Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 23
10 stærstu laxarnir Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% með vsk upp að 60 milljónum 299.900.- með vsk VantaR – VantaR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Sími 568- 5556 www .skeifan.is Á R N A S Y N IR HÚSAVÍK AKUREYRI SAUÐÁRKRÓKUR ÍSAFJÖRÐUR REYKJAVÍKKEFLAVÍK HÖFN EGILSSTAÐIR AVIS bílaleiga sími 591 4000 – avis.is VANTAR ÞIG BÍL? Sport 19 Football Observatory n Bale og Fabregas ekki á listanum 8 Diego Costa Aldur: 26 ára Félag: Chelsea Með samning til: 2019 Virði: 70–77 milljónir evra n Costa hefur sýnt það, síðustu tvö keppn- istímabil, að hann er markaskorari af guðs náð. Hann skoraði 36 mörk í öllum keppnum fyrir Atletico Madrid á þarsíðustu leiktíð og svo 20 deildarmörk fyrir Chelsea í vetur – í aðeins 26 leikjum. Meiðsli settu á síðustu leiktíð strik í reikning Costa en hann er líklegur til að skora 20 deildarmörk á næsta keppnistímabili einnig. 9 Alexis Sánchez Aldur: 26 ára Félag: Arsenal Með samning til: 2018 Virði: 68–75 milljónir evra n Sánchez var einn albesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni, eftir að hafa komið frá Barcelona fyrir 35 milljónir punda. Hann sýndi strax í fyrstu leikjunum að enski boltinn hentar honum vel og – með smá liðsauka – getur Arsenal með hann innanborðs gert atlögu að titlum á komandi árum. Frammistaða hans hjá Arsenal hefur verið til þess fallin að auka verðgildi hans til muna. 10 James Rodríguez Aldur: 23 ára Félag: Real Madrid Með samning til: 2020 Virði: 68–75 milljónir evra n Rodríguez stal senunni með landsliði Kólumbíu á HM í Brasilíu síðastliðið sumar þegar hann varð markakóngur keppninnar. Rodriguez skoraði sex mörk á HM. Í kjölfarið var hann keyptur til Real Madrid þar sem hann leikur í treyju númer 10, eins og Figo gerði forðum. Hann skoraði 17 mörk fyrir Real í vetur og á sjálfsagt enn eftir að bæta sig nokkuð. 6 Raheem Sterling Aldur: 20 ára Félag: Liverpool Með samning til: 2017 Virði: 74–81 milljón evra n Sterling er líklega orðinn of góður fyrir Liverpool. Félaginu virðist ekki ætla að takast að halda leikmanninum sem er ítrekað orðaður við ýmis stórlið, svo sem eins og Manchester City. Þessi eldfljóti sóknarmaður er aðeins tvítugur að aldri og á bjarta framtíð fyrir höndum. Næsta skref hans á ferlinum gæti orðið örlagaríkt en svo virðist sem dagaspursmál sé hvenær hann kveður Anfield. 7 Paul Pogba Aldur: 22 ára Félag: Juventus Með samning til: 2019 Virði: 70–77 milljónir evra n Þessi stóri og stæðilegi Frakki er fram- tíðarstjarna í Evrópuboltanum. Hann leikur sem miðjumaður og þykir frábær á báðum endum vallarins. Pogba var ungur á mála hjá Manchester United sem lét hann, árið 2012, fara til Juventus fyrir lítið. Honum er iðulega líkt við landa sinn – goðsögnina – Patrick Vieira og var árið 2013 kjörinn bestur á Evrópumóti U-21-liða. 5 Sergio Agüero Aldur: 27 ára Félag: Manchester City Með samning til: 2019 Virði: 78–86 milljónir evra n Fáir efast um að Agüero sé einhver allra besti knattspyrnumaður samtímans. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn en 32 mörk í 40 leikjum á Englandi á síðustu leiktíð segja allt um það hversu verðmætur leikmaðurinn er. Hann hefur alls skorað 107 mörk fyrir lið sitt í 162 leikjum og er samn- ingsbundinn liðinu næstu fjögur árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.