Morgunblaðið - 09.11.2016, Side 35

Morgunblaðið - 09.11.2016, Side 35
Áhugamál Flestöll áhugamál Sigþórs snúa að íþróttum og samveru með fjöl- skyldunni. „Ég þrífst á því að setja mér markmið og taka þátt í hinum ýmsum keppnum þar sem ég fæ að setja eitthvert keppnisnúmer á mig. Ég hef hlaupið á síðustu árum sex maraþon og nokkur utanvegahlaup, þar sem Laugavegurinn 2009 og maraþon í Chicago með Stellu syst- ur árið 2011 standa upp úr. Síðustu ár höfum við Guðrún svo náð að hlaupa saman hlaup og fórum við frábæra ferð til Parísar í vor þar sem við hlupum maraþon saman, í það minnsta hluta af leiðinni saman þar sem hún fór á undan mér. Fyr- irhugaðar eru fleiri slíkar ferðir á næstu árum og draumurinn um að fara heilan IronMan lifir, þótt mark- miðið hafi verið að fara hann fyrir fertugt. Á síðustu árum hef ég svo kynnst laxveiðinni og vatnaveiði með fjölskyldunni, sem er frábært áhugamál sem við hyggjumst stunda meira á næstu árum. Við fjölskyldan ákváðum að freista gæfunnar með því að flytja til Akureyrar í haust og miðað við fyrstu vikurnar erum við afskaplega ánægð með þá breytingu og þær móttökur sem við höfum fengið og hlökkum til framhaldsins hér fyrir norðan.“ Fjölskylda Sambýliskona Sigþórs er Guðrún Lilja Tryggvadóttir, f. 14.1. 1983, sérfræðingur hjá Arion banka á Akureyri. Foreldrar hennar eru Tryggvi Agnarsson, f. 28.11. 1954, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, og Helga Lilja Björnsdóttir, f. 5.5. 1953, garðyrkjufræðingur í Reykja- vík. Dóttir Sigþórs úr fyrra sambandi er Malín Erna, f. 26.7. 2004, búsett í Noregi, og börn Sigþórs og Guð- rúnar eru Lilja María, f. 4.8. 2011, og Jón Tryggvi, f. 21.9. 2013. Systur Sigþórs eru María Stella Solis, f. 30.5. 1970, forstöðumaður hjá Passport Health Communi- cations, Inc. í Chicago í Bandaríkj- unum, og Soffía Dagbjört Jóns- dóttir, f. 7.7. 1983, umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara í Garða- bæ. Foreldrar Sigþórs eru Jón Helgi Sigurðsson, f. 10.9. 1948, bifvélavirki á Húsavík, og k.h. Sigurlína María Benediktsdóttir, f. 29.9. 1950, ræsti- tæknir á Húsavík. Úr frændgarði Sigþórs Jónssonar Sigþór Jónsson Bjarney Sólveig Guðmundsdóttir húsfreyja á Hrafnsfjarðareyri Líkafrón Sigurgarðsson b. og sjóm. á Hrafnsfjarðar- eyri á Ströndum Aðalheiður Bergþóra Líkafrónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík Benedikt Guðmundsson bóndi á Veðrará í Önundar- firði og verkam., síðast í Rvík Sigurlína María Benediktsdóttir ræstitæknir á Húsavík Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja á Hrafnabjörgum Guðmundur Samúelsson bóndi á Hrafnabjörgum í Ögurhreppi, N-Ís. Bergljót Jónsdóttir húsfreyja á Kraunastöðum Ólafur Gíslason bóndi á Kraunastöðum í Aðaldal, S-Þing. Herdís Ólafsdóttir húsfreyja á Búvöllum Sigurður Sörensson bóndi og bílstjóri á Búvöllum í Aðaldal Jón Helgi Sigurðsson bifvélavirki á Húsavík Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Heiðarbót Sören Sveinbjörnsson bóndi í Heiðarbót í Reykjahverfi, S-Þing. Feðginin Sigþór og Malín Erna. íþróttagreinum sem hægt er að nefna með Völsungi á Húsavík. Mest stundaði ég þó knattspyrnu, sem ég fór með upp alla yngri flokka og spilaði með meistaraflokki í nokkur ár, oft með frábærum leik- mönnum sem náðu langt á sínu sviði og eru sumir hverjir enn jafnvel að spila. Ég tók að mér ásamt félögum mínum að reka knattspyrnuráð Völsungs eitt árið, sem var áhuga- verð reynsla. Í háskólanum var ég svo heppinn að leiða lista Vöku með frábæru fólki til sigurs í kosningum til Stúd- entaráðs og háskólaráðs í fyrsta skipti í 12 ár, árið 2002.“ Sigþór tók sæti í kjölfarið í tvö ár í Stúdenta- ráði, var meðal annars formaður menntamálanefndar Stúdentaráðs árin 2002 til 2004. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Oddur Jóhannsson, Oddur áNesi, var fæddur á Engidal,vestan Siglufjarðar, 9. nóv- ember 1866. Foreldrar hans voru Jóhann Þorvaldsson bóndi þar og Sæunn Þorsteinsdóttir, ættuð frá Staðarhóli. Oddur var af hinni nafn- kunnu Dalaætt, sonarsonur Þor- valdar ríka á Dalabæ. Oddur var á Engidal fram yfir tví- tugt en var síðan vinnumaður á Dalabæ og Máná í fimm ár, til 1892. Þá varð hann bóndi á Engidal í ára- tug og byggði þar upp. Síðan bjó hann á Siglunesi í tvo áratugi. Oddur var einn af siglfirsku há- karlaskipstjórunum sem settu svip á mannlífið á síðustu áratugum 19. aldar og við upphaf þeirrar 20. Þeg- ar hann keypti fimmta hluta Siglu- ness, upp úr aldamótum, tók hann lán fyrir kaupverðinu en greiddi það upp á fjórum árum, slíkar voru tekjur hans á þessum árum. Maður sem var með Oddi á há- karlaveiðum sagði hann alltaf hafa verið léttan í lund. Annar háseti sagði í grein í Vísi að hann hefði ver- ið orðlagður um þessar slóðir sem ágætasti skipstjóri og verið veður- glöggur. „Hann þótti farsæll, gætinn og öruggur, stilltur maður og orð- var. Menn vildu gjarnan vera í skip- rúmi hjá honum. Hann mun einnig hafa verið aflasæll. Sagt var að hann væri sjóveikur, þótt hann stundaði mjög sjóinn og þætti í þeim efnum bera af mörgum öðrum. Svo fast- heldinn var hann við forna venju að hann vildi láta lesa sjóferðabæn þeg- ar lagt var úr höfn í fyrsta skipti á vorvertíðinni.“ Þriðjudaginn 9. maí 1922 hélt Samson á hákarlaveiðar frá Siglu- firði og voru sjö um borð. Um helgina fór veðrið að versna og áttu menn þá von á honum inn. Biðu menn milli vonar og ótta í nokkra daga en um síðir var hann talinn af. Veður þetta var nefnt krossmessu- garðurinn. Alls fórust í þessu veðri fimm skip með 55 mönnum. Eiginkona Odds var Guðrún Ingi- björg Sigurðardóttir húsfreyja, ætt- uð úr Flókadal, f. 1860, d. 1915. Þau eignuðust átta börn og fjögur kom- ust upp. Merkir Íslendingar Oddur Jóhannsson 90 ára Steinunn Runólfsdóttir 85 ára Margrét Hannesdóttir 80 ára Ásta Vilhjálmsdóttir Ragnheiður V. Stefánsdóttir 75 ára Guðrún Guðmundsdóttir Kolbrún Zophoníasdóttir Kristján Kristjánsson Þórólfur Árnason 70 ára Gylfi Pálmason Joan Katrín Lénharðsdóttir Páll Sigurðsson Ragnar Sigurðsson Rúnar Lund 60 ára Ásgeir Páll Ásbjörnsson Benedikt Jóhannsson Birna Guðbjörg Jónasdóttir Bjarni Aðalsteinsson Eiríkur Brynjólfur Böðvarsson Georg Már Sverrisson Gry Ek Gunnarsson Grzegorz Jan Lisakowski Hildur Soffía Friðriksdóttir Hrafnhildur Tómasdóttir Jóhann Einars Guðmundsson Pétur Einarsson Sævar Guðjónsson 50 ára Björk Erlingsdóttir Ewa Zubrzycka Guðmundur Ingi Steinsson Helgi Björn Kristinsson Hinrik Sævar Sigurðsson Kristín Birna Bjarnadóttir Njáll Gunnar Sigurðsson Rafn Gunnarsson Sigríður Jónsdóttir Þorsteinn Þorkelsson 40 ára Alda Guðbjörnsdóttir Andrea Norðfjörð Goldstein Aniela Odolecka Anna Jablonska Anna Sigurðardóttir Edda Björk Kristjánsdóttir Gunnar Widtefeldt Reginsson Gústaf Adolf Hermannsson Halldór Sigurðsson Ingimundur Guðmundsson Ingvi Rafn Óðinsson Jón Óskar Erlendsson Orri Hallgrímsson Páll Sigurjón Sigurðsson Raul Santiago Gomez Róbert Sverrisson Sigþór Jónsson Steinn Einir Sveinsson Thomas Viderö Þorsteinn Pétur Guðjónsson Þorvarður Sigurbjörnsson Þórunn Selma Bjarnadóttir 30 ára Guðrún María Ísleifsdóttir Hallgrímur Byron Hallgrímsson Ilona Sigurbjörnsson Konráð Gylfason Michelle Marie Morris Sigurður Kári Árnason Volodymyr Opanasenko Til hamingju með daginn 40 ára Anna er Reykvík- ingur en býr á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hún er bókari hjá ALP hf. Maki: Ásmundur Ás- mundsson, f. 1978, mein- dýraeyðir. Börn: Elva, f. 2007, Kári, f. 2009, og María, f. 2013. Foreldrar: Sigurður Ein- arsson, f. 1955, mat- reiðslumeistari, og Dóra Hrönn Björgvinsdóttir, f. 1954, umsjónarkona eldhúss. Anna Sigurðardóttir 40 ára Þorsteinn er úr Reykjavík en býr í Kópa- vogi. Hann er endurskoð- andi og eigandi hjá Deloitte. Maki: Birta Mogensen, f. 1983, viðskiptafræðingur. Börn: Pétur Ingi, f. 2005, Selma Dóra, f. 2007, Rakel Rán, f. 2006, og Thelma Ýr, f. 2012. Foreldrar: Guðjón Ágústsson, f. 1952, og Selma Dóra Þorsteins- dóttir, f. 1953, d. 1993. Þorsteinn Pétur Guðjónsson 30 ára Sigurður er Reyk- víkingur og er lögfræð- ingur hjá umboðsmanni Alþingis. Maki: Elín Dís Vignis- dóttir, f. 1986, flugliði hjá WOW air. Foreldrar: Árni Þór Sig- urðsson, f. 1960, sendi- herra, og Sigurbjörg Þor- steinsdóttir, f. 1955, ónæmisfræðingur á Rannsóknastöðinni á Keldum. Þau eru bús. í Reykjavík. Sigurður Kári Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.