Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealozaugndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar Styrkþegi er Fyrstu tengsl, samtök sem sérhæfa sig í meðferð vegna þunglyndis á meðgöngu og eftir barnsburð. Fjöldi listamanna leggur málefninu lið. Miðar við innganginn kr. 3.000. Ekki tekið við kortum. verða í Guðríðarkirkju 13. nóvember kl. 16.00 „Þegar svona hvasst er þarf maður að hafa sig allan við að synda,“ segir gamli sjóarinn Sigurður Friðriksson eftir sjósundsprettinn sem hann tók í Nauthólsvíkinni í gær. Vind- urinn var um 20 metrar á sekúndu. Sigurður hefur farið um 500 ferðir í Nauthólsvíkinni, ekki síst yfir vetrarmánuðina, en notar aldrei húfu, og sundgleraugu hafa aldrei komið á höfuð hans. Þegar synt er á móti vindi fer sjór í augu og ofan í sundmanninn. „Það hættuleg- asta í sjósundinu er að synda undan vindi. Slysin gerast þegar þú snýrð við og ætlar til baka,“ segir Sigurður. Hann er betur þekktur sem Diddi Frissa. Var í fjörutíu ár skipstjóri og sjómaður á Suðurnesjum en er nú kominn í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Pusar yfir gamla sjóarann í Nauthólsvíkinni Sigurður Friðriksson vill synda á móti vindinum Rúmlega 200 mál hafa komið upp það sem af er árinu þar sem toll- verðir hafa stöðvað póstsendingar sem innihéldu fíkniefni, stera og ávanabindandi lyf. Til októberloka eru slík mál orðin samtals 214 en voru 221 talsins allt árið 2014. Það ár var metár í haldlagningu slíkra sendinga, að því er fram kemur í frétt frá tollstjóra. Í langflestum tilfellum er um minni háttar mál að ræða, en stærri innan um. Má þar nefna póstsendingu sem tollverðir stöðv- uðu í síðasta mánuði og reyndist hún innihalda tæplega kíló af metamfetamíni. Hafði efnið verið falið í handsápum en það dugði ekki til. Tollstjóri hefur kært ofangreind mál sem upp hafa komið til lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu sem fer með rannsókn þeirra. Tollstjóri minnir á fíkniefnasím- ann 800-5005. Fíkniefni og sterar í póstsendingum Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, afhenti Óbyggðasetri Íslands nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar við hátíðlega at- höfn á Kex Hostel í gær en Kex Hostel hlaut sömu verðlaun árið 2011 og því við hæfi að verðlaunin í ár hafi verið afhent þar. „Það er ánægjulegt að fá viður- kenningu á framtaki sínu og hug- mynd en við hjónin fengum hug- myndina að setrinu fyrir að verða fimm árum og opnuðum það svo loks í ár,“ segir Steingrímur Karls- son en hann og kona hans, Arna Björg Bjarnadóttir, eru bæði alin upp í sveit og vildu bjóða ferða- mönnum að upplifa sveitalífið við mestu óbyggðir í Norður-Evrópu. Sveitalífið og náttúran Óbyggðasetrið er í Norðurdal í Fljótsdal á Austurlandi. Náttúran er einstök þar eins og svo víða á landinu en Steingrímur segir til- gang setursins að njóta en ekki að þjóta. „Hér geta ferðamenn séð hvernig við eldum í gamaldags eldhúsi, gist í baðstofu og farið í göngu- og hesta- ferðir um svæðið. Við erum því ekki síður að selja náttúruna en setrið sjálft og sýninguna á setrinu,“ segir Steingrímur en staðsetningin er ekki síður einstök fyrir þær sakir að hvort sem ekin er norður- eða suð- urleiðin frá Reykjavík er aksturs- tíminn nokkurn veginn sá sami. „Við segjum stundum að við séum eins langt frá Reykjavík og mögu- legt er á landinu,“ segir Steingrímur sposkur á svip en í Óbyggðasetrinu er enginn æsingur eða æðibunu- gangur. „Hér eru engir stórir jeppar á ferð heldur einblínum við á rólega ferðamennsku þar sem gestir okkar fá að kynnast náttúrunni, labbandi eða á hesti og sveitalífinu á setrinu.“ Tilgangurinn að njóta en ekki þjóta  Óbyggðasetrið hlaut verðlaun SAF Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands sam- einast um áramót í framhaldi af raf- rænni allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Í nýja félaginu verða um 4.000 félagsmenn. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samruna var kynnt síðdegis í gær og var afgerandi: 76,2% verkfræðinga, sem greiddu atkvæði, samþykktu sameiningu og 92,6% tæknifræð- inga. Kjörsókn var um 32% hjá verk- fræðingum en tæplega 54% hjá tæknifræðingum. Nú blasir því við að sameinað félag, Verkfræðinga- félag Íslands, félag verkfræðinga og tæknifræðinga, taki til starfa 1. jan- úar 2017, að því er fram kemur í til- kynningu. Stjórn Tæknifræðingafélagsins lýsti í vor áhuga á að ræða samein- ingu verkfræðinga og tæknifræð- inga í eitt félag og stjórn Verkfræð- ingafélagsins samþykkti að vinna að sameiningu og leggja tillögu þar að lútandi undir atkvæði félagsmanna. Um fjögur þúsund manns í nýju félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.