Morgunblaðið - 09.11.2016, Side 34

Morgunblaðið - 09.11.2016, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Steinunn Runólfsdóttir á 90 ára afmæli í dag. Hún fæddist á Dýr-finnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði og ólst upp í Skagafirði, áSiglufirði og í Reykjavík. Hún lauk almennu barnaskólanámi, var einn vetur í Kvennaskólanum á Hverabökkum í Hveragerði, lærði kvenfatasaum hjá Åse Olson Foss í Sandvika í Noregi og lærði sníða- og módelteiknun við Oslo Risseskole. Steinunn starfaði hjá Olson Foss í Noregi 1947-50 en kom þá heim til Íslands og starfaði við kjólasaum hjá Kjólnum í Þingholtsstræti í eitt ár og síðan við Bezt að Vesturgötu 3, hjá Guðrúnu Arngrímsdóttur. Steinunn flutti í Hveragerði 1958. Hún hóf störf hjá Rafveitu Hvera- gerðis 1973 og var síðan innheimtustjóri hjá Veitustofnunum Hvera- gerðis þar til hún hætti störfum 1996. Árið 1954 giftist Steinunn Ingólfi Pálssyni, f. 1927, d. 2005, rafvirkja- meistara. Börn þeirra eru Páll Rúnar Ingólfsson, f. 1958, d. 1963; Þórð- ur Ingólfsson, f. 1960, læknir í Búðardal, í sambúð með Málfríði Finns- dóttur og eru börn hans Steinunn, Ingólfur, Auður, Finnur, Þorgerður og Ægir; Guðrún Ingólfsdóttir, f. 1963, bókari við Þjóðleikhúsið, gift Pétri Benediktssyni, og eru synir hennar Róbert, Pétur Snorri og Tómas Rúnar. Steinunn býr ein en fer á dagvistun hjá Dvalarheimilinu Ási í Hvera- gerði þrisvar í viku aðallega til að hitta fólk og hafa gaman. Hún er við góða heilsu fyrir utan að heyrnin er orðin mjög léleg og segir hún að uppskriftin að góðu og heilbrigðu langlífi sé jákvæðni, hreyfing og úti- vera. Steinunn verður að heiman í dag. Hjónin Steinunn Runólfsdóttir og Ingólfur Pálsson. Býr ein og er við góða heilsu Steinunn Runólfsdóttir er níræð í dag S igþór Jónsson er fæddur á Húsavík 9. nóvember 1976 og ólst upp þar til tvítugs í húsi sem for- eldrar hans byggðu og búa enn, í Háagerðinu. Nám og störf Sigþór gekk í Barnaskóla Húsa- víkur og síðar Framhaldsskólann á Húsavík, þar sem hann lauk versl- unarprófi 1994 og stúdentsprófi 1997. Sigþór fór eitt ár sem skipti- nemi til Stillwater í Minnesota í Bandaríkjunum, þar sem hann út- skrifaðist úr Stillwater Area High School árið 1995. „Ég held að það skref að fara út sem skiptinemi hafi mótað mig mik- ið og opnað augun fyrir ýmsum tækifærum til að vera óhræddur við að prófa nýjar áskoranir og fagna breytingum. Ég hóf starfsferilinn á Bílaleigu Húsavíkur hjá föður mínum, þar sem ég fékk að gera einföldustu við- gerðir, afgreiða á lager og þrífa bíla- leigubílana. Ferðamannaiðnaðurinn var nú ekki alveg sú sama á þeim tíma en engu að síður ótrúlega skemmtileg vinna. Síðan lá leiðin inn á skrifstofu Kaupfélags Þingeyinga og varð ég síðar verslunarstjóri á verslunarsviði KÞ á Húsavík. Haustið 1999 lá svo leiðin suður í Háskóla Íslands í viðskiptafræði með fjármál sem aðalgrein, sem ég kláraði vorið 2002. Meðfram námi vann ég hjá AC Nielsen á Íslandi en síðar togaði fjármálageirinn í mig, þar sem ég hóf störf hjá Spron Verðbréfum meðfram námi árið 2001 og var ég þar til í byrjun árs 2003.“ Þá hóf Sigþór störf hjá Búnaðar- banka Íslands – Verðbréfum, sem sameinaðist Kaupþingi nokkrum mánuðum síðar. Hjá Kaupþingi starfaði hann til ársins 2012, til að byrja með í greiningardeild en lengst af sem sjóðstjóri og for- stöðumaður í Rekstrarfélagi Kaup- þings Búnaðarbanka hf., síðar Stefni hf. Frá 2004 til 2009 starfaði Sigþór sem sjóðstjóri innlendra hlutabréfasjóða og síðustu árin sem forstöðumaður sérhæfðra fjárfest- inga. „Árið 2012 tók ég við stöðu fram- kvæmdastjóra Landsbréfa þar sem ég kynntist frábæru fólki og fékk mikinn stuðning til að gera miklar breytingar á þeim tveim árum sem ég var þar. Síðan fór ég yfir til Straums fjárfestingabanka og þaðan yfir í Íslensk verðbréf hf., þar sem ég varð framkvæmdastjóri snemma árs 2015. Ég hef verið svo heppinn á tíma mínum í fjármálageiranum að vinna með mjög hæfu fólki og fengið traust til að búa til mikið af nýjum verkefnum og sjóðum sem mörg hver lifa enn góðu lífi og hafa í sum- um tilvikum haft töluverð áhrif.“ Félagsmál „Ég hef alltaf verið mjög virkur í íþróttastarfi og tekið þátt í flestum Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa – 40 ára Með foreldrum og systrum Sigþór ásamt foreldrum sínum, Jóni Helga og Sigurlínu, og Stellu og Soffíu. Fjármálageirinn heillaði Fjölskyldan Sigþór og Guðrún ásamt Lilju Maríu og Jóni Tryggva. Lovísa Björt Antonsdóttir og Guðrún Ólafía Marinósdóttir bökuðu súkkulaðiköku og gengu í hús og seldu til styrktar Rauða krossinum á Íslandi, fyrir alls 2.500 krónur. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is skornirthinir.is LYTOS LE FLORIANS 4 SEASONS LE FLORIANS 4 SEASONS 100% vatnsheldir Vibram sóli 22.995 Stærðir: 36-47 6 litir Verð: NÝIR VATNSHELDIR SKÓR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.