Morgunblaðið - 26.10.2016, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.10.2016, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 Morgunverðarfundur á vegum samstarfshóps- ins Náum áttum fer fram á Grand hóteli í dag frá kl. 8.15 til 10. Fundurinn er undirbúinn í samstarfi við Foreldrahús/Vímulausa æsku, en þau grónu foreldra- og forvarnasamtök halda um þessar mundir upp á 30 ára starfsafmæli sitt. Fundarefnið að þessu sinni tengist málefnum foreldra og stuðningsúrræðum þegar vanda ber að höndum; vímuefnaneyslu barna, kvíða- röskun og samskiptavanda. Erindi flytur Una María Óskarsdóttir lýðheilsufræðingur, sem fjallar um nýsamþykkta stefnumörkun í lýð- heilsumálum með áherslu á þátt foreldra í þeirri stefnu, Guðrún Ágústsdóttir fjölskylduráðgjafi fjallar um mikilvægi starfs í foreldrahópum, tveir foreldrar segja sögu sína á fundinum og að lokum flytur Sigríður Birna Valsdóttir, leiklistar- og fjölskyldumeðferðar- fræðingur, erindi um hinsegin börn og unglinga. Fundurinn er opinn á meðan húsrúm leyfir en á síðasta fundi Náum átt- um komust færri að en vildu. Þátttökugjald er 2.400 kr. og er morgun- matur innifalinn. Fundarstjóri er Guðni R. Björnsson, framkvæmdastjóri Vímulausrar æsku. Fjallað um foreldra og stuðningsúrræði á morgunverðarfundi Náum áttum Foreldrar á fundi í einum grunnskóla Reykjavíkur. Fjöldi farþega í flugi Primera Air frá Sikiley á fimmtudaginn síðasta fékk farangur sinn ekki afhentan við komuna til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá farþegum skilaði farangurinn sér til þeirra í gær- morgun, fimm dögum of seint. Eru þeir að eigin sögn mjög ósáttir við þær upplýsingar sem þeir hafa fengið frá Heimsferðum og Pri-m- era Air um málið. Farangurinn kom fimm dögum síðar FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það styttist óðfluga í að Spölur af- hendi íslenska ríkinu Hvalfjarðar- göngin til eignar og reksturs. Það á að gerast í árslok 2018, eða eftir rúm tvö ár. Þegar ríkið hefur eign- ast göngin og Vegagerðin tekið við rekstrinum hefur verið geng- ið út frá því að hætt verði að inn- heimta gjald í göngin. Í samn- ingi ríkisins og Spalar frá 1993 er tiltekið að Spölur geti inn- heimt veggjöld þar til allur kostn- aður við göngin hefur verið greidd- ur. Ef halda á áfram innheimtu veggjalds eftir þann tíma þarf að koma til pólitísk ákvörðun um slíkt. Hætt er við að Vestlendingar tækju slíkri ákvörðun ekki þegjandi. Því er spáð að umferðin um göng- in aukist talsvert þegar gjald- skyldan fellur niður. Það mun að sjálfsögðu flýta fyrir því að göngin „springi“ og hlýtur að flýta undir- búningi að tvöföldun ganganna. Óska eftir viðræðum Fram kom á aðalfundi Spalar fyrr á árinu að stjórn félagsins hefði sent innanríkisráðuneyti, fjármálaráðu- neyti og Vegagerðinni minnisblað þar sem óskað var eftir viðræðum og sérstöku samkomulagi um hvern- ig staðið skyldi að því þegar Spölur afhenti ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar. Í minnisblaðinu er minnt á að há- marksumferð á sólarhring sé 8.000 ökutæki að jafnaði, samkvæmt gild- andi reglum. Miðað við „hóflega um- ferðarspá“ geti öryggismörkum ver- ið náð árið 2020 eða 2021. Þá sé ekki tekið tillit til þess að umferðin auk- ist að líkindum umtalsvert þegar heimild til gjaldheimtu falli niður í lok árs 2018. „Það er nánast öruggt að við niðurfellingu á gjaldi verður bein aukning strax. Hversu mikil hún verður er svo sem ágiskun en hún gæti orðið meiri en menn reikna með,“ segir Gísli Gíslason, stjórnar- formaður félagsins Spalar, sem rek- ur göngin. Gísli segir að menn hafi slegið á það að aukningin geti orðið 10% strax. Á þessu ári stefnir í að meðal- umferð ökutækja um göngin verði 6.500 ökutæki á sólarhring. Ekki sé gott að spá um það hver talan verði ef 10% bætist við umferðartölurnar í lok gjaldtökutímabilsins 2018. Í apríl í fyrra fór Starfsgreina- sambandið í verkfall og starfsmenn í gjaldskýlunum við Hvalfjarðar- göngin lögðu niður vinnu. Að sögn Gísla jókst umferð talsvert þessa daga frá því sem venjulegt er. Segir hann að þetta geti gefið vísbend- ingu. Erlendum ferðamönnum fjölgar og fjölgar á Íslandi og þess gætir í umferðinni á þjóðvegum landsins og þar með í göngunum líka. Ferða- mennskan skýrir þannig að veru- legu leyti mjög aukna umferð í göngunum það sem af er ári 2016. Arion banki spáir 12,6% fjölgun ferðamanna hér á landi 2016 og 10,6% fjölgun á árinu 2017. Gagn- vart Speli birtist þessi þróun þannig að ökumönnum fjölgar hlutfallslega sem staðgreiða veggjald. Veglyklum fjölgar en samt dragast tekjur af áskriftarferðum saman þegar á heildina er litið, en staðgreiðslan vegur þyngra á móti í heildarmynd tekjustreymis Spalar. Mikil fjölgun í Noregi Í þessu sambandi er áhugavert að skoða það sem gerðist í Noregi ný- lega. Hinn 31. ágúst síðastliðinn lauk gjaldtöku í 7,3 kílómetra löngum jarðgöngum undir Oslóarfjörð, milli Dröbak og Hurum. Göngin voru tekin í notkun árið 2000. Daglega hafa að meðaltali 7.500 ökutæki far- ið um göngin, þar af rúmlega 1.000 vörubílar. Eftir að gjaldtöku var hætt hafa um 10 þúsund bílar farið um göngin daglega. Byggingarkostnaður nýrra ganga ásamt tengingu við eldri göng er áætlaður rúmlega ellefu milljarðar króna, að því er fram kemur í árs- skýrslu Spalar. Verktími er áætl- aður 3-4 ár frá ákvörðunartöku til þess tíma að bæði göngin yrðu kom- in í notkun. Árið 2008 afhenti Spölur ríkinu og Vegagerðinni rannsóknar- gögn og frumhönnun nýrra ganga samsíða þeim, en 15-20 metrum inn- ar en göngin sem byggð voru á ár- unum 1996-98. Hvenær „springa“ göngin?  Hámarksumferð um Hvalfjarðargöng er 8.000 ökutæki á sólarhring að jafnaði samkvæmt gildandi reglum  Umferð gæti aukist um 10% þegar veggjald verður fellt niður  Mikil fjölgun ferðamanna Ljósmynd/Spölur Hvalfjarðargöng Fyrir liggur frumhönnun nýrra ganga samsíða núverandi göngum en 15-20 metrum innar. Gísli Gíslason STUTT Vertu upplýstur! blattafram.is BREGSTU VIÐ, EF ÞÚ SÉRÐ EÐA VEIST AF OFBELDI, EÐA FINNST ÞÉR ÞÆGILEGRA AÐ LÍTA UNDAN? LEYNIVOPN.IS HVERNEINASTADAG FRÁÞVÍ AÐÉG MANEFTIRMÉR „ “ ALFREÐ FINNBOGASON LANDSLIÐSMAÐUR Í KNATTSPYRNU LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR Hjá Vegagerðinni er ekki hafinn sérstakur undirbún- ingur að tvöföldun Hvalfjarðarganga en Hreinn Haralds- son vegamálastjóri reiknar með því að hann fari af stað á næsta ári. Meðal annars þurfi að yfirfara fyrirliggjandi hönnun nýrra ganga með tilliti til nýjustu krafna um ör- yggismál og aðra þætti í gerð slíkra ganga. „Við ætlum á sama tíma að láta gera nýja umferðar- spá til lengri tíma, þar sem m.a. er ekki bara horft á þessa miklu aukningu núna síðustu misseri,“ segir Hreinn. „Eins og við þekkjum notar yfirgnæfandi hluti umferðar um Hvalfjörð göngin í dag en fer ekki fyrir fjörð. En umferð mun vafalaust aukast þegar og ef gjaldtöku verður hætt,“ segir Hreinn. Undirbúningur hefst 2017 VEGAGERÐIN BRÁTT Í STARTHOLURNAR Hreinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.