Morgunblaðið - 09.11.2016, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
Skútuvogur 1c 104 Reykjavík | Sími: 550 8500 | www.vv.is
sjáu
mst!
Frískleg og hugvitsamleg hönnun,
þau eru afar létt og þæginleg í notkun.
Lýsing og rafhlöðuending er framúrskarandi.
Útsölustaðir:
Ísleifur Jónson, Gangleri Outfitters, Reykjavík. Iðnaðarlausnir ehf, Kópavogi.
Vélsmiðjan Þristur, Ísafirði. Straumrás, Akureyri. K.M. ÞJÓNUSTA EHF, Búðardal.
Kaupfélag V-Húnvetninga Byggingavörur, Hvammstanga.
• Ljósstyrkur: 100 lm
• Drægni: 100 m
• Þyngd: 105 g
• Rafhlaða: 3 x AAA 1.5V
• Vatnsvarið: IPX6
• Stillanlegur fókus og halli
• Þrjú hvít LED ljós og eitt rautt
LED ljós sem hentar vel
til að halda nætursjón
Viðskiptavinir sem vilja færa inni-
stæðu gjafakorta bankanna yfir á
bankareikning eða taka hana út
sem reiðufé þurfa að greiða fyrir
það úttektargjald ef viðskiptin fara
fram í Íslandsbanka eða Arion
banka. Um afgreiðslugjald er að
ræða. Arion banki tekur 180 kr. í
úttektargjald og Íslandsbanki 200
kr.
„Það er vinna við þetta fyrir okk-
ar framlínufólk og það er það sem
viðskiptavinurinn greiðir fyrir.
Enginn kostnaður er við að nota
kortið í vefverslunum,“ segir í upp-
lýsingum frá Íslandsbanka.
Landsbankinn sker sig þó úr
hvað þetta varðar, en þar er ekki
rukkað úttektargjald vegna gjafa-
kortanna.
Kostnaður vegna umsýslu
Landsbankinn tekur hins vegar
gjald fyrir að afhenda gjafakort
með innstæðu, eða 440 krónur.
„Gjafakort Landsbankans hafa
reynst vinsæl gjöf og innheimta
gjaldsins hefur ekki haft neikvæð
áhrif á sölu gjafakorta,“ segir í
svari Landsbankans við fyrirspurn
Morgunblaðsins en kostnaðurinn
felist í gjafaumbúðunum utan um
kortið, plastinu, útgáfu kortsins og
umsýsluum. Viðskiptavinir Lands-
bankans, í Vörðunni og Námunni,
og fyrirtæki í viðskiptum fá þó 50%
afslátt.
Hjá Íslandsbanka og Arion
banka kostar gjafakort 500 kr og fá
viðskiptavinir í vildarþjónustu 50%
afslátt af þeirri upphæð. Gjaldið
kemur til vegna umbúðanna og
kortsins sjálfs. Kortin virka eins og
fyrirframgreitt kreditkort án nafns
korthafa. laufey@mbl.is
Úttektargjald
á gjafakortum
Kostar allt að 200 kr að fá peninginn
Morgunblaðið/Kristinn
Gjöf Gjafakort banka eru valkostur
fyrir þá sem vilja gefa peninga.
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Minjavernd vinnur að endurgerð
húss við Holtsgötu 41b í Reykjavík á
rústum Stórasels, eina tvöfalda
steinbæjarins sem eftir stendur í
höfuðborginni. Húsið er í bakgarði
nokkurra fjölbýlishúsa við Holts-
götu, Ánanaust og Sólvallagötu.
Fornleifarannsóknir hafa staðið
yfir á lóðinni, bæði inni í húsinu og
utan við það, en vitað er um búsetu á
þessum stað allt aftur til 14. aldar.
Minjavernd hyggst endurgera húsið
sem lítið einbýlishús og selja það á
almennum markaði.
Vinnuvélar hafa verið að störfum
á lóðinni og mokað frá tveimur
hlöðnum veggjum sem eftir standa
og verða lagfærðir og varðveittir.
Eitthvað mun nýtast af klæðningu
hússins. Að öðru leyti verður það
byggt frá grunni. Stórasel hét áður
Sel og var á jörðinni Vík sem tilheyri
Seltjarnarnesi fram til 1835, en var
þá lagt undir Reykjavík, að því er
fram kemur á vef Minjaverndar. Á
19. öld risu fleiri býli í landi Sels,
eins og Miðsel, Litlasel, Jórunnarsel
og Ívarssel. Miðsel hefur verið rifið,
Ívarssel flutt í Árbæjarsafn en Jór-
unnarsel og Litlasel standa enn
sambyggð við Vesturgötu.
Var orðið mjög illa farið
Stórasel var byggt í tveimur
áföngum árin 1884 og 1893 en áður
stóðu þarna torfhús um aldir. Var
húsið orðið mjög hrörlegt og við-
byggingar af fjölbreyttum toga hafa
verið reistar.
Húsið var komið í eigu Reykjavík-
urborgar, sem gerði síðan sam-
komulag við Minjavernd, að til-
mælum Borgarsögusafns, um
yfirtöku þess og umsjón með end-
urbyggingu. Fékk Minjavernd Arki-
tektastofu Grétars og Stefáns, AR-
GOS, til að gera teikningar.
Þorsteinn Bergsson, fram-
kvæmdastjóri Minjaverndar, segir
að eftir töluverðar vangaveltur hafi
verið ákveðið að halda húsinu við þar
sem um síðasta tvöfalda steinbæinn í
Reykjavík væri að ræða.
„Húsið var orðið mjög illa farið og
hrörlegt,“ segir Þorsteinn en endur-
byggt verður húsið rúmlega 100 fer-
metrar að flatarmáli, þar sem reynt
verður að fara sem minnst frá upp-
runalegu útliti steinbæjarins.
Að sögn Þorsteins standa vonir til
að ljúka steypu sökkla fyrir jól og
ganga frá ytra byrði hússins á næsta
ári. Í lok árs 2017 eða á fyrri hluta
2018 er stefnt að því að setja húsið í
sölu. Endanlegur kostnaður við end-
urbygginguna liggur ekki fyrir en
Þorsteinn telur ljóst að fram-
kvæmdin muni ekki standa undir
sér.
Síðasti steinbærinn í borginni
Minjavernd vinnur að endurgerð Stórasels á baklóð Holtsgötu 41 Eini tvöfaldi steinbærinn sem
eftir stóð í Reykjavík Vitað um búsetu þarna allt aftur til 14. aldar Húsið verður selt á markaði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Endurgerð Hluti steinbæjarins Stórasels er kominn í ljós í bakgarði Holtsgötu, niðri við Ánanaust. Þarna verður reist lítið einbýlishús.
Ljósmynd/Minjasafn Reykjavíkur
Stórasel Svona leit Stórasel út á þriðja áratug 20. aldar. Húsið var reist í
tveimur áföngum á árunum 1884-1893. Í bakgrunni eru hús við Holtsgötu.
Teikning/ARGOS
Teikning Minjavernd hefur látið gera teikningar að endurbyggðu húsi.
Neðri myndin er af vesturhlið hússins og sú efri snýr til suðurs.