Morgunblaðið - 09.11.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.11.2016, Qupperneq 22
FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Landskjörstjórn hefurreiknað út fjölda kjósendaað baki hverju þingsæti íkjölfar alþingiskosning- anna 29. október síðastliðinn. Er niðurstaðan sú að fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi verður óbreyttur í næstu alþingiskosningum. Þegar útreikningur landskjör- stjórnar er skoðaður sést að ekki mátti miklu muna að Norðvest- urkjördæmi missti eitt þingsæti yfir til Suðvesturkjördæmis, sem í dag- legu tali kallast Kraginn. Kjósendur að baki hverju þing- sæti í Norðurvesturkjördæmi voru 2.685 en kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi voru 5.249. Hlutfallið er 1,96 en misvægið milli kjördæma má ekki fara yfir 2. Því lætur nærri að hver kjósandi í Norðvesturkjördæmi hafi tvöfalt vægi á við hvern kjósanda í Suð- vesturkjördæmi. Norðvesturkjördæmi hefur áður misst tvö þingsæti Norðvesturkjördæmi er fá- mennast og hefur áður misst sam- tals tvö þingsæti til fjölmennasta kjördæmisins sem er Suðvest- urkjördæmi. Í tilkynningu á heimasíðu landskjörstjórnar kemur fram að í 8. grein laga um kosningar til Al- þingis segi að tíu þingsæti séu í Norðvesturkjördæmi og ellefu í Suðvesturkjördæmi. Landskjör- stjórn er falið í 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar og 9. gr. laga um kosningar til Alþingis að reikna út hvort fjöldi kjósenda á kjörskrá að baki hverju þingsæti í einhverju kjördæmi sé helmingi minni en í einhverju öðru kjördæmi. Sé svo skal landskjörstjórn færa eitt sæti í einu frá því kjördæmi þar sem fjöld- inn er minnstur til þess kjördæmis þar sem fjöldinn er mestur, allt þar til hlutfallið milli mesta fjölda kjós- enda að baki þingsæti og þess minnsta er komið undir tvo. Leiði þetta til breytinga á fjölda kjör- dæmissæta eftir kjördæmum tekur sú breyting gildi við næstu alþing- iskosningar. Eftir alþingiskosningarnar 2003 var eitt kjördæmissæti fært frá Norðvesturkjördæmi til Suð- vesturkjördæmis á þessum grund- velli. Niðurstaðan eftir alþing- iskosningarnar 2007 varð að áfram ættu að vera níu þingsæti í Norð- vesturkjördæmi og tólf í Suðvest- urkjördæmi. Eftir kosningarnar 25. apríl 2009 kom í ljós að misvægið milli fjölda á kjörskrá í þessum tveimur kjördæmum hafði aukist svo að nauðsynlegt reyndist að flytja tvö þingsæti milli þeirra frá þeirri tölu sem mælt er fyrir um í lögunum. Það sama var uppi á ten- ingnum eftir kosningarnar 27. apríl 2013. Samkvæmt útreikningum landskjörstjórnar var staðan á mis- vægi atkvæða við kosningarnar 29. október 2016 óbreytt frá síðustu al- þingiskosningum. Við næstu alþing- iskosningar verða því átta þingsæti í Norðvesturkjördæmi, sjö kjör- dæmissæti og eitt jöfnunarsæti, en þrettán í Suðvesturkjördæmi, ellefu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti. Í öðrum kjördæmum verður fjöldi þingsæta sá sem tilgreindur er í 8. gr. kosningalaganna. Samkvæmt því verða þingmenn Norðausturkjördæmis áfram 10 talsins, þingmenn Suðurkjördæmis verða 10, þingmenn Reykjavík- urkjördæmis suður verða 11 og þingmenn Reykjavíkurkjördæmis norður verða 11. Landskjörstjórn kom saman sl. mánudag og úthlutaði þingsætum til framabjóðenda samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis. Úthlut- unin byggðist á skýrslum yfirkjör- stjórna um kosningaúrslit í kjör- dæmum eftir alþingiskosningarnar 29. október sl. Landskjörstjórn gaf jafnframt út kjörbréf til þeirra frambjóðenda sem náðu kjöri og jafnmargra varamanna. Morgunblaðið/Eggert Landskjörstjórn Þingsætum úthlutað. Sigrún Benediktsdóttir, Þórir Har- aldsson, Kristín Edwald formaður og Jóhann Malmquist tölvunarfræðingur. Vægi atkvæðanna var nærri tvöfalt Kjósendur að baki þingsæti He im ild :L an ds kjö rs tjó rn Kjördæmi Fjöldi á kjörskrá Fjöldi þingsæta Kjósendur að baki þingsæti Norðvesturkjördæmi 21.479 8 2.684,88 Norðausturkjördæmi 29.564 10 2.956,40 Suðurkjördæmi 35.456 10 3.545,60 Suðvesturkjördæmi 68.240 13 5.249,23 Reykjavíkurkjördæmi suður 45.769 11 4.160,82 Reykjavíkurkjördæmi norður 46.057 11 4.187,00 5.249,23 2.684,88 Flestir kjósendur að baki þingsæti Fæstir kjósendur að baki þingsæti 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar blaðiðbirtist les-endum sín- um liggja úrslit kosninganna í Bandaríkjunum fyrir. Flestar spár benda á lokastundu til þess að Hillary Clinton verði kjörin for- seti. Hún hefur a.m.k. yf- irburðafylgi í Evrópu. Sumir halda því fram að það sé vegna þess að Donald Trump sé eins og hann er. En það þarf ekki til. Fjölmiðlar á Vesturlöndum eru langflestir yfirmannaðir af vinstrisinnuðum blaðamönnum. Hlutfallið er allt annað en al- mennt gerist í löndunum sjálf- um. Heima fyrir búa fjölmiðla- menn við nokkurt aðhald úr nærumhverfinu. Núverandi slagsíða er ekkert ný, þótt hún sé skiljanlegri en stundum áður. Obama var með yfirburðastuðning í Evrópu haustið 2008 gegn McCain, frambjóðanda repúblikana. McCain hafði enga þá ókosti sem nú eru sagðir gera Trump óhæfan. Ekki var minni hrifningin á Al Gore gegn George Bush haustið 2000. Al Gore var talinn lær- dómsmaður mikill en George Bush næsti bær við fæðing- arhálfvita. En þegar fræðaiðkun beggja er skoðuð er myndin önnur. Og ekki má gleyma snill- ingnum Carter forseta, sem vann að sögn 16 tíma á sólar- hring og var inni í stóru og smáu. Það þótti næstum nið- urlægjandi að etja á móti honum afdönkuðum leikara frá Holly- wood sem var skástur þegar hann lék á móti apa í kvikmynd- um. Merkilegt hvað apinn afbar B-leikarann lengi. En Reagan vann. Og þegar Bandaríkja- menn höfðu haft kynni af forset- anum í fjögur ár og hann var kominn nokkuð á áttræðisaldur var enn kosið, haustið 1984. Ro- nald Reagan fór með sigur af hólmi í 49 ríkjum af 50 í Banda- ríkjunum. Nú telja forsetaefni úr báðum flokkum eftirsóknar- verðasta hrós að vera líkt við Reagan. En atkvæði Evrópu- manna gilda ekki vestan Atl- antshafs. Ólíklegt er að nú muni margir súpa hveljur í Evrópu að kosn- ingum loknum. Sérfræðingar segja að sigur Trumps sé ekki talnalega með öllu útilokaður en flestar vísbendingar séu með Hillary Clinton. Stuðningsmenn Trump vona að kannanir lesi ekki stöðuna rétt og benda á þjóðaratkvæði um „Brexit“. Sjálfsagt er fyrir stuðnings- menn frambjóðenda að halda í sín hálmstrá svo lengi sem má. Raunsæismenn í röðum repú- blikana segja að eins og komið sé standi baráttan um meirihlut- ann í báðum þingdeildum. Þeir telja sig líklega til að halda meirihluta í fulltrúadeildinni en vafinn sé meiri varðandi öld- ungadeildina. Þar hafa repúblikanar fjögurra þingsæta meirihluta. Tapist þeir allir er jafnt í deildinni. Varafor- seti Bandaríkjanna fer þá með oddaatkvæðið. Margt er ólíkt um kosningar í Bandaríkjunum og í okkar litla landi. Kjósa skal á þriðjudegi eftir fyrsta mánudag í nóvember (í fyrsta lagi 2. nóvember og í síðasta lagi þann 8. eins og nú). Hann er ekki almennur frídag- ur. Einstök ríki geta ákveðið að kjördagur skuli vera frídagur. Þá gera nokkur ríki ráð fyrir að starfsmenn hafi tíma á kjördegi til að bregða sér frá til að kjósa. Kjósendur þurfa ekki að sýna persónuskilríki. Repúblikanar berjast fyrir því en demókratar eru á móti. Þeir telja að þá fækkaði kjósendum úr minni- hlutahópum. Nokkuð er um að einstaklingar kjósi tvisvar (stúdentar í háskólabæ og í heimaríki svo dæmi séu nefnd). Reglur um fyrirframkosningu og fjarvistarkosningu eru mis- munandi í einstökum ríkjum. Í sumum ríkjum geta menn kosið 50 dögum fyrir kjördag, í öðrum skemur, en í öðrum ekki. Á Ís- landi er sú regla að kjósi maður utankjörstaða og deyi fyrir kjördag er atkvæðið fjarlægt. Það er ekki gert í Bandaríkj- unum. Uppi eru trúverðugar ásakanir um að í nokkrum mæli sé kosið „fyrir“ látna menn. Donald Trump hefur gefið til kynna að svindlað verði á sér í kosningunum. Hann gefur í skyn að allt að 1,2 milljónir lát- inna manna muni kjósa! Hann nefnir fleiri hættumerki. Í grein í Washington Post 18. október er slíkum fullyrðingum hafnað. Þar er kannast við að þessi fjöldi látinna sé á kjörskrá vegna galla í þeim og slakrar upplýsinga- gjafar. En það þýði ekki að kos- ið verði fyrir allt þetta dána fólk. Eins séu um 12,7 milljónir manna enn á úr sér gengnum kjörskrám og í ljós hafi komið að 12 milljónir manna séu skráð- ar með rangt heimilisfang (eitt- hvað af þessu tvítalið). Greinar- höfundur Washington Post gefur ýmsar skýringar á þessu. Fólk gifti sig en uppfæri sig ekki allt á kjörskrá. Fólk flytji á milli ríkja innanlands. Skrái sig á kjörskrá en gleymi að láta skrá sig af kjörskrá í „gamla ríkinu“. En þar með sé fjarri því sagt að það fólk muni kjósa í báðum (eða fleiri) ríkjum. Greinarhöfundur viðurkennir þessa annmarka á umgjörð kosninganna en segir fráleitt að gera það að efni í samsæris- kenningu um svindl sem beinist í eina átt. Það er sjálfsagt rétt. En yfir- lætisfullum Íslendingum þykir þó með nokkrum ólíkindum að halda svo illa á mikilvægum þáttum í þessu merka lýðræðis- ríki. Nýafstaðnar kosn- ingar vestra verða lengi nokkurt umhugsunarefni} Loksins lokið H ér var staddur fyrir stuttu breski tónlistarmaðurinn John Lydon, sem gengur líka undir nafninu Johnny Rotten frá því hann var söngvari þeirrar geð- þekku hljómsveitar Sex Pistols. Lydon (eða Rotten) var viðstaddur opnun pönksafns í Bankastræti núll, kynnti sér rækilega bar- menningu Íslendinga og kom fram á tónlist- ar- og ljóðakvöldi í Kaldalónssal Hörpu á Airwaves-hátíðinni. Hafi einhver átt von á ljóðalestri eða söng í Kaldalóni kom annað á daginn: Lydon bauð viðstöddum að spyrja sig að hverju sem er og hann myndi svara. Þetta kom greinilega flatt upp á gesti, en þeir tóku við sér og svo komu spurningarnar á færibandi, meðal annars þessi: Ætlarðu að syngja fyrir okkur? „Aldrei!“ svaraði hann að bragði með glæsilegri grettu, en ljóstraði svo reyndar upp um það að hann langar að koma hingað með PiL og halda tónleika. Sá Johnny Rotten sem orgaði „ég er andkristur / ég er anarkisti“ var vissulega til staðar í beittum tilsvörum og hnyttnum athugasemdum í Kaldalóni, en hann öskraði ekki – hann talaði mildilega og kom fyrir sjónir sem geðþekkur miðaldra karl. Og ekki bara geðþekkur, heldur verulega hlýr og vingjarnlegur karl (í of stórum frakka), sem talaði mikið um það hve lífið væri dásam- legt, hann hamingjusamur og uppfullur af ást og mann- úð. Og fyrirgefningu (þegar hann var spurður um Sid Vicious svaraði hann eitthvað á þá leið að víst hefði Sid verið skíthæll, en hann saknaði hans samt). Hvað þetta varðar má því segja að það að hlusta á John Lydon í Hörpu hafi verið eins og að hlusta á hvern annan miðaldra karl sem er ánægður með lífið (ég hefði svo sem getað verið að hlusta á sjálfan mig). Málið er nefnilega það að eftir því sem maður verður eldri lærir maður að fyrirgefa og fyrirgefur líka meira, enda þarf maður sjálfur á meiri fyrirgefningu annarra að halda. Fyrirgefningin er líka góð, þeir sem fyrir- gefa lifa betra lífi en þeir sem halda í gremj- una, næra hatrið þar til það tortímir þeim, en fyrirgefning eykur heilbrigði, lækkar blóðþrýsting og styrkir ónæmiskerfið. Ég hef áður getið um það á þessum stað hvernig hamingja færist yfir eftir því sem árunum fjölg- ar – það dregur úr lífshamingjunni frá barnæsku fram á miðjan aldur, en síðan færist allt til betri vegar og áður en yfir lýkur verðum við hamingjusamari en nokkru sinni (til upprifjunar: botninum er yfirleitt náð um 45 ára aldurinn en síðan er allt upp á við). John Lydon er sönnun þess, reiði og óhamingjusami pönkarinn breyttist í lífsglaðan og góðlegan vinalegan karl sem mann langar helst til að knúsa, en kannski er það bara vegna þess að ég er kominn á þann aldur að mig langar til að knúsa alla. Eins og miðaldra karla er siður. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Kærleiksríki anarkistinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.