Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is VIÐ HÖFUM TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ATBURÐ SEM FELUR Í SÉR OFBELDI. NOTUM VIÐ TÆKIFÆRIN? Nýjar vörur Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Opið alla virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-15 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Aflinn hjá okkur hefur verið heldur tregur þar til um helgina að það fór að mokveiðast af þorski,“ sagði Árni Gunnólfsson, skipstjóri á frystiskipinu Kleifa- bergi, í gær. Skipið var þá að veið- um um 500 mílur norðaustur af Múrmansk, en fimm íslensk skip hafa verið að veiðum í Barentshafi síðustu vikur; auk Kleifabergsins, Arnar HU, Þerney RE, Örfirisey RE og Oddeyrin EA sem er farin heim. Blikur eru á lofti í kjaramálum sjómanna og hefst verkfall hjá fé- lögum sjómanna og vélstjóra ann- að kvöld semjist ekki áður. Árni segist ekki vera farinn að hugsa til heimferðar vegna mögulegs verk- falls. Hann segist vera bjartsýnis- maður og segist vona að deilan leysist svo menn þurfi ekki að hífa inn veiðarfæri fyrir klukkan 11 annað kvöld af þeim sökum. Sjö sólarhringa sigling „Það er hins vegar annað mál að við erum komnir með yfir 300 tonn af þorski og erum að klára þorskkvótann. Við höfum þurft að hafa talsvert fyrir þessu, en feng- um að jafnaði um 20 tonn á sólar- hring þangað til um helgina að afli glæddist. Við eigum eftir að veiða nokkra ýsutitti en það er ekkert að hafa núna, varla í vatnsfötu og þarf tæpast að leysa frá pokanum. Hér á Gæsabanka hefur verið góð ýsuveiði undanfarin ár en núna er ekkert að hafa.“ Kleifabergið fór frá Reykjavík 18. október frá Reykjavík og á miðin í rússneskri lögsögu í Bar- entshafi var um sjö sólarhringa sigling. Árni segir að þeir hafi bæði farið langt í austur og norður eða allt norður á 77. gráðurnar, en hafa síðustu daga fært sig sunnar. Svæði lokuð vegna heræfinga Árni segir að í allt haust hafi stór svæði í Barentshafi verið lok- uð tólf tíma á sólarhring vegna æfinga rússneska hersins. Á þeim tíma hafi hvorki mátt veiða í þess- um lokuðu hólfum né sigla yfir þau vegna heræfinganna. Bjartsýnn og vonar að ekki verði verkfall  Fimm frystiskip hafa verið að veiðum í Barentshafi Ljósmynd/Brim hf. Kleifaberg RE Skipið var smíðað í Póllandi 1974 og hefur í mörg ár verið meðal fengsælustu skipa flotans, en það er í eigu Brims hf. Í fyrra var aflaverðmætið um 3,7 milljarðar, sem var trúlega mesta aflaverðmæti íslensks skips. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Drög að endurnýjaðri starfsloka- stefnu voru nýverið lögð fram á stjórnarfundi Slökkviliðsins á höfuð- borgarsvæðinu (SHS). Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að innan SHS hafi verið umræða um það í mörg ár, svona 15 til 20, að mik- ilvægt sé fyrir slökkviliðsmenn að geta hætt störfum fyrr en nú tíðkast, og þar sé þá einkum verið að horfa á eðli starfs þeirra. „Það er þekkt bæði á Norðurlönd- unum og í mörgum Evrópulöndum, að slökkviliðsmenn fara fyrr á eft- irlaun, en almennt tíðkast á vinnu- markaðnum,“ sagði Jón Viðar í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Við þekkjum starfslokaaldur allt frá 55 árum upp í 65 til 67 ára, en hann er mismunandi eftir löndum. Þetta hefur ítrekað komið upp í kjarasamningaviðræðum við slökkviliðsmenn SHS, án þess að málið hafi nokkurn tíma verið til lykta leitt og lausn fengist.“ Fari helst á eftirlaun Jón Viðar segir að þess vegna hafi þessi umræða farið af stað í stjórn SHS og innan slökkviliðsins. „Við leggjum áherslu á að slökkviliðs- menn geti hætt fyrr á vöktum en gerist í dag, og fari þá helst á eft- irlaun. En það hefur engin ákvörðun verið tekin og við erum bara að leita lausna sem skynsamlegar geta tal- ist,“ sagði Jón Viðar. Hann bendir á að lögum sam- kvæmt og reglugerðum séu gerðar ákveðnar kröfur um líkamlegt ástand slökkviliðsmanna og þeir þurfi að uppfylla þær kröfur, t.d. í læknisskoðunum og þrekprófum. Hann segir að ekki sé hægt að segja til um hvenær niðurstaða fáist í þetta mál. Minnisblaðið hafi verið lagt fram til kynningar, svo frekari umræður geti átt sér stað. Í minnisblaðinu segir m.a. „Starfs- mönnum verði boðnir starfsloka- samningar þegar þeir geta ekki sinnt starfi sínu vegna aldurs, sérstaklega á útkallssviði. Þessi samningur skal einungis bjóðast einu sinni og í hon- um skulu felast launagreiðslur í eitt ár eftir starfslok … Unnið hefur verið að því að finna varanlega lausn á starfslokamálum slökkviliðsmanna frá því fyrir stofn- un SHS, án árangurs. Tillaga slökkviliðsstjóra nú er að stjórn end- urnýi umboð sitt til hans fyrir gerð samninga um flýtt starfslok með nýrri starfslokastefnu, sem verði endurskoðuð að þremur árum liðn- um …“ Innri endurskoðun Reykjavíkur- borgar komst að þeirri niðurstöðu í lok síðasta árs, að ekki væri fyrir hendi lagastoð hjá SHS til að gera starfslokasamninga við slökkviliðs- menn þótt slíkir samningar hefðu verið gerðir. SHS vill lækka starfslokaaldur  Slökkviliðsmenn geti hætt fyrr Morgunblaðið/Ómar Starfslok SHS vill lækka starfs- lokaaldur slökkviliðsmanna. Ingibjörg Haralds- dóttir, ljóðskáld og þýðandi, er látin 74 ára að aldri. Ingibjörg nam kvik- myndagerð í Moskvu á árunum 1963 til 1970 og bjó og starfaði í Havana á Kúbu að því loknu fram til ársins 1975. Fyrsta ljóðabók hennar kom út árið 1974 en Ingibjörg helgaði líf sitt skrift- um eftir að hún flutti heim. Eftir Ingibjörgu liggja fimm ljóðabækur og tvö ljóða- söfn, auk þess sem hún gaf út end- urminningar sínar í bókinni Veruleiki draumanna árið 2007. Ingibjörg var afkastamikill þýð- andi úr rússnesku, spænsku og fleiri tungumálum. Hún þýddi helstu stór- virki rússnesku skáldanna Fjodors Dostojevskí og Mikhails Búlgakov, leikrit Tsjekov og Túrgenév og fleiri, auk ljóða rússneskra, sænskra, kúb- anskra og annarra skálda í rómönsku Ameríku. Ingibjörgu hlotnaðist margháttuð viðurkenning fyrir ritstörf sín. Ljóð hennar hafa verið þýdd á mörg tungu- mál og fyrir síðustu ljóðabók sína, Hvar sem ég verð, hlaut hún íslensku bók- menntaverðlaunin ár- ið 2002, auk þess sem bókin var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyr- ir hönd Íslands. Fyrir þýðingar sínar hlaut hún meðal annars Ís- lensku þýðing- arverðlaunin og Menningarverðlaun DV. Ingibjörg sat í stjórn Rithöfunda- sambands Íslands frá 1992 til 1998 og var formaður sambandsins frá 1994 til 1998. Hún var í ritnefnd Tímarits Máls og menningar frá 1977 og var aðstoðarritstjóri tímaritsins frá 1993 til 2000. Hún átti sæti í ritnefnd tíma- rits þýðenda, Jóns á Bægisá. Ingibjörg lætur eftir sig tvö börn, Hilmar Ramos þýðanda og Kristínu Eiríksdóttur skáld og þrjú barna- börn. Andlát Ingibjörg Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.