Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri
Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta.
Prent+ er þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja hagræða
í rekstri prentumhverfis. Við aðstoðum þig við val á hagkvæmasta
prentbúnaði í samræmi við kröfur.
www.kjaran.is | sími 510 5520
Morgunblaðið/Sverrir
Nýtt Ný reglugerð kveður á um skýr
skilyrði um upplýsingar sem birta á.
Skýr skilyrði um hvaða upplýsingar
beri að birta í auglýsingum um
lausasölulyf er á meðal þess sem
finna má í nýrri reglugerð um lyfja-
auglýsingar sem heilbrigð-
isráðherra samþykkti 26. október
síðastliðinn og birt var á vef ráðu-
neytisins í gær.
Markmiðið er að tryggja að þær
upplýsingar sem mikilvægastar eru
varðandi viðkomandi lyf og notkun
þess skili sér til neytenda. Reglu-
gerðin er í samræmi við tilskipanir
Evrópuþingsins um bandalags-
reglur um lyf sem ætluð eru mönn-
um annars vegar og dýrum hins
vegar og um samræmingu tiltek-
inna ákvæða í lögum og stjórnsýslu-
fyrirmælum í aðildarríkjum um
hljóð og myndmiðlunarþjónustu.
Birta þarf sérstök skilaboð
Í lyfjaauglýsingu sem beint er til
almennings skal koma fram heiti
lyfs, lyfjaform, ábendingar lyfs og
nauðsynlegar upplýsingar fyrir
rétta notkun lyfsins. Þá er einnig
skylt að birta eftirfarandi skilaboð
samkvæmt reglugerðinni. „Lesið
vandlega upplýsingar á umbúðum
og fylgiseðil fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings
sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari
upplýsingar um lyfið á www.ser-
lyfjaskra.is.“ Þetta kemur fram í 6.
gr. reglugerðarinnar en þar er
verulega dregið úr umfangi þeirra
upplýsinga sem þarf að birta eða
lesa upp með hverri auglýsingu.
Notendur hafi átt erfitt með að
meðtaka nema brot þeirra upplýs-
inga sem settar voru fram í auglýs-
ingum eins og þær hafa verið birtar
í sjónvarpi. Upplýsingarnar hafi
verið viðamiklar, í smáu letri og
með skamman birtingartíma á
skjánum.
Þá er einnig tekið fram að lyfja-
auglýsing megi ekki fela í sér neitt
sem gefur til kynna að óþarfi sé að
leita læknis eða dýralæknis, að
áhrifin af lyfinu séu tryggð, þeim
fylgi engar aukaverkanir eða að
þau séu betri eða jafngóð og áhrifin
af annarri meðferð eða lyfi.
Notendur meðtóku brot upplýsinga
Ný reglugerð um lyfjaauglýsingar dregur úr magni upplýsinga í auglýsingum
Neytendasamtökin mótmæla harð-
lega fyrirætlunum um gjaldtöku
vegna notkunar rafrænna skilríkja.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
samtökunum.
„Neytendasamtökin hafna því al-
farið að fjármálastofnanir og síma-
fyrirtæki láti neytendur borga
brúsann þegar verið er að innleiða
fyrirkomulag sem leiðir til hagræð-
ingar og kostnaðarsparnaðar hjá
fyrirtækjunum sjálfum,“ segir í til-
kynningunni.
Fram kemur að sé um það að
ræða að símfyrirtæki lendi í kostn-
aði vegna rafrænna skilríkja beri
að senda þann reikning til fjármála-
fyrirtækja og annarra sem hagnast
af notkun slíkra skilríkja „því það
er fráleitt að neytendur greiði þann
reikning“, segir í umfjöllun sam-
takanna.
Mótmæla gjaldtöku
Áin Súla, sem rennur úr Súlujökli,
breytti um farveg og rennur nú
austur í Gígjukvísl. Súla rann áður í
Núpsá og saman mynduðu þær
Núpsvötn, sem runnu undir vest-
ustu brúna á Skeiðarársandi, rétt
austan við Lómagnúp.
„Súla færði sig miðvikudaginn
fyrir verslunarmannahelgi [27.
júlí]. Hún er farin í Gígjukvísl og
fer ekki vestur í Núpsvötn nema
eitthvað ævintýralegt gerist í jökl-
inum,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi
á Hvoli í Fljótshverfi.
Íshaft hafði staðið fyrir Súlu í
meira og minna fjögur ár, að sögn
Hannesar. Svo brast haftið og nú
rennur áin í fjögurra metra djúpu
ísgljúfri á um hálfs kílómetra kafla
neðan við botninn á lóninu sem var.
Svo rekur áin sig fram jökulöld-
urnar og fram á sandinn.
Áður hafði Skeiðará fært sig
vestur með jöklinum og sameinast
Gígjukvísl. Hannes sagði að allar ár
frá Skeiðarárjökli hefðu nú samein-
ast í farvegi Gígjukvíslar sem renn-
ur undir brú á miðjum Skeiðarár-
sandi. Þannig hefði það verið fyrir
þúsund árum, eitt meginvatnsútfall
á miðjum sandinum. gudni@mbl.is
Áin Súla
skipti um
farveg
Súla og Skeiðará
renna í Gígjukvísl
Morgunblaðið/RAX
Súlnatindar Súla rennur undan
Súlujökli sem er við tindana.