Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
MIKILVÆGUR
STUÐNINGUR
Bjóðum mikið úrval af vönduðum stuðningshlífum á góðu verði.
Kíktu til okkar og við aðstoðum þig við að finna réttu lausnina fyrir þig.
ÖKKLASPELKA MJÓBAKSSPELKUR OLNBOGASPELKA
Vinnur á móti bjúgmyndun og bólgu.
Þægileg að vera í og gengur í flesta
skó. Notast eftir tognun og sem
fyrirbyggjandi.
Henta við miklum, langvarandi
bakverkjum og/eða óstöðugleika
í mjóbaki, útbungun á brjóski,
brjósklosi eða stenosu.
Olnbogaspelka sem vinnur á móti
bjúgmyndun. Notast m.a við tognun
í olnboga, tennis/golfolnboga eða
gigt í olnboga.
Nú í samn
ingi við
Sjúkratry
ggingar
Íslands
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Löngu áður en túrisminnhélt innreið sína af fullumþunga á Íslandi komNadine hingað í hópferð
ásamt nokkrum löndum sínum. Hún
var 25 ára, lærður tannsmiður frá
Tours í Frakklandi, og árið var
1991. „Þetta var í ágúst,“ rifjar hún
upp. Leiðsögumaður hópsins var
Ingimundur Þór Þorsteinsson. Þótt
hana grunaði ekki þá að Íslands-
ferðin yrði örlagavaldur í lífi sínu,
kom annað á daginn um haustið
þegar leiðsögumaðurinn hélt til
Parísar í frönskunám. „Til að gera
langa sögu stutta, þá lágu leiðir
okkar saman aftur og tveimur árum
síðar fluttist ég til Íslands og við
giftum okkur,“ segir Nadine, sem
þrátt fyrir að tala prýðilega ís-
lensku er ekki sérlega orðmörg um
sína einkahagi.
Perlur á heimilinu
Á vefsíðunni www.nadine.is
segja eiginmaðurinn og strákarnir
þeirra þrír, 19, 14 og 13 ára, að
Nadine sé perla heimilisins. Í vinnu-
stofu hennar, þaðan sem er innan-
gengt úr anddyrinu í gömlu og trú-
lega bláasta húsi í öllum Kópavogi,
eru líka annars konar perlur í tuga-
tali. Þær eru öllu smærri; gler-
perlur, einlitar og mynstraðar og í
fleiri litum og litasamsetningum en
regnboginn. Úr perlunum býr Nad-
ine til skartgripi; hálsfestar, arm-
bönd, eyrnalokka, skyrtuhnappa og
alls lags nytjamuni, skápahöldur og
flöskutappa svo dæmi séu tekin.
„Ég fékk áhuga á glersmíði
fyrir um tíu árum þegar ég var í fríi
í Frakklandi og sá glerlistamann að
störfum. Ég ákvað að læra listina,
aflaði mér upplýsinga um nauðsyn-
leg tæki og annað slíkt, fór tvisvar á
námskeið í Frakklandi og Sviss,
kom mér upp vinnustofu hérna
heima og hófst handa,“ segir Nad-
ine.
Meiningin var að vinna við
glerlistina, enda kveðst hún ekki
hafa lagt út í svona mikil og dýr
græjukaup bara fyrir tómstunda-
gaman. Hún var samt ekkert sér-
staklega ánægð með árangurinn til
að byrja með. Henni fannst sér
miða býsna hægt, en viðurkennir
reyndar að hún sé haldin fullkomn-
Perlan í
bláa húsinu
Tannsmíðanámið í Frakklandi kom Nadine Cecile
Martin til góða þegar hún fluttist til Íslands og ákvað
að leggja fyrir sig glerlist. Enda eiga tannsmíðar og
glersmíðar það sameiginlegt að unnið er við opinn
eld og með form og liti. Mynstrin, litirnir og formin
eru þó öllu fjölbreyttari í skartgripum og nytjamunum
sem Nadine býr til úr glerinu.
Morgunblaðið/Eggert
Glerlistakona Nadine býr til skart, sköft á búsáhöld, skápahöldur og alls
konar muni úr glerinu en finnst þó skartgripasmíðin skemmtilegust.
Bláa húsið Vinnustofa Nadine snýr
út í gróðursælan garðinn.
Við vinnuna Nadine vinnur perlurnar frá grunni úr mislitum glerstöngum.
„Í fimm sumur hef ég þannig fangað
liti og form og tel að þann bata og þá
dirfsku sem ég hef öðlast í málunar-
ferlinu megi að verulegu leyti rekja til
litlu akvarellanna úr garðinum heima,“
segir Kristín Þorkelsdóttir myndlist-
arkona í tilkynningu en hún sýnir akv-
arellur í Hannesarholti í dag kl. 15 en
sýningin Leikið og lofað í garðinum
heima stendur til 10. desember.
Akvarellurnar sem hún sýnir að
þessu sinni eru málaðar í bataferli eft-
ir blóðtappa og lömun sem Kristín
varð fyrir í júní 2012. Í bataferlinu mál-
aði hún úti í garði flesta daga þegar
veður leyfði. „Þessar akvarellur mínar
frá síðustu sumrum eru ekki heilagar
sem akvarellur. Leikur, reddingar og
hugdettur hafa ráðið ferðinni við
hvers kyns aðstæður í ferlinu. Við-
fangsefnin hafa verið litbrigði vors og
sumarkomu,“ bætir hún við. Akvarell-
urnar séu heillandi myndmiðill sem
hún hafi verið ástfangin af síðan 1984
en þá hafi hún og eiginmaður hennar
hafið myndleiðangra sína um landið.
„Ég nýt mín við að bera litfylltan pens-
il að rökum pappír og fylgjast með
akvarellu verða til. Liturinn smýgur í
pappírinn, blandast fyrri pensilskrift
og vekur lífsgleðina að nýju.“
Kristín hefur í gegnum árin fengið
fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, nú
síðast þegar hún var valin heiðurs-
listamaður Kópavogs 2016 fyrir ævi-
starf sitt.
Akvarellur í Hannesarholti
List Kristín opnar sýninguna Leikið
og lofað í garðinum heima í dag kl. 15.
Litbrigði vors
og sumarkomu
í bataferlinu
„Sýningarnar Í túninu heima – fyrri
hluti eru óður minn til bernskunnar.
Til foreldranna, til bræðra minna og
til allra þeirra sem voru mér sam-
ferða á Akureyri á uppvaxtarárum
mínum,“ segir Birgir Sigurðsson
myndlistamaður í tilkynningu, en
hann verður með sýninguna Í túninu
heima í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á
Akureyri en sýningin stendur frá 11.-
13. nóvember og var opnuð formlega
í gærkvöldi.
Birgir var einnig með gjörning með
ljóðum, söng og hreyfingum fyrir
opnunina í gærkvöldi.
„Að gefa sér þetta tækifæri til að
skoða og tengjast þessu æviskeiði er
í senn mjög krefjandi og mjög gef-
andi. Núna, sem fullorðinn ein-
staklingur, gef ég myndlistarmann-
inum í mér leyfi til að eiga sitt eigið
samtal við mótunarár mín,“ segir
Birgir einnig um sýninguna en ljós-
og vídeóinnsetning tekur á móti
gestum þegar þeir labba inn í
Mjólkurbúðina.
Á samtal við mótunarárin sem fullorðinn einstaklingur
Óður Birgis Sigurðssonar til
bernskunnar, Í túninu heima
Bernskan Sýningin Í túninu heima var opnuð í gærkvöldi og stendur til sunnu-
dags. Hann hóf leika með gjörningi með ljóðum, söng og hreyfingu.