Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS T E X T I 15.9 - 8.1.2017 Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 12.2.2017 JOAN JONAS Reanimation Detail 2010/2012 26.10 - 29.01 2017 Leiðsögn með safnstjóra sunnudaginn 13. nóvember kl. 14 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Leiðsögn á ensku alla föstudaga kl. 12.10 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9. - 28.05. 2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is KAFFISTOFA heimabakaðar kökur SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sunnudaginn 13. nóvember kl. 14: Leiðsögn á ensku um sýninguna Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Portrett Kaldals í Myndasal Kaldal í tíma og rúmi á Vegg Ritröðin Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar á torgi Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Útskýringa eður inngangs er þörf áður en ég legg í að rýna í þá tónlist sem hér er á boðstólum. Hún á sér nefnilega nokkra forsögu en hún var upprunalega samin sem hluti af samnefndu verki Kjartans og Ragn- ars Kjartanssonar sem var sett upp í Berlín fyrir tveimur og hálfu ári eða svo. Vettvangurinn var hið fornfræga Volksbühne og þá var um margháttað verk að ræða; engir leikarar tróðu upp á sviðinu og var leikmynd, ljós og svo tónlistin látin bera það uppi. Tónlistin spilaði þar mikla og dramatíska rullu í allri framvindu, 40 manna hljómsveit og sextán manna kór sá um flutning- inn og Davíð Þór Jónsson fór ham- förum sem stjórnandi. Himneskar opinberanir Titill verksins vísar í Heimsljós Halldórs Laxness, nánar tiltekið upphafshluta þess verks. Kjartan hafði og samið tónlist fyrir upp- færslu Þjóðleikhússins á því verki árið 2011 og Ragnar og Kjartan tóku með sér hugmyndir um feg- urðina, hana sem slíka, inn í Der Klang der Offenbarung des Gött- lichen. Að mati Ragnars er Laxness bæði að afbyggja og upphefja feg- urðina í Heimsljósi, eins og hann nefndi í stuttu spjalli við Morg- unblaðið á sínum tíma, og þá nálgun studdust þeir félagar við í allri úr- vinnslu. Þó að platan, tónlistin, sé kynnt sem fyrsta sólóverk Kjartans er hann auðvitað langt í frá einhver nýgræðingur. Hann var meðlimur í Sigur Rós um fimmtán ára skeið (1997 – 2012) og hefur líka samið kvikmyndatónlist, m.a. við myndir Rúnars Rúnarssonar auk tónlistar við myndir eftir Neil Jordan og Ramin Ba- hrani. Fleiri og ann- ars konar verkefnum hefur hann auk þess sinnt en óneitanlega er þessi útgáfa sú fyrsta sem hleypt er af stokkum með nokkuð eft- irtektarverðum glæsibrag. Tónlist- in kemur út í nokkrum formum, eins og venja er, sem streymi og niðurhal, nema hvað, en auk þess sem forláta vínyll, tvöföld tíu- tomma, hvorki meira né minna. Umslagshönnun er einstaklega snotur og hver kafli verksins fær að njóta sín á sinni hliðinni hver. En förum (loksins!) inn í sjálfa tónlistina. Henni er skipt upp í fjóra hluta sem bera einfaldlega nöfnin Teil I – IV. Fyrsti hlutinn fer af stað með dramatískum hætti, lág- stemmdir en þó knýjandi strengir leiða framvinduna og það er svona „það er eitthvað rosalegt að fara að gerast“ andi hangandi yfir. Þetta stef stigmagnast með afgerandi hætti og höfundar eins og Arvo Pärt og kannski helst Penderecki koma upp í hugann. Naumhyggja og ákveðnir epískir eiginleikar sem nýttir eru til hins ýtrasta. Kórinn Kjartan Sveinsson gefur út fyrsta sólóverkefni sitt í hljómplötuformi, óperuna Der Klang der Of- fenbarung des Göttlichen, en verkið er sprottið upp úr samstarfi hans og Ragnars Kjartanssonar. Tékkland – Ísland er yfirskrift tón- leika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á morgun, sunnu- dag, kl. 15.15. Er þar stefnt saman tékkneskri og íslenskri tónlist og tónlistarflytjendum. PiKap- strengjakvartettinn frá Tékklandi leikur strengjakvartett eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur ásamt kvart- ettum eftir Smetana, Sylvie Bodo- rová og Jaroslav Krèek og fær svo til liðs við sig Eydísi Franzdóttur ástaróbóleikara til flutnings á Di- vertimento d’Amore eftir Daniel Pitra. Miðar eru seldir á tix.is og við innganginn. Þess má geta að verk- in verða einnig leikin í Álfagerði í Vogum í dag, laugardag kl. 16, Hofi á Akureyri þriðjudaginn 15. nóv. kl. 20 og í sal Tónlistarskóla Akra- nes föstudaginn 18. nóv. kl. 20. Virk PiKap strengjakvartettinn kemur frá Vestur-Tékklandi. Tékkland – Ísland Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is „Þetta eru verk frá síðustu tveimur árum,“ segir myndlistarkonan Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, um efni sýn- ingarinnar Línudans sem opnuð verður í Gerðubergi í dag kl. 16. Rúna fagnar níræðisafmæli á þriðju- daginn kemur og er því með elstu starfandi listamönnum landsins. Ferill hennar spannar um sjötíu ár af leirlist, myndskreytingum, mynd- list og félagsstörfum í þágu lista- manna. Í tilefni stórafmælisins efnir Menningarhúsið Gerðuberg til mál- þings um ævi og störf Rúnu í dag kl. 13, sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, setur. Vildi ekki að verða olíumálari „Þetta er allt málað á handgerðan japanskan pappír, ég hef tekið ást- fóstri við hann,“ segir Rúna og tekur fram að hún hafi ákveðið að hún vildi ekki verða olíumálari. „Ég teiknaði mikið og ég vildi halda mig við papp- írinn og pappírsvinnuna. Svo upp- götvaði ég þennan pappír sem er mjög inspírerandi. Fyrst teiknaði ég mikið og lét pappírinn vinna með en síðan fór ég að nota hann meira sem efnivið og mála bara alveg á hann. Hann gefur líka vissa tilfinningu.“ Spurð um vinnuvenjur segir Rúna að hún hafi alltaf þurft á þögn að halda og unnið best á morgnana. „Ég hef aldrei unnið á kvöldin, ekki ótilneydd. Ég hef alltaf verið morg- unmanneskja og man eftir að hafa farið á fætur ansi snemma til að geta unnið áður en fólk var komið á fæt- ur.“ Rúna segir helstu breytingu síð- ustu ára vera minnkað úthald. „Minn hái aldur segir nú aðeins til sín og ég er ekki eins úthaldsgóð og ég var. Mér þykir óskaplega gott að vinna svona tvo til þrjá tíma í einu og þá geri ég það helst bara strax eftir morgunkaffið. Svo tek ég stundum törn seinni partinn þegar ég er vel upplögð.“ Innblásturinn ævintýri og ljóð Flæðandi línuspil er eitt höfuðein- kenna í verkum Rúnu. „Ég er alltaf svolítið fígúratíf. Það eru ákveðin minni sem koma, form sem hafa fylgt mér lengi. Hérna er það mikið form konunnar sem við vitum að eru falleg og mjúk.“ Hún sækir inn- blástur mest í ljóð og sögur og segist alla tíð hafa lesið mikið. „Fólk átti alltaf að vera að vinna hérna í gamla daga en það var líka litið á lestur sem vinnu á mínu heimili. Það var fullur skilningur á því að maður lægi í bókum.“ Vegna hvatningar frá af- komendunum er Rúna sjálf byrjuð að skrifa og á sýningunni má einmitt finna ljóð eftir hana. Ljóðið er að sögn Rúnu lýsandi fyrir sýninguna en þar eru skírskotanir í önnur ljóð og ævintýri. „Þetta eru svona hug- leiðingar. Ég tengi þessa sýningu svolítið við gamla góða ævintýrið.“ Sjálfsagt ekkert skammaður Bæði sýningin og málþingið bera yfirskriftina Línudans. Á mál- þinginu verða störf Rúnu kynnt og rædd. „Það verða fjórir fyrirlestrar, svona af því að ég hef verið á ýmsum sviðum. Þarna talar Kristín Ragna Gunnarsdóttir um myndskreyt- ingar, Guðný Magnúsdóttir um leir- listina, Aðalsteinn Ingólfsson um málverkin og Valgerður Bergsdóttir um félagsmál.“ Rúnu finnst furðu- legt en gaman að halda eigi málþing henni til heiðurs. „Mér finnst það bara mjög skemmtilegt. Maður er auðvitað hégómagjarn, erum við það ekki öll? Þetta er gott fólk sem ætlar að fjalla um þetta.“ Rúna segist hlakka til að hlusta en hún býst við því að umfjöllunin verði á jákvæðum nótum. „Maður er sjálfsagt ekkert skammaður undir svona kringum- stæðum.“ Þess má að lokum geta að sýn- ingin stendur til 5. febrúar. Tók ástfóstri við japanska pappírinn  Sýning og málþing Rúnu til heiðurs í Gerðubergi í dag Morgunblaðið/RAX Ævintýri „Ég tengi þessa sýningu svolítið við gamla góða ævintýrið,“ segir Rúna sem verður níræð í næstu viku. Kirkjukór Lágafellssóknar hefur frá árinu 1999 árlega haldið styrktartónleika undir nafninu Jólaljós. Þetta ár- ið verða tónleikarnir í Guðríðarkirkju í Grafarholti á morgun, sunnudag, kl. 16. Að þessu sinni rennur allur aðgangseyrir til samtakanna Fyrstu tengsl sem sérhæfa sig í meðferð vegna þunglyndis á meðgöngu og eftir barnsburð. Á tónleikunum koma m.a. fram Kirkjukór Lágafellssóknar undir stjórn Kjartans Jósefssonar, Egill Ólafsson, Gréta Salóme og Bergþór Pálsson. Kynnir er Örn Árnason og listrænn stjórnandi Jónas Þórir. Miðar eru seldir við innganginn og kosta 3.000 krónur. Styrktartónleikar í Guðríðarkirkju Egill Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.