Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 44

Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 314. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Greiða fyrir að komast inn … 2. Gæti dregið til tíðinda á næstu … 3. Guðmundur hættir með Dani 4. Heltekinn af kvalalosta og fíkn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Skólahljómsveit Kópavogs, sem á sér 50 ára sögu, heldur sína árlegu hausttónleika í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Alls koma um 160 nemendur fram á tónleikunum og leika íslensk og erlend dægurlög frá ýmsum tím- um auk m.a. konsertverksins Cry of the Last Unicorn sem sérstaklega var samið fyrir blásarasveit. Hausttónleikar haldnir í Háskólabíói  Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir og píanóleikarinn Agnar Már Magnússon halda tónleika öllum Maríum til dýrðar í Fella- og Hóla- kirkju í kvöld kl. 20.30. Fyrir hlé verða fluttar Ave Maríur eftir ýmsa höfunda, þ.á m. Beatriz Gutierrez. Eftir hlé liggur leiðin úr íburðarmiklum kirkjum í skúmaskot á götum Buenos Aires. Sungið Maríum til dýrðar í kvöld  Einar Kárason fjallar um hetjusög- ur á Sagnakaffi í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Einar, sem er ekki aðeins af- kastamikill og vinsæll rithöfundur, er þekktur fyrir að vera skemmti- legur og líflegur sagnamaður. Allir eru velkomnir í kvöld á meðan húsrúm leyfir og er að- gangur ókeypis. Einar Kárason fjallar um hetjusögur Á fimmtudag Breytileg átt 3-8, yfirleitt þurrt, en vaxandi suðaust- anátt og þykknar upp vestantil á landinu seinnipartinn og rigning um kvöldið. Hiti 2 til 6 vestantil, en annars nálægt frostmarki. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-10 m/s. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands, en skýjað með köflum fyrir norðan og austan. Hiti 0 til 6 stig. VEÐUR „Ég hef notið þess að vinna í þessu mjög svo krefjandi starfi. Það er ekki hægt að segja að það hafi ríkt nein lognmolla í því eða það ver- ið auðvelt, en ég hef alltaf haldið mínu striki og er rosalega stoltur af því í dag að hafa alltaf haldið áfram að vinna eftir sannfæringu minni,“ segir Guð- mundur Þ. Guðmunds- son meðal annars við Morgunblaðið í dag. »1 Var trúr sinni sannfæringu Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að eitt stig í Kró- atíu yrði frábær niðurstaða fyrir ís- lenska landsliðið. Stig í Zagreb gæti orðið dýrmætt í bar- áttunni um að kom- ast upp úr riðlinum í undankeppni HM. Gylfi árétt- ar að lið Króat- íu sé mjög sterkt, rétt eins og það var þegar Ísland mætti því fyrir þremur ár- um. »4 Eitt stig yrði frábær nið- urstaða að mati Gylfa „Strákarnir sýndu það á EM í sumar að það er allt hægt. Þeir komust upp úr mjög erfiðum riðli og slógu Eng- lendinga út í 16 liða úrslitunum. Þetta snýst bara um okkur sjálfar og að við höfum trú á verkefninu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir dráttinn í úrslitakeppni EM sem fram er í Hollandi næsta sumar. »2 Sýndu það á EM í sumar að það er allt hægt ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Þetta er sjöunda smásagnasafn mitt en það fyrsta kom út árið 1981, fyrir 35 árum,“ segir Þór- arinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, en nýja bókin hans Þættir af séra Þórarinum og fleirum kom út fyrir tæpum mánuði og sam- anstendur af 13 smásögum af ýms- um toga og fjölbreytileika. „Hér eru á ferðinni sögur sem ég hef safnað að mér á síðustu ár- um þótt ég hafi skrifað þær flestar á síðasta ári. Einhverjar eru þó aðeins eldri, en aðeins ein þeirra hefur verið birt áður,“ segir Þór- arinn, en hann mun ásamt félögum sínum Einari Kárasyni, Sigurði Pálssyni og Sjón lesa úr verkum sínum í Hannesarholti annað kvöld klukkan átta. „Við höfum þekkst í mörg ár og erum góðir vinir en þetta er í fyrsta sinn sem við gefum allir út verk á sama tíma. Einar er að gefa út bókina Passíusálmarnir, Sig- urður er með ljóðabókina Ljóð muna rödd og Sjón rekur enda- hnútinn á þríleik hjá sér í bókinni CoDex 1962. Við munum því allir lesa upp úr verkum okkar í Hann- esarholti og fólki gefst þá tækifæri til að spjalla eða fá áritun á eintak bóka sinna ef það kýs.“ Þörfin að segja söguna Þórarinn segir ekki hlaupið að því að skilgreina smásöguna með einum einföldum hætti en það sem heilli við hana sé hið knappa form hennar. „Það skrifar enginn 200 blaðsíðna smásögu en hvar mörkin liggja á hvorum endanum er erfitt að segja. Hvað er stutt skáldsaga og löng smásaga?“ Sjálfur segist Þórarinn sjaldan skrifa lengri smásögur en tuttugu blaðsíður. Spurður um boðskap segir hann að í öllum sögum sé boð- skapur en þær séu þó sjaldnast skrifaðar með einhvern áróður í huga. „Ég er afskaplega lítið meðvit- aður um boðskap, það er í þeirri merkingu að um einhverja pred- ikun sé að ræða eða áróður fyrir einhverju ákveðnu. Auðvitað er ég oft að skrifa eitthvað sem á sér hliðstæður í lífinu, eitthvað sem gefur fólki nýja sýn eða opn- ar á skilning fyrir einhverju.“ Smásagnasafn Þórarins kom út fyrir tæpum mánuði og er í út- gáfu Forlagsins eins og verkin eftir Einar, Sigurð og Sjón. Skáldin fjögur lesa saman  Þórarinn, Ein- ar, Sigurður og Sjón með ný verk Morgunblaðið/Golli Rithöfundur Þórarinn Eldjárn gefur út sjöunda smásagnasafn sitt, en það fyrsta kom út árið 1981. Hér eru á ferð- inni 13 sjálfstæðar sögur sem hann hefur safnað saman á síðustu árum en setti saman í eitt verk í fyrra. Þórarinn Eldjárn, Einar Kárason, Sigurður Pálsson og Sjón munu lesa úr verkum sínum í Hannesar- holti á morgun klukkan átta að kvöldi til. Þeir hafa allir starfað hjá rithöfundasambandinu, eru góðir vinir og þekkt skáld og rit- höfundar en þetta er í fyrsta sinn sem þeir gefa allir út nýtt verk á sama tíma. Eftir upplesturinn verður hægt að spjalla við höfundana en Þór- arinn segir þetta nokkuð opinn viðburð. „Við verðum þarna til að lesa upp úr verkum okkar og svo verð- um við eitthvað áfram á staðn- um. Það ræðst því bara hvort þetta þróast upp í einhverjar samræður,“ segir Þórarinn. Lesið upp úr nýjum verkum RITHÖFUNDAKVÖLD Í HANNESARHOLTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.