Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Yndislega amma okkar. Minningarnar um þig munu alltaf lifa með okk- ur barnabörnunum. Til dæmis þegar þú komst í heimsókn til okkar á Þingeyri og okkur tveim- ur elstu systkinunum fannst svo gaman að sýna vinum okkar ynd- islegu ömmu að við gátum ekki beðið eftir að þú vaknaðir, þann morgun vaknaðir þú með 12 star- andi augu á þér. Það var alltaf jafn yndislegt þegar þú komst í heimsókn til okkar á Þórshöfn, við gátum allt- af boðið vinum okkar heim eftir skóla í nýbakaðar kökur og bakk- elsi. Enda varstu oft kölluð bak- araamma af okkur barnabörnun- um og vinum. Allt nammið, sem rigndi yfir okkur þegar þú komst í heimsókn, líkaði okkur vel eða þegar yngri systkinin voru að gera þeim eldri lífið leitt þá kom amma til bjargar, enda var miklu skemmtilegra að vera hjá ömmu heldur en að ergja eldri systkin- in. Þegar þið Borgþór komuð með hjólhýsið með ykkur og gist- uð í innkeyrslunni hjá okkur veitti það yngsta barnabarninu mikla gleði að geta hlaupið út og dinglað fyrir utan hjólhýsið til að koma í heimsókn og fá einn súkkulaðimola. Ekki skemmdi fyrir að dyrabjallan var bleik að lit og var hún bara keypt í þeim tilgangi að veita Svanhildi gleði. Við munum alltaf geyma í okk- ar hjartastað góðar minningar sem við áttum saman. Það er samt synd hversu miklu maður gleymir með tímanum en við munum alltaf muna eftir þér sem fallegri manneskju að utan sem og að innan sem hefði allt gert fyrir okkur. Guð geymi þig og varðveiti. Þín barnabörn, Elías Mikael Vagn, Sólrún Arney, Rakel Brá, Svanhildur Björt. Elsku amma. Glæsilega, fallega og góðhjart- aða amma mín. Allar fallegu minningarnar sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til þín eru ótalmargar og munu fylgja mér allt mitt líf. Þú sem gafst mér skilyrðislausa ást og kenndir mér svo margt. Takk, amma, fyr- ir að vera alltaf til staðar fyrir mig. Ég mun sakna þín alla daga, þú munt lifa og eiga stóran stað í hjarta mínu. Guð geymi þig. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. (Sigríður Ögmundsdóttir) Ég elska þig, Þín, Kristín. Mig langar til að minnast Sól- rúnar, sem stundum kallaði mig fósturdóttur sína, með örfáum kveðjuorðum og þakklæti fyrir að vera til staðar fyrir mig þegar mest á reyndi. Ég kynntist Sólrúnu fyrst þeg- Sólrún Bentsý Jóhannesdóttir ✝ Sólrún BentsýJóhannesdóttir fæddist 23. maí 1942. Hún lést 28. október 2016. Útför Sólrúnar fór fram 7. nóv- ember 2016. ar ég var tólf ára en þá fluttum við fjöl- skyldan í húsið á Lindarbraut 14, miðhæðina, en Sól- rún og fjölskylda bjuggu á efstu hæð- inni. Á þessum ár- um glímdi fjöl- skylda mín við erfið veikindi mömmu sem lést tveimur ár- um síðar. Þá höfðum við þegar flutt af Lindarbrautinni inn í austurbæ Reykjavíkur en þrátt fyrir það hélt ég áfram að sækja skóla á Seltjarnarnesi og Lind- arbrautinni varð daglegur við- komustaður í mörg ár. Við Elsa Sólrúnardóttir urðum strax á fyrstu Lindarbrautarárunum bestu vinkonur, svo góðar vin- konur að enn þann dag í dag held ég að við gætum ekki verið nán- ari þó að við hefðum alist upp sem systur. Strax á þessum árum var heimili Sólrúnar opið fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég man eftir bolludegi þegar Sólrún bakaði fyrir okkur bollur og bauð í bollu- kaffi af því að það voru engar bollur bakaðar heima hjá mér. Þá man ég líka að þegar við Elsa vorum að velja fermingarfötin okkar þá var það Sólrún sem hjálpaði til við innkaupin fyrir okkur báðar og þegar hún saum- aði nýjar buxur eða pils á Elsu fékk ég alveg eins. Faðmur Sól- rúnar var mín örugga höfn á þessum árum og það er nokkuð víst að án þess stuðnings sem ég fékk frá henni hefði ég átt erf- iðara með að fóta mig í lífinu. Seinna þegar ég varð eldri fór ég síðan að vinna með Sólrúnu í veislum en hún sinnti veisluþjón- ustu árum saman og var snilling- ur í að skipuleggja, halda utan um og sinna gestum í veislum stórum sem smáum. Oft unnum við Elsa báðar í veislum sem Sól- rún hélt utan um og það var alltaf jafn skemmtilegt, mikið hlegið og fíflast á milli þess sem við reynd- um að vera fullkomnar í fram- reiðslunni, nokkuð sem Sólrúnu var þó einni lagið. Það eru örfá ár síðan ég vann síðast með Sólrúnu í veislu en þá voru veikindi henn- ar farin að segja til sín þó að hún bæri sig vel og reyndi að láta ekki á neinu bera. Síðan þá hefur margt breyst en minningin um glæsilega og góða, einstaka konu, sem hafði áhrif á líf mitt, lifir í hjarta mínu. Elsku Sólrún, takk fyrir að taka mig inn í fjölskylduna, takk fyrir að gefa mér vináttu þína og Elsu þinnar sem er mér ómetan- leg. Kona eins og þú ert engin venjuleg kona, þú ert krafturinn og kjarninn í lífinu sjálfu og það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Elsu, Kristínu, Jóhannesi, Sig- geiri og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Mig langar til að kveðja þig með ljóðinu „Kona“ eftir Ingi- björgu Haraldsdóttur um leið og ég legg áherslu á að þú varst ekki bara einhver kona, þú varst miklu, miklu meira en það. Ég vona að mamma taki á móti þér með bollukaffi, kysstu hana frá mér ég veit hún er þér jafn þakk- lát og ég. Þegar allt hefur verið sagt þegar vandamál heimsins eru vegin metin og útkljáð þegar augu hafa mæst og hendur verið þrýstar í alvöru augnabliksins – kemur alltaf einhver kona að taka af borðinu sópa gólfið og opna gluggana til að hleypa vindlareyknum út. Það bregst ekki. Fríða Bjarney Jónsdóttir. Elsku uppáhalds- frændi minn hefur kvatt alltof snemma. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að fá að eyða mörgum stundum hjá hon- um og fjölskyldu hans á mínum yngri árum. Alltaf var mér tekið opnum örmum enda hann og Helga mestu ljúflingar sem hægt er að finna. Ég var ekki gömul þegar ég svo fór að vinna hjá honum í Svarta svaninum, þar var mikið fjör og yndislegt að vinna. Svo, þegar við hjónin eignuð- umst börnin okkar, var ekkert skemmtilegra en að komast á ættarmót í Eskihlíð, sumarbú- stað þeirra hjóna. Þar skemmtu allir sér vel, stórir sem smáir. Það er mikil sorg í hjarta mínu þegar ég kveð minn uppáhalds- frænda sem var svo ótrúlega flottur, ljúfur og skemmtilegur. Elsku Helga og fjölskylda, ég og fjölskylda mín sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur, megi Auðunn S. Hinriksson ✝ Auðunn S. Hin-riksson fæddist 4. júní 1943. Hann lést 26. október 2016. Útför hans fór fram 7. nóvember 2016. góður guð styrkja ykkur í sorginni. Þín frænka, Hildur. Elskulegur mág- ur og vinur er fall- inn frá. Margar ljúfar minningar hrannast upp í hugann við andlát Auðuns Hin- rikssonar. Minningar um öll ferðalögin okkar, sem voru ófá. Minningar um öll heimboðin til þeirra hjóna, Auðuns og Helgu, sem voru alltaf glæsileg að vanda. Auðunn var stoltur af henni Helgu sinni, enda framúr- skarandi glæsileg og myndarleg til allra verka. Auðunn var trúr og tryggur vinur og eru það for- réttindi að hafa átt samleið með honum. Hans verður sárt sakn- að. Auðunn var þannig persónu- leiki að hafa ekki viljað neina væmni við skrif um sig að sér látnum og ætlum við að virða það. Mikið var hann nú stoltur af henni Helgu sinni, börnum sín- um barnabörnum og barna- barnabörnum, enda eru þau öll vel að manni gerð. Við viljum þakka Auðunni gæfuríka samleið í gegnum lífið. Við erum viss um að vel verður tekið á móti þér er þú gengur í gegnum gullna hlið- ið. Skilaðu kveðju til allra ástvina sem þar dvelja. Sigrún, Halla, Hugrún og Auður Halldórsdætur. Í dag kveðjum við Auðun vin okkar. Okkur þótti mjög leitt að frétta af skyndilegum veikindum þínum. Við kynntumst þegar hann og fjölskylda áttu Svarta svaninn og hefur vináttan haldist síðan. Við komum alltaf til þeirra í Svarta svaninn og kíktum líka þegar þau áttu Bautann. Okkur þótti mjög gaman að tala við ykkur. Þú og fjölskyldan voruð mjög góð við okkur. Okkur lang- ar að kveðja þig með þessu versi úr Hávamálum: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Elsku Helga, Margrét, Hin- rik, Auðunn, Skúli, Hulda, Guð- rún og öll stórfjölskyldan, Guð gefi ykkur öllum styrk. Guð geymi ykkur öll. Ykkar vinir, Alda og Bára. Elsku pabbi minn. Brottför þín bar brátt að og því er sorgin sárari og skarðið mun meira. Ég hefði viljað fá meiri tíma með þér, elsku pabbi minn, spjalla við þig um lífið og til- veruna yfir kaffibolla, við systk- inin að grínast og skemmta okk- ur og þú að hlæja manna mest með okkur. Þú varst svo stoltur af okkur systkinunum, öllum afa- börnunum og langafabarninu. Þú varst yndislega góður, alltaf til staðar og sannur fjölskyldumað- ur en þér leið alltaf vel með mömmu og okkur afleggjurun- um. Mikið sem við áttum góðar stundir saman í gegnum tíðina, óteljandi minningar sem ég mun varðveita í hjarta mér að eilífu. Þú varst einstakur pabbi sem ég á svo margt að þakka og ég mun minnast þín með þakklæti, ást og hlýju. Það voru mikil forréttindi að vera dóttir þín. Knús og kossar á báðar kinnar frá pabbastelpunni, takk fyrir allt elsku pabbi minn. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin - mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (höf. ók.) Þín dóttir, Hulda Karen. Elsku amma mín. Við vorum mikið í Bakkárholti á sumrin og öðrum skólafríum. Ég var því mikið með ömmu og fékk að taka þátt í því sem var verið að gera, hvort sem það var að raða böggunum úti á túni eða heima í hlöðunni, fara í hænsnakofann, leika úti eða svamla í litlu plastlauginni í garðinum við húsið í dásamlegu veðri. Það fyrsta sem ég man eftir að hafa lært að baka voru pönnu- kökur hjá ömmu Margréti í Bakkárholti, ég var það ung og lítil að ég stóð uppi á stól svo að ég næði upp. Amma kenndi mér snemma að gera eggjaköku með pylsum og hún var því ósjaldan í matinn. Við börnin fengum að leika okkur með trékistil alskreyttan skeljum sem var fullur af gamalli mynt, þetta var mikill fjársjóður sem við gátum leikið okkur með endalaust. Amma og frændi (Lúlli) kenndu okkur að bera virðingu fyrir náttúrunni, passa okkur á hvar við stigum niður og ekki mátti leika í klettunum á túninu. Kenndu okkur þjóðsögur og hvað jurtir heita. Amma kunni vel að meta fal- legar rósir með góðri lykt og var með margar fallegar rósir inni og í garðinum og ekki má gleyma fallega gróðurhúsinu sem var fullt af fallegum vellykt- andi rósum sem var svo gott að kíkja á. Amma var mikill snillingur í prjónaskap, fljót og vandvirk og prjónaði mjög marga fallega, flókna dúka og sjöl. Listaverkin sem hún prjónaði eru til á mörgum heimilum og Margrét Gunnarsdóttir ✝ Guðný MargrétGunnarsdóttir fæddist 13. apríl 1927. Hún lést 15. október 2016. Útför Margrétar fór fram 30. októ- ber 2016. heima hjá mér er engin undantekn- ing. Einhvern tímann var Eiríkur búinn að biðja mig að prjóna handa sér sokka, ég var eitt- hvað treg til þar sem ég taldi mig ekki kunna að gera hæl og hummaði þetta fram af mér. Hann hringdi í ömmu Margréti og eftir skamman tíma voru komin tvenn pör af ullarsokkum handa honum, svona var hún amma mín. Amma hafði alltaf tíma til að hlusta og sýna hvernig gott væri að gera hlutina. Ef ég fékk skrámu náði amma alltaf í smurning til að bera á og það lagaði mikið. Þegar ég varð eldri hætti ég að vera í Bakkárholti í fríunum en það var svo gott að koma þangað í heimsóknir, alltaf svo hlýjar móttökur, amma brosandi með út breiddan faðminn og svo boðið upp á gott kaffi sem amma hellti upp á á gamla mátann og svo mikið úrval af bakkelsi með, t.d. pönnukökur, frændakex, jólaköku og kleinur og maður fór alltaf saddur og sæll þaðan út. Eftir að amma flutti á Eyri var svo þægilegt fyrir okkur að rölta við í heimsókn flesta daga, oftast eftir vinnu og leikskóla áð- ur en við forum heim. Gott að fá að sjá ömmu aðeins og knúsa. Það er mér svo dýr- mætt hvað við gátum hist oft og hvað þú varst hrifin af Guðrúnu Maríu, stelpunni okkar Eiríks, þú ljómaðir alltaf þegar þú sást hana og kallaðir hana blessað barnið. Þið voruð svo góðar vin- konur og hún saknar þín líka mikið. Elsku amma Margrét, nú ertu engill á himnum, ég veit að þú vakir yfir okkur. Við kveðjum þig með söknuði. Takk fyrir allt. Fanný Margrét Bjarnardóttir, Eiríkur og Guðrún María. Á þessum tímum erum við þakklátar fyrir allar þær minn- ingar sem við eigum um ömmu Þórunni. Hvernig hún tók veikindunum af æðruleysi og sátt sýnir vel hvernig manneskja hún var. Amma var sjálfstæð, hress og alltaf stutt í grínið. Við heimsótt- um hana margoft í sveitina og í Mjóddina eftir að hún flutti þang- að. Það sem við munum einna helst eftir er að alltaf þegar við heim- sóttum ömmu átti hún eitthvert gotterí til að gefa okkur. Við höf- um eytt flestum okkar jólum og áramótum með ömmu. Þær minn- ingar eru okkur mjög dýrmætar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku amma. Rut, Þórunn og Ingibjörg. Þegar við hugsum um Þórunni ömmu minnumst við sérstaklega góðu stundanna úr ömmusveit, eða Brún í Grímsnesi. Brún var ekki þessi týpíska sveit með kind- um og beljum, heldur hús þar sem var mikið spilað, leikið inni sem og úti, rabarbari tekinn upp og jarð- arber tínd og fleira skemmtilegt brallað. Við hlökkuðum til að fara Þórunn Gísladóttir ✝ Þórunn Gísla-dóttir fæddist 2. maí 1931. Hún lést 23. október 2016. Útför Þórunnar fór fram 7. nóv- ember 2016. til ömmu og það var alltaf tekið vel á móti okkur. Mörg barnabörn ömmu unnu á sumr- in hjá Landsvirkjun við Sogsvirkjanir og hittu þá ömmu reglulega í mötu- neytinu. Þar stjórn- aði hún og passaði upp á að allt væri í röð og reglu. Þegar amma flutti í bæinn fór hún í alls konar félagsstörf og ýmsa iðju eins og að mála, glerlist, spila og fleira sem við fengum að njóta góðs af. Amma var dugleg að ferðast, sérstaklega til öðruvísi áfanga- staða eins og Túnis, Egyptalands, Möltu og fleiri áhugaverðra staða sem gaman var að heyra sögur af. Amma var dugleg að halda ut- an um fjölskylduna og bauð okkur í bústaðaferðir á sumrin og í seinni tíð kom hún með okkur í Kaldárhöfða þar sem afi Jón ólst upp. Það var jafnan hlegið mikið, sungið og spilað á gítar í þessum ferðum. Þórunn amma var ákveðin og beinskeytt, með skemmtilegan og stundum kaldhæðinn húmor. Einnig var hún sjálfstæð og hörkudugleg kona sem fann sér alltaf eitthvað að gera og að eigin sögn leiddist henni aldrei. Hennar verður ávallt minnst sem brosmildrar ömmu og lang- ömmu, sem sýndi okkur og barna- barnabörnunum mikinn áhuga í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Elsku amma, þú verður ávallt með okkur í minningunni. Langamma mín, þú ert alltaf svo fín. Hugulsöm og hress, en nú er liðin tíð. Dag og nótt, ég hugsa um þig. Þú ert svo glöð og sterk, þegar ég hitti þig. Stjarna á himni ert, ég sakna þín. (Aníta Rut Alfreðsdóttir, 11 ára) Anna Jóna, Ellen, Tinna María og Þóra Guðbjörg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.