Morgunblaðið - 09.11.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.11.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is Vagnar og kerrur frá OPIÐ mánudaga til föstudags 8:00-17:00 Hafið samband í síma 480 0000 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er Vega- gerðin á þessu ári að láta vinna sérstaka greiningu á umferðinni á helstu stofnvegum. Að sögn Hreins Haralds- sonar vega- málastjóra er stefnt að því að þessari vinnu ljúki í mars á næsta ári. Fram kom í frétt í Morgun- blaðinu í gær að umferð á höfuð- borgarsvæðinu hefur aukist verulega undanfarin misseri. Hefur umferðarþunginn m.a. valdið því að meðalferðatími milli heimilis og vinnu hefur lengst. Að sögn Hreins er greiningin m.a. gerð í framhaldi af vinnu við endurskoðun svæðisskipulags höf- uðborgarsvæðisins og verður hún höfð til hliðsjónar við mat á því hvernig almenningssamgöngu- kerfið verður þróað áfram. Hluti greiningarinnar sé mat á ferða- tíma einstakra leiða og hvernig tíminn muni breytast með aukinni umferð verði ekkert að gert. Met- ið verði hvaða aðgerðir á gatna- kerfinu eru fyrirsjáanlegar til að ferðatími og tafir verði innan ásættanlegra marka. Að sögn Hreins fær Vegagerðin árlega 200 milljóna króna fjár- veitingu sem ætluð er til að greiða kostnað við ýmis smærri verk. Þeim er ætlað að útrýma flöskuhálsum á einstaka stöðum á vegakerfi höfuðborgarsvæðisins og bæta þar með umferðarflæðið, efla umferðaröryggi og bæta al- menningssamgöngur með gerð sérreina fyrir strætisvagna o.fl. Reynt að auka öryggið „Þetta er það sem við erum að gera í dag til að reyna að auka ör- yggi og stytta ferðatíma eða a.m.k. að draga úr lengingu hans, meðan ekki er farið í stærri fram- kvæmdir eins og byggingu mis- lægra gatnamóta til að auka af- köst og stytta ferðatíma. Rétt er að bæta því við að ef verulegar breytingar verða á ferðavenjum og mikil aukning í notkun al- menningssamgangna, hjóla- og göngustíga, léttir það á gatna- kerfinu á móti, sem getur þá dregið úr ferðatíma og úr þörf á byggingu margra mislægra gatnamóta,“ segir Hreinn. Vegagerðin hefur um árabil verið með fasta umferðarteljara á nokkrum stöðum á stofnvega- kerfinu. Á stofnvegum á höfuð- borgarsvæðinu eru teljarar á þremur stöðum. Vegagerðin grein- ir umferðina á höf- uðborgarsvæðinu  Fær árlega 200 milljónir króna til að greiða kostnað við ýmis smærri verk Hreinn Haraldsson Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur birt sölutölur fyrir október síðastliðinn, en samkvæmt þeim hefur t.a.m. sala á lagerbjór, rauðvíni, hvítvíni og öli dregist sam- ana samanborið við sölutölur frá því í september. Þá dróst sala á vindling- um og neftóbaki einnig saman þegar litið er á sölutölur fyrir ágúst og sept- ember, en gögnin má nálgast á heimasíðu ÁTVR. Þegar horft er til áfengissölu eftir vöruflokkum má sjá að lagerbjór er þar langsöluhæstur, en alls seldust 1.158.988 lítrar af lagerbjór í versl- unum ÁTVR í október. Er það nokk- uð minna en í september þegar alls seldust 1.289.509 lítrar. Í öðru sæti listans yfir söluhæstu vörurnar er rauðvín og seldust í sein- asta mánuði 137.535 lítrar saman borið við 146.552 lítra í september. Hvítvín er í þriðja sæti með 81.473 selda lítra í október, en þeir voru 91.213 lítrar í september. Ölið er svo fjórða söluhæsta vara vínbúðanna og seldust 37.510 lítrar í seinasta mán- uði, en seldir lítrar í september sl. voru 41.939. Ef bornar eru saman sölutölur fyrir október 2015 og sama mánuð 2016 má m.a. sjá að meira seldist af lagerbjór, eða alls 1.160.142 lítrar, árið 2015 og einnig af rauðvíni, eða 145.283 lítrar og hvítvíni, eða alls 84.844 lítrar. Minna seldist hins veg- ar af öli árið 2015, eða 33.322 lítrar. Minna keypt af tóbaki ÁTVR seldi í ágúst sl. 3.518 kíló af neftóbaki en í september var sú tala komin niður í 3.230 kíló. Svipaða sögu er einnig að segja af vindlingum, en í ágúst seldust 90.832 karton sam- anborið við 79.900 mánuði síðar. Þá eru þrjár söluhæstu vínbúðir ÁTVR staðsettar, eftir sölutölum, við Dalveg, í Skeifunni og við Helluhraun í Hafnarfirði. Landinn drakk minna af áfengi í október Morgunblaðið/Þórður Vínbúð Nálgast má sölutölur tóbaks og áfengis á heimasíðu ÁTVR.  Sala á söluhæstu vörum vínbúðanna dróst saman á milli mánaða  Söluhæsta búðin er við Dalveg FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Síðdegis í gær höfðu línur lítið skýrst, hvað varðar stjórnarmynd- unarviðræður. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins liggur fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem í dag hefur haft umboð til stjórnarmyndunar í eina viku, gerir sér fulla grein fyrir því að hann hefur ekki marga daga til stefnu til þess að bjóða til formlegra viðræðna. Þessar upplýsingar hefur blaðamaður úr herbúðum formanns- ins og jafnframt það að enn sé hvergi nærri ljóst hvort Bjarni muni bjóða formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrst upp í dans. Viðmælendur bentu í gær á, eins og þeir hafa áður gert, að einfaldara væri að mynda ríkisstjórn þriggja flokka en fjögurra. En slíkt þurfi alls ekki að vera auð- velt, þar sem í ljósi sögunnar séu fimm af sjö þingmönnum Viðreisnar fyrrverandi flokksbundnir Sjálf- stæðismenn, sem vegna afstöðu flokksins hafi sagt sig úr Sjálfstæð- isflokknum og loks stofnað nýjan flokk, Viðreisn, í sumar, um baráttu- mál sín að ganga í Evrópusambandið og taka hér upp evru, þótt þau mál hafi verið vandlega falin í stefnuyfir- lýsingu frá stofnfundi. Vantraust í garð Viðreisnar Augljóslega sé mikið vantraust í garð Viðreisnar og síður en svo hægt að halda því fram að þær litlu við- ræður sem hafi farið fram á milli for- manna Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, hafi enduróm- að samhljóm og samstarfsvilja. Auk þess beri himin og haf á milli Sjálf- stæðisflokks og Viðreisnar í ESB- málum og gjaldmiðilsmálum, að nú ekki sé talað um hvernig haga beri stjórnun fiskveiða, þar sem Viðreisn hefur lýst þeirri skoðun sinni að fara beri uppboðsleið, en Sjálfstæðis- menn hafa talað fyrir óbreyttu fisk- veiðistjórnunarkerfi, en jafnframt lýst yfir vilja sínum til þess að hækka veiðileyfagjöld frá því sem verið hef- ur í tíð núverandi ríkisstjórnar. Auk þess er bent á að sá naumi þingmeirihluti slíkrar ríkisstjórnar, þ.e. 32 þingmenn, gæti boðið heim hættunni á að stjórnin gæti mjög fljótlega fallið, því það þyrfti ekki nema einn þingmann til þess að hlaupa út undan sér. Því er haldið fram að jafn líklegt sé að Bjarni bjóði forystumönnum VG og Framsóknarflokks til stjórnar- myndunarviðræðna, en slík stjórn, ef af yrði, hefði 38 eða 39 þingmenn á bak við sig, allt eftir því hvort fyrr- verandi formaður Framsóknar- flokksins, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, væri talinn með í liðinu, en um það eru skiptar skoðanir. Misvísandi skilaboð VG Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem rætt var við í gær, benda á að þingmenn VG hafa sent frá sér mjög misvísandi skilaboð og skýra það með því að skoðanir innan VG um hugsanlegt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknar- flokk séu mjög skiptar. Viðmælendur sem rætt var við héldu því fram í samtölum í gær að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, væri ekki stóra vandamálið, hvað hugsanlegt samstarf við sjálfstæðis- flokkinn varðaði og ekki heldur þau Svandís Svavarsdóttir og Steingrím- ur J. Sigfússon, heldur þau úr gras- rót flokksins og ákveðinn hluti þing- flokksins, sem væru að senda formanni sínum mjög eindregin skilaboð um andstöðu sína við mögu- legt samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn. Hverjum verður boðið fyrst? Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins liggur nánast fyrir nú að þessi vika mun ekki líða án þess að Bjarni Benediktsson bjóði til form- legra stjórnarmyndunarviðræðna. Slíkar viðræður verði ekki hægt að draga lengur en fram á helgi. Að lík- indum skýrist það á morgun, jafnvel seinnipartinn í dag eða kvöld, hverj- um Bjarni býður fyrst að borðinu. En það er jafnljóst að sá kostur sem hefði hugsanlega verið augljósastur að byrja á, viðræður við Viðreisn og Framsóknarflokkinn, sem hefði þýtt 34 eða 35 manna stjórnarmeirihluta, er ekki í myndinni, þar sem formað- ur Viðreisnar, Benedikt Jóhannes- son, hefur útilokað slíkt stjórnar- samstarf – það gerði hann fyrir kosningar og það gerði hann eftir kosningar. Verði niðurstaða formanns Sjálf- stæðisflokksins sú að bjóða VG og Framsókn fyrst að borðinu, er aug- ljóst að slíkar stjórnarmyndunarvið- ræður yrðu með allt öðrum hætti en við Viðreisn og Bjarta framtíð. Þar yrðu væntanlega í forgrunni samningar um félagslegan jöfnuð, aukin útgjöld til heilbrigðis- og vel- ferðarmála, umhverfisvernd, upp- byggingu innviða og eflingu mennta- mála. Allt mun þetta væntanlega skýrast á allra næstu dögum. Bjarni sagður hafa frest fram að helgi  Byrjar á Viðreisn og Bjartri framtíð eða VG og Framsókn Morgunblaðið/Eggert Valþröng Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, stendur frammi fyrir ákveðinni valþröng, það er að segja hvort býður hann fyrst Viðreisn og Bartri framtíð til viðræðna, eða VG og Framsóknarflokknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.