Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 18
Hvolpasýning í Reiðhöllinni Hvolpasýning Hundaræktarfélag Íslands fór fram í gær í Reiðhöllinni og voru mætti til leiks margir af krúttlegustu hvolpum landsins ásamt eigendum sínum. Hundarnir voru að sjálfsögðu aðalstjörnur sýningarinnar og voru eigendur þeirra duglegir að snyrta þá og dekra við þá meðan á sýningunni stóð. Morgunblaðið/Eggert Vinir Hvolpa- og hundasýning í Reiðhöllinni Víðidal. Tegund Chow chow-hundar voru mættir á sýninguna ásamt eigendum sínum. Hundasýning Svana Runólfsdóttir og Stella Baldursdóttir gera hvolpinn sinn fínan. Sýning Hvolpa- og hundasýning var í Reiðhöllinni Víðidal í gær en hér eru Carlot, Iðunn Aðils og Haraldur saman á sýningunni. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða leita þessa dagana að heitu vatni í landi Laugardæla, skammt fyrir ofan Selfoss. Þar verð- ur boruð allt að 1.700 metra djúp hola sem skilað gæti meira af heitu vatni inn á veitukerfi Selfossveitna; það er Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyri og dreifbýlis. Bormenn eru nú komn- ir niður á um 400 metra dýpi og mið- ar vel. Stefnt er að því að verki þeirra ljúki um áramót og þá verði hægt að svara til hvort holan sé virkjanleg. Vatnsöflun sé styrkt Laugardælasvæðið hefur í nærri 70 ár verið nýtt til jarðhitavinnslu. Borholurnar þar ásamt fleiri holum í landi Stóra-Ármóts, sem er nokkru ofar, skila alls um 240 sek/ltr. af heitu vatni inn á veitukerfi Selfossveitna. Það magn stendur nánast á pari við heitavatnsþörfina í Árborg, hvar í dag búa um 8.400 manns. „Fólki hér hefur fjölgað mjög mikið á síðustu ár- um og sú þróun mun væntanlega halda áfram. Við þurfum því að styrkja orkuöflunina,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson sem stýrir framkvæmda- og veitusviði Sveitar- félagsins Árborgar. Orkuvinnslusvæðið við Laugar- dæli er tvískipt, það er efra og neðra jarðhitasvæði. Hið efra er ofan við 1.000 metra og skilar mestu vatns- magni. Væntingar eru hins vegar bundnar við að hið neðra geti einnig reynst drjúgt, en tvær holur sem vinna úr því kerfi eru þegar til staðar, og vatn sem er allt að 118 °C. Spurning um heppni „Það er ekkert í hendi um hverju borunin nú gæti skilað, jarðfræðing- ar eiga erfitt með að meta árangur fyrirfram. Svona aðgerðir eru alltaf að nokkru leyti spurning um heppni, segir Jón Tryggvi um þetta verkefni sem kostar á bilinu 80-100 milljónir króna, samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum. Í Árborg er í dag horft er til að afla megi jarðhita á öðrum stöðum í grennd við Selfoss, svo sem í Flóa, Grímsnesi og Ölfusi, þar sem jarðhita og vatn er þegar að finna. Viðræður hafa átt sér stað við hlutaðeigandi, meðal annars Orkuveitu Reykjavík- ur. „Við þurfum að vinna þessi mál nokkuð hratt og þá er ég að tala um bæði jarðhitaleitina við Laugardæli og þar í kring og svo eins samstarf við fleiri aðila. Þetta er viðfangsefni sem skiptir sveitarfélagið miklu til framtíðar,“ segir Jón Tryggvi Guð- mundsson. Leitað við Laugardæli eftir meira af heitu vatni  Jarðboranir við Selfoss  Ný svæði til orkuvinnslu í skoðun Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Framkvæmdir Viðfangsefni sem skiptir sveitarfélagið miklu til fram- tíðar,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, hér við borsvæðið ofan við Selfoss. TOPPUR ehf Bifreiðaverkstæði TOPPUR er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is Velferðarsvið Reykjavíkur hefur gert samning við Barka, pólsk sam- tök sem munu aðstoða utangarðs- menn af erlendum uppruna við að koma lífi sínu á réttan kjöl. Barka- verkefnið miðar að því að stuðla að meiri lífsgæðum þessa hóps hvort sem í því felst að snúa aftur til heimalands eða vera áfram í Reykja- vík, segir í frétt frá borginni. Aðstoðin er byggð á jafningja- fræðslu. Þeir sem leiða starfið meðal utangarðsfólks hafa sjálfir verið í þeirra sporum og hafa búið á götum í hinum ýmsu borgum Evrópu. Með aðstoð frá Barka tóku þeir þátt í verkefninu og náðu tökum á eigin lífi. Þeir launa svo Barka vinnuna með því að gerast sjálfir leiðtogar. Barka-leiðtogar vinna sjálfstætt í hverju landi ásamt háskólamennt- uðu aðstoðarfólki. Velferðarsvið hefur útvegað starfsmönnum samtakanna aðstöðu í Gistiskýlinu á Lindargötu, auk þess sem sviðið stendur straum af kostn- aði við verkefnið, m.a. launum starfsmanna, ferðakostnaði og stuðningi á vegum Barka í Póllandi fyrir þá sem kjósa að fara til síns heimalands. Talið er að tæplega 30 utangarðs- menn frá Austur-Evrópu gætu nýtt sér aðstoð Barka í Reykjavík. Pólsku samtökin Barka aðstoða erlenda utangarðsmenn í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.