Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 21

Morgunblaðið - 26.10.2016, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 Tungná Sjónarspil náttúrunnar blasti við í allri sinni dýrð þegar flogið var yfir Tungná í haust. Fjölbreytt litbrigðin og línurnar sem vatnið ristir í landið gleðja augað. RAX Kjósendur geta fagnað því að kost- irnir sem þeir standa frammi fyrir næstkomandi laug- ardag eru óvenju- skýrir. Annars veg- ar er það vinstristjórn að frumkvæði Pírata með fjórum eða lík- lega fimm flokkum, eða ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Kjós- endur þekkja báða kostina. Draumur vinstrimanna er að yf- irfæra Reykjavíkurmódelið yfir á landstjórnina – og borgarbúar vita hvað það þýðir. Ár hinna glötuðu tækifæra – 2009 til 2013 – á að end- urtaka, enn skal tilraun gerð til að kollvarpa allri stjórnskipan, leggja til atlögu við grunnatvinnugreinar, skattleggja allt sem hreyfist og þá ekki síst ferðaþjónustu og endurtaka ESB-skollaleikinn. Nái vinstriflokkarnir meirihluta næstkomandi laugardag verður gefin út samstarfsyfirlýsing og þar verður sótt í kistur vinstristjórnar Samfylk- ingar og Vinstri grænna. Því verður lofað að leiða til öndvegis „ný gildi jöfnuðar, félagslegs réttlætis, sam- hjálpar, sjálfbærrar þróunar, kven- frelsis, siðbótar og lýðræðis“. Fyr- irheit verða gefin um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir „opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræð- isumbótum“. Kjósendur muna hvern- ig til tókst að standa við stóru loforðin í síðustu rík- isstjórn vinstriflokkanna. Þá voru stór mál afgreidd með baktjaldamakki sam- kvæmt lýsingum þeirra sem sátu við ríkisstjórn- arborðið. Stjórnar- frumvarpi sem kollvarpa átti stjórnkerfi fiskveiða var líkt við bílslys af ráð- herrum. Einstaklingur sem sótti rétt sinn fyrir dómstólum var gagnrýndur op- inberlega af forsætisráðherra. Um- hverfisráðherra vildi breyta lögum þar sem dómstólar komust að nið- urstöðum sem voru honum ekki þóknanlegar. Ákveðið var að fara í kringum ógildingu Hæstaréttar á kosningu. Ný gildi jöfnuðar og félagslegs réttlætis réðu ferðinni þegar nið- urskurðarhnífnum var beitt af alefli gagnvart heilbrigðiskerfinu en æðstu stjórn ríkisins var hlíft og gott betur. Bætur almannatrygginga voru skertar á sama tíma og unnið var að því að þjóðnýta skuldir einka- banka. Aukið gagnsæi og lýðræð- isumbætur birtust í því að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB og tilraunum til að koma í veg fyrir almenningur hefði nokkuð um það að segja að Ice- save-klyfjar væru lagðar á hans herðar. Aukadekkið Viðreisn hefur gert hosur sínar grænar fyrir Pírötum milli þess sem flokksmenn hafa rifist við talsmenn Bjartrar framtíðar um hvor flokk- urinn hafi fengið „að láni“ slagorð hins. Líkt og sannur vinstriflokkur gefur Viðreisn fyrirheit um að feta inn á þekktar brautir sósíalismans og koma á fót millifærslusjóðum sem líkt og í gamla daga verður stjórnað af kommisörum. Kannski er fyrir- myndin sótt til Brussel. Margt bendir til að Viðreisn verði aukadekkið sem vinstristjórn þarf á að halda að loknum kosningum enda samið um að leiða Ísland inn í Evr- ópusambandið. Fyrirstaðan verður engin líkt og Hjörleifur Guttorms- son, einn stofnandi Vinstri grænna, benti á hér í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag: „Fráhvarf forystu Vinstri grænna frá upphaflegri andstöðu við ESB- aðild er annað og djúpstæðara en al- menningur gerir sér grein fyrir. Eft- ir að einarðir ESB-andstæðingar höfðu einn af öðrum hraktist úr þingflokki VG hljóðnuðu andstöðu- raddir forystumanna, sem eftir sátu, við ESB-aðild. Eftir að Ísland lagði inn aðildarumsókn að ESB sumarið 2009 minnist ég þess ekki að Stein- grímur J. sem formaður eða arftak- inn Katrín Jakobsdóttir hafi í blaða- greinum eða á öðrum vettvangi rökstutt og útskýrt þá formlegu af- stöðu flokksins að vera á móti aðild. Klisjunni virðist eingöngu hafa verið viðhaldið til að villa á sér heimildir og til að missa sem fæsta eindregna andstæðinga ESB-aðildar út úr röð- unum. Öðruvísi verður ekki útskýrð þögn þessa fólks í örlagaríkasta máli Íslendinga um langt skeið. – Það sama er uppi á teningnum nú í að- draganda kosninga. Í kosninga- áherslum VG eins og þær birtast á heimasíðu flokksins er ekki að finna stakt orð um Evrópusambandið, af eða á. Þurfum við frekar vitnanna við?“ Déjá vu Komist vinstriflokkarnir til valda verður bjöllunum aftur hringt í Brussel. Og eftir nokkrar vikur mun fjármálaráðherra (Steingrímur J?) standa upp og kynna umbyltingu skattkerfisins – í anda „you-ain’t- seen-nothing-yet“. Milliþrep í tekju- skatti verður ekki fellt niður líkt og lög kveða á um. Í sælulandi vinstri- manna er tekjuskatturinn marg- þrepa og alltaf er sótt sérstaklega að millistéttinni. Tollar verða ekki af- numdir, þeir verða hækkaðir og settir á að nýju. Eignarskattar – auðlegðarskattar – verða kynntir til sögunnar að nýju og eldri borgarar verða fórnarlömbin. Enn einu sinni verður gerð atlaga að sjávarútvegi og grafið undan ferðaþjónustu með auknum álögum. Afleiðingarnar eru fyrirsjáan- legar. Atvinnulífið heldur að sér höndum. Það dregur úr fjárfest- ingum, laun lækka og störfum fækk- ar. Góðæri breytist í stöðnun, svo samdrátt og lakari lífskjör. Öll fögru 200-milljarða kosningaloforðin fjúka út um gluggann. Ríkissjóður verður rekinn með vaxandi halla, verðbólga eykst og skuldir hækka. Gamla vít- isvélin fer aftur í gang. Sjálfstæðisflokkurinn er eina mót- staðan við vinstristjórn. Á grunni stöðugleika vilja Sjálfstæðismenn sækja fram, bæta lífskjörin og halda endurreisn heilbrigðiskerfisins áfram. Með öflugu atvinnulífi er hægt að efla menntakerfið og ráðast í nauðsynlega innviðafjárfestingu. Sjálfstæðismenn skilja að þegar ýtt er undir millistéttina með hófsemd í álögum, fær ríkissjóður aukinn styrk og þar með getum við staðið sameiginlega með myndarlegum hætti að velferðarkerfinu. Kjósendur ráða niðurstöðunni þegar þeir ganga að kjörborði á laugardaginn. Kostirnir eru skýrir – óvenjuskýrir. Eftir Óla Björn Kárason » Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar. Það dregur úr fjárfest- ingum, laun lækka og störfum fækkar. Góðæri breytist í stöðnun, sam- drátt og lakari lífskjör. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Eina mótstaðan við vinstristjórn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.