Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Ertu með réttan skófatnað fyrir vinnuna þína?
Hjá Dynjanda færðu úrval af öryggisskóm.
Hafðu samband.
Við veitum þér faglega aðstoð.
Öryggisskór í vinnuna!
Alls safnaðist sem nemur 56.200
bólusetningum gegn mænusótt í
átaksverkefni UNICEF á Íslandi og
Te & Kaffi, sem bar heitið Klárum
málið og fór fram í september.
Te & Kaffi gaf andvirði einnar
bólusetningar gegn mænusótt af
hverjum seldum drykk, auk þess
sem viðskiptavinum var boðið að
bæta við andvirði bólusetningar er
þeir greiddu fyrir drykkinn.
Þetta var í fjórða sinn sem UNI-
CEF á Íslandi og Te & Kaffi tóku
höndum saman í kaffihúsaátaki og í
þriðja sinn sem safnað var fyrir
mænusótt. Alls hafa nú safnast and-
virði 250.549 bólusetninga hér á
landi. Miðað við að hvert barn þurfi
að fá þrjár bólusetningar dugar
þessi fjöldi bólusetninga fyrir fleiri
en 85.000 börn.
„Te & Kaffi hefur verið ómetan-
legur stuðningsaðili UNICEF á Ís-
landi frá árinu 2008 og safnað yfir
30 milljónum króna fyrir sam-
tökin,“ segir í frétt frá UNICEF.
Safnaðist í 56
þúsund bólu-
setningar
Morgunblaðið/Þórður
Átak Eliza Reid forsetafrú hóf átak-
ið í haust og keypti sér kaffibolla.
Rjúpnaveiðitímabil haustsins hefst
á föstudaginn. Heimilt verður að
veiða í þrjá daga um þessa helgi,
frá föstudegi til sunnudags.
Búast má við því að rjúpna-
skyttur haldi til fjalla strax á föstu-
dagsmorguninn. Spáð er bjartviðri
um norðanvert landið á föstudag
en þungbúnara verður syðra. Þeg-
ar líður á helgina er meiri væta í
kortunum. Hiti verður yfir frost-
marki.
Fjöldi veiðidaga á þessu hausti
er 12 sem skiptast á fjórar helgar,
þ.e. síðustu helgina í október og
fyrstu þrjár helgarnar í nóvember.
Umhverfisráðherra tilkynnti í
september að leyfileg heildarveiði
árið 2016 yrði 40.000 rjúpur að
teknu tilliti til mats Náttúrufræði-
stofnunar Íslands á veiðiþoli
stofnsins. Er þetta 20% færri fugl-
ar en árið 2015. Sölubann verður á
rjúpum og er Umhverfisstofnun
falið að fylgja því eftir.
Í tilkynningu ráðuneytisins eru
veiðimenn eindregið hvattir til að
sýna hófsemi og miða veiðar við
5-6 fugla á veiðimann. Jafnframt
eru veiðimenn sérstaklega beðnir
um að gera hvað þeir geta til að
særa ekki fugl umfram það sem
þeir veiða, m.a. með því að ljúka
veiðum áður en rökkvar.
Veiðiverndarsvæði verður áfram
á Suðvesturlandi eins og undan-
farin ár.
„Stjórnvöld hafa það sem megin-
stefnu að nýting rjúpnastofnsins
skuli vera sjálfbær, sem og ann-
arra lifandi auðlinda,“ segir í frétt
ráðuneytisins. sisi@mbl.is
Rjúpnaveiðar að hefjast
Morgunblaðið/Golli
Rjúpnaveiðar Veiðimenn halda margir til fjalla á föstudaginn.
Heildarkvótinn verður 40 þúsund rjúpur á þessu hausti
Fjallað verður um ný viðhorf í nor-
rænum öryggismálum á opnu mál-
þingi sem Varðberg, NEXUS og Al-
þjóðamálastofnun Háskóla Íslands
boða til í fyrirlestrarsal Þjóðminja-
safnsins á morgun, fimmtudaginn
27. október, kl. 14-17.
Til að flytja erindi á ráðstefnunni
og taka þátt í pallborðsumræðum
koma til landsins fjórir sérfræð-
ingar. Þeir eru:
Sten Rynning, prófessor í alþjóða-
samskiptum og forstöðumaður
Stofnunar stríðsrannsókna í Syd-
dansk-háskólanum í Óðinsvéum í
Danmörku.
Anna Wieslander, stjórnandi mál-
efna Norður-Evrópu við Atlantic
Council og framkvæmdastjóri
Sænsku varnarmálasamtakanna.
Charly Salonius-Pasternak, rann-
sóknastjóri hjá Finnsku alþjóða-
málastofnuninni.
Svein Efjestad, yfirmaður stefnu-
mótunardeildar í norska varnar-
málaráðuneytinu.
Málþingið er annað í röð þriggja.
Síðasta málþing fundaraðarinnar fer
fram fimmtudaginn 17. nóvember og
verður þar fjallað um endurmat á
hernaðarlegu vægi Íslands og ná-
grennis. Málþingið fer fram á ensku
og er opið öllum.
Fundur um
öryggismál
Norðurlanda