Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Gæði og góð þjónusta í 80 ár! glæsilegt úrval Enginn pólitískur ómöguleiki Innleiðing Íslands á reglum ESB ófullnægjandi Aðgerðin kostar um 10 milljarða 1.250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt fengu lækkun F ramlag ríkisins til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra fast- eignalána nemur um 100 millj- örðum króna en hlutfallslega flestir sem sóttu um voru á aldrin- um 41 til 50 ára hrunárið 2008. Flestir umsækjenda búa í sveitarfélögunum í nágrenni Reykjavíkur, eða 81 pró- sent umsækjenda, og alls 1.250 heim- ili sem greiddu auðlegðarskatt fengu lækkun höfuðstóls að fjárhæð samtals 1,5 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efna- hagsráðherra, um lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána sem var lögð fyrir Alþingi í byrjun vikunnar. Samkvæmt skýrslunni fengu tæplega 94 þúsund einstaklingar, í 57 þúsund fjölskyldum, skuldir sínar lækkaðar. Aðgerðirnar voru óháðar eignum umsækjenda og fengu heimili sem skulduðu á bilinu 35 til 50 milljónir króna hæstu lækkun eða að meðaltali 1.940 þúsund krónur. Minnsta leið- réttingu fengu 35 ára og yngri. Þau heimili sem greiddu auð- legðarskatt vegna ársins 2013 og fengu lækkun höfuðstóls voru um tvö prósent þeirra sem fengu lækkun eða um fjórðungur þeirra heimila sem greiddi auðlegðarskatt á árinu 2013. Það ár þurftu einstaklingar sem áttu yfr 75 milljónir króna í hreina eign að greiða skattinn sem og hjón sem áttu meira en 100 milljónir króna. „Hins vegar er lækkun höfuðstóls mismunandi eftir því hvaða fyrri úr- ræði íbúðareigendur höfðu nýtt sér. Að þessu slepptu er eðli höfuð- stólslækkunarinnar það að sama upphæð skuldar fékk sömu lækkun höfuðstóls,“ segir í skýrslu fjármála- ráðherra. n haraldur@dv.is Leiðréttingin kynnt Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu aðgerðina. Mynd Sigtryggur Ari V ið þurfum að sinna skyld- um okkar ef við ætlum að vera aðilar að evrópska markaðnum,“ segir Bjarn- veig Eiríksdóttir, lögmaður og kennari í Evrópurétti við Háskóla Íslands. Hún segir innleiðingu Ís- lendinga á EES-reglum oft vera ófullnægjandi en ekki sé alltaf ljóst undir hvaða ráðuneyti mál- efnin heyri. Sameiginlega EES- nefndin ákveður hvaða ESB-regl- ur skuli teknar upp í landsrétt en Ísland á sæti í henni. „Innleiðing EES-reglna er ekki endilega mál sem heyrir bara undir utanríkisráðuneytið,“ segir hún. EES-reglur teygi anga sína til margra málaflokka. „Það má alveg spyrja sig hvort þetta eigi heima í utanríkisráðu- neytinu. Þar er fólk sem hefur reynslu á að beita sér á alþjóða- vettvangi en þegar heim er kom- ið og reglurnar eru komnar inn í EES-samninginn þá mætti jafnvel skipta þessu niður á ráðuneytin. Spurningin er: þarf eitthvað að miðstýra þessu? Eða er hægt að styrkja einstök ráðuneyti?“ Hún segir hægt að fara ýmsar leiðir. „Þetta er bara eins og hver önnur vinna. Í þessu felst enginn pólitískur ómöguleiki því við þurfum einfaldlega að taka upp reglur sem við höfum samþykkt í EES-nefndinni að teknar verði upp í landsrétt.“ Hún segir vandamálið vera að ráðherrar leggi áherslur á önnur verkefni en EES-málin. „Menn geta ekki unnið þessi verkefni í hjáverkum enda nóg að gera í ut- anríkisráðuneytinu til að mynda. Það vantar hreinlega meira fjár- magn í þessi mál svo þeim sé fylgt eftir með festu.“ n birna@dv.is Bjarnveig Eiríksdóttir lögmaður og kennari í Evrópurétti. Verð hækka vegna kjarasamninga Neytendasamtökin halda utan um lista þeirra birgja sem hækka verð Á heimasíðu Neytendasamtak- anna má finna töflu yfir þá birgja sem hafa tilkynnt um hækkað verð, meðal annars vegna nýrra kjarasamninga, hækk- unar á hráefniskostnaði og annars kostnaðar. Fram kemur að taflan sýni hækkanir frá birgjum til versl- ana frá 1. maí síðastliðnum. Alls er um að ræða 19 fyrirtæki og eru vöruflokkarnir fjölmargir sem hækkanirnar ná til. Meðal annars má nefna hækkanir á sælgæti, gosi, kjötvörum, brauði, kexi, grænmeti og hreingerningavörum. Mestu hækkarnirnar sem tengj- ast kjarasamningunum beint eru hjá Kökugerð HP sem ætlar að hækka flatkökur, skonsur og kleinur um 8% frá 1. júlí. Samlokur frá Sóma og Júmbó munu hækka um 4,9% frá 6. júlí og harðfiskur frá Tradex mun hækka um 5,8% frá 1. júlí. Kjöt og kjöt- vörur frá Fjallalambi hækka um 3,5% frá 1. júlí og sama hækkun mun verða á grænmeti, salati og öðrum vörum frá Hollt og gott. Samtökin hvetja fyrirtæki til þess að leita leiða til að hagræða sem mest svo ekki þurfi að koma til frekari hækkana á verðlagi þrátt fyrir kostnaðaraukann sem felst í nýgerðum kjarasamningum. Ekki sé sjálfgefið að velta þurfi þessum kostn- aðarauka út í verðlagið. n Verðhækkanir Fylgst er með þeim birgjum sem hækka verð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.