Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Verð frá Færeyingar hafa í hyggju að ráð- ast í gerð neðan- sjávarganga, alls rúmlega 11 kíló- metra langra. Að sögn frétta- síðu Ingeniøren verða göngin á milli Straumeyj- ar og Austureyjar, en skömmu áð- ur en göngin tengjast Austurey skiptast þau í tvennt og bjóða öku- mönnum upp á þann kost að koma í land á tveimur mismunandi stöð- um, þ.e. sitt hvorum megin við Skálafjörð. Þessi skipting er gerð möguleg með hringtorgi í göng- unum. Gert er ráð fyrir að komið verði að hringtorginu eftir um 7,5 kíló- metra langa leið frá Straumey. Þá er hægt að halda í norður, um 1,7 kílómetra, og koma í land við bæ- inn Strendur eða suður, um 2,2 kílómetra, og koma upp við bæinn Rókin til móts við Strendur. Framkvæmdir gætu hafist í des- ember á þessu ári, en kostnaður vegna þeirra er áætlaður um 2 milljarðar danskra króna, eða því sem jafngildir nærri 35 milljörðum íslenskra króna. Göngin yrðu um- fangsmestu framkvæmdir sem Færeyingar hafa ráðist í til þessa. FÆREYJAR Fyrirhuga tvískipt neðansjávargöng Öflug bílsprengja sprakk fyrir utan ræðismannsskrifstofu Þýskalands í afgönsku borginni Mazar-i-Sharif seint í fyrrakvöld. Var krafturinn í sprengingunni það mikill að nálægir bílar þeyttust langar leiðir og stór gígur grófst ofan í götuna. Að minnsta kosti sex létu lífið og 100 særðust, sumir þeirra lífshættulega. Í kjölfar sprengingarinnar hófst skothríð á ræðismannsbygginguna og önnur nálæg hús. Öryggissveitir Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og innlendar sveitir svöruðu í sömu mynt og varði skotbardaginn í allnokkurn tíma, að sögn AFP. Utanríkisráðuneyti Þýskalands sagði ræðismannsbygginguna hafa skemmst „mjög mikið“ í árásinni, en allt bendir til þess að sjálfsvígs- sprengjumaður úr röðum talibana beri ábyrgð á ódæðinu. Er sá sagður hafa lagt vörubifreið, sem fyllt var með sprengiefni, við öryggisvegg sem umkringir ræðismannsbygginguna. Skömmu síðar sprakk bifreiðin með fyrrgreindum afleiðingum. Að sögn ráðuneytisins er enginn hinna látnu þýskur ríkisborgari. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum þeirra Afgana sem létust og særðust í árásinni,“ sagði í tilkynningu. Minnst tveir hinna látnu féllu í skotbardag- anum sem á eftir fylgdi. Villimannsleg árás talibana Árásin er sögð lýsandi fyrir versn- andi öryggisástand í Afganistan og þá miklu sókn sem vígamenn talibana virðast vera í um þessar mundir. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, fordæmdi árásina og kallaði hana „villimannslega“ og „glæp gegn mannkyni“. Sjálfir sögðu talibanar árásina vera hefnd fyrir loftárásir Bandaríkja- manna í síðasta mánuði, sem kostuðu 32 lífið. khj@mbl.is Þýsk ræðismannsskrifstofa nær jöfnuð við jörðu í árás AFP Eyðilegging Sprengjan var afar öflug og olli miklum skemmdum. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Vígamenn Ríkis íslams í Írak tóku minnst 60 manns af lífi í vikunni og hengdu lík þeirra upp á staura öðr- um til viðvörunar. Flestir hinna myrtu voru í borginni Mosúl, höfuðvígi samtakanna þar í landi, en þeim var gefið að sök að hafa veitt íröskum hersveitum aðstoð í baráttu þeirra gegn vígasveitum. „Á þriðjudag skutu vígamenn 40 almenna borgara til bana í borg- inni Mosúl eftir að þeir voru sak- aðir um „landráð og samvinnu“ við íraskar öryggissveitir (ISF). Lík þeirra voru hengd upp á rafmagns- staura á hinum og þessum stöðum í borginni,“ sagði talsmaður mann- réttindasamtaka við fréttaveitu AFP. „Fórnarlömbin voru látin klæðast appelsínugulum göllum sem ritað var á með rauðu letri: „svikarar og fulltrúar ISF“,“ bætti hann við. Drepnir fyrir að nota farsíma Íbúi í Mosúl, sem AFP náði tali af símleiðis, sagðist hafa séð fjöl- mörg lík hangandi á staurum í borginni. Aðspurður sagðist hann telja að þau væru á bilinu 30 til 40. „Liðsmenn samtaka Ríkis íslams söfnuðu fólki saman á nokkrum götum hér í Mosúl og tóku það opinberlega af lífi. Sumir voru skotnir en aðrir voru afhöfðaðir,“ sagði hann við fréttamann. Þá var 27 ára karlmaður myrtur í Mosúl á þriðjudag fyrir það eitt að nota farsíma í leyfisleysi. Skammt norður af Mosúl er Ghabat-herstöðin sem nú er á valdi vígamanna. Þar voru 20 manns til viðbótar teknir af lífi síðastliðinn miðvikudag. Eru þeir sagðir hafa lekið upplýsingum til sveita ISF. Lík þessa fólks voru einnig hengd upp öðrum til viðvörunar og var meðal annars ritað á föt þeirra „við notuðum farsíma til þess að leka upplýsingum til ISF“. Fjöldaaftökur í Mosúl  Líkin voru hengd upp til sýnis víðsvegar um borgina, öðrum til viðvörunar AFP Óvissa Fréttamenn AFP komu að þessum hópi fólks sem neyðst hafði til að flýja heimili sín. Það hefst nú við í skýli. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Til átaka kom milli lögreglumanna og mótmælenda í borginni Portland á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna í fyrrinótt þegar þúsundir manna mótmæltu nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Donald J. Trump. Var þetta annan daginn í röð sem mótmælt var á götum úti, en lögregl- an kallar þessi viðbrögð fólks við kjörinu „óeirðir“ og beitti m.a. tára- gasi og kylfum á hópinn. Þá þurftu lögreglumenn einnig að skjóta gúmmíkúlum á mótmælendur. Fréttavefur CNN vestanhafs greindi frá því að mótmælendur hefðu kastað öllu lauslegu í lögreglu- menn, velt við bílum og valdið marg- víslegu eignatjóni á mannvirkjum. Eru mótmælendur sagðir hafa verið um 4.000 talsins í borginni. Að sögn CNN var einnig mótmælt í öðrum borgum Bandaríkjanna, s.s. í Los Angeles, Fíladelfíu, Denver, Minneapolis, Baltimore, Dallas og Oakland. Þau mótmæli voru hins vegar ekki flokkuð sem uppþot. Finnst brýnt að láta í sér heyra „Mér finnst mikilvægt að láta heyra í mér vegna þess að ég hef al- varlegar áhyggjur af nýkjörnum for- seta vegna kynþátta- og útlendinga- haturs, kynjamisréttis og ýmislegs annars sem endurspeglar ekki mig og mína,“ sagði Lauren Peck, mót- mælandi í Minneapolis, við CNN. Deb Bentzel, mótmælandi í Fíla- delfíu, sagði að „sem kona og ein- staklingur sem tryði því að allir, óháð kynþætti eða ríkisfangi, ættu að njóta stuðnings þjóðarinnar,“ hefði hún ákveðið að „mótmæla kyn- þáttahatrinu, kvenhatrinu og þeim ótta sem þessi maður [Donald J. Trump] elur upp í öðrum“. Stjórnleysingjar í hópnum „Þetta byrjaði rólega í fyrstu en eftir því sem leið á kvöldið fór að bera á tilkynningum um fólk sem var að skemma ökutæki og fjölmörg fyr- irtæki, s.s. með því að brjóta rúður og kveikja elda. Þegar mótmælin náðu inn í miðbæ Portlands breytt- ust þau í óeirðir. Þá var eins og allir hefðu fengið leyfi til að valda eigna- tjóni,“ sagði Pete Simpson, aðstoð- arvarðstjóri hjá lögreglunni í Port- land, við CNN, og bætti við að ljóst væri að stór hópur stjórnleysingja, sem á engan hátt tengdust upphaf- legum mótmælum gegn Trump, hefði komið sér fyrir meðal mótmæl- enda í þeim eina tilgangi að valda sem mestu eignatjóni og glundroða. Óeirðir vegna kjörins forseta AFP Uppþot Lögreglan glímdi meðal annars við æstan hóp fólks á þjóðvegi.  Mikið um eignatjón í Portland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.