Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 38

Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 hitabrúsarnir hafa fylgt okkur alla tíð eins og reyndar ýmislegt fleira.“ Vöruflokkunum fjölgaði jafnt og þétt og nú sérhæfir fyrirtækið sig í innflutningi, sölu og dreifingu á vörum til matvöruverslana, lyfja- búða, veitingahúsa og mötuneyta. John Lindsay hf. á og rekur einnig matvælafyrirtækið Agnar Ludvigs- son ehf. sem framleiðir Royal- vörurnar, þar á meðal Royal- búðinga og Royal-lyftiduft. Nýlega hóf verksmiðjan framleiðslu á kryddblöndunum „Best á …“ eins og til dæmis Best á lambið, Best á fiskinn og Best á allt. „Við höfum flutt út Royal-búðingana og lyfti- duftið til Færeyja og nýlega fór fyrsta sendingin af kryddblönd- unum til Noregs,“ segir Stefán um útrás fyrirtækisins. „Menn þurfa að vera fljótir að átta sig á breyt- ingum og laga sig að þeim,“ heldur Stefán áfram og vísar meðal ann- ars til þess að þegar faðir hans og félagar hafi tekið við fyrirtækinu hafi það verið töluvert um- svifamikið í byggingarvörum og öðru slíku en síðan hafi matvara og hreinlætisvörur orðið ofan á. „Við störfum einkum á tveimur sviðum, annars vegar þjónustum við stór- markaði og hins vegar þjónum við stóreldhúsum.“ Fjölskyldufyrirtæki í 50 ár John Lindsay seldi Austurveri hf. fyrirtækið 1963 og breyttist það þá í heildverslun. Björgvin Jóns- son, fisksali í Sæbjörgu, og félagar hans, Guðjón Hólm, faðir Stefáns, og Þórir Skarphéðinsson forstjóri eignuðust síðan fyrirtækið 1966 og ráku það fyrst með einum starfs- manni í Hátúni 4a. Þegar Guðjón Hólm tók skömmu seinna við for- stjórastarfinu var fyrirtækið flutt í Fjalaköttinn við Aðalstræti. Árið 2009 flutti Lindsay í nýbyggingu í Klettagörðum 23. „Pabbi kom ung- ur og fullur eldmóðs í bæinn úr sveitinni, lærði lögfræði og rak lög- mannsstofu auk þess sem hann stundaði margvísleg viðskipti,“ segir Stefán, en Guðjón kom meðal annars að rekstri fyrirtækjanna Reykhússins hf., Lífstykkjabúðar- innar og Kjötvers. Skömmu eftir laganámið, sem ungum fulltrúa á lögmannsstofu, var honum m.a. fal- inn rekstur tívolísins í Vatnsmýri í nokkur sumur. Mörg tækifæri Stefán var framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, sem nú er Félag atvinnurekenda, í 10 ár, og tók við stjórninni hjá Lindsay árið 2002. Hann segir að þótt sagan sé merkileg og mik- ilvægt sé að halda hana í heiðri skipti miklu máli að horfa fram á við. „Við höfum á nýliðnum árum fjárfest í tækjum og búnaði sem hentar mjög vel fyrir þennan rekstur auk þess sem við höfum fjárfest í mannauði. Við teljum okkur því mjög vel í stakk búin að takast á við ný verkefni til langrar framtíðar. Við höfum verið lánsöm með starfsfólk og höldum góðu sambandi við marga fyrrverandi starfsmenn og við viljum leggja áherslu á starfs- og endur- menntun,“ segir Stefán, en hjá fyrirtækinu eru nú 18 stöðugildi. „Lindsay er nú markaðs- og sölufyrirtæki en um leið þjónustu- fyrirtæki,“ áréttar Stefán. „Við kaupum ekki aðeins vörur frá er- lendu birgjunum heldur fáum einn- ig frá þeim þekkingu og verkkunn- áttu sem við reynum að innleiða í okkar vinnu. Við höfum vaxið með erlendum birgjum okkar, saga okk- ar endurspeglar um margt sögu ís- lenskrar verslunar, kraftinn og fjölbreytnina sem er í versluninni, og við sjáum ýmis tækifæri til enn frekari vaxtar.“ „Aldrei verið yngri og sprækari“  Heildsölufyrirtækið John Lindsay hf. 90 ára  Sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á vörum til matvöruversl- ana, lyfjabúða, veitingahúsa og mötu- neyta  Sjá tækifæri til frekari vaxtar Morgunblaðið/Árni Sæberg Á lagernum Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay hf., segir ýmis tækifæri vera til enn frekari vaxtar. Stofnandinn Skotinn John Lindsay í herberginu í Austurstræti. Forstjóri Guðjón Hólm í vinnunni. Nýbygging Sérhæft húsnæði fyrirtækisins í Klettagörðum 23. VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eigendur heildsölufyrirtækisins John Lindsay hf. fagna 90 ára af- mæli fyrirtækisins föstudaginn 28. október nk. „Þrátt fyrir háan aldur höfum við aldrei verið yngri og sprækari en nú,“ segir Stefán S. Guðjónsson, forstjóri Lindsay hf., og bætir við að í raun sé verið að halda upp á tvöfalt afmæli, því fað- ir hans ásamt fleirum hafi eignast fyrirtækið fyrir hálfri öld. Skotinn John Lindsay kom til landsins 1924, þá 28 ára gamall starfsmaður bresks fyrirtækis, í þeim erindagjörðum að kaupa fisk fyrir fyrirtækið. Hann féll þegar fyrir landi og þjóð og settist að lok- um hér að. Fyrstu ár sín á Íslandi bjó hann á gamla Hótel Íslandi, sem var þar sem nú er Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur. Lindsay stofnaði umboðsverslunina John Lindsay árið 1926 og var lengst af með reksturinn í litlu herbergi á 2. hæð í Austurstræti 14. Hann kvæntist Sigurborgu Ólafsdóttur og bjuggu þau við Hraunteig. „Mér hefur verið sagt að hann hafi alltaf ferðast með strætó, jafnvel þótt hann hafi átt forláta breskan eð- alvagn,“ segir Stefán. Thermos-hitabrúsar frá byrjun Fyrsta viðskiptasambandið var við framleiðendur Thermos- hitabrúsanna og var Ísland fyrsta landið sem þeir voru fluttir til. „Hann notfærði sér viðskipta- samböndin á Bretlandi og byrjaði á því að flytja inn vörur sem hann taldi að vantaði á Íslandi,“ rifjar Stefán upp. „Viðskiptasamböndin hafa eðlilega breyst í tímans rás en Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Regn- og hlífðarfatnaður Dynjandi býður upp á hlífðar- og regnfatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.