Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
RUGGED
170x240 cm
kr. 52.650
MARVEL
170x240 cm
RU
G
G
ED
MOT TU R
SEM SETJA SVIP Á HEIMILIÐ
kr. 61.200
Þetta er 25. ljóðabók Þorsteins sem bersjálfstætt heiti, en auk þess hefur rit-safn hans tvívegis verið gefið út.Fyrsta bókin birtist lesendum 1958
þannig að ritferill hans er orðinn langur. Ljóð-
mælandi hans er jafnan lágvær og hófstilltur
þótt honum sé stundum mikið niðri fyrir; lýs-
ingarorð í hástigi eru nauðasjaldgæf. Ljóð-
formið tekur mið af hefðinni þótt frjálslega sé
með hana farið; í þessari bók eru ljóðstafir og
rím í nokkrum ljóðum til áherslu, hrynjandin
er lausbeisluð en þó víða býsna taktföst, ekki
síst í lokalínum ljóða sem
gjarna eru bundnar ljóð-
stöfum; þessi samtvinnun
gefur orðunum aukið vægi,
niðurstaðan verður augljós-
ari. Þorsteinn hefur fágætt
vald á máli, gamalt alþýðu-
mál er honum eðlisgróið í
bland við bókmenntalegan
orðaforða frá öllum öldum.
Hann beitir óspart vísunum
í sögu og bókmenntir, ekki
síst í eldri bókum. Þekking lesanda verður þá
lykill að skilningi eða upplifun hans.
Þessari bók er skipt í tvo kafla og hinn fyrri
miklum mun lengri. Fremst í bókinni er eins
konar leiðarlýsing sem hefst á þessum línum:
„Ljóð okkar, þau eru líðan okkar hverju sinni,
og hafa sér til afbötunar að hugsanlega finni
aðrir fyrir einhverju svipuðu um líkt leyti.“
Það er einmitt þetta sem er galdurinn við
kveðskap: skáldið sér heiminn sínum augum
og opnar lesanda nýja sýn, nýja nálgun ef hann
finnur fyrir „einhverju svipuðu um líkt leyti“.
Þessi bók heitir Núna og heitið vísar veginn
að efni bókarinnar og er lykill að skilningi.
Þorsteinn lýsir heimi nútímans, eins og hann
kemur honum fyrir augu og eyru. Ljóð Þor-
steins eru að jafnaði knöpp, orðum er þar ekki
sóað og sýnilega geldur Þorsteinn varhug við
ýmsum kennimörkum nútímans. Í fyrsta ljóði
bókar er ljóðmælandi á flughraða „aftur og
fram, milli hikandi vonar / og drottna sem
þjaka og deyða; hví er sú leið / ætíð svo ein-
dregin, bein?“ Flas og fyrirgangur sjá til þess
að menn fá ekki notið þess sem fagurt er; ljóð-
mælandi situr í lok ljóðs með eina grein úr öll-
um skóginum sem hann þýtur í gegnum. Eins-
leitnin er honum þyrnir í augum: „Öllum
brotum / var þröngvað í sjónhending saman //
og ég saknaði brotanna: // hvert um sig hafði
sitt / líf, gljáa og lit“. Eitt magnaðasta ljóð bók-
arinnar er sprottið beint upp úr glóðheitum
átökum samtímans og heitir „Sérhver“:
„Sérhver á sinn / guð, auglýstan engum, //
sérhver á sín / glámsaugu, grimm þegar dimm-
ir, // sína skömm, hjúpaða / dul allt til dauða, //
sína ginnhelgu Galtará // og æði margur / laun-
mál / svo djúp, svo dýr // að öll heimsbyggðin /
veit þau og les til veraldarenda“. Hér er ekki
kveðið myrkt. Panamadraugurinn spratt upp
úr launmálum heimsins og gengur enn ljósum
logum og víst vildu margir hafa kveðið hann
niður; Glámur og Þorgeirsboli blikna við sam-
anburðinn! Ljóðmælandinn saknar þeirra tíma
„þegar manneskja reisir manneskju / hjástoð
við hjartað …“. Gömul gildi eiga undir högg að
sækja, „sérlunduð orð, / móleit, veðruð og
myrk / eða ljóðstafaglöð af litlu – // í þessu
flaumósa, falbjóðandi, / hástemmda og háska-
lega samkvæmi?“ Foringinn, sá sem öllu ræð-
ur, er hagnaðurinn „með herópið Shoot them /
á húfubarðinu“. Andstæðum er teflt hnyttilega
fram í ljóðinu „Samgöngur“: „Þær flæða um
strætin og hendast um háloftin: / holdgaðar
raðir talna, kliðandi númer. // En hérna úti við,
/ einkum í snjó, / má á stundum / sjá óútskýrð
ummerki, / jafnvel á tröppunum tvístæð! //
Hvað þetta er / mun umdeilt. // Gömlu núllin /
nefna það / fótspor.“ Vélgengni nútímans er
ágeng og andstæð heilbrigðum gildum: „Stað-
leysa þykir mér / stálmenni, vélgenglar,
skjástirni // svo lengi sem manneskjur / ösla
blóðið / í æðum mér // stignar fram / úr tíbrá
tímanna: // Grettir, / djákninn / og Dísa! // Til
dalakofans / með útsýn til eyjar / er ekki nema
spölur / að fara á þeim föxótta …“. En víst
gæti sú ferð reynst háskaleg ef menn taka mið
af djáknanum á Myrká!
Seinni kafli bókarinnar heitir Manstu, fjög-
ur samstiga ljóð þar sem ekki verður betur séð
en sjálfur Óðinn stígi fram og ávarpi ljóðmæl-
anda, vari hann við hindurvitnum nútímans.
Ljóðmælandinn minnst smálegra andartaka
„ígildi heims sem var heill“ og lifa, þau eru „yl-
ur við bakið / og fylgdin fram// veg allra vega //
hvort sem tíðin reynist sumarsæl / eða fjúk-
söm í fangið.“
Núna er afskaplega vel kveðin bók. Mörg
ljóðin opnast ekki í fangið á lesendum við
fyrsta lestur. En þeim mun betur grípa þau
hug og hjarta þegar rýnt er bak við orðin. Þau
eru hárbeitt lýsing á flasgjarnri tíð „sem gerir
eitt úr alkyrrð og skarkala“. Af hálfu forlags-
ins er heimanbúnaður bókar einkar fallegur.
Sólheimar í háskalegu samkvæmi
Ljóð
Núna bbbbn
Eftir Þorstein frá Hamri.
Mál og menning 2016. Innbundin 58 bls.
SÖLVI SVEINSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Einar Falur
Skáldið Rýnir segir að ný ljóð Þorsteins frá Hamri séu „hárbeitt lýsing á flasgjarnri tíð „sem gerir eitt úr alkyrrð og skarkala“.“
Hljómsveit Steingríms Teague, Stol-
in stef, kemur fram á Múlanum á
Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, í kvöld
kl. 21.
„Steingrímur er einn söngvara og
textasmiða Moses Hightower, en
samhliða því hefur hann átt sér lang-
an og þvældan feril sem hljómborðs-
leikari með tónlistarfólki úr óteljandi
áttum. Á vegferðinni hefur hann
safnað í sarpinn uppáhaldslögum og
hér syngur hann og spilar lög úr fór-
um Dusty Springfield, Blossom Dear-
ie, the Velvet Underground, Jóns
Múla, Tómasar R. Einarssonar og
The Dirty Projectors, svo fáir einir
séu nefndir,“ segir í tilkynningu.
Samferðamenn Steingríms á tón-
leikunum eru Andri Ólafsson, Magn-
ús Trygvason Eliassen og Guð-
mundur Pétursson „sem allir eiga
það sameiginlegt að standa með ann-
an fótinn í djassheimum og hinn í
beljandi flaumi dægurtónlist-
arinnar“.
Lokatónleikar tónleikaraðarinnar
þetta haustið verða 7. desember, en á
næstu vikum koma fram m.a. Tómas
R. Einarsson, Sigurður Flosason,
Einar Scheving, Þorgrímur Jónsson,
Ari Bragi Kárason, Kjartan Valde-
marsson, Haukur Gröndal og Jóel
Pálsson ásamt Peter Tinning og
bandarísku goðsögninni, bassaleik-
aranum Chuck Israels. Miðar fást í
miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is.
Tríó Steingrímur Teague, til hægri, ásamt félögum sínum.
Stolin stef á Múlanum