Morgunblaðið - 26.10.2016, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016
✝ SvavarÞorsteinsson
fæddist 18. apríl
1935. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 5. októ-
ber 2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Þor-
steinn Kristinsson
og Erlendína
Magnúsdóttir frá
Kirkjuvogi í Höfn-
um. Svavar ólst upp í Höfnunum
í hópi systkina sinna sem voru
þessi, talin í aldursröð: Magnús,
Hafsteinn, Margrét, Viðar og
Kristinn. Þau eru nú öll látin
nema Margrét.
Svavar kvæntist 18. apríl
1957 Sigurlaugu Kristjáns-
dóttur (Lullý) frá Akranesi, f.
27. mars 1935, d. 27. janúar
2010. Foreldrar hennar voru
hjónin Ragnheiður Þ.
Guðmundsdóttir og Kristján Ás-
mundsson bifreiðastjóri. Sonur
Svavars og Sigurlaugar er
Kristján Þór, flugvirki hjá Ice-
landair, búsettur í Keflavík, f.
30. september 1956. Eiginkona
Kristjáns var
Pamela J. Svav-
arsson og börn
þeirra eru: 1) Stef-
anía, gift Hjalta
Pálmasyni og eru
börn þeirra Pamela
Ósk, Hjalti Kristján
og Edda María. 2)
Svavar James bú-
settur í New York.
Kristján og Pamela
skildu. Sambýlis-
kona Kristjáns er Magdalena
Smáradóttir og á hún þrjú börn.
Mestan hluta starfsævi sinnar
starfaði Svavar við akstur leigu-
bifreiða og var lengi í forystu
Samtaka leigubifreiðastjóra á
Suðurnesjum. Svavar og Lullý
bjuggu allan sinn búskap í
Keflavík og um langt árabil í
húsi því er þau reistu að Eyja-
völlum 2. Ennfremur byggðu
þau sér fallegan sumarbústað í
Þrastaskógi og dvöldu þar oft
löngum stundum. Sambýliskona
Svavars hin síðari ár var Ásta
Sigurðardóttir.Útför Svavars
var gerð frá Keflavíkurkirkju
21. október 2016.
Yfir þér engillinn vaki og verndi þig
dag og nótt,
hann sér til að þig ei saki og sé þér
í huga rótt.
Hvert sem leið þín liggur, ljúfur hann
fylgir þér.
Ég veit þú vernd hans þiggur, sem
vinargjöf frá mér.
Ásta.
Þá er hann Svavar frændi
minn búinn að kveðja okkur.
Hann var næst elstur þeirra
systkina úr Kirkjuvogi í Höfn-
um.
Þeir bræður, Svavar og
pabbi, voru alltaf miklir vinir
og unnu saman á leigubílum til
fjölda ára, það var þar sem ég
kynntist Svavari vel en ég var
sjálfur að keyra á Aðalstöðinni
á þeim tíma.
Svavar var sterkur persónu-
leiki og það var hlustað þegar
hann talaði, hann var duglegur
til vinnu og það voru ekki
margir sem stóðust honum
snúninginn í akstri á leigubíl-
um.
Ég átti gott spjall við Svavar
aðeins tveimur dögum áður en
hann kvaddi þennan heim, þá
sat ég hjá honum þar sem hann
lá á spítalanum í Keflavík.
Við vorum meðal annars að
ræða gleraugu og hvort hann
hefði aldrei þurft að nota þau,
ég segi honum að ég muni ekki
eftir að hafa séð hann með
gleraugu.
Hann hafði gaman af þessu
og sagði mér þá frá því að einu
sinni hefði pabbi minn beðið
hann að fara fyrir sig í augn-
skoðun hjá lækni, þar sem hann
komst ekki sjálfur en þurfti
nauðsynlega að mæta. Svavar
sagðist hafa farið í skoðunina
fyrir pabba og staðist hana með
miklum glans, og hafði gaman
af.
Ekki fylgdi sögunni hvers
vegna pabbi sendi Svavar í
augnskoðunina en þeir bræður
voru allir nokkuð líkir og nýttu
sér það greinilega þegar á
þurfti að halda.
Við fjölskyldan sendum
Kristjáni og hans fjölskyldu og
öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Þorsteinn Magnússon
og fjölskylda.
Sumarið er liðið, birta þess
og fegurð lögst til hvíldar og
hrímkalt haustið tekið við.
Þannig er það einnig oft með
sjálft mannlífið, það skiptast á
ljós og skuggar og við menn-
irnir erum ekki þess umkomnir
að hafa þar áhrif á. Mér kemur
þessi samlíking ósjálfrátt í hug
nú er við kveðjum Svavar vin
okkar hinstu kveðju. Hann var
svo sannarlega maður sumars-
ins og birtunnar og lifði lífinu
þannig að með viðmóti sínu ylj-
aði hann samferðafólkinu og
flutti birtu inn í líf fjölskyldu
sinnar og allra þeirra sem hon-
um kynntust.
Mér er í fersku minni þegar
Lullý frænka mín kom í fyrsta
sinn í heimsókn með unnusta
sinn, hann Svavar. Þau voru
ung og lífið brosti við þeim.
Hamingjan fylgdi þeim síðan
alla tíð meðan bæði lifðu og
sonurinn, Kristján, augasteinn
þeirra, stoð og stytta alla tíð.
Við Svavar urðum þegar í stað
vinir og hefur sú vinátta haldist
án þess að skugga bæri nokkru
sinni á áratugum saman allt til
þessarar kveðjustundar. Það er
mér og minni fjölskyldu mikið
þakkarefni að hafa átt slíkan
öðling að vini.
Svavar var harðduglegur
maður sem unni mjög fjöl-
skyldu sinni og gerði allt til að
þeim gæti liðið sem allra best.
Átti það einnig við um foreldra
hans, tengdaforeldra, systkini
og vini.
Sannur drengskaparmaður í
hvívetna. Ég og fjölskylda mín
eigum góðar minningar um
margar samverustundir og ár-
lega vorum við í góðum fagnaði
í sumarbústað þeirra hjóna um
verslunarmannahelgar. Fyrir
það allt er vert að þakka við
leiðarlok. Síðustu vikur og
mánuðir hafa verið vini okkar
þungbær tími.
Að þurfa að sætta sig við
þverrandi krafta var þessum
duglega manni nokkur þolraun
en hann tókst á við það með
þeirri ró og því æðruleysi sem
einkennt hafði líf hans löngum.
Það var honum styrkur að vera
umvafinn fjölskyldu sinni og
finna væntumþykju þeirra og
svo var það ekki hvað síst vin-
kona hans hin síðari ár, Ásta
Sigurðardóttir, sem var óþreyt-
andi í umhyggju sinni og hjálp-
semi við hann til síðustu stund-
ar og ber að þakka það allt.
Við Erna, Guðni Kristinn,
Einar Gunnar og Þórey þökk-
um Svavari öll hans elskuleg-
heit í okkar garð fyrr og síðar
og biðjum honum blessunar
Guðs er hann nú eftir önn og
erfiði dagsins hverfur inn í aft-
anskin sólarlagsins. Hvíl í friði,
kæri vinur, um eilífð alla.
Einar Jón
Ólafsson.
Svavar
Þorsteinsson
Elskulegur
pabbi okkar er
fallinn frá. Komið
er að kveðjustund. Það var allt-
af gott að koma til ykkar
mömmu. Hlýjan og kærleikur-
inn umvafði okkur alla tíð. Þú
varst alltaf til staðar fyrir okk-
ur.
Pabbi var hægur og orðvar
maður með góða kímnigáfu.
Hann gat verið ræðinn og var
fróður um marga hluti. Hann
hugsaði vel um sitt fólk og var
mjög hjálplegur ef leitað var til
hans.
Minningarnar hrannast upp
og væri hægt að telja upp
margt. Minning um góðan,
tryggan, traustan og samvisku-
saman mann lifir. Pabbi var
mjög skipulagður og allt sem
hann tók sér fyrir hendur var
unnið af samviskusemi og ná-
kvæmni.
Hann hafði mikinn áhuga á
ferðalögum og nutum við systk-
inin áhuga hans á náttúru
landsins. Hann gat talið upp
heiti á fjöllum og örnefni á
ferðum okkar um landið. Við
minnumst bíltúra út á Reykja-
víkurflugvöll. Pabbi sótti í
æskustöðvarnar í Skerjafirði en
áhugi á flugi og öllu sem tengd-
ist hernáminu einkenndi hann.
Áhugi pabba á ljósmyndum
var mjög mikill. Eftir hann
liggur fjöldi ljósmynda af land-
Helgi Sigurður
Haraldsson
✝ Helgi Sig-urður Har-
aldsson fæddist 5.
janúar 1924. Hann
lést 11. október
2016
Útför Helga fór
fram 25. október
2016.
inu okkar, fjölskyld-
unni og listrænum
ljósmyndum. Hann
var í félagi áhuga-
ljósmyndara og
framkallaði sjálfur
myndir.
Ljósmyndaáhugi
hefur erfst til nokk-
urra afkomenda
hans. Hann vann
nokkrum sinnum til
verðlauna. Hann
var bókhneigður, orti ljóð og
var sjálfmenntaður í skrautrit-
un.
Áhugi hans á tónlist var mik-
ill. Hann hlustaði á allskonar
tónlist, en sérstakt dálæti hafði
hann á óperutónlist.
Þegar við minnumst pabba
er erfitt að minnast ekki á
mömmu, þau voru mjög náin og
samhent.
Þegar pabbi hætti að vinna
tóku við ný verkefni. Hann fór
að geta sinnt áhugamálum sín-
um meira eins og útskurði og
ættfræði.
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng.
Þar angar blóma breiða
við blíðan fuglasöng.
(Jón Trausti.)
Blessuð sé minning þín,
elsku pabbi, og hafðu þökk fyr-
ir allt.
Hvíl í friði.
Signý Halla, Vilberg
Grímur og Ásta Sigrún.
Elsku afi minn. Það er svo
sárt að þú sért farinn frá okk-
ur, en yndislegri afa er erfitt að
finna.
Ég man hvað það var alltaf
gott að koma til ykkar ömmu.
Þú vildir alltaf hjálpa mér með
hvað sem er og þá sérstaklega
með ættfræði í skólanum, sem
þú hafðir svo mikinn áhuga á í
gegnum tíðina. Ég var alltaf
svo velkomin til ykkar ömmu
og þið voruð alltaf svo hlý og
yndisleg við mig.
Við eigum svo margar minn-
ingar saman í gegnum tíðina og
ég mun alltaf varðveita þær
dýrmætu minningar. Mér þykir
svo óendanlega vænt um þig,
elsku afi minn.
Guðlaug Dóra
Þorsteinsdóttir.
Elsku, yndislegi afi minn
Erfitt er að lýsa því í orðum
hvað ég sakna þín mikið og
mikið ótrúlega er ég þakklátur
fyrir allar frábæru minningarn-
ar sem við eigum saman.
Traustari og betri afa er erfitt
að finna.
Þegar ég hugsa til baka um
alla skemmtilegu hlutina sem
við brölluðum saman þá eru
nokkrir sem eru mér efstir í
huga.
Skemmtilegast fannst mér
þegar þú og amma fóruð með
mig og Árna Val í réttirnar til
að smala saman lömbunum.
Alltaf tókstu ljósmyndir og
myndbönd af þessu öllu enda
varstu einstaklega laginn við að
taka ljósmyndir. Þegar þú fórst
með okkur upp að Esjurótum
og burðaðist með 30 kg tjald
upp hlíðina bara svo að við
gætum leikið okkur þar. Við
vorum ekki einu sinni að gista
þar.
Það sem þú gerðir ekki fyrir
mann. Mættir á fimleikamótin
og studdir mann áfram, það er
ekki sjálfgefið.
Að koma í Skipholtið var
alltaf góð stund. Þú og amma
áttuð alltaf ís enda fannst þér
ísinn góður. Alltaf varstu með
lykilinn að nammiskúffunni í
vasanum.
Þú elskaðir að sitja á svöl-
unum í sólbaði og ég hef fengið
það frá þér enda finnst mér
ekkert betra en að nýta góða
sólardaga.
Þú verður alltaf mín fyrir-
mynd þar sem þú varst svo
traustur, klár og góður við alla
í kringum þig. Ég ætla að
reyna að vera eins og þú.
Ég kveð þig með ást og mikl-
um kærleik í hjarta, elsku afi.
Ég á ávallt eftir að sakna þin
og hugsa til þín.
Arnar Vilbergsson.
Elsku yndislegi afi okkar.
Erfitt er að lýsa því í orðum
hvað við munum sakna þín mik-
ið og hversu ótrúlega þakklát
við erum fyrir allar minning-
arnar sem við eigum með þér.
Traustari og betri afa er erfitt
að finna.Við systkinin eigum
endalaust af hlýjum, fallegum
og skemmtilegum minningum
með elsku afa okkar og ömmu
„í Skipholti“. Það hefur alla tíð
verið svo gott að koma til ykk-
ar, hvort sem það var í Skip-
holtið gamla góða eða á Sléttu-
veginn.
Það er sterkt í minningu
okkar allra þegar við komum í
Skipholtið og fórum alltaf beint
með afa inn í „afaherbergi“ og
hann opnaði efstu skúffuna,
með lykli, og dró upp appels-
ínusúkkulaðihnappa, það var
toppurinn. Þetta var svona afa-
nammi, í minningunni fannst
manni eins og þetta væri ekki
einu sinni hægt að kaupa í búð.
Það klikkaði heldur ekki að
þegar glitti í sól þá var nokkuð
víst að afi var mættur á sval-
irnar og tók á móti okkur veif-
andi þar þegar bíllinn rann í
hlaðið.
Ætli við höfum ekki öll feng-
ið vott af sólardýrkuninni hans
afa. Alltaf gátum við líka treyst
á að ís væri í frystinum hjá
ykkur þar sem þú varst ísmað-
ur mikill og báðum við alltaf
um ís þegar við komum í heim-
sókn.
Í seinni tíð urðu sunnudags-
stundirnar á Sléttuveginum
ómetanlegar og alltaf var jafn
gaman að koma í kaffi; hitta
ykkur og alla fjölskylduna og fá
sér kaffi og ristað brauð. Við
munum halda þeirri hefð lengi
vel áfram og alltaf hugsa til
elsku afa sem verður með okk-
ur þar í anda.
Mikið magn af heimildar-
myndum er til af okkur systk-
inum úr æsku þar sem afi var
einn samviskusamasti mynda-
tökumaður allra tíma. Alltaf
var hann mættur á alla viðburði
með vídeóvélina, hvort sem það
var dans- eða fimleikamót eða
bara að taka upp af okkur
borða hafragraut inni í eldhús-
króknum í Skipholtinu. Allt var
þetta fest á filmu, sem manni
þykir svo ótrúlega vænt um í
dag.
Endalaust gætum við talað
um góðar og dýrmætar minn-
ingar því margar eru þær.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði, ást og kærleika í
hjarta, elsku afi okkar, með
þessari fallegu bæn sem alltaf
var kveðin þegar maður gisti
hjá afa og ömmu í Skipholti.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson)
Þín barnabörn
Rannveig, Arnar,
Anna Kristín.
Móðir okkar,
GUÐVEIG BJARNADÓTTIR
frá Skaftafelli í Öræfum,
sem lést að morgni 19. október, verður
jarðsungin frá Hofskirkju í Öræfum
föstudaginn 28. október klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Sigurður, Þorsteinn, Bjarni,
Guðlaugur Heiðar og Guðlaug.
Eiginmaður minn,
GUÐNI GUÐJÓNSSON,
Heiðarlundi 15, Garðabæ,
lést á Sólvangi föstudaginn 21. október.
Útför hans fer fram mánudaginn 14.
nóvember frá Vídalínskirkju.
.
Barbara Stanzeit.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
RANNVEIG FRIÐRIKSDÓTTIR,
síðast til heimilis
á Öldrunarheimili Akureyrar,
er lést 16. október, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu föstudaginn 28. október
klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
.
Halla Margrét Tryggvadóttir, Elías Bj. Gíslason,
Ingólfur Tryggvi Elíasson, María Benediktsdóttir,
Friðrik Valur Elíasson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURFLJÓÐ ERLENDSDÓTTIR,
verslunarmaður,
lést á hjúkrunarheimilinu Skogsgården í
Motala í Svíþjóð 23. október 2016.
.
Ívar Magnússon, Arnheiður Sigurðardóttir,
Margrét Magnúsdóttir,
Vilhjálmur Magnússon, Ann-Mari Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og
langafi,
JÓN GUÐMUNDSSON,
strætisvagnabílstjóri og leigubílstjóri,
andaðist mánudaginn 24. október á
hjúkrunarheimilinu Eiri í Grafarvogi. Útför
hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. nóvember
klukkan 13.
.
Ríkharður Örn Jónsson Jóhanna Sigurðardóttir
Íris Edda Jónsdóttir Viðar Arnarson
Hafdís Eygló Jónsdóttir Sigurbjörn Arngrímsson
Sigurborg Gunnlaugsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.