Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson
verður fimmtugur á morgun,
sunnudag. Af því tilefni heldur
hann afmælistónleika í Mengi í dag,
laugardag, kl. 18. Þar kemur fram
„hin goðsagnakennda hljómsveit
Flotakona Kínakota en hana skipa
auk Snorra þau Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir, Guðmundur Oddur
Magnússon, Helga Óskarsdóttir,
Ingibjörg Magnadóttir, Jóhann Ei-
ríksson, Sara Björnsdóttir og
Spessi,“ segir í tilkynningu.
Að tónleikum loknum, þ.e. kl. 20
opnar listamaðurinn yfirlitssýningu
á völdum verkum frá 20 ára ferli
sínum á Kex hosteli. Samkvæmt
upplýsingum frá afmælisbarninu er
því „skemmtilegt kvöld í vændum
með ótal óvæntum uppákomum.“
Snorri Ásmundsson fimmtugur
Morgunblaðið/Eggert
Listir Snorri fagnar afmælinu með tón-
leikum og yfirlitssýningu á Kex hosteli.
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
Tveir af fremstu tónlistarmönnun
heims, Leonard Cohen og David
Bowie, létust í ár en þeir eiga það
sammerkt að hafa sent frá sér plötu
rétt fyrir andlátið. Leonard Cohen
lést á fimmtudag, 82 ára að aldri.
Cohen er einn þekktasti tónlistar-
maður heims og ljóðskáld enda fáir
sem þekkja ekki lag hans „Hallelu-
jah“ og mörg fleiri. Nokkrar vikur
eru síðan plata hans You Want It
Darker kom út en hún er fjórtánda
og um leið síðasta hljóðversplata
hans.
Í viðtali við tímaritið New Yorker
nýverið sagðist hann vera reiðubúinn
fyrir dauðann en hann ræddi við
tímaritið um svipað leyti og platan
kom út en útgáfudagur hennar var
mánuði eftir afmæli hans, 21. októ-
ber. Blackstar, síðasta plata Bowie,
kom út á afmælisdegi tónlistar-
mannsins, 8. janúar sl. Tveimur dög-
um síðar var hann allur.
Spáði því að stutt væri eftir
Leonard Cohen fæddist 21. sept-
ember 1934 í Westmount, Quebec í
Kanada. Hann ólst upp í Montreal en
bjó í áratugi í Kaliforníu. Í gær var
haldin minningarathöfn um hann í
Los Angeles.
Fjölskylda Cohens er gyðingar en
sjálfur aðhylltist hann búddisma og í
fimm ár, 1994-1999, tók hann sér hlé
frá tónlistinni og bjó í Mount Baldy
Zen-miðstöðinni fyrir utan Los Ang-
eles. Síðar sagði hann að þar hefði
honum tekist að koma reglu á líf sitt
og þegar sá áfangi var í höfn sneri
hann aftur í tónlistina.
Á sínum yngri árum dvaldi Cohen
langdvölum á grísku eyjunni Hydra
en flutti síðan til Los Angeles. En
hann hélt alltaf tengslum við borgina
sem hann ólst upp í, Montreal. Árið
2000 var hann einn þeirra sem báru
kistu fyrrverandi forsætisráðherra
Kanada, Pierre Trudeau, föður Just-
in Trudeau, ásamt m.a. Jimmy Car-
ter, fyrrverandi forseti Bandaríkj-
anna, og Fídel Castró, fyrrverandi
forseti Kúbu.
Mörg laga Cohens, svo sem „Bird
on the Wire“, „Hallelujah“ og „So
Long Marianne“, eru skrifuð til kon-
unnar sem hann elskaði og dáði,
Marianne Ihlen, en þau kynntust í
Grikklandi á sjöunda áratugnum.
Eins er hún innblástur hans í laginu
„Hey, That’s no Way to Say
Goodbye“.
Í júlí frétti Cohen að Ihlen lægi
fyrir dauðanum og þá skrifaði hann
henni bréf þar sem hann sagði að sú
stund væri runnin upp að þau væru
orðin gömul og líkamar þeirra að
þrotum komnir. En hann teldi að
hann myndi fylgja henni fljótlega.
Sú spá hans hefur nú ræst en hún
lést í lok júlí.
Cohen átti í ástarsambandi við
listakonuna Suzanne Elrod á fyrri
hluta áttunda áratugarins og eiga
þau tvö börn saman, Adam, sem er
fæddur árið 1972, og dóttur, Lorca,
sem er tveimur árum yngri, en nafn
hennar kemur frá skáldinu Federico
García Lorca. Árið 2011 eignaðist
Lorca dóttur með tónlistarmann-
inum Rufus Wainwright.
Cohen og Elrod gengu aldrei í
hjónaband og segir Cohen að það
hafi verið vegna hræðslu hans og
aumingjaskapar. Þau slitu sam-
vistum árið 1979.
Eitt þekktasta lag Cohens, „Suz-
anne“, hafa margir talið að sé til-
einkað Elrod en aðrir leiða líkur að
því að það sé ekki rétt heldur sé það
tileinkað Suzanne Verdal, fyrrver-
andi eiginkonu vinar Cohens, lista-
mannsins Armand Vaillancourt. Á
níunda áratugnum átti Cohen í ást-
arsambandi við franska ljósmynd-
arann Dominique Issermann, sem
meðal annars tók upp myndbönd við
lögin „Dance Me to the End of Love“
og „First We Take Manhattan“. Síð-
ar kom leikkonan Rebecca De
Mornay inn í líf tónlistarmannsins en
platan The Future er tileinkuð
henni.
Við söknum þín
Fjölmargir hafa minnst Cohens
eftir að um andlát hans fréttist og er
forsætisráðherra Kanada, Justin
Trudeau, einn þeirra. „Leonard, ljóð
og tónlist annarra listamanna jafnast
ekki á við þína. Við söknum þín,“ seg-
ir í yfirlýsingu frá Trudeau.
Flaggað var í hálfa stöng í Mont-
real að beiðni borgarstjórans, Denis
Coderre, en hann skrifaði á Twitter
að borgin hafi misst einn helsta
sendiherra sinn og táknmynd. Tugir
aðdáenda komu saman fyrir utan
heimili Cohens í Montreal eftir að
fréttir bárust af andláti hans, kveiktu
á kertum og lögðu blóm fyrir utan.
Fjölmargir tónlistarmenn hafa
flutt lög og texta Cohens í gegnum
tíðina, þar á meðal „Hallelujah“. Má
þar nefna Nick Cave and The Bad
Seeds, Jeff Buckley, John Cale, k.d.
lang og Rufus Wainwright. Sama á
við um lög eins „So Long, Marianne“
og „Suzanne“.
Cohen kvaddi með plötu
Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Leonard Cohen er látinn, 82 ára að aldri Sendi 14. og síðustu
hljóðversplötuna frá sér í seinasta mánuði Ráðamenn og aðdáendur minnast hans með hlýju
Morgunblaðið/Einar Falur
AFP
Skáldið kveður Söngvaskáldið ástsæla kveður Parísarborg í janúar 2012.
Hann var skapandi fram á síðasta dag, en taldi sig vita að stutt væri eftir.
Töffari Leonard Cohen heilsar sposkur við komuna til landsins. Hann hélt tónleika á Listahátíð í Reykjavík árið
1988 í Laugardalshöll. Með honum er Hrafn Gunnlaugsson sem var formaður stjórnar Listahátíðar.
AFP
Ljós Aðdáandi kveikir á kerti fyrir
framan heimili Cohens í Montreal.
Stórsveit Reykjavíkur heldur tón-
leika í Silfurbergi, Hörpu, á morgun,
sunnudag, kl. 17. Um er að ræða óð
hljómsveitarinnar til Reykjavíkur-
borgar og endurútgáfutónleika
Reykjavíkurplötu sveitarinnar, sem
hefur verið uppseld og ófáanleg um
nokkra hríð.
Árið 2003 gaf Stórsveit Reykja-
víkur út plötuna Í Reykjavíkurborg
en hún geymir 12 vinsæl Reykjavík-
urlög í útsetningum Veigars Mar-
geirssonar. Margir af þekktustu
söngvurum þjóðarinnar sungu á
plötunni. Þar sem platan hefur verið
uppseld undanfarin ár hefur Stór-
sveitin nú ráðist í að endurútgefa
upprunalegu plötuna. Á tónleik-
unum verða öll lögin flutt og ekki er
útilokað að ein eða tvær nýjar
Reykjavíkurperlur bætist við.
Söngvarar verða reyndar ekki þeir
sem upprunalega voru með, heldur
nokkrir þeirra fremstu af yngri kyn-
slóð íslenskra söngvara í dag: Salka
Sól, Valdimar Guðmundsson og Sig-
urður Guðmundsson, en þau hafa
ýmist sjaldan eða aldrei komið fram
með sveitinni.
Stjórnandi verður Veigar Mar-
geirsson, en hann útsetti allt efnið
fyrir upprunalegu plötuna.
Stórsveitungar Valdimar Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Salka
Sól og Veigar Margeirsson bera saman bækur sínar á æfingu í vikunni.
Óður Stórsveitarinnar
til Reykjavíkurborgar
Ranglega var í blaðinu í gær farið
með sýningartíma á sérstakri
styrktarsýningu á Icelandic Sagas:
The Greatest Hits in 75 minutes
sem haldin er til stuðnings Íslands-
deild Amnesty International. Sýn-
ingin verður í dag, laugardaginn
12. nóvember, kl. 16 í Hörpu. Eru
hlutaðeigendur beðnir velvirð-
ingar á þessum leiðu mistökum.
„Sýningin er brot af því besta úr
Íslendingasögunum á 75 mínútum
og fer fram á ensku. Aðstand-
endur leikverksins ákváðu að
standa að sérstakri uppfærslu á
sýningunni til stuðnings Íslands-
deild Amnesty International í bar-
áttunni fyrir málefnum flóttafólks
og gefa þeir allir vinnu sína,“ seg-
ir í tilkynningu. Miðasala er á
harpa.is.
Rangur
sýningartími
Morgunblaðið/G.Rúnar
Sögur Lilja Nótt Þórarinsdóttir er annar
tveggja leikara í sýningunni í Hörpu.
LEIÐRÉTT
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
HACKSAW RIDGE 5, 8, 10.40 (P)
ARRIVAL 8, 10.25
TRÖLL 2D ÍSL.TAL 2, 4, 6
BRIDGET JONES’S BABY 5, 8, 10.30
DOCTOR STRANGE 2
HEIMILI FRÖKEN PEREGRINE 2
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 22.40