Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
Osta fondue-veisla
Komdu þínum á óvart
4.990,-ámann
bóka þarffyrirfram
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
Manila. AFP.| Hæstiréttur Filipps-
eyja heimilaði í gær að Ferdinand
Marcos, fyrrverandi einræðisherra
landsins, yrði jarðsettur í kirkju-
garði fyrir hetjur í Manila.
Úrskurðurinn er mjög umdeildur og
þeir sem hafa gagnrýnt hann segja
að dómstóllinn hafi hvítþvegið ein-
ræðisherrann af glæpum hans.
Mikill meirihluti dómara réttarins
komst að þeirri niðurstöðu að heim-
ila bæri jarðsetninguna, þremur ára-
tugum eftir að Ferdinand Marcos
var steypt af stóli í uppreisn og lýð-
ræði var komið á að nýju. „Það eru
engin lög sem banna greftrunina,“
sagði talsmaður hæstaréttarins þeg-
ar hann las dómsniðurstöðuna.
Hundruð stuðningsmanna ein-
ræðisherrans fögnuðu úrskurðinum
fyrir utan dómhúsið. Andstæðingar
hans, sem höfðu óskað eftir því að
dómstóllinn bannaði greftrunina,
urðu hins vegar reiðir og héldu mót-
mælafund skammt frá byggingunni.
„Þetta er mjög sorglegt vegna
þess að með ákvörðuninni er reynt
að gera fórnarlömb mannréttinda-
brota að lygurum,“ sagði einn mót-
mælendanna, Neri Colmenares,
fyrrverandi námsmannaleiðtogi sem
sætti pyntingum öryggissveita ein-
ræðisherrans þegar herlög voru í
gildi. „Ef pyndarinn er hetja, hvað
eru þá fórnarlömb hans? Hvað eru
þá milljónir Filippseyinga sem
steyptu einræðisherranum af stóli?
Þetta er hræðilegur og hryggilegur
endir á einum af hörmulegustu köfl-
unum í sögu landsins. Sögunni var
breytt í dag.“
Annar spilltasti
ráðamaður sögunnar
Ferdinand Marcos var einráður í
landinu í tvo áratugi þar til herinn
snerist gegn honum og milljónir
manna tóku þátt í götumótmælum
gegn stjórn hans. Hann fór þá í út-
legð til Bandaríkjanna.
Marcos, eiginkona hans, Imelda,
og vinir þeirra eru talin hafa dregið
sér allt að tíu milljarða bandaríkja-
dala, jafnvirði 1.100 milljarða króna,
af eignum ríkisins á valdatíma ein-
ræðisherrans, að sögn rannsóknar-
manna og sagnfræðinga á Filipps-
eyjum. Samtökin Transparency
International, sem berjast gegn
spillingu, komust að þeirri niður-
stöðu árið 2004 að Marcos væri
næstspilltasti ráðamaður sögunnar,
á eftir Suharto, sem var einræðis-
herra Indónesíu á árunum 1967 til
1998. Skuldir Filippseyja jukust úr
2,67 milljörðum bandaríkjadala árið
1972, þegar Marcos setti herlög, í
28,2 milljarða dala árið 1986.
Rannsóknarmenn á vegum fyrr-
verandi ríkisstjórnar Filippseyja
komust að þeirri niðurstöðu að ein-
ræðisstjórnin hefði gerst sek um
umfangsmikil mannréttindabrot til
að halda völdunum og gera henni
kleift að stela eignum ríkisins. Þús-
undir manna hafi verið pyndaðar og
líflátnar.
Eftir að Marcos lést á Havaí árið
1989 hóf fjölskylda hans afskipti af
stjórnmálunum að nýju og beitti sér
hvað eftir annað fyrir því að hann
yrði jarðsettur í Kirkjugarði hetj-
anna í Manila þar sem forsetar og
helstu herforingjar landsins eru
grafnir. Imelda Marcos var kjörin á
þing og tvö af börnum hennar urðu
atkvæðamikil í stjórnmálunum. Son-
ur hennar, Ferdinand „Bongbong“
Marcos yngri, var kjörinn í öldunga-
deild þingsins og var nálægt því að
verða varaforseti landsins fyrr á
árinu.
Fyrrverandi forsetar landsins
lögðust gegn því að Marcos yrði
jarðsettur í kirkjugarðinum vegna
glæpa hans. Fjölskylda hans hefur
því varðveitt líkið í glerkistu í húsi
hans í héraðinu Ilocos Norte.
Þetta breyttist þegar Rodrigo Du-
terte var kjörinn forseti Filippseyja
í maí síðastliðnum. Hann hafði lengi
verið bandamaður Marcos-
fjölskyldunnar og varð við beiðni
hennar um að Marcos yrði jarð-
settur í Kirkjugarði hetjanna. Du-
terte sagði að Marcos verðskuldaði
það vegna þess að hann hefði verið
forseti landsins og barist gegn Jap-
önum í síðari heimsstyrjöldinni.
Forsetinn kvaðst einnig standa í
þakkarskuld við Marcos-fjölskyld-
una vegna þess að hún hefði stutt
hann fjárhagslega í kosningabarátt-
unni, auk þess sem faðir sinn hefði
starfað fyrir stjórn einræðisherrans.
Pyndarinn gerður að hetju
Hæstiréttur Filippseyja heimilar að Ferdinand Marcos verði jarðsettur í
Kirkjugarði hetjanna Sakaður um að hvítþvo einræðisherrann af glæpum
Lík nokkurra af þekktustu leiðtogum sögunnar hafa verið varðveitt
Smurðir leiðtogar
lést 21. janúar
1924
dó 2. september
1969
dó 9. september
1976
lést 28. september
1989
lést 8. júlí
1994
dó 17. desember
2011
Vladimír Lenín
leiðtogi Sovétríkjanna
Maó Zedong
fyrsti leiðtogi
Kínverska alþýðulýðveldisins
Kim Il-Sung
fyrsti leiðtogi
Norður-Kóreu
Ho Chi Minh
forseti Víetnams
Ferdinand Marcos
forseti Filippseyja
Kim Jong-Il
leiðtogi
Norður-Kóreu
Fíll er hér látinn ganga framhjá
inngangi konungshallarinnar í
Bangkok til að votta Bhumibol
heitnum Aduladej konungi virðingu
sína. Konungurinn lést 13. október,
88 ára að aldri, eftir að hafa ríkt í
70 ár. Hann naut mikillar virðingar
og lýst var yfir árslangri þjóðar-
sorg vegna andlátsins en stjórnvöld
hafa sagt að banni við ýmiss konar
skemmtanahaldi verði aflétt á
mánudaginn kemur, þegar fyrsta
mánuði sorgartímabilsins er lokið.
Næturklúbbar og barir verða þá
opnaðir, dagskrá sjónvarpsstöðva
færist í eðlilegt horf og tónleikar,
menningarhátíðir og sápuóperur
verða heimilaðar að nýju.
Aðalferðamannatíminn er að
hefjast í Taílandi og varað hafði
verið við því að áframhaldandi
bann við skemmtanahaldi gæti orð-
ið til þess að ferðamönnum fækk-
aði, að sögn fréttaveitunnar AFP.
AFP
Þegnarnir geta senn lyft
sér upp eftir mánaðarsorg
Rúmlega þrítugur Breti, Rurik Jutt-
ing, var í gær dæmdur í lífstíðar-
fangelsi fyrir hryllileg morð á tveim-
ur ungum konum í Hong Kong.
Hann var áður virtur verðbréfamiðl-
ari hjá alþjóðlegum banka í bresku
nýlendunni fyrrverandi.
Jutting neitaði að hafa myrt kon-
urnar og bar við stundarbrjálæði en
kviðdómur var á einu máli um að
hann hefði myrt þær og sagði málið
það skelfilegasta sem tekið hefði
verið fyrir í dómstólum Hong Kong.
Jutting pyndaði aðra konuna í
þrjá sólarhringa fyrir tveimur árum
og eftir að hafa myrt hana fór hann
á bar og fékk hina konuna með sér
heim þar sem hann pyndaði hana til
bana.
Við réttarhöldin var ljósi varpað á
dökkan hugarheim verðbréfa-
miðlarans sem var „heltekinn af
þrælahaldi, nauðgunum og pynd-
ingum“, að því er fram kemur í um-
fjöllun breska blaðsins The Tele-
graph um málið. Verjandinn sagði
við réttarhöldin að neysla áfengis og
kókaíns hefði ýtt undir sjálfsdýrkun
og kvalalosta í Jutting en saksóknari
hafnaði þeirri skýringu og sagði
hann hafa verið sjálfráðan gerða
sinna.
AFP
Morðingi Rurik Jutting var dæmd-
ur fyrir morð á tveimur konum.
Heltekinn
af fíkn og
kvalalosta
Dæmdur fyrir
hryllileg morð