Morgunblaðið - 26.10.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðin leggur til að nýr Vest-
fjarðavegur um Gufudalssveit verði
lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H.
Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpa-
fjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði.
Í frummatsskýrslu sem send hefur
verið Skipulagsstofnun kemur fram
að það er ódýrasta leiðin og sú sem
sveitarfélagið gerir ráð fyrir í skipu-
lagi. Hins vegar mun hún hafa veru-
leg neikvæð áhrif á landslag og
verndarsvæði.
Vegurinn sem þarf að endurnýja
liggur frá Bjarkalundi að Skálanesi.
Er þetta 20-22 km kafli sem kemur í
stað tæplega 42 km krókótts malar-
vegar sem liggur meðal annars um
Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Nýi veg-
urinn á að liggja á láglendi. Er þetta
síðasti kaflinn sem eftir er að end-
urnýja á leiðinni frá Vesturbyggð til
höfuðborgarinnar. Vegagerðin var
áður búin að velja þessa leið en gat
ekki hafið framkvæmdir vegna þess
að landeigendur í Teigsskógi sem
lögðust gegn áformunum unnu mál-
ið í Hæstarétti. Nú er verið að end-
urtaka umhverfismatið.
Kostar 6,4 milljarða
Fimm leiðir eru skoðaðar í frum-
matsskýrslunni. Tvær miðast við
göng um Hjallaháls. Tvær leiðirnar
liggja út með Þorskafirði að austan-
verðu og þvera Þorskafjörð utar-
lega en hvor á sínum staðnum.
Fimmta leiðin er síðan Þ-H, sem
liggur út með Þorskafirði að vestan-
verðu, í gegnum Teigsskóg, og
þverar Djúpafjörð og Gufufjörð.
Það er leiðin sem Vegagerðin mælir
með.
Jarðgangaleiðirnar hafa minnstu
neikvæðu áhrif á umhverfið. Vega-
gerðin bendir hins vegar á að ekki
sé gert ráð fyrir þeim í samgöngu-
áætlun stjórnvalda til ársins 2026. Í
þeirri áætlun sé hins vegar gert ráð
fyrir fjárveitingum í samræmi við
kostnað við leið Þ-H og það sé leiðin
sem sveitarfélögin hafi sett á aðal-
skipulag.
Áætlað er að lagning vegar eftir
leið Þ-H kosti 6,4 milljarða, fjórum
milljörðum minna en næstódýrasta
leiðin kostar.
Neikvæð áhrif á Teigsskóg
Í frummatsskýrslunni kemur
fram það álit að leið Þ-H muni hafa
veruleg neikvæð áhrif á landslag og
verndarsvæði og talsverð neikvæð
áhrif á fornleifar, gróðurfar, jarð-
fræði og útsýni frá frístunda- og bú-
jörðum. Hún liggur meðal annars
um Teigsskóg og getur dregið úr
vistfræðilegu mikilvægi skógarins.
Þegar litið er á leiðirnar þrjár
sem liggja utan jarðganga sést að
leið Þ-H hefur þrátt fyrir allt minni
neikvæð áhrif á umhverfið en hinar
leiðirnar tvær.
Mælt með leiðinni um Teigsskóg
Fimm leiðir um Gufudalssveit skoðaðar í umhverfismati Teigsskógsleiðin er langódýrust og hefur
minni áhrif á umhverfið en leiðirnar um austanverðan Þorskafjörð Jarðgöng ekki á dagskrá
Reykhólar
Skálanes
Vegur um Gufudalssveit
ÞO
RS
KA
FJÖ
RÐ
UR
BE
RU
FJ
ÖR
ÐU
R
DJ
ÚP
IFJ
ÖR
ÐU
R
GU
FU
FJ
ÖR
ÐU
R D2
ÞH
A1
I
H
Loftmyndir ehf.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Fulltrúar tveggja stjórnarandstöðu-
flokka á síðasta þingi, auk fulltrúa
Viðreisnar, segjast ekki sjá ástæðu
til þess að óbreyttu að semja við er-
lenda krónueigendur hér á landi að
nýju um kjör vegna þeirra aflands-
króna sem þeir eiga í íslensku hag-
kerfi. Í frétt Financial Times í gær
segir að kröfuhafarnir geri sér vonir
um að hægt verði að endursemja um
kjör við íslensk stjórnvöld, haldi
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks ekki völdum.
Skrítin afstaða
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, segir að til þessa hafi
nokkuð breið samstaða verið um mál-
ið á þingi. „Menn hafa verið sammála
um leiðirnar sem hafa verið farnar og
því finnst mér skrítið að menn hafi
slíkar væntingar, sérstaklega í ljósi
þess að þetta hefur ekki verið átaka-
mál og enginn hefur boðað stefnu-
breytingu,“ segir Katrín.
Ásta Guðrún Helgadóttir, 1. mað-
ur á lista Pírata í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður, tekur í svipaðan streng.
„Þessir stóru fjárfestar voru með
samráð um að taka ekki því gengi
sem stóð til boða, sem þó var mun
hagstæðara en markaðsgengi og
hvað þá þegar krónan er að styrkj-
ast. Þeir virðast vera að reyna að búa
sér til einhverja samningsstöðu, þótt
ég átti mig ekki á því hvaða flötur er
á því,“ segir Ásta Guðrún. Hún setur
þó þann fyrirvara á að ræða þyrfti við
Seðlabankann um það hver næstu
skref yrðu í þessum efnum. Benedikt
Jóhannesson, formaður Viðreisnar,
segir að engin ástæða sé til þess að
breyta um stefnu í þessum efnum.
„Við myndum ekki boða neina breyt-
ingu hvað þetta varðar,“ segir Bene-
dikt.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar
framtíðar, var ekki búinn að kynna
sér málið og vildi ekki tjá sig um það
að svo stöddu. Ekki náðist í þau Odd-
nýju G. Harðardóttur og Össur
Skarphéðinsson hjá Samfylkingu við
vinnslu fréttarinnar.
Geta selt krónur hvenær sem er
Síðasta krónuútboðið fór fram í
júní en fjórir bandarískir fjárfesting-
arsjóðir, Autonomy Capital, Eaton
Vance, Loomis Sayles og Discovery
Capital Management, sem fara með
um 1,5 milljarða Bandaríkjadala af
skuldum íslenska ríkisins, eða sem
nemur um 10% af landsframleiðsl-
unni, gengust ekki við þeim kjörum
sem Seðlabankinn setti krónueigend-
um. Var þetta síðasta útboðið þar
sem eigendum aflandskróna bauðst
að kaupa erlendan gjaldeyri áður en
stjórnvöld hófu skref í afléttingu
hafta á innlenda aðila: lífeyrissjóði,
fyrirtæki og einstaklinga.
Í grein FT segir að sjóðirnir hafi
sakað íslensk stjórnvöld um að hafa
hagað sér á svipaðan hátt og
Argentínumenn við afléttingu haft-
anna hvað varðar þá afarkosti sem
settir hafa verið upp.
Sjóðirnir Autonomy og Eaton
Vance hafa lagt fram kvörtun til
EFTA þar sem því er haldið fram að
aðgerðir innlendra stjórnvalda mis-
muni erlendum fjárfestum. Haft er
eftir Má Guðmundssyni seðlabanka-
stjóra í FT að ríkisstjórnin muni
áfram greiða skuldir sínar til fulls og
að fjárfestar geti selt krónur sínar
hvenær sem er.
Höfum verið skýr
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra segir að engin samskipti um
breytt kjör hafi átt sér stað að
undanförnu. „Við höfum verið mjög
skýr á því að það verði ekki fyrr en
eftir gildistöku síðari áfangans, sem
er um áramótin, sem við myndum
velta því fyrir okkur hvað myndi ger-
ast næst varðandi aflandskrónuvand-
ann. Við höfum ávallt verið skýr á því
að við myndum ekki stíga nokkurt
það skref sem myndi ógna stöðug-
leika hér heima fyrir,“ segir Bjarni.
Spurður hvers vegna hann telji að
kröfuhafar hafi væntingar um að
breytt stjórnarmynstur á Íslandi
muni breyta afstöðu stjórnvalda seg-
ir Bjarni:
„Það eina sem mér dettur í hug er
að veik margra flokka ríkisstjórn gefi
þeim von um að einhvers konar
hræðsluáróður gæti fælt menn til að
endurskoða þá afstöðu sem við höf-
um verið að fylgja.“
Segja enga breyt-
ingu í vændum
Aflandskrónueigendur vonast til þess að hægt verði að
endursemja um kjör taki ný ríkisstjórn við völdum á Íslandi
Morgunblaðið/Golli
Lækjarbrekkufundur Formenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka sem hitt-
ust til samstarfsviðræðna í Lækjarbrekku um síðustu helgi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bílaleigujeppinn sem bilaði í Mý-
vatnssveit og bifvélavirki treysti sér
ekki til að gera við er ekki skráður
sem ökutæki til útleigu í ökutækja-
skrá né heldur er eigandi hans
skráður með starfsleyfi frá Sam-
göngustofu til reksturs bílaleigu.
Samgöngustofa hefur eftirlit með því
að ákvæðum laga um bílaleigur sé
framfylgt og mun leita skýringa,
samkvæmt upplýsingum þaðan.
Bílnum var í frétt Morgunblaðsins
í gær lýst sem ryðhaug sem væri að
detta í sundur. Eigandinn mun hafa
óskað eftir því að honum yrði ráð-
stafað til bílapartasölu.
Skapti Örn Ólafsson, upplýsinga-
fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar,
segir að samtökin heyri öðru hvoru
af því að lélegir bílar séu í útleigu.
Hann telur þó að flestar bílaleiganna
séu með mál sín í lagi. Þorri bíla-
leiguflotans er hjá fyrirtækjum inn-
an Samtaka ferðaþjónustunnar en
utan þeirra er þó fjöldi smærri fyr-
irtækja sem mörg hver eru með fáa
bíla til leigu.
Svokallað deilihagkerfi hefur verið
að vaxa hröðum skrefum hér á landi.
Síður sem gefa einstaklingum kost á
að leigja íbúðarhúsnæði eða einka-
bíla spretta upp. Skapti telur víst að
umræddur bíll hafi verið tekinn á
leigu á slíkri síðu.
Bílaleigubílar eiga að hafa sér-
staka tryggingu, líka einkaaðilar sem
leigja út bíla. Umræddur bíll hafði
ekki slíka tryggingu, samkvæmt
upplýsingum sem bifvélavirkinn
fékk.
Óheimilt er að leigja út bíla sem
ekki fá fulla skoðun. Jeppinn sem bil-
aði fékk tvær athugasemdir við skoð-
un í byrjun þessa árs en þó fulla
skoðun.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Stopp Bíllinn sem erlendi ferðamaðurinn tók á leigu var að ryðga í sundur.
Jeppinn ekki
skráður sem
bílaleigubíll
Líklega hluti af deilihagkerfinu