Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is „Þetta er hjartnæm og einstök ást. Allir elska dýrin sín en fáir elska þau jafnmikið og Bjössi,“ segir Kári G. Schram um viðfangsefni heimild- armyndarinnar Svarta gengið, sem verður forsýnd í Bíó Paradís kl. 20 í kvöld og frumsýnd á morgun. Svarta gengið segir stórbrotna sögu Þorbjörns Péturssonar, Bjössa á Ósi eins og hann er yfirleitt kall- aður. Þorbjörn var fjárbóndi á Ósi í Arnarfirði en fyrir nokkrum árum þurfti hann að hætta búskap vegna veikinda. Í því fólst meðal annars að fella allt sauðfé á bænum, þar á með- al séralinn stofn sem hann kallaði „svarta gengið“ og stóð honum sér- staklega nærri. Lítil tengsl við umheiminn Svarta gengið dregur nafn sitt af tinnusvartri ullinni en stofninn kom inn í líf Þorbjörns í lok níunda ára- tugarins. „Hann tekur að sér heim- alning sem verður honum afar kær. Það er formóðirin, kölluð mamma og amma og út frá henni vex sérstakur stofn,“ segir Kári, spurður um sög- una á bak við svarta gengið. „Hann elur þessar kindur dálítið sér, þær eru sérstakar og í svolitlu uppáhaldi hjá honum.“ Kári segir að erfitt sé að gera sér grein fyrir tilverunni að Ósi, bærinn sé úr alfaraleið og innilokaður stór- an hluta árs. „Það má ekki gleyma því að allar heiðarnar lokast þarna í kring.“ Samskipti Bjössa við annað fólk einskorðast því að miklu leyti við póstburðarmenn sem koma til hans annað slagið og þó hann hafi ol- íurafstöð fyrir rafmagn eru tengslin við umheiminn takmörkuð. Sam- bandið við mállausu vinina var hon- um því kært. „Þetta verður ein stór og mikil fjölskylda. Ef þær sáu hann ganga í hlíðum og fjöllum komu þær hlaup- andi. Þá gaukaði hann að þeim kexi sem hann var vanur að gefa þeim. Þetta var náið samband.“ Kári segir stofninn hafa stækkað jafnt og þétt og þegar meðlimir gengisins hafi fallið frá hafi Bjössi jarðsett þá í heiðursgrafreit við ósinn sem bær- inn dregur nafn sitt af. „Svo fer hann að missa þol og veikindi fara að hrjá hann. Hann er tilneyddur til að bregða búi en til- hugsunin um að senda vinina í slát- urhús er óbærileg. Þá kom ekki ann- að til greina en að jarðsetja féð heima við.“ Þorbjörn býr ennþá á Ósi bróðurpart ársins og var að vinna í frágangi á búinu og jörðinni þegar hann fékk hugmyndina um minnisvarða. „Hann fær þessa hug- dettu að byggja yfir kindurnar minnisvarða í minningu svarta geng- isins. Við viljum meina að þetta sé nú svona minningarreitur fyrir ís- lensku sauðkindina, sá eini sem finnst á byggðu bóli.“ Eyrun stækkuðu Kári fékk veður af sögu Þorbjörns þegar hann var í vinnuferð á Vest- fjörðum. „Ég er í hádegismat og heyri í einni þarna á staðnum tala um að Bjössi væri að panta legsteina fyrir kindurnar. Þá stækkuðu eyrun á mér og ég fór að kanna þetta.“ Kári hitti Þorbjörn í kjölfarið og segir hann að ágætis vinskapur hafi tekist með þeim. „Hann var í þessari vegferð sinni að ganga frá bæ og búi og ég svona þvældist með honum og fékk að fylgjast með.“ Unnið saman í sex ár Kári kynntist Þorbirni stuttu eftir að sá síðarnefndi jarðsetti svarta gengið og hefur heimildarmyndin verið í vinnslu síðan, eða í rúm sex ár. Kjarni sögunnar liggur í ferli Bjössa við að setja upp minnisvarða um svarta gengið og ósk hans um að fá að vera jarðsettur við hlið vina sinna þegar þar að kemur. „Þetta er í hnotskurn saga einsetumanns sem gerir hið ótrúlega; að eyða sínum krónum í að varðveita minningu vina sinna. Þetta er einsdæmi hérna á Ís- landi, held ég. Svo er það hans hinsti draumur að láta jarða sig með svarta genginu því auðvitað vill mað- ur vera þar sem manni líður vel, hjá þeim sem voru fjölskylda manns.“ Kári segist hafa notið þess að vera í félagsskap Bjössa og vonast til að tilfinningin sé gagnkvæm. „Karakt- erinn er ótrúlegur og ægifagur í alla staði og hún er einstök þessi innri ást sem hann hefur á umhverfinu og sínum mállausu vinum, sem voru náttúrulega hans fjölskylda í einu og öllu.“ Kári segir það ekki hafa tekið langan tíma að telja Bjössa á að taka þátt í verkefninu en að hann hafi val- ið að vinna myndina einn svo að- stæður og persónan yrðu sem næst raunveruleikanum. „Það er þessi hrái sannleikur sem skiptir svo miklu máli í dag. Það skiptir máli við þessar aðstæður að vera ekki að hlaupa inn í kvikmyndatökur með einhvern fjölda manns. Þá nærðu aldrei persónunni.“ Kári er því í senn leikstjóri, handritshöfundur, klippari og framleiðandi mynd- arinnar. Tónlistin er hins vegar sam- in af Friðjóni Guðlaugssyni og Elísa Björk Schram sá um titla og grafík. Lokamyndin í þríleik Kári hefur áður unnið að tveimur myndum um gamla tíma en hann hyggst nú snúa sér að annarskonar verkefnum. „Þetta er síðasta mynd- in í svona þríleik um gamla tíma. Nú taka við ný og fersk og skemmtilegt verkefni.“ Heimildarmyndir verða þó áfram í forgrunni hjá Kára, sem telur að Íslendingar mættu vera duglegri að sjá slíkar myndir í kvik- myndahúsum. „Það er allt annað að sjá þetta í bíó en í sjónvarpi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Félagar Bjössi er kominn í bæinn til að vera viðstaddur forsýninguna. „Hann var ekkert alveg til í það en hann neyddist til að koma,“ segir Kári. „Ótrúlegur og ægifagur“  Heimildarmyndin Svarta gengið frumsýnd í Bíó Paradís á morgun Dr. Stephen Vincent Strange slasast svo illa á höndum í bílslysi að hann verður ófær um framkvæmd skurðaðgerða. Til að leita sér lækninga heldur hann út í heim og hittir að lok- um „hinn forna“ sem kennir honum að nota hendurnar og hæfileika sína á alveg nýjan hátt. Metacritic 74/100 IMDb 8,2/10 Laugarásbíó 14.00 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 22.40 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00 Doctor Strange 12 The Light Between Oceans Vitavörður og eiginkona hans búa við ströndina í Vestur- Ástralíu, og ala upp skipreka barn sem þau finna í árabát Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 18.00, 21.00 Sambíóin Kringlunni 18.00, 21.00, 23.40 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 The Accountant 16 Christian Wolff er stærð- fræðingur sem hefur meiri áhuga á tölum en fólki. Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 15.30, 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 18.00, 21.00, 23.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 22.40 Jack Reacher: Never Go Back 12 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Grimmd 12 Morgunblaðið bbbnn IMDb 5,8/10 Smárabíó 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.10, 20.50 Eiðurinn 12 Morgunblaðið bbbbb IMDb 7,7/10 Háskólabíó 15.30, 21.00 Eight Days a Week - The Touring Years Háskólabíó 18.00 Brotið Borgarbíó Akureyri 18.00 Bridget Jones’s Baby 12 Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.30 The Girl on the Train 16 Metacritic 47/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Inferno 12 Smárabíó 19.50, 22.30 Ísaksskóli í 90 ár Háskólabíó 16.00 Sully 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 22.30 Hacksaw Ridge 16 Byggð á magnaðri sögu her- læknisins Desmond T. Doss, sem neitaði að bera vopn í seinni heimsstyrjöldinni. Metacritic 66/100 IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.40 Háskólabíó 17.30, 20.30 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.30 Middle School Metacritic 51/100 IMDb 5,8/100 Smárabíó 13.00, 15.30 Max Steel 12 Metacritic 22/100 IMDb 4,9/10 Smárabíó 15.20, 17.40 Arrival 12 Þegar dularfull geimskip lenda víðsvegar um jörðina setja jarðarbúar saman teymi af fólki til að rannsaka hvað sé um að vera. Metacritic 80/100 IMDb 8,5/10 Laugarásbíó 20.00, 22.25 Smárabíó 13.30, 14.00, 16.40, 17.00, 19.30, 20.00, 22.10, 22.35 Háskólabíó 15.20, 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Masterminds Metacritic 47/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 19.50, 22.00 Sjöundi dvergurinn Hin illa norn Dellamorta lagði bölvun á Rose prins- essu Sambíóin Álfabakka 13.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.00, 17.30 Sambíóin Kringlunni 13.00, 14.00, 16.00 Sambíóin Akureyri 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 13.30, 15.30, 18.00 Storkar Metacritic 55/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 15.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Egilshöll 13.00 Sambíóin Kringlunni 14.00, 16.00 Sambíóin Akureyri 13.30, 15.30 Sambíóin Keflavík 16.00 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 14.00 Smárabíó 13.00, 13.10, 15.20, 17.30, 17.50 Háskólabíó 15.30 Borgarbíó Akureyri 14.00, 18.00 Robinson Crusoe Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.00 Leitin að Dóru Metacritic 77/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.10 Leynilíf Gæludýra Metacritic 61/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 14.00 Innsæi Bíó Paradís 20.00 Captain Fantastic Metacritic 72/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 22.00 Child Eater Helen grunar ekki hversu hryllilegt kvöld hún á í vænd- um IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 22.00 Aumingja Ísland Bíó Paradís 20.00 Slack Bay Bíó Paradís 17.45 The girl with all the gifts Metacritic 73/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.00 Leonardo: Exhibition on Screen Bíó Paradís 18.00 Ransacked Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 18.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.