Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 4
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
hefur komist að þeirri niðurstöðu að
annar ökumanna í hörðum árekstri
við einbreiða brú yfir Hólá í Öræfum
hafi sýnt af sér mikla óvarkárni og
ekið allt of hratt og valdið slysinu
sem kostaði ökumann hinnar bifreið-
arinnar lífið.
Slysið átti sér stað 26. desember
síðastliðinn um miðjan dag þar sem
bílaleigubifreið af tegundinni Toyota
RAV4 ók allt of hratt að einbreiðri
brú yfir Hólá úr austurátt og rakst
þar á hlið bílaleigubifreiðar af teg-
undinni Kia Ceed sem kom úr suður-
átt. Ökumaður Kia-bifreiðarinnar,
44 ára karlmaður, lést þar sem mikil
aflögun varð inni í ökumannsrými
bifreiðarinnar.
GPS-staðsetningartæki var í báð-
um ökutækjum. Samkvæmt því var
ökuhraði Kia-bifreiðarinnar 63 km/
klst. en Toyota-bifreiðinni var ekið á
124 km/klst. inn á einbreiðu brúna.
Segir einnig í skýrslu nefndarinn-
ar að báðir ökumenn hafi ekið yfir
nokkrar einbreiðar brýr á ferð sinni
rétt fyrir slysið. Toyota-bifreiðin
hafði til að mynda farið yfir ein-
breiða brú yfir Stígá rúmri mínútu
áður en slysið varð, en aðstæður þar
voru svipaðar og á slysstað. Merk-
ingar um einbreiða brú voru fyrst í
rúmlega 250 metra fjarlægð bæði
austan og vestan brúarinnar yfir
Hólá, sem og gátskildir bæði á veg-
riði og um 40 metra frá henni. Þá
voru yfirborðsmerki máluð um
þrengingu á veginum í um 100 metra
fjarlægð frá brúnni beggja vegna.
698 einbreiðar brýr
Mikil fjölgun erlendra ferða-
manna til landsins hefur á örfáum
árum valdið aukinni umferð yfir
brúna yfir Hólá; meðaltalsumferð á
sólarhring að vetrarlagi var rétt um
100 ökutæki árið 2011 en tæplega
300 árið 2015. Að sumarlagi var um-
ferðin tæp 1.300 ökutæki. „Það er
því nokkuð ljóst að á komandi árum
mun mikill fjöldi ökumanna, sem
ekki eru staðkunnugir og hafa jafn-
vel aldrei áður ekið yfir einbreiðar
brýr á þjóðvegum, aka um vegi
landsins,“ segir í skýrslunni en 698
einbreiðar brýr eru nú á þjóðvegum
landsins og þar af nokkrir tugir á
hringveginum.
Rannsóknarnefndin beinir því
þeim tilmælum til Vegagerðarinnar
að merkja einbreiðar brýr vel, með
góðum fyrirvara, og jafnvel lækka
hámarkshraðann. Þótt markvisst sé
unnið að því að fækka einbreiðum
brúm muni það verkefni taka tíma
og á meðan þurfi að yfirfara þessi
mál með erlenda ferðamenn í huga.
Blikkljós fara upp á næstunni
„Það er búið að bæta yfirborðs-
merkingar og skiltamerkingar, en
það var gert strax í kjölfar slyssins,“
segir G. Pétur Matthíasson, upplýs-
ingafulltrúi Vegagerðarinnar,
spurður um viðbrögð stofnunarinnar
við athugasemdum Rannsóknar-
nefndar samgönguslysa.
„Það sem er þó mest knýjandi er
að setja upp blikkljós á flestar þess-
ara brúa á suðausturhorninu. Það
hefur dregist svolítið en mun gerast
á næstunni,“ bætir hann við.
Merkja brýrnar betur
Óvarkárni og hraðakstur annars kostaði 44 ára gamlan karl-
mann lífið eftir harðan árekstur bifreiða á einbreiðri brú yfir Hólá
ÖRÆFAJÖKULL
Hólá
x
Loftmyndir ehf.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Íslenskt frímerki frá 19. öld seld-
ist á uppboði hjá Bruun & Rasm-
ussen í Kaupmannahöfn í gær á
13 sinnum hærra verði en byrj-
unarverðið var. Upprunalegt
uppboðsverð var 2.000 danskar
krónur en frímerkið var selt á
26.000 danskar krónur eða rúm-
ar 430 þúsund íslenskra króna.
Gersemar enn óseldar
Frímerkið er 10 aura frímerki
með mynd af þáverandi konungi Íslands,
Kristjáni IX en það sem þótti hvað merki-
legast við litla frímerkið var íslenski stimp-
illinn á því en þar stendur Torfastaðir.
Þessi stimpill á frímerki er einstakur og er
þetta eina þekkta notkun
stimpilsins.
Ýmsar íslenskar gersemar
voru seldar á uppboðinu en
samt ekki mestu verðmætin
sem hljóta að teljast ýmiss
varningur frá 1.000 ára af-
mælishátíð Alþingis sem hald-
in var árið 1930. Þar á meðal
eru boðsbréf til þáverandi for-
seta efri deildar Alþingis og
undirskrift konungs. Svo er
þar gullmedalía en árið 1930
voru afhentar 117 slíkar orð-
ur. 61 til Íslendinga og 56 til
erlendra aðila. Mjög fáar slíkar orður hafa
ratað á uppboð til þessa.
Margar fyrirspurnir hafa komið út af
þessum munum en þeir hafa ekki enn verið
seldir.
Kostaði 10 aura fyrir
öld en 430 þúsund núna
Íslensk frímerki boðin upp í Kaupmannahöfn
Gersemi Hátíðin í tilefni af 1.000 ára afmæli Alþingis var haldin árið 1930. Boðskort, bréf, frí-
merki og gullmedalía frá þessari hátíð hafa verið til sölu hjá Bruun & Rasmussen.
Uppboð Frímerki með
Kristjáni IX Danakonungi.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skuggakosningar ungs fólks í
Fjarðabyggð fara fram samhliða al-
þingiskosningum á laugardaginn, 29.
október. Kosningarétt hefur ungt
fólk á aldrinum
14 til 17 ára.
Sveitarfélagið
Fjarðabyggð nær
frá Mjóafirði suð-
ur til Stöðvar-
fjarðar.
„Þetta er að
mínu mati mjög
spennandi verk-
efni sem við erum
að prófa. Bæjar-
stjórn tók tillögu
ungamennaráðs Fjarðabyggðar um
skuggakosningar fagnandi enda
mikill vilji til að kveikja áhuga ungs
fólks á stjórnmálum, efla þátttöku
þess í umræðunni og hvetja það til
að setja sig inn í málin. Vonandi skil-
ar sér þetta í betri þátttöku ungs
fólks m.a. í sveitarstjórnarkosn-
ingum næstu ára,“ segir Páll Björg-
vin Guðmundsson, bæjarstjóri
Fjarðabyggðar.
Kosningin fer fram á vegum Ung-
mennaráðs Fjarðabyggðar og verð-
ur í framkvæmd lítt frábrugðin al-
þingiskosningum. Atkvæðaseðlar
verða afhentar í kjördeildum sveit-
arfélagsins og þeim svo safnað í þar
til gerða kjörkassa.
„Með þessu móti vill ungmenna-
ráðið auðvelda ungu fólki að tileinka
sér þau mikilvægu lýðréttindi sem
almennar kosningar fela í sér og
hvetja til ábyrgrar samfélagsþátt-
töku,“ segir í frétt á heimasíðu sveit-
arfélagsins.
Fá ekki að kjósa til Alþingis
Kosningarrétt á Íslandi hafa allir
þeir sem náð hafa 18 ára aldri á kjör-
dag. Það þýðir að þeir sem eru fædd-
ir 30. október og hafa ekki náð 18
ára aldri fá ekki að kjósa til alþingis í
þetta sinn.
„Ungmennaráð Fjarðabyggðar
vonast eftir góðri þátttöku og er um
að gera fyrir fjölskyldur með ung-
menni á þessum aldri að gera sér
dagamun og kjósa saman þann 29.
október nk,“ segir í fréttinni.
Úrslitin verða birt eftir næsta
fund ungmennaráðs sem haldinn
verður 4. nóvember.
Morgunblaðið/Golli
Reyðarfjörður Vona að börnin fjölmenni á kjörstað á laugardag.
Atkvæðaseðlar verða afhentir í kjördeildum sveitarfélagsins.
Skuggakosningar
í Fjarðabyggð
Börnin kjósa með foreldrum sínum
Páll Björgvin
Guðmundsson
Ekkert lát er á komu ferðamanna til landsins þó að
skollinn sé á vetur með tilheyrandi kulda og trekki.
Fjölmargir ganga meðfram sjávarsíðunni og staldra
við listaverkið Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason, taka
þar myndir og virða fyrir sér útsýnið. Eins og sjá má
eru ferðamenn farnir að klæða sig vel og veitir ekki af.
Vinsælt meðal ferðamanna að ganga meðfram Sæbrautinni
Morgunblaðið/Ófeigur
Sólfarið trekkir alltaf að
Innanríkisráðuneytið hefur vísað
því frá að úrskurða í kærumáli
Íslenska gámafélagsins ehf. (ÍG) á
hendur Sveitarfélaginu Ölfusi um
að taka tilboði Gámaþjónustunnar
hf. í útboði vegna sorphirðu
2014-2019. Það sé kærunefndar
útboðsmála að fjalla um málið.
Tildrög málsins eru þau að Ölf-
us sagði upp samningi við ÍG um
sorphirðu og eftir útboð snemma
árs 2014 var gengið til samninga
við Gámaþjónustuna. ÍG benti í
kæru hins vegar á að foreldrar
og bróðir sveitarstjórans, Gunn-
steinn R. Ómarssonar, væru með-
al eigenda Gámaþjónustunnar,
sem skapaði vanhæfi.
Sem fyrr greinir taldi
innanríkisráðuneytið þetta mál
ekki sitt. Það félli þó undir lög
um þjónustukaup sveitarfélaga,
þar sem ákvæði er um að bjóða
skuli út viðskipti fari upphæð
þeirra yfir 33 milljónir kr., en út-
boðið í Ölfusi var samkvæmt
kostnaðarmati 75 milljóna króna
virði.
Ekki innanríkisráðuneytisins að úrskurða