Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Margir stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum telja að Donald Trump, forsetaefni repúblikana, hafi orðið á mikil mistök í sjónvarpskapp- ræðum í fyrrinótt þegar hann neitaði að svara því hvort hann myndi viður- kenna úrslit forsetakosninganna 8. nóvember hver sem þau yrðu. Litið var á þriðju og síðustu kapp- ræður forsetaefna stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum sem síðasta af bestu tækifærum Trumps til að snúa vörn í sókn og vinna upp forskot Hillary Clinton, forsetaefnis demó- krata, nú þegar tæpar þrjár vikur eru þar til kosningarnar fara fram. Jafn- vel stjórnmálaskýrendur, sem hafa stutt íhaldsmenn í Repúblikana- flokknum, gagnrýndu Trump fyrir að gera lítið úr lýðræðinu í Bandaríkj- unum. Einn stjórnmálaskýrendanna, Charles Krauthammer, sagði í viðtali við Fox-sjónvarpið að hann teldi að Trump hefðu orðið á „hræðileg mis- tök“ og hann framið „pólitískt sjálfs- víg“ með því að svara því ekki hvort hann myndi viðurkenna úrslit kosn- inganna biði hann ósigur. „Missti stjórn á sjálfselskunni“ Trump þurfti nauðsynlega á sigri að halda í þriðju kappræðunum í fyrrinótt, að sögn stjórnmálaskýr- anda CNN, Davids Gergen, sem var ráðgjafi fjögurra forseta, Richards Nixon, Geralds Ford, Ronalds Reag- an og Bills Clinton. Gergen telur að Trump hafi staðið sig vel fyrstu 40 mínútur kappræðnanna en síðan „misst stjórn á sjálfselskunni“ eins og í fyrri kappræðunum og tekið að grípa fram í fyrir Clinton og svara henni með „villtum ásökunum“. „Sumir myndu segja að ofsóknaræði hans hafi sagt til sín,“ segir Gergen á fréttavef CNN. Hann gagnrýnir einnig Trump fyrir að ýja að því að hann ætli að sætta sig við úrslit kosn- inganna ef hann sigrar sjálfur en ekki ef hann bíður ósigur. „Það er nógu slæmt að Trump tekur sjálfan sig fram yfir flokkinn sinn, en nú tekur hann sjálfan sig fram yfir landið sitt.“ Gagnrýndur meðal repúblikana Að minnsta kosti þrír þingmenn repúblikana í öldungadeildinni gagn- rýndu afstöðu Trumps til kosning- anna eftir að kappræðunum lauk, þeirra á meðal Jeff Flake, þingmaður frá Arizona, sem sagði hana „utan marka alls velsæmis“. „Ef hann tapar verður það ekki vegna þess að kerfið sé ólýðræðislegt, heldur vegna þess að hann hefur brugðist sem frambjóðandi,“ sagði repúblikaninn Lindsey Graham, ann- ar þingmanna Suður-Karólínu í öld- ungadeildinni. The Wall Street Journal sagði að svar Trumps við spurningunni um hvort hann myndi viðurkenna ósigur samræmdist ekki svari hans í fyrstu kappræðunum. „Ef hún sigrar mun ég styðja hana algerlega,“ sagði Trump þá en bætti við að hann ef- aðist um að Clinton færi með sigur af hólmi í kosningunum. Blaðið telur að þetta ósamræmi megi rekja til þess að fylgi Trumps hafi minnkað frá fyrstu kappræðunum. Lítill munur var þá á fylgi forsetaefnanna og Trump virtist vera í sókn en Hillary Clinton er nú komin með mikið for- skot, ef marka má síðustu kannanir. Nokkrir repúblikanar telja að Trump hafi ekki meint það sem hann sagði og svar hans hafi aðeins verið brandari. „Auðvitað mun hann viður- kenna úrslit kosninganna ef ekki verða nein stórfelld kosningasvik,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Reince Priebus, formanni Landsnefndar Repúblikanaflokksins. Kosningastjóri Trumps, Kellyanne Conway, sagði ekkert hæft í því að auðkýfingurinn hefði gert lítið úr lýð- ræðinu. „Hafi einhver eflt lýðræðið á síðustu tólf mánuðum þá er það Don- ald Trump,“ sagði hún í viðtali við CNN. Hún fullyrti að Trump myndi viðurkenna úrslitin ef ekki kæmi til stórfelldra kosningasvika. Demókratar sögðu hins vegar að ummæli Trumps sýndu að hann hefði „megnustu fyrirlitningu á lýðræðinu í Bandaríkjunum“, eins og öldunga- deildarþingmaðurinn Harry Reid orðaði það. Afstaða Trumps til kosninganna var helsta umfjöllunarefni banda- rískra fjölmiðla eftir kappræðurnar. Fréttaskýrandi The New York Tim- es, Nicholas Confessore, telur að mál- ið verði nær örugglega til þess að fleiri forystumenn í Repúblikana- flokknum snúi baki við auðkýfingnum og neiti að styðja hann í baráttunni við Hillary Clinton. Lýst sem pólitísku sjálfsvígi  Trump sakaður um að gera lítið úr lýðræðinu með því að neita að segja hvort hann myndi viður- kenna ósigur í kosningunum  Var „utan marka alls velsæmis,“ segir einn þingmanna repúblikana Þriðju kappræður forsetaefnanna: nokkur ummæli „Hann ber enga virðingu fyrir henni. Hann ber enga virðingu fyrir forseta okkar.“ „Ég tel ekki að ríkisstjórn Bandaríkjanna eigi að grípa inn í og taka ákvörðun í svo persónulegu máli.“ „Ef við gerum það sem Hillary segir verður hægt að taka ungbarnið á níunda mánuði meðgöngu og rífa það úr legi móðurinnar, rétt áður en það á að fæðast.“ Um brott- flutning ólöglegra innflytjenda Heimild: AFP Ljósmynd: Ethan Miller/AFPPhoto/Getty Images „Nú, það er vegna þess að hann vill frekar hafa leikbrúðu í embætti forseta Bandaríkjanna.“ Um Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Þannig virkar lýðræði okkar ekki. Banda- ríkin hafa verið til í um 240 ár. Við höfum haft frjálsar og lýðræðislegar kosningar. Við höfum viðurkennt úrslit þeirra þótt við höfum e.t.v. ekki verið ánægð með þau.“ Um fóstur- eyðingar. "Það hafa verið slæmir náungar hérna og við ætlum að koma þeim í burtu." „Ég vil ekki sjá nauðungarflutninga- sveitirnar, sem Donald hefur talað um, starfa í landi okkar... Ég tel að þetta sé hugmynd sem sundri þjóð okkar.“ Um hvort hann ætli að viðurkenna úrslit kosninganna 8. nóvember „Ég segi ykkur það þegar þar að kemur. Ég ætla að halda ykkur í spennu.“ Skv. könnunum CNN/ORC þar sem spurt var um frammistöðu forsetaefnanna Hvort vann kappræðurnar? 62% 57% 52% 27% 34% 39% Hillary Clinton Donald Trump 26. september 9. október 19. október 521 Fjöldi kjósenda sem voru spurðir eftir að hafa fylgst með kappræðunum. Úrtakið var valið af handahófi. 537 547 Þurfti að gera meira » Dan Balz, fréttaskýrandi The Washington Post, telur að Trump hafi byrjað vel í kapp- ræðunum í fyrrinótt en skemmt fyrir sjálfum sér með slæmri frammistöðu í síðari hlutanum. Líklega hafi kapp- ræðurnar lítil áhrif á framvindu kosningabaráttunnar og það sé slæmt fyrir Trump sem þurfti meira á sigri að halda en keppinauturinn. » „Trump þurfti að gera meira en að fá þá stuðningsmenn sína sem hafa megnustu óbeit á Clinton til að fagna árásum hans,“ skrifar Balz. „En eins og hann hefur gert hvað eftir ann- að í kosningabaráttunni tókst Trump að grafa undan bestu ummælum sínum í kappræð- unum með þeim verstu. Lík- lega náði hann ekki því mark- miði – hafi það verið markmið hans – að fá fleiri kjósendur á sitt band.“ » Kannanir benda til þess að Clinton sé með meira en sex prósentustiga forskot og jafn- vel í sókn í nokkrum ríkjum þar sem repúblikanar hafa lengi verið öflugri en demókratar. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið:Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM, FRAMHLIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM, GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐRÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.