Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 7

Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 HREINT OG KLÁRT Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Mán. - föst. kl. 09-18 • Laugardaga kl. 11-15 Þvottahús Úrvalið er hjá okkurFataskápar Sérsmíði Baðherbergi Góðar hirslur Innbyggðar uppþvottavélar Pottaskápar Allar útfærslur friform.is INNRÉTTINGAR GLÆSILEGARDANSKAR ÍÖLLHERBERGIHEIMILISINS VIÐ HÖNNUMOGTEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. ÞITT ERVALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM, FRAMHLIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM, GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁAÐSETJA SAMANÞITT EIGIÐRÝMI. Úthlutað hefur verið 11.257 tonnum í sértækan og almennan byggða- kvóta. Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 733 tonn eða um 15%, en almennur byggða- kvóti dregst saman um 1.264 þorsk- ígildistonn frá fyrra fiskveiðiári, sem er samdráttur upp á rúm 22%. Auglýst eftir samstarfsaðilum Samkvæmt lögum um stjórn fisk- veiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa tíma- bundinna ráðstafana til þess að auka byggðafestu. Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hef- ur hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð, segir í frétt frá atvinuvegaráðuneytinu. Aukningin sértæks byggðakvóta upp á 733 tonn rennur til sjö sjávar- byggða og hefur Byggðastofnun auglýst eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Þing- eyri, Flateyri og Suðureyri í Ísa- fjarðarbæ, á Raufarhöfn í Norður- þingi og Breiðdalsvík í Breiðdals- hreppi. „Markmiðið með þessu er að stuðla að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma og ná þannig að skapa og viðhalda sem flestum heilsársstörfum fyrir bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum,“ segir í frétt ráðu- neytisins. Loðnubrestur hefur áhrif Almennur byggðakvóti dregst saman um 1.264 þorskígildistonn frá fyrra fiskveiðiári, en lækkunin skýr- ist m.a. af aukningu til sértæks byggðakvóta og loðnubrests. Alls er byggðakvóta úthlutað til 31 sveitar- félags og í þeim fengu 45 byggðarlög úthlutun. Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá tvö byggðarlög það hámark, Flateyri og Djúpivogur. Lágmarksúthlutun er 15 þorskígildistonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar, og fá sjö byggðarlög þá úthlutun. aij@mbl.is Morgunblaðið/Golli Löndun Aukinn sértækur byggða- kvóti fer m.a. til Breiðdalsvíkur. Sértækur byggðakvóti aukinn  Aukningin til sjö byggðarlaga  Almennur byggðakvóti dregst saman Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2017 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær, en samkvæmt henni mun skuldahlutfall bæjarins lækka umtalsvert og hraðar en að- lögunaráætlun gerði upphaflega ráð fyrir. Á fundinum var einnig lögð fram langtímaáætlun fyrir tímabilið 2018 til 2020. Samkvæmt áætluninni mun skuldahlutfall Kópavogsbæjar lækka umtalsvert og verður það komið niður í um 140% í árslok 2017. Það hlutfall er nokkuð vel undir hinu lögboðna 150% skuldahlutfalli. „A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 136 milljóna rekstrarafgangi á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætluninni. Þá verður sam- stæða Kópavogsbæjar rekin með 259 milljóna króna rekstrarafgangi á næsta ári,“ segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Skattar einnig á niðurleið Þá kemur einnig fram í tilkynn- ingu að lagt er til að fasteignaskatt- ur lækki fimmta árið í röð, verði 0,255% í stað 0,260% áður og að hol- ræsagjald í Kópavogsbæ lækki einn- ig úr 0,169% í 0,14%. „Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld verði 55,2% á næsta ári af rekstrartekjum bæj- arins. Hlutfallið er tæplega 51% árið 2016 og er hækkunin tilkomin vegna launahækkana og hækkunar launa- tengdra gjalda undanfarin misseri,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Morgunblaðið/Ófeigur Háhýsi Skuldir og skattar eru sagð- ir á niðurleið í Kópavogsbæ. Skulda- hlutfall lækkar  Staða Kópavogs- bæjar batnar hratt Þinglýstum leigusamningum um íbúðarhúsnæði fækkaði mikið í seinasta mánuði frá mánuðinum á undan. Heildarfjöldi þeirra á land- inu var 676 í október og fækkaði þeim um 49,3% frá september sl. en samningunum fjölgaði hins vegar um 11,4% frá október 2015. Skv. Þjóðskrá Íslands fjölgaði leigu- samningum um 18,1% miðað við sama tíma í fyrra á höfuðborg- arsvæðinu en þeim fækkaði hins vegar um 47% frá í september sl. Leigusamningum fækkar milli mánaða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.