Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr fornminjasjóði.
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á
fornminjum, sbr. reglur nr. 578/2014. Úthlutað er styrkjum til
eftirfarandi verkefna:
Rannsókna á fornminjum (fornleifum og forngripum)
Miðlunar upplýsinga um fornminjar
Varðveislu og viðhalds fornminja
Sjóðnum er jafnframt heimilt að veita styrki til viðhalds annarra
menningarminja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt
gildi, t.d. minja sem njóta ekki friðunar á grundvelli aldurs en teljast
hafa varðveislugildi, svo sem skipa, báta og annarra samgöngutækja.
Umsóknir eru metnar með tilliti til vísindalegs– og menningarsögulegs
gildis og þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið í minjavernd, ásamt
gildi þeirra fyrir varðveislu þjóðararfleifðarinnar.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að
finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2017. Umsóknir sem
berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við
úthlutun.
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu unnin í
samræmi við lög nr. 80/2012 og reglur stofnunarinnar og í samræmi
við innsend umsóknargögn.
Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Sími: 570 1300
www.minjastofnun.is
fornminjasjodur@minjastofnun.is
Minjastofnun Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
fornminjasjóði
fyrir árið 2017
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Stefnt er að því að á næstu vikum
verði hafist handa við að fjarlægja
grenitré í Öskjuhlíðinni, við enda
flugbrautarinnar. Þessi tré eru orðin
svo há að þau eru farin að hamla flug-
starfsemi á vellinum. Sú hugmynd
fæddist að Ásatrúarfélagið fengi við-
inn að gjöf og hann yrði notaður í hið
nýja hof sem félagið mun reisa við
Menntasveig í Öskjuhlíðinni.
Trjárækt hófst í Öskjuhlíð um
1950 að frumkvæði borgaryfirvalda.
„Þeir hjá Isavia buðu okkur þessi
tré og við erum að leita lausna. Þetta
er mjög heillandi hugmynd og alger-
lega í anda þeirrar heimspeki sem
við höfum lagt upp með,“ segir Hilm-
ar Örn Hilmarsson allsherjargoði.
Verður með lægsta kolefnaspor
allra bygginga á Íslandi
„Það væri frábært að geta endur-
nýtt þessa hluti í nágrenni við okkur.
Við höfum alltaf lagt upp með að
þessi bygging hafi lægsta kolefna-
spor af öllum byggingum á Íslandi,“
segir Hilmar Örn.
Hann segir að til hafi staðið að
nota eingöngu íslenskan við frá Hall-
ormsstað í bygginguna.
„Og ef við bætum þessu við erum
við enn frekar að ná markmiðum
okkar. Við erum að leita lausna
hvernig best er að vinna timbrið sem
næst staðnum.“
Hilmar Örn segir að trjábolirnir
verði sagaðir niður og viðurinn not-
aður í klæðingu utanhúss og -innan.
Timbrið frá Hallormsstað er komið
með vottun en eftir er að fá vottun á
timbrið úr Öskjuhlíð ef það verður
þegið. „Það væri dásamlegt ef við
gætum notað trjávið sem hefur vaxið
í nágrenni hofsins,“ segir Hilmar
Örn.
Hann segir að aldrei áður hafi ver-
ið reist stórhýsi sem er eingöngu úr
íslensku timbri. Ekki einu sinni við
landnám því landnámsmenn hafi
komið hingað með bolvið og kirkju-
við. Þetta hús verði einstakt í Ís-
landssögunni.
Hilmar Örn segir að búið sé að
taka grunn að hofinu. Rafmagn, heitt
vatn og kalt sé komið á staðinn og nú
sé verið að vinna í fráveitumálum. Til
stendur að byrja að steypa und-
irstöður hofsins fljótlega á nýju ári.
Hofið sjálft verður um 380 fermetrar
að flatarmáli en kostnaðaráætlun
hljóðar upp á 130 milljónir króna.
Aðalverktakinn er fyrirtækið Spöng,
Verkís annast verkfræðihönnun en
hofið sjálft hannaði Magnús Jensson.
Þegar safnast hafa nægir fjármunir
verður á næstu árum hafist handa
við safnaðarheimilið, síðari áfanga
byggingarinnar. Verður byggingin
þá orðin um 800 fermetrar að flat-
armáli.
Öskjuhlíðartré í hofið?
Á næstunni verður byrjað að fella í Öskjuhlíð tré sem hamlað hafa flugstarfsemi
Buðu Ásatrúarfélaginu timbrið „Heillandi hugmynd“ segir allsherjargoðinn
Teikning/Magnús Jensson
Ásatrúarhofið í Öskjuhlíð Til stendur að nota aðeins íslenskan við í þessa nýstárlegu byggingu.
Að fjarlægja trén í Öskjuhlíð var
einn þátturinn í samkomulagi Ög-
mundar Jónassonar, fyrrverandi
innanríkisráðherra, og Jóns Gnarr,
fyrrverandi borgarstjóra, um
endurbætur á aðstöðu á Reykja-
víkurflugvelli, sem gert var hinn
19. apríl 2013.
Samkomulagið var svohljóð-
andi: „Að flugöryggi við notkun
austur/vestur flugbrautar verði
bætt með því annars vegar að séð
verði til þess að gróður í Öskju-
hlíðinni skagi ekki upp í hindr-
unarfleti núverandi flugbrautar og
hins vegar að heimiluð verði upp-
setning aðflugsljósa fyrir ná-
kvæmnisblindaðflug vestan við
brautina.“
Fram hefur komið hjá Árna
Gunnarssyni, framkvæmdastjóra
Flugfélags Íslands, að hæð trjánna
í Öskjuhlíð hafi í einstaka tilfellum
haft áhrif á flutningsgetu flugvéla
félagsins og ekki hafi verið hægt
að taka með alla farþega sem ann-
ars hefðu farið í flugið. Þetta ger-
ist sem betur fer ekki oft, en við
vissar aðstæður skapi trén vanda-
mál.
Samið um það árið 2013
að trén yrðu fjarlægð
HÖFÐU ÁHRIF Á FARÞEGAFLUGIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nú liggur fyrir hvernig þing-
flokkum verður skipt í herbergi í Al-
þingishúsinu. Nauðsynlegt var að
gera breytingar því einn þing-
flokkur bættist við eftir Alþingis-
kosningarnar og stærðarhlutföll
flokka breyttust milli þinga.
Stærstu tíðindin eru þau að
Framsóknarflokkurinn og Vinstri
græn skiptast á herbergjum. Þing-
flokkur Framsóknarflokksins fer í
það herbergi sem kallað er gula her-
bergið en Vinstri græn fara í græna
herbergið. Framsóknarmenn hafa
haft græna herbergið til afnota frá
árinu 1942, að undanskildu kjör-
tímabilinu 2009-2013. Á því kjör-
tímabili urðu þeir einnig að skipta á
herbergjum við Vinstri græn.
Herbergi skipt í tvennt
Sjálfstæðisflokkurinn verður
áfram með sitt herbergi í gamla Al-
þingishúsinu og Björt framtíð verð-
ur áfram með sitt herbergi í Skála
Alþingis. Fyrrverandi herbergi
Samfylkingarinnar í Skála hefur
verið skipt í tvennt. Þingflokkur
Pírata fær stærra herbergið, 14
manna, og Viðreisn minna her-
bergið, 10 manna. Samfylkingin fær
herbergi í Skála sem Píratar höfðu
áður.
Fram kom í fréttum eftir kosn-
ingarnar 2009 að framsóknar-
mönnum var óljúft að yfirgefa sitt
gamla herbergi í Alþingishúsinu,
græna herbergið. En þeir urðu að
gefa sig þegar forsætisnefnd þings-
ins ákvað að þingflokkum yrði raðað
í herbergi eftir stærð þeirra.
„Það var auðvitað sárt að missa
gamla herbergið en við stefnum að
svo góðum sigri í næstu kosningum
að við endurheimtum það,“ sagði Siv
Friðleifsdóttir, þáverandi þing-
maður framsóknarmanna. Þetta
gekk eftir í kosningunum 2013.
Framsóknarflokkurinn vann stór-
sigur, þingmönnum fjölgaði úr 9 í 19
og flokkurinn endurheimti græna
herbergið. Það er gengið flokknum
úr greipum á nýjan leik.
Ekki er enn unnt að ganga frá
skrifstofum fyrir nýkjörna alþingis-
menn að svo stöddu samkvæmt upp-
lýsingum blaðsins. Venjan hefur
verið sú að bíða myndunar nýrrar
ríkisstjórnar því að ráðherrar hafa
ekki skrifstofur hjá Alþingi og miklu
munar úr hvaða þingflokkum þeir
koma; svo og forseti og formaður og
varaformaður fjárlaganefndar.
Framsókn yfirgefur
græna herbergið á ný
Píratar og Viðreisn í gamla herbergi Samfylkingarinnar
Morgunblaðið/Heiddi
Gula herbergið Framsóknarmenn munu flytja sig í herbergi Vinstri
grænna. Myndir af formönnum Framsóknarflokksins verða fluttar á ný.
Þrír umsækj-
endur voru um
embætti prests í
Bjarnanes-
prestakalli, Suð-
urprófastsdæmi.
Prestakallinu til-
heyra Höfn í
Hornafirði og ná-
grannaprestaköll.
Umsækjend-
urnir eru guð-
fræðingarnir Arnaldur Máni Finns-
son, María Rut Baldursdóttir og
Sylvía Magnúsdóttir.
Umsóknarfrestur rann út 9.
nóvember sl. en biskup Íslands skip-
ar í embættið frá 1. desember nk. í
ljósi niðurstöðu kjörnefndar presta-
kallsins.
Séra Sigurður Kr. Sigurðsson lét
af störfum sóknarprests í Bjarnanes-
prestakalli 1. nóvember síðastliðinn
eftir 21 ár í embætti. Við embætti
sóknarprests tók sr. Gunnar Stígur
Reynisson, en hann hefur starfað við
hlið sr. Sigurðar síðan 2012.
Fyrir mánuði lét Kristín
Jóhannesdóttir af störfum sem
organisti, en hún hafði gegnt starfinu
í 20 ár. Jörg Sondermann tók við af
Kristínu, en hann hefur m.a. verið
organisti í Hveragerði, Selfossi og
Húsavík .
Biskup Íslands auglýsti nýlega
laust til umsóknar embætti héraðs-
prests í Austurlandsprófastsdæmi.
Skipað er í embættið frá 1. janúar
2017 til fimm ára. Umsóknarfrestur
er til og með 17. nóvember nk.
Sr. Davíð Þór Jónsson gegndi áður
þessu embætti en hann hefur tekið
við embætti prests í Laugarnes-
kirkju. sisi@mbl.is
Lætur af
prests-
embætti
Þrír umsækj-
endur um embættið
Sigurður Kr.
Sigurðsson