Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 30. júní –2. júlí 2015
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð og endingargóð
vetrardekk sem koma þér
örugglega hvert á land sem er
Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18
Hágæða parketplankar
á góðu verði
Hundruð hópa gætu ekki ferðast
Verkfall leiðsögumanna hefði víðtæk áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi
Þ
að er ekki ætlun okkar að skaða
ferðaþjónustuna en við þurfum
að beita einhverjum ráðum
til að ná fram okkar kröfum,“
segir Snorri Ingason, formaður kjara
nefndar Félags leiðsögumanna.
Stjórn og trúnaðarráð félagsins
eru að afla verkfallsréttar og undan
farið hefur verið haldin allsherjar at
kvæðagreiðsla um það hvort hann
verði nýttur.
Snorri segir að verkfall myndi
hafa mjög víðtæk áhrif á ferðaþjón
ustuna. „Við erum að ferðast með
hópa erlendra ferðamanna um landið
í hundr uðum á dag. Ef leiðsögumenn
leggja niður vinnu myndi það þýða að
þessir hópar gætu ekki ferðast, eða að
þeir myndu ferðast á öðrum forsend
um.“ Félag leiðsögumanna hefur
fundað með Samtökum atvinnulífsins
síðan í febrúar og þrívegis hafa félögin
fundað hjá ríkissáttasemjara.
Um 900 manns eru í Félagi
leiðsögumanna og þar af starfa 150
til 200 við fagið allt árið um kring.
Hámarkslaunin eru samkvæmt
töxtum 272 þúsund krónur á mánuði.
„Það sem málið snýst um núna
er að kjarasamningurinn sé fyrir fólk
sem er að vinna við þetta allt árið um
kring og geti haft af þessu lífsviður
væri. Á síðustu árum hefur þetta orðið
heilsársstarf og þeir sem eru að vinna
við þetta reiða sig á starfið og þurfa að
hafa öll sín réttindi innan þessa fé
lags,“ segir Snorri. n freyr@dv.is
n Erfiðlega gengur að vinna á staflanum n Lögfræðingar ráðnir tímabundið n Eru núna að afgreiða 16. apríl
Starfsmaður
þinglýsingasviðs
Ævar Hrafn Ingólfsson
heldur á broti af þeim
ellefu þúsund skjölum
sem bíða þinglýsingar.
mynd Þormar Vignir gUnnarSSon
Ellefu þúsund skjöl
bíða þinglýsingar
sýslumannsembættið tók vel í að
horft yrði til þessara sjónarmiða og
líklega verður möguleiki á því að fast
eignasalar fái að bregðast við og lag
færa skjölin ef ágallarnir eru smá
vægilegir,“ segir Grétar.
Horft sé til þess að um keðju
viðskipta sé að ræða
„Annað mikilvægt atriði sem kom
fram á fundinum var að fasteignasal
ar haldi sýslumannsembættinu upp
lýstu um það að oft er um keðju við
skipta að ræða. Það að einu máli sé
vísað frá út af smávægilegum ágöll
um getur þýtt að öll keðjan rofn
ar sem er hið versta mál. Þetta
geta starfsmenn sýslumanns
embættisins ekki vitað nema þeir
séu upplýstir um það og við munum
koma því á framfæri við okkar félags
menn. Það ætti að þýða að hlutirnir
geti gengið sem best fyrir sig,“ segir
Grétar enn fremur.
Komið ótrúlega vel út
á heildina litið
Að hans sögn hefur þrátt fyrir allt
gengið vel að leysa þau vandamál
sem koma upp í þessu fordæmislausa
ástandi. „Að sjálfsögðu
hefur komið upp
eitt og eitt erfitt
mál en á heildina
litið hefur þetta
komið ótrúlega
vel út og greini
legt að félagsmenn
okkar hafa vandað
til verka á erfiðum
tímum.“ n
grétar Jónasson, framkvæmdar-
stjóri Félags fasteignasala Að sögn
Grétars hefur þrátt fyrir allt gengið
vel að leysa þau vandamál
sem koma upp í þessu
fordæmislausa ástandi.
„Að sjálfsögðu hefur
komið upp eitt og eitt
erfitt mál en heilt yfir
hefur þetta komið
ótrúlega vel út og
greinilegt að okkar
félagsmenn hafa
vandað til verka á
erfiðum tímum.“