Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
...með nútíma
svalalokunum
og sólstofum
Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is
Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16
• Svalalokanir
• Glerveggir
• Gler
• Felliveggir
• Garðskálar
• Handrið
Við færumþér logn & blíðu
Stjórnarmyndunarþreifingarhafa verið með sérkennilegasta
móti og enn bætist í. Strax eftir
kosningar lýsti Samfylkingin því
yfir, bæði fyrri formaður og sá sem
tók við, að flokkurinn færi ekki í
ríkisstjórn. Hann ætlaði
að sleikja sárin, og það
var vissulega umtalsvert
verkefni.
Nú lýsir Logi Einars-son formaður því
yfir að Samfylkingin
geti orðið sú skrúfa sem
þurfi til að tjasla saman
einu stykki
ríkisstjórnarvél.
Lausa skrúfan hyggstað sögn Loga
„nálgast þá stöðu af fullri ábyrgð“
og er það eðlilegt, enda skylda
þingmanna og stjórnmálaflokka að
leggja sig fram um að mynda rík-
isstjórn með starfhæfan meirihluta
á Alþingi.
En það eru lausar skrúfur víðarog jafnvel á verri stöðum.
Viðreisn telur til að mynda aðmeð því að hafa fengið sjö
þingmenn eigi flokkurinn að ráða
lögum og lofum á þessu kjör-
tímabili og fá að þvinga í gegn mál
sem þjóðin hefur hafnað. Svo neitar
flokkurinn tilteknu samstarfi fyrir
fram af fordómum einum saman.
Og það undarlega er að lausaskrúfan hefur einnig ráðið
mestu í Bjartri framtíð, sem gæti
verið í lykilstöðu við ríkisstjórn-
armyndun, en kýs í staðinn að ger-
ast taglhnýtingur Viðreisnar.
Að ekki sé minnst á lausu skrúf-una sem hefur orðið til þess að
ungliðum VG hefur tekist að halda
flokknum frá stjórnarmyndunar-
viðræðum.
Laus skrúfa
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 11.11., kl. 18.00
Reykjavík 7 rigning
Bolungarvík 8 rigning
Akureyri 11 alskýjað
Nuuk -8 heiðskírt
Þórshöfn 8 súld
Ósló 15 léttskýjað
Kaupmannahöfn 0 léttskýjað
Stokkhólmur -3 þoka
Helsinki -9 heiðskírt
Lúxemborg 3 skýjað
Brussel 3 léttskýjað
Dublin 10 rigning
Glasgow 7 skýjað
London 7 heiðskírt
París 8 heiðskírt
Amsterdam 3 heiðskírt
Hamborg 2 þoka
Berlín 1 heiðskírt
Vín 4 skýjað
Moskva -4 rigning
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 14 heiðskírt
Barcelona 15 skýjað
Mallorca 19 léttskýjað
Róm 16 skúrir
Aþena 17 heiðskírt
Winnipeg 0 léttskýjað
Montreal 4 skýjað
New York 15 heiðskírt
Chicago 11 skýjað
Orlando 18 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:49 16:36
ÍSAFJÖRÐUR 10:12 16:23
SIGLUFJÖRÐUR 9:55 16:05
DJÚPIVOGUR 9:23 16:01
Aðspurður segir
Hermann Guð-
mundsson, for-
maður verk-
efnastjórnar
skýrslu Rauða
krossins þar sem
m.a. var dregin
upp dökk mynd
af félagslegum
aðstæðum í
Breiðholti, að
lesið hafi verið yfir skýrsluna áður
en hún var birt. Skýrslan hefur nú
verið tekin af vef Rauða krossins
vegna gagnrýni sem á hana barst.
„Skýrslan var lesin yfir. Hún var
unnin af óháðum aðila [Ómari
Valdimarssyni] og hans tungutaki
leyft að halda sér,“ segir Hermann
og bætir við; „Hún var kannski
ekki lesin nægilega víða og á hana
kom gagnrýni eftir á, bæði innan
Rauða krossins og víðar. Orðaval
er talið gildishlaðið á köflum og við
vildum ekki að það myndi skyggja
á niðurstöðurnar. Því tókum
ákvörðun um að vinna úr henni út-
drátt til birtingar. Niðurstaðan
skiptir mestu máli og unnið verður
með hana við forgangsröðun verk-
efna,“ segir Hermann.
Að sögn hans verður verklag
endurskoðað vegna gagnrýni sem á
skýrsluna barst. vidar@mbl.is
Skýrslan var
lesin fyrir
birtingu
Hermann
Guðmundsson
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Veitingastaðurinn Bergsson mathús
verður áfram starfræktur í Templ-
arasundi 3 eftir að Héraðsdómur
Reykjavíkur úrskurðaði að Þórsgarði
ehf., eiganda fasteignarinnar, hefði
ekki verið heimilt að segja upp leigu-
samningi.
Forsaga málsins er sú að Þórs-
garður sagði einhliða upp leigusamn-
ingi við Bergsson mathús snemma
síðasta vor í kjölfar deilna. Við þessa
niðurstöðu sætti Bergsson sig ekki. Í
framhaldinu höfðaði Þórsgarður mál
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar
sem þess var krafist að Bergsson viki
úr húsnæðinu.
Þórir Bergsson, eigandi Bergsson
mathúss, segist að sjálfsögðu ánægð-
ur með niðurstöðuna og á ekki von á
því að málinu verði áfrýjað. „Það var
ekki fallist á neitt þeirra atriða sem
þeir lögðu upp með,“ segir Þórir.
Hann segir þó um leiðindamál að
ræða. „Ég er ekki maður átaka og
manni finnst að það hefði verið hægt
að leysa þetta annars staðar en í
dómssal,“ segir Þórir. Hann segir að
engin samskipti hafi farið fram á milli
Þórsgarðs og hans eftir dóminn.
„Þeim stóð til boða að kaupa mig út
en þeir vildu það ekki. Því mun ég
bara halda áfram að greiða mína leigu
og reka mitt veitingahús,“ segir Þórir.
Bergsson mathús fer ekki neitt
Þórsgarði var ekki heimilt að segja upp leigusamningi að Templarasundi 3
Morgunblaðið/Eggert
Bergsson Þórir Bergsson er að
vonum ánægður með niðurstöðuna.