Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó,
Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
Graflaxinn okkar hlaut 1. verðlaun!
Grafinn með
einstakri
kryddblöndu
hefur þú smakkað hann?
2 0 1 6
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Fulltrúar útgerðar og sjómanna
komu í gær til fundar hjá ríkissátta-
semjara, en sjómenn samþykktu í at-
kvæðagreiðslu að fara í verkfall á
morgun til að knýja á um kjarasamn-
ing. Takist ekki að semja fyrir
klukkan 23 þann dag skellur verkfall
á fiskiskipaflotanum og verður hon-
um þá stefnt í land.
„Það er ágætur gangur í viðræð-
unum, en menn eru helst að kasta á
milli sín hugmyndum um fiskverð og
önnur atriði,“ sagði Jens Garðar
Helgason, formaður Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi og formaður
samninganefndar þeirra í deilunni, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, en hann átti þá von á því að
fundað yrði langt fram eftir kvöldi.
Næsti fundur í kjaradeilunni hefur
verið boðaður í dag og hefst hann
laust eftir klukkan 10 í húsnæði rík-
issáttasemjara.
„Við eigum fyrsta fund með ríkis-
sáttasemjara, en ég á nú von á því að
menn hittist eitthvað fyrir þann
tíma,“ sagði Jens Garðar og hélt
áfram: „Það er auðvitað skylda
beggja aðila í svona deilu að gera sitt
ýtrasta til þess að ná samningi. Og
það er stuttur tími til stefnu og því
ljóst að menn verða að vinna hratt.“
Veiðarfærin inn og siglt í land
Takist ekki að semja í tíma hefst
vinnustöðvun sjómanna sem fyrr
segir klukkan 23 annað kvöld.
„Það þýðir að þá verða skipin að
taka inn veiðarfæri og sigla í land.
En ég er hins vegar bjartsýnn að eðl-
isfari og við ætlum að halda áfram að
vinna í þessu máli til að koma í veg
fyrir boðaða vinnustöðvun.“
Vinnustöðvun vofir yfir
Takist ekki að semja munu sjómenn draga inn veiðarfærin annað kvöld og sigla
skipum sínum í land Skylda beggja aðila að landa samningi, segir formaður SFS
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðmæti Svo gæti farið að fiskiskipaflotinn tæki stefnuna í land á morgun.
Starfslokasamningur við Róbert
Ragnarsson bæjarstjóra var sam-
þykktur á bæjarstjórnarfundi í
Grindavík í gærkvöldi. Fundurinn
var lokaður og er ástæða þess sögð
sú að á honum voru lögð fram trún-
aðargögn. Greint er frá þessu á
heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Þar segir einnig að samning-
urinn hafi verið samþykktur með
fjórum atkvæðum meirihluta Sjálf-
stæðisflokks og Lista Grindvíkinga,
en fulltrúar minnihluta Framsókn-
arflokks og Samfylkingar sátu hjá
við afgreiðsluna.
Áætlaður kostnaður við starfslok
Róberts er 6 milljónir króna sem
reiknast á þrjá mánuði með launum
og launatengdum gjöldum. Í ráðn-
ingarsamningi er kveðið á um 3
mánaða biðlaunarétt við lok kjör-
tímabilsins og er hann ekki reikn-
aður með við þessi starfslok.
Þá er lögmannskostnaður í mál-
inu tæplega 830.000 krónur.
Starfslok bæjar-
stjóra samþykkt
að sunnan. Eins hvar og hvenær það
fór út úr þjóðgarðinum. Flestir
dvöldu þar í 1-4 klukkustundir. Nið-
urstaðan var sú sama í Land-
mannalaugum, flestir sem þangað
komu dvöldu þar í einungis 1-4
klukkustundir.
Framhald verkefnisins ræðst af því
hvort til þess fást áframhaldandi
styrkir. Rögnvaldur sagði að sér
þætti það leiðinlegt ef hætta þyrfti
við verkefnið. Hann nefndi til dæmis
að með svona búnaði væri hægt að
fylgjast með ferðum ferðafólks um
Austurland, hvort það brunar hratt á
milli Mývatnssveitar og Jökulsárlóns
á Breiðamerkursandi eða hvort það
hefur lengri viðdvöl fyrir austan.
Flestir stoppa stutt við
Rögnvaldur Ólafsson, dósent í eðl-
isfræði við HÍ, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki væri búið að
vinna nógu mikið úr gögnunum sem
aflað var á Fjallabaki til að segja til
um fjölda ferðamanna þar.
Skynjarar sem nema Bluetooth- og
WiFi-merki frá snjalltækjum og bíl-
um voru settir upp við Sólvang hjá
Landmannalaugum og einnig í þjóð-
garðinum Snæfellsjökli á Snæfells-
nesi. Þessi merki eru líkt og fingrafar
sem gerir kleift að skrá komu bíls t.d.
í þjóðgarð og hvenær bíllinn fer aftur.
Á Snæfellsnesi sást t.d. hvenær fólk
kom inn í þjóðgarðinn að norðan eða
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ný tækni gerir kleift að fylgjast vel
með fjölda ferðamanna og ferða-
hegðun þeirra á hinum ýmsu ferða-
mannastöðum. Teljarar á Fjallabaks-
leið nyrðri voru kvarðaðir á liðnu
sumri í þessu skyni og nýr búnaður
prófaður.
Byrjað var að telja bíla sem fóru
um Fjallabak árið 2011. Nú eru þar
17 teljarar, þar af 15 bílateljarar og
tveir fólksteljarar. Þeir síðarnefndu
eru við Kaldaklofskvísl á Laugaveg-
inum og í Eldgjá.
Bílar eru taldir á öllum aðkomu-
leiðum að Fjallabaki syðra og nyrðra
og á nokkrum öðrum stöðum á vegum
F208 og F210. Nauðsynlegt var að
kvarða hvern talningarstað til að fá
sem réttasta niðurstöðu. Á liðnu
sumri voru sjö teljarar kvarðaðir með
handtalningu með styrk frá rann-
sóknasjóði Vegagerðarinnar. Auk
handtalningar var prófað að nota um-
ferðargreini við Sólvang hjá Land-
mannalaugum til að kvarða.
Markmiðið með talningunum er að
fá upplýsingar um fjölda ferðamanna
á hverjum stað. Að meðaltali eru 2,6 í
hverjum fólksbíl. Einnig eru fyr-
irliggjandi niðurstöður eldri kannana
um meðalfjölda fólks í rútum. Niður-
stöður úr umferðargreininum gefa
hugmynd um fjölda rúta og stærð
þeirra og fjölda einkabíla. Út frá
þessu er hægt að reikna fjölda ferða-
manna sem fara um hvern talning-
arstað.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landmannalaugar Flestir ferðamenn dvelja þar aðeins í 1-4 klukkustundir samkvæmt nýlegum mælingum.
Nýrri tækni beitt til
að telja ferðamenn
Umferðarteljarar, ratsjá og tækni til að greina bíla
Auk þess að kvarða umferðarteljara á Fjallabaki í sumar
var einnig prófaður umferðargreinir, það er ratsjá, sem
greinir lengd bíla og bil á milli þeirra. Af því má ráða
hvort fólksbíll eða rúta átti leið hjá umferðargreininum.
Skynjarar sem nema Bluetooth- eða WiFi-merki frá
bílum eða snjalltækjum gera kleift að fylgjast með því
hvað hver bíll, sem gefur merki, og ferðamenn í honum
dvelja lengi á hverjum stað.
Frá þessum nýjungum var greint í erindi þeirra dr.
Rögnvaldar Ólafssonar, dósents í eðlisfræði við Háskóla
Íslands, og Gyðu Þórhallsdóttur doktorsnema á rann-
sóknaráðstefnu Vegagerðarinnar nýverið. Yfirskrift erindisins var „Ferða-
leiðir að Fjallabaki“.
Fylgst með ferðamönnum
RANNSÓKNARÁÐSTEFNA VEGAGERÐARINNAR
Rögnvaldur
Ólafsson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Stúlkur mega nú, samkvæmt nýjum
úrskurðum mannanafnanefndar sem
birtir eru á heimasíðu innanríkis-
ráðuneytisins, heita Snekkja og
Manasína, og eins mega drengir bera
nafnið Neró Reyðfjörð.
Mannanafnanefnd segir í úrskurði
sínum að nafnið Snekkja brjóti ekki í
bága við íslenskt málkerfi og allmörg
dæmi eru um að samnöfn séu notuð
sem mannanöfn. Dæmi um slíkt eru
t.d. Hrafn og Nökkvi.
„Samkvæmt íslenskri orðabók hef-
ur orðið snekkja meginmerkinguna
(lítið) skip […] kappróðrarbátur,“
segir í úrskurði nefndarinnar, en þar
er einnig tekið fram að orðið virðist
ekki hafa neina neikvæða hliðar-
merkingu.
Neró fær að njóta vafans
Eitt þeirra skilyrða sem nöfn þurfa
að uppfylla til að vera samþykkt er að
þau mega ekki vera þannig að það
geti orðið nafnbera til ama. Á þetta
skilyrði reyndi þegar nefndin tók
nafnið Neró fyrir.
„Neró er heiti alræmds rómversks
keisara sem segir m.a. um á Vís-
indavefnum: „Í kjölfar eldsins hóf
Neró ofsóknir á hendur kristnum
mönnum í Rómaveldi. Af þeirri
ástæðu hefur Neró fengið hörð eft-
irmæli og verið líkt við And-Krist,““
segir í úrskurði nefndarinnar.
Í rökstuðningi fyrir heimild eig-
innafnsins Neró segir hins vegar að
það sé ólíklegt að nafnið hafi í nú-
tímamáli jafn illt orð á sér og að
fornu. Fær það því að njóta vafans.
Þá hefur mannanafnanefnd einnig
samþykkt nöfnin Skjaldmey, El-
ínóra, Lyngþór og Eir.
Beiðni um eiginnafnið Sonya fyrir
stúlkur var hins vegar hafnað, en rit-
háttur nafnsins er ekki í samræmi við
almennar ritreglur íslensks máls þar
sem y er ekki ritað á undan sérhljóði í
íslensku í ósamsettum orðum.
Nafn rómversks
keisara endurvakið
Stúlkur mega nú heita Snekkja
Morgunblaðið/Kristinn
Ungbörn Skyldi Willy eða Húna
leynast hér, en nöfnin eru leyfð?