Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Virka, ein þekktasta vefnaðarvöruverslun landsins. Öflugt fyrirtæki í góðum rekstri með gott orðspor og vörumerkjavild. • Einn vinsælasti og þekktasti veitingastaður landsins sem staðsettur er á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Mikill og vaxandi hagnaður. Langur leigusamningur. • Rótgróið, öflugt og vel tækjum búið þvottahús í miklum vexti sem þjónar aðallega hótelum og gistiaðilum. Gott tækifæri til að gera enn betur. • Vinsælt hótel á einstökum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Velta eins og um hótel í höfuðborginni sé að ræða. • Kraum, einstök verslun með íslenska hönnun, fatnað og gjafavöru. • Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar. • Lítið fyrirtæki með sterka stöðu á sérhæfðum markaði með sjálfsala og leiktæki. Velta og afkoma stöðug, en tækifæri á að gera enn betur. Spennandi tækifæri fyrir einstakling eða hjón. • Vefverslun sem hefur starfað um nokkurra ára skeið. Mánaðarleg velta 4 til 5 mkr., hagkvæm lagerstærð og góð framlegð. Öll vara send með Íslandspósti. • Gamalgróinn og mjög vinsæll veitingastaður, staðsettur á einstökum stað í miðbænum. Frábær eining fyrir hjón eða einstaklinga. • Stöndug heildsöluverslun með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnaðinn í mjög góðu og stóru eigin húsnæði á besta stað í borginni. Velta 300 mkr. og afkoma góð. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkróki „Ég stend í gömlum sporum á Naf- arbrúninni fyrir ofan Sauðárkrók, sunnan Kirkjuklaufar, skyggnist um, kann samt utanað það sem ég sé, þekki það ekki síður en línurnar í lófum mínum. Hingað hraða ég mér alltaf þegar leiðin liggur á slóðir uppvaxtarára minna.“ Með þessum orðum opnar skáldið Hannes Pétursson minn- ingamyndabók sína, Jarðlag í tím- anum, þaðan sem hann af brún Naf- anna sér í sjónhendingu allan vettvang bernsku sinnar og æsku, og finnur ótal vörður og leiðarsteina, sem vísa til þeirra sælu stunda þeg- ar ekki þjökuðu áhyggjur og nær alltaf var gott veður.    Einmitt á þessum stað, á Nafarbrúninni, hefur á vegum sveit- arfélagsins verið ákveðið að skapa nokkurskonar „heiðurstákn“ um skáldið Hannes Pétursson og hefur verkefnið hlotið vinnuheitið Hann- esarskjól. Um er að ræða hringlaga skjól, hlaðið úr höggnu grjóti og torfi, er opnast til norðausturs, með sýn til hafs og eyja, en innan skjóls- ins verða í steini varðveitt fótspor barns, en einnig hins fullorðna skálds sem rifjar upp atvik liðinnar bernsku frá þessum gamla sjónar- hóli.    Sveitarfélagið Skagafjörður stendur að gerð Hannesarskjóls, en Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra og Menningarsjóður Kaup- félags Skagfirðinga hafa styrkt verkefnið. Hönnun og hleðslu veggja Hannesarskjóls annast Helgi Sig- urðsson hjá Fornverki.    Eins og annars staðar á land- inu hefur haustblíðan leikið við Skagfirðinga, og sérstakt dálítið að í fyrsta sinn festi snjó á götum Sauð- árkróks nú rétt í lok október. Sá snjór var orðinn að bleytu þegar að morgni næsta dags, en víða um hér- aðið hefur ekki gránað í byggð til þessa. Þessi góða tíð hefur orðið til þess að víða eru byggingarfram- kvæmdir í fullum gangi og þó nokk- uð um að vera í framkvæmdum á vegum einstaklinga og sveitarfé- lagsins. Má þar nefna að nú er unnið að uppsetningu gangbrautarljósa við Árskóla, en þar hefur á undan- förnum árum verið gangbrautar- varsla sem nemendur úr elstu bekkj- unum hafa annast á morgnana við upphaf skóladags, einmitt þegar morgunumferð er mest og myrkrið sem svartast, og er þetta væntan- lega stórt skref í öryggismálum nemenda.    Nokkur íbúðarhús eru í bygg- ingu á vegum einstaklinga og einnig hefur heyrst að Byggingafélagið Bú- höldar hafi sótt um lóðir fyrir bygg- ingu þriggja parhúsa. Það félag hef- ur á undanförnum árum reist 44 íbúðir fyrir aldraða og hyggst nú halda áfram á sömu braut, enda eft- irspurn næg. Þórður Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Búhöldanna, segir að mikil eftirspurn sé eftir þeim íbúðum sem félagið bjóði upp á, en vandamálið sé fyrst og síðast núna, að sveitarfélagið hafi ekki lóð- ir sem henti og því hafi hann hætt að skrá pantanir eftir íbúðum, en nú þegar séu 14 á biðlista.    Innan tíðar mun hafin breyting á gamla Barnaskólanum við Freyju- götu, sem seldur var Byggingafyr- irtækinu Friðriki Jónssyni ehf. ásamt fleiri aðilum. Gert er ráð fyrir að breyta skólanum í fjölbýlishús með ellefu íbúðum og er það einkar ánægjulegt, þar sem húsið hefur verið umhirðulaust af hálfu sveitar- félagsins í hálfan annan áratug, ver- ið verulegt lýti í umhverfi sínu, en nú mun væntanlega verða breyting þar á.    Á fjárhagsáætlun yfirstand- andi árs voru settar eitt hundrað og fimmtíu milljónir til hönnunar og lagfæringar á sundlauginni. Í fyrstu munu verða gerðar lagfæringar inn- anhúss, það er að færa búningsklefa kvenna upp um eina hæð, þannig að ekki þurfi að ganga upp tröppur til þess að komast í sundlaugina. Þá mun einnig ætlunin að koma fyrir lyftu úr afgreiðslu og upp í búnings- klefa.    Sú nýbreytni hefur á orðið að félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey hafa tekið að sér og munu hér eftir annast alla jólalýsingu í kirkjugarð- inum, það er setja ljósin upp og sjá um að þau séu í lagi, en einnig að af- loknum hátíðum að taka þau niður og geyma til næstu jóla. Allmiklar framkvæmdir hafa verið í kirkju- garðinum að undanförnu, settir hafa verið upp tengikassar vegna lýsing- arinnar og lagfærðar allar raf- og vatnslagnir. Þá hefur verið reist nýtt aðstöðuhús við garðinn, sem bætir úr brýnni þörf, en er þó aðeins hluti þess húsakostar sem gert er ráð fyr- ir í endanlegu skipulagi.    Skagfirðingabók, rit Sögu- félags Skagfirðinga, er nýlega komin út. Fyrsta bók félagsins með þessu heiti kom út árið 1966 og hefur því um hálfrar aldar skeið flutt les- endum sínum sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Að venju er ein uppi- stöðugrein í þessari bók, en lengst- um hefur verið sú hefð að í hverri bók er ítarleg grein um einhvern merkan Skagfirðing og að þessu sinni fjallar Sölvi Sveinsson um kaupmannshjónin Guðrúnu Bjarna- dóttur og Harald Júlíusson kaup- mann.    Í tilefni af 125 ára afmæli Kaupfélags Skagfirðinga ákvað fé- lagið að ganga til samstarfs við Ferðafélag Íslands og færa öllum fé- lagsmönnum sínum hinar þrjár bækur félagsins sem fjalla um Skagafjörð, en allar eru þær skrif- aðar af Páli Sigurðssyni, fyrrverandi forseta Ferðafélagsins, og kom sú fyrsta út árið 2012, en hin síðasta nú í ár. Eru allar bækurnar mjög vand- aðar og gefa heildstæða mynd af héraðinu, náttúru og landkostum og afhentar í veglegri gjafaöskju.    Í byrjun ágúst var tekinn í notk- un nýr vatnsforðatankur á Norður- Nöfum, en verulega var orðið aðkall- andi að bregðast við vegna aukinnar vatnsnotkunar vegna mikillar mat- vælavinnslu ýmiskonar á Eyrinni. Það var K-tak sem annaðist bygg- inguna sem tekur um 1.100 rúmm. af vatni. Indriði Einarsson hjá Sveitar- félaginu Skagafirði sagði að nú í lið- inni sláturtíð hefði mjög greinilega komið í ljós hversu aðkallandi þetta verk hefði verið og ljóst að ekki mætti láta hér staðar numið, heldur þyrfti verulega aukningu á inn- rennsli, hér væri aðeins um forðabúr fyrir daglega notkun að ræða.    Að öllu samanlögðu er mann- líf frekar gott í Skagafirði, þeir sem aldrei ganga að neinu sem gefnu og vita fullvel að ekki verður tryggt eft- ir á hafa fyrir langa löngu sett negldu vetrardekkin undir og berj- ast um á þeim á auðu malbikinu, en hinir sem kærulausari eru ætla að hinkra við enn um stund ef svo ólík- lega vildi nú til þetta yrði hreint af- burðagott haust og blíða fram yfir hátíðar. Morgunblaðið/Björn Björnsson Hannesarskjól Verið er að reisa hringlaga skjól, hlaðið úr höggnu grjóti og torfi með sýn til hafs og eyja. Heiðurstákn um Hannes Pétursson á Nöfunum Á næstu þremur árum munu Isavia og Slysavarnafélagið Landsbjörg sameinast um að bæta verulega bún- að sem auðveldar björgunarsveitum víða um land að bregðast við hóp- slysum sem hugsanlega verða á þjóðvegum landsins, utan alfaraleið- ar eða við vinsæla ferðamannastaði. Samkvæmt samningi sem undir- ritaður var í höfuðstöðvum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar í gær verða útbúnar sérstakar kerrur með sérhæfðum búnaði sem björgunar- sveitir geta með lítilli fyrirhöfn tekið með sér á slysstað. Isavia leggur 12 milljónir króna á ári til verksins, samtals 36 milljónir króna. Lands- björg sér um að velja búnaðinn, hanna kerrurnar og velja þeim stað miðað við hugsanlega hættu á hóp- slysum og þar sem viðbragð er tak- markað. Búnaðurinn í kerrunum miðast við að björgunarsveitafólk geti veitt skjól og aðhlynningu á slysstað utan alfaraleiðar á stöðum þar sem langt er í heilbrigðisþjónustu og aðrar bjargir. Við val á staðsetningu kerr- anna verður tekið mið af fjölda ferðamanna, viðbragðsaðilum á við- komandi svæði, áhættugreiningu al- mannavarna og hópslysaskýrslu Isavia. Framlag Isavia nær til hönn- unar og smíði kerranna og til kaupa á þeim búnaði sem í þeim er. Semja um búnað vegna hópslysa  Isavia og Landsbjörg í samstarfi Ljósmynd/Landsbjörg Samið Björn Óli Hauksson og Smári Sigurðsson takast í hendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.