Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 43
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Árið 1975 fór grænmetisætan
Lilja á sumarvertíð á Tungufellinu
frá Tálknafirði sem kokkur og vann
þannig fyrir sínu fyrsta franska
horni. Hásetar hlógu að brjóstahald-
aralausu stelpunni að sunnan með
lúðurinn og sögðu að það gæti komið
sér vel í þoku að hafa hana um borð.
Þetta haust spilaði Lilja á nýja horn-
ið sitt á kvennafrídeginum mikla,
uppi á palli á Lækjartorgi. Tíu árum
síðar hóaði hún saman fyrsta
kvennalúðrabandi Íslands í tilefni af
afmæli kvennadags og stjórnaði því.
Þetta voru alls um þrjátíu vaskar
músíkalskar stúlkur sem voru að
vakna til vitundar um kúgun karla.
Þórunn systir fékk stolt að spila á
bassatrommuna og Vala systir á
simbala.
Fjölskylda
Lilja eignaðist fyrri dóttur sína
Völu með Gesti Guðnasyni gítarleik-
ara 28.9. 1976. Vala er tónskáld og
verkefnastjóri. Hún eignaðist
ömmubarnið Lilju Sól 2.9. 2014 með
Einari Björgvin Davíðssyni. Seinni
dóttur sína, Snjólaugu, á Lilja með
dr. Árna Sigurjónssyni, bókmennta-
fræðingi og skrifstofustjóra. Hún er
fædd 29.8. 1987. Hún stundar dokt-
orsnám í alþjóðahafrétti við Edin-
borgarháskóla.
Systkini Lilju: Alexander Einar, f.
22.12. 1947, kennari, Ragnheiður, f.
18.6. 1949, klippari, Þórunn, f. 15.4.
1954, sagnfræðingur og rithöfundur,
Trausti, f. 1.11. 1957, læknir, Vala
Sigurlaug, f. 21.1. 1960, kennari, og
Ásdís, f. 18.7. 1962, víóluleikari.
Hálfsystkini Lilju samfeðra eru Árni
Björn, f. 8.11. 1965, smiður, Ólafur
Kristján, f. 12.11. 1967, hagfræð-
ingur og nuddari með meiru, Vífill, f.
8.8. 1969, kennari, Sindri, f. 19.4.
1971, læknir, og Kristín Þórdís
Valdimarsdóttir, f. 19.10. 1975,
sjúkraþjálfari.
Foreldrar Lilju: Georg Valdimar
Ólafsson, f. 13.8. 1926, d. 2.4. 2008,
yfirflugumferðarstjóri í Reykjavík,
og Erla Þórdís Jónsdóttir, f. 9.2.
1929, d. 28.2. 1987, kennari í Reykja-
vík. Stjúpi Lilju: Helgi Kolbeinsson
bifvélavirki.
Úr frændgarði Lilju Valdimarsdóttur
Lilja
Valdimars-
dóttir
Oddný Erlingsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Jón Kristjánsson
sjómaður og verkstjóri í Reykjavík
Þórunn Elín Jónsdóttir
kennari í Reykjavík
Erlingur Jónsson
húsgagnasmiður í Reykjavík
Elísabet
Erlingsdóttir
söngkona
Erla Þórdís Jónsdóttir
kennari í Reykjavík
Jón Alexandersson
forstjóri hlustendaþjónustu
Ríkisútvarpsins, Reykjavík
Ásdís Alexandersdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Kristþór Alexandersson
forstjóri í Reykjavík
Sveinbjörg Alexanders
ballettdansari og listaskóla-
stjóri í Bandaríkjunum
Ásdís Stross
fiðluleikari
Ásdís Geirlaug Þórðardóttir
húsmóðir í Ólafsvík og Reykjavík
Alexander Einar Valentínusson
smiður í Ólafsvík og Reykjavík
Guðmundur Bjarnason
bóndi á Mosvöllum í Önundarfirði
Ragnheiður Guðmundsdóttir
húsmóðir í Önundarfirði og Rvík
Ólafur Eggert Guðmundsson
húsgagnasmiður í Reykjavík
Kristín Á. Ólafsd.
þjóðlagasöng-
kona og starfar á
menntasviði HÍ
Ólafur Bergþór Hjálmarsson
bóndi í Önundarfirði og verkamaður í Rvík
Valdimar Ólafsson
yfirflugumferðarstjóri
í Reykjavík
Gestur Ólafsson
arkitekt í Reykjavík
Hjálmar Guðmundsson
bóndi á Mosvöllum í Önundarfirði
Guðrún Jóna Guðmundsdóttir
húsmóðir á Mosvöllum
Kristján
Guðjón
Guðmundss.
bóndi á
Kirkjubóli
Guðmundur
Ingi
Kristjánss.
skáld á
Kirkjubóli í
Bjarnardal í
Önundarf.
Ólafur
Kristjánss.
skólastj.
Ólafur Þ.
Harðarson
stjórn-
mála-
fræðingur
Guðbjörg Björnsdóttir
húsmóðir á Mosvöllum
Helga Björnsdóttir
húsfr. á Flateyri
Helga Guðbjörg
Helgadóttir
húsfr. í Rvík
Guðrún
Ásmunds-
dóttir
húsfreyja
í Reykjavík
Hildur Rúna
Hauksdóttir
hómópati í
Reykjavík
Björk
Guðmundsd.
tónlistar-
maður
Tvítug Á leið á sjóinn.
Doktor
Laugardagur
80 ára
Gyða Gunnarsdóttir
Jónas Þór A. Ellertsson
Sæunn Marta
Sigurgeirsdóttir
75 ára
Árni I. Guðjónsson
Birgir Jónsson
Sigurjón Þórarinsson
70 ára
Aðalsteinn Karlsson
Fanney Proppé Eiríksdóttir
Sigurvin Sigurjónsson
Sævar Garðarsson
60 ára
Anna Þorgrímsdóttir
Brynjar Hermannsson
Einar Lárus Ragnarsson
Finnbogi R. Gunnarsson
Guðbjörg H. Bjarnadóttir
Guðrún Ólafsdóttir
Gunnar Kristján Jónasson
Hrafnhildur Kristjánsdóttir
Lilja Valdimarsdóttir
Maria Leokadia Zurawka
Matthildur Jónsdóttir
Róbert Guðlaugsson
Signý Sigtryggsdóttir
Þorkell Vilhelm
Þorsteinsson
Þuríður Vilhjálmsdóttir
50 ára
Andrzej Kowalewski
Anna Margrét Kaldalóns
Ármann Magnússon
Garðar Eðvald Garðarsson
Hafsteinn Hilmarsson
Halla Baldursdóttir
Jóhanna Björg Hansen
Reynir Magnússon
Sif Cortes
Steinunn K.
Hlöðversdóttir
Sylvía Pálsdóttir
Tómas Óskar Malmberg
Unnur Jónsdóttir
40 ára
Einar Sigurjónsson
Gísli Karl Ágústsson
Guðjón Helgi
Guðjónsson
Guðrún Högnadóttir
Helgi Leifsson
Jón Björn Ríkarðsson
Laufey Ýr Hákonardóttir
Matthew James Roberts
Ólöf Snædís Ólafsdóttir
Ragnar Ægir Pétursson
Renata Raczynska
30 ára
Arnar Már Hafþórsson
Bartosz Wesolowski
Berglind Rós
Ragnarsdóttir
Bessi Þór Atlason
Emil Thorarensen
Georg Helgi
Hjartarson
Gísli Ólafsson
Harpa Sif Þórsdóttir
Hlynur Freyr Jónsson
Hrefna Stefánsdóttir
Janis Jaunbelzers
Katrín Ósk Ómarsdóttir
Kári Ásgrímsson
María Lena
Arngrímsdóttir
Martha Kathleen Watts
Richard Henzler
Þórey Rúnarsdóttir
Sunnudagur
102 ára
Þórdís Sæmundsdóttir
90 ára
Guðrún Sigríður
Guðmundsdóttir
Ingibjörg Eyþórsdóttir
Jónína Einarsdóttir
Sigurbjörn Reynir
Eiríksson
85 ára
Árni Gærdbo
Guðmundur
Pétursson
Hjördís Sigríður
Albertsdóttir
Þórunn Þráinsdóttir
80 ára
David Lamont Paulsen
Svava Guðrún
Gunnarsdóttir
Sverrir Þorsteinsson
75 ára
Bergur Björnsson
Ólafía Oddsdóttir
Steinunn Pálmadóttir
70 ára
Einar D. G.
Gunnlaugsson
Guðgeir S. Helgason
Högni Már Reynisson
Rannveig Þorvarðardóttir
Sigríður M. Sigurðardóttir
Sveinn V. Kristinsson
Vilborg St. Sigurjónsdóttir
60 ára
Eyrún Guðnadóttir
Guðjón Georgsson
Hilmar Þór Friðþjófsson
Jakobína Anna Olsen
Jóhannes Jónsson
Jóna Ingibjörg
Bjarnadóttir
Kristján Hoffmann
Pétur Ásbjörnsson
Rudiger Þór Seidenfaden
Sigrún Jónsdóttir
Solveig Lára
Guðmundsdóttir
Tryggvi Magnús
Þórðarson
Valgerður Egilsdóttir
50 ára
Ástvaldur Jóhannesson
Elísabet Axelsdóttir
Hanna Dóra
Magnúsdóttir
Hrefna Guðmundsdóttir
Ólafur Hallgrímsson
Peter Palicka
Sigurður Jónasson
Snorri Ásmundsson
40 ára
Arnaldur Sævarsson
Birgir Valur Bárðarson
Eva Dögg Björgvinsdóttir
Gísli Kjaran Kristjánsson
Jóhann Brynjar Önnuson
Júlíus Bjargmundsson
Sigurður Örn Önnuson
Skarphéðinn
Ingimundarson
30 ára
Baldvin Þór
Sigurbjörnsson
Ernir Hrafn Arnarson
Evelyn Hien Nguyen
Gintare Zabielaite
Guðrún Hildur
Einarsdóttir
Jose Iovaisha Xaire
Morales
Lukasz Stanislaw Zwijacz
Marta Sif Ólafsdóttir
Ragnhildur
Haraldsdóttir
Salóme Sóley
Ingimarsdóttir
Skúli Hlíðkvist Björnsson
Snorri Guðmundsson
Þórarinn Helgi Agnarsson
Þórhildur Halla Jónsdóttir
Til hamingju með daginn
Mánudaginn 14. nóvember kl. 13.00 ver
Niki I. W. Leblans doktorsritgerð sína í
náttúru- og umhverfisfræði frá Auðlinda-
og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla
Íslands. Ritgerðin ber heitið: „Nátt-
úrulegir stiglar í jarðvegshita og köfn-
unarefnisákomu: Ísland býr yfir ein-
stökum náttúrulegum aðstæðum til
rannsókna á áhrifum hnattrænna um-
hverfisbreytinga á kolefnishringrás vist-
kerfa“ (Natural gradients in temperature
and nitrogen: Iceland represents a uni-
que environment to clarify long-term glo-
bal change effects on carbon dynamics).
Andmælendur eru dr. Ingibjörg Svala
Jónsdóttir, prófessor í vistfræði við Há-
skóla Íslands, og dr. Stijn Temmerman,
lektor við ECOBE stofnun Háskólans í
Antwerpen í Belgíu. Leiðbeinendur voru
dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor
við LbhÍ, dr. Ivan A. Janssens, prófessor
við PLECO stofnun Háskólans í Antwer-
pen í Belgíu og dr. Sara Vicca sem starfar
við sömu stofnun. Dr. Auður Magn-
úsdóttir, deildarforseti Auðlinda- og Um-
hverfisdeildar LbhÍ, stjórnar athöfninni.
Í þessari ritgerð eru teknar saman
rannsóknir sem unnar voru á graslendum
á Íslandi á áhrifum náttúrulegra stigla (e.
gradients) í N-ákomu og hitafari á kolefn-
ishringrás þeirra. Stiglarnir sem Niki
rannsakaði voru
áhrif jarðhita
(+0 til +20 °C) í
graslendum við
Hveragerði. Með
því að bera svör-
un vistkerfa
saman á milli
misgamalla jarð-
hitasvæða mátti
greina á milli skammtíma- og lang-
tímaáhrifa jarðvegshlýnunar á virkni
vistkerfa og jarðvegsferla. Náttúrulegir
stiglar í N-ákomu voru hinsvegar rann-
sakaðir í Vestmannaeyjum, í Surtsey, El-
liðaey og á Heimaey. En með því að bera
saman svæði með og án sjófuglaáhrifa á
Surtsey annarsvegar og sambærileg
svæði á hinum eyjunum hinsvegar var
hægt að greina á milli áhrifa aukinnar N-
ákomu við tvö framvindustig graslenda
(50 vs. 1.600 ár).
Ein meginályktunin sem draga má af
þessum rannsóknum er að hlýnun í
framtíðinni muni hugsanlega valda
hröðu og miklu tapi á kolefnisforða jarð-
vegs á norðurslóðum, en jafnframt að
aukin N-ákoma á sömu svæðum mundi
auka bindingu kolefnis í jarðvegi. Hins-
vegar sé ólíklegt að áhrif N-ákomunnar
nái að vega á móti hlýnuninni.
Niki I. W. Leblans
Niki I. W. Leblans lauk BS gráðu í líffræði við Háskólann í Antwerpen árið 2009
og MS gráðu 2011. Eftir að hafa m.a. starfað sem aðstoðarmaður við rannsóknir
við heimskautarannsóknastöðina í Abisko í N-Svíþjóð innritaðist hún í sameigin-
legt doktorsnám við Landbúnaðarháskóla Íslands og PLECO stofnun Háskólans í
Antwerpen í Belgíu haustið 2012.
VERÐ ÁÐUR 17.995
VERÐ NÚ 14.995
VIÐ ERUM
AÐ STANDA OKKUR!
AFNÁM TOLLA
SKILAR SÉR TIL NEYTENDA
SKECHERS HARPER
LÉTTUR OG MJÚKUR HERRALEÐURSKÓR
MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI
STÆRÐIR 41-46,
EINNIG TIL Í DÖKKBRÚNU