Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Hamraborg 10 – Sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18, laugardaga 11-14 Kynnum nýju margskiptu glerin frá Essilor Fáðu aukapar í kaupbæti Verið velkomin í sjónmælingu Traust og góð þjónusta í 20 ár Nú að loknum kosn- ingum er ástæða til að minna á stjórnarskrá lýðveldisins. Við eig- um mjög góða stjórn- arskrá sem hægt er að nýta betur. Íslendingar læra í grunnskóla að stjórn- arskrá lýðveldisins geri ráð fyrir því að valdið sé þrískipt; lög- gjafarvald, fram- kvæmdavald, dómsvald. En er valdið þrískipt? Höfundur sat á Alþingi 1989- 1992 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og kynntist þá starfsemi Alþingis. Eyddi umtalsverðum tíma í að læra grundvallaratriði stjórnarskrár, m.a. með samtölum við lögmenn Alþingis, lagaprófessora í HÍ og sjálfstætt starfandi lögmenn. Einnig las ég fræðirit lagapró- fessoranna Bjarna Benediktssonar og Ólafs Jóhannessonar um stjórn- skipunarrétt. Niðurstaða úr þessu „sjálfsnámi“ varð m.a. grunnur að þeim sjónarmiðum sem koma fram í þessari grein, en ég hef einnig reynt að „uppfæra“ sjónarmið mín breytingum frá 1992: Nýjar áherslur Ég tel mikilvægt að draga úr því fyrirkomulagi að ráðherrar séu jafnframt þingmenn. Það er ekki hálft starf að vera ráðherra. Það er meira en fullt starf. Svo er líka fullt starf að vera alþingismaður. Hvort tveggja er of mikið. Önnur mikilvæg ástæða fyrir því að ráðherrar séu ekki jafnframt þingmenn er að mér finnst það ekki samrýmast þrískiptingu valds- ins. Framkvæmdavaldið á ekki að reka Alþingi eins og „útibú“ frá sér, eins og maður upplifir að sé stundum gert. Auðvitað hlýtur sumum þingmönnum að líða illa þegar þeir upplifa það að vera und- irokaðir af fram- kvæmdavaldinu. Er ekki málið þá – að þingmenn þori tæp- lega að ræða þessa undirokun – hugs- anlega af ótta við að lenda í ónáð (eiga ekki möguleika á ráðherra- stól!). Vinnudagur ráð- herra sem er líka þingmaður er t.d. svona: Ráðherra fer til vinnu í ráðuneyti (framkvæmdavaldi) snemma að morgni. Fer svo í Alþingi (löggjaf- arvaldið) um hádegi og er þar til ca. kl. 15… fer þá aftur í ráðu- neytið… Hvort tilheyrir þessi ein- staklingur löggjafarvaldi eða fram- kvæmdavaldi? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Ragna Árnadóttir, Ólöf Nordal og Lilja Alfreðsdóttir eru allar góð dæmi um ráðherra sem hafa staðið sig með prýði en voru ekki jafn- framt þingmenn. Við getum gert meira af þessu – og til þess þarf hvorki lagabreytingu né breytingu á stjórnarskrá. Þriðja ástæðan fyrir því að ráð- herrar séu ekki jafnframt þing- menn er að þetta virðist mér óheyrilegt starfsálag. Ég leyfi mér að rökstyðja þetta sjónarmið með því að nafngreina hér einstaklinga sem veiktust alvarlega (krabba- mein o.fl.) eftir að hafa gegnt afar erfiðum ráðherraembættum: Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Davíð Oddsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Geir H. Haarde og Guðbjartur Hannesson. Ég er ekkert að fullyrða að yfir- álag í ráðherrastörfum sé ástæða veikinda þessara einstaklinga. En þessir einstaklingar voru að mínu mati í meira en tvöföldu starfi og slíkt er hvorki hollt né æskilegt. Betri nýting stjórnarskrár Svo má nýta fjármálaákvæði stjórnarskrár (40. og 41. gr.) til að koma á markvisst eftirfylgni um framkvæmd fjárlaga. Þetta má t.d. gera með samstarfi Fjárlaganefnd- ar Alþingis og Ríkisendurskoð- unar. Ríkisendurskoðun er hluti af löggjafarvaldinu, svo að slíkt sam- starf ætti að vera auðvelt í fram- kvæmd. Nefndarsvið Alþingis verður einnig að geta leitað beint til sjálf- stætt starfandi lögmanna meðan lagafrumvörp eru í vinnslu Alþing- is ef flókin álitaefni koma upp. Lagafrumvörp/lagabreytingar þurfa að fara gegnum „síur“ áður en lög eru afgreidd frá Alþingi til að vanda betur lagasetningu. Í Þýskalandi hefur stjórnlagadóm- stóll t.d. það hlutverk að lesa yfir mikilvægar lagasetningar áður en slík lög eru endanlega samþykkt. Alþingi og næsta ríkisstjórn taka það vonandi föstum tökum að ráð- herrar leggi lagafrumvörp fram tímanlega inn í Alþingi – svo mörg- um málum sé ekki „sturtað“ inn í þingið, kortéri fyrir jól, eða þingslit á vorin. Öllu svo „troðið áfram“ með vinnu fram á nætur – nokkrar nætur í röð – með liðið svefnlítið. Skyldu lögin um Kjararáð hafa verið afgreidd við slíkar kring- umstæður? Ég bara spyr – að gefnu tilefni. Spurningin er pínu púkaleg hjá mér – en viðeigandi. Allir stjórnmálaflokkar vilja efla virðingu Alþingis, um það þarf alls ekki að efast. Nú eftir kosningar er upplagt tækifæri til að huga að breytingum og hafa kjark og þor til að taka fast á þessum málum – gera betur en áður. Það þarf ekki breytingar á stjórnarskrá eða lögum til að inn- leiða markvissari vinnubrögð í Stjórnarráði og Alþingi. „Viljinn er allt sem þarf“ var sagt einhvern tímann. Að lokum vil ég óska nýju Al- þingi og verðandi nýrri ríkisstjórn farsældar í mikilvægum störfum fyrir land og þjóð. Munum að við eigum góða stjórnarskrá og frá- bært land. Nýtum betur stjórnar- skrá lýðveldisins Eftir Kristin Pétursson »Ég tel mikilvægt að draga úr því fyrir- komulagi að ráðherrar séu jafnframt þing- menn. Það er ekki hálft starf að vera ráðherra. Það er fullt starf. Kristinn Pétursson Höfundur er sjálfstætt starfandi og sat á Alþingi 1989-1992. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Deildasveitakeppni BR Þegar einu kvöldi er ólokið er sveit Jóns Baldurssonar með afgerandi forystu í fyrstu deild. Jón Baldursson 222 J.E. Skjanni 187 Málning 186 En þetta er samt ekki búið, því sveit Jóns á eftir að spila við 3 sveitir sem geta vel bitið hressilega frá sér. Önnur deild: Logoflex 157 Borgfirðingar 154 SFG 150 Sama sagan í annarri deild. Efstu sveitir eiga eftir að spila meira og minna innbyrðis. Bestir í butler eftir 2 kvöld eru bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjalta- synir. Gullsmárinn Spilað var á 11 borðum í Gullsmár- anum fimmtudaginn 3. nóvember. Úrslit í N/S: Björn Árnason – Guðm. Sigursteinss. 206 Ragnar Jónsson – Lúðvík Ólafsson 198 Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 192 Viðar Valdimarss. – Óskar Ólason 176 A/V Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 210 Sigurður Gíslason – Ragnar Þorvaldss. 187 Ragnar Ásmundss. – Magnús Marteinss. 176 Ragnh. Gunnarsd. – Sveinn Sigurjónss. 172 Einar Kristinss. – Stefán Friðbjarnar 172 Við lifum á spenn- andi tímum. Forseta- kosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, er að reyna að mynda rík- isstjórn. Allt þetta kemur líklega til með að hafa áhrif á fjármálamarkaði, þó af mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópu- sambandinu og hvaða forseta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif al- þjóðlega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmynd- unarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krón- unnar og útgjöld ríkissjóðs auk þess sem mikil ólga er á vinnu- markaði. Hinn margumtalaði stöðuleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóf- legum útgjöldum og veikri fjár- málastjórn. Því er óumdeilanlegt að niðurstöður í stjórnarmyndav- iðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjón- arhorni fjárfesta á íslenska mark- aðnum er ljóst að ekki er til stað- ar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæð- isflokksins, auk annarra stjórn- málamanna sem taka þátt í stjórn- armyndunarviðræðum búa yfir, eða koma til með að búa yfir, upp- lýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagern- inga ef þær væru opinberar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi: Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á loka- metrunum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamningum er að kvótinn verður ekki boðinn upp á markaði. Þingmaður Viðreisnar talar við vin sinn, Magnús, og segir honum frá stöðu mála í trúnaði. Magnús hringir beint í verðbréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upplýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna . Að eiga viðskipti út frá þessum upplýs- ingum fellur undir innherjaviðskipti. 120 grein laga um verð- bréfaviðskipti segir: „Með innherjaupp- lýsingum er átt við nægjanlega til- greindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagern- ingana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagern- inganna ef opinberar væru …“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða op- inberar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um fram- vindu mála í stjórnarmynd- unarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hverjir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem allir fjárfestar hafa ekki jafnan aðgang að upplýs- ingum má segja að íslenski mark- aðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýs- ingar sem þeir búa yfir geta verið verðmyndandi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarviðræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þann- ig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila. Innherjar í pólitík Eftir Einar Pál Gunnarsson » Stjórnarmynd- unarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem hafa áhrif á fjár- málamarkaðinn. Einar Páll Gunnarsson Höfundur er formaður Ungra fjárfesta. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.