti, næstminnst af jarð-
streng samhliða Reykjanesbraut
og mest af nýrri loftlínu. Á stærst-
um hluta leiðarinnar er farið yfir
nútímahraun með þunnri gróður-
þekju. Fram kemur að almennt
valdi loftlínur minna raski á hraun-
um en jarðstrengur.
Ættu að velja loftlínu
Umrædd línuleið er 30-31 km að
lengd og fer samanburður þeirra
fram miðað við 220 kV spennustig.
Jarðstrengjalausnirnar kosta að
lágmarki 3,5-3,7 milljarða króna en
loftlínan 1,7 milljarða. Er því rúm-
lega tvöfalt meiri stofnkostnaður
við jarðstrengina en loftlínuna.
Samkvæmt því ætti Landsnet að
velja loftlínulausnina, samkvæmt
stefnu stjórnvalda sem fram kemur
í þingsályktun sem samþykkt var
fyrir rúmu ári.
Jarðstrengir tvöfalt dýrari
Landsnet ber tvo jarðstrengjakosti saman við fyrri áform um loftlínu til Suðurnesja Miklu munar á
kostnaði og allir kostir eru á röskuðu svæði Skýrslan notuð við ákvörðun um framhald framkvæmda
Heimild: Landsnet
Suðurnesjalína – þrír valkostir
Hamranes
Fitjar
Rauðimelur
Reykjanesbær
Helguvík
Hafnarfjörður
Kleifarvatn
Reykjavík
Garðabær
Vogar
Kostir Stofnkostnaður Flutningtsgeta Áhrif á landslag og ásýnd
A - Jarðstrengur samsíða núverandi háspennulínum 3,5-4,3 ma 360 MVA Talsverð neikvæð
B - Jarðstrengur meðfram Reykjanesbrautinni 2,2-2,6 ma 360 MVA Óveruleg neikvæð
C - Loftlína samsíða núverandi háspennulínum 1,7 ma 470 MVA Talsverð neikvæð
Þrír valkostir
Loftmyndir ehf.
Eignarnám fellt úr gildi
Jarðstrengur samsíða
núverandi háspennulínum
Jarðstrengur meðfram
Reykjanesbrautinni
Loftlína samsíða
núverandi háspennulínum
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Almennar kosningar til Alþingis
munu fara fram laugardaginn 29.
október næstkomandi. Af því tilefni
hefur landskjörstjórn birt auglýs-
ingu um framboð þeirra 12 stjórn-
málaflokka sem bjóða fram lista og
nöfn þeirra 1.302 einstaklinga sem í
framboði eru. Þegar rýnt er nánar í
listann má sjá hversu fjölbreyttir
frambjóðendur eru, líkt og svo oft
áður, en sumir þeirra eru m.a. titl-
aðir sem hugsuðir og þingskáld, en
aðrir eru læknar, bifreiðarstjórar
eða aðstoðarmenn af ýmsum toga.
Af þeim starfs- og menntatitlum
sem teljast í hefðbundnara lagi og
finna má á lista landskjörstjórnar
eru t.a.m. framkvæmdastjórar, en
þeir eru alls 61 auk þess sem einn
titlar sig fyrrv. framkvæmdastjóra.
Á listanum eru einnig 19 titlaðir
lögfræðingar, 16 stjórnmálafræð-
ingar og þrír stjórnsýslufræðingar.
Kennarar, bændur og nemar
Nemar í framhaldsskólum og há-
skólum eru einnig nokkuð áberandi
á lista landskjörstjórnar fyrir kom-
andi alþingiskosningar, en alls eru
104 einstaklingar sagðir vera nemar
í hinum ýmsu fræðigreinum og á
ólíkum skólastigum. Þá eru kenn-
arar ýmiss konar 97 talsins.
Að þessu sinni eru 30 bændur
sem gefa kost á sér til Alþingis, 10
skipstjórar, 16 verkamenn og
verkakonur og sex lögreglumenn,
auk þess sem finna má átta fyrrver-
andi alþingismenn í hópi frambjóð-
enda.
Þingstörf virðast einnig heilla
fólk í flugheiminum. Þannig má m.a.
finna einn flugstjóra á listanum og
sex flugfreyjur og flugþjóna. Að
auki eru þar nokkrar aðrar starfs-
stéttir sem tengjast flugrekstri.
Fleiri en einn lífskúnstner
Á lista landskjörstjórnar má einn-
ig finna einstaklinga sem skera sig
úr hvað varðar titil, en auk hugs-
uðarins, sem nú þegar hefur verið
nefndur, er jafnframt að finna hug-
myndasmið í framboði til Alþingis.
Einnig eru þarna gleðigjafi, bor-
ari, kraftlyftingamaður og yfirnátt-
úrubarn. Tveir eru sagðir vera lífs-
kúnstnerar og ein sirkuskona.
Af þeim flokkum sem bjóða fram
lista eru aðeins níu sem bjóða fram í
öllum kjördæmum og einn stjórn-
málaflokkur býður eingöngu fram í
einu kjördæmi.
Allt frá lögfræðingum
til sirkuskonu og borara
Fjölbreyttur hópur fólks býður sig fram til Alþingis
Morgunblaðið/Ómar
Uppstokkun Þjóðin gengur til kosninga eftir rétt rúmlega viku og að þeim
loknum kemur í ljós hverjir það verða sem taka munu sæti á Alþingi.
Alþingiskosningar
» Alls eru 1.302 einstaklingar í
framboði til Alþingis í komandi
þingkosningum.
» Kosið verður laugardaginn
29. október næstkomandi.
» Að þessu sinni eru 12 stjórn-
málaflokkar í framboði og
bjóða níu þeirra fram lista í öll-
um kjördæmum.