Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 34
30 Fólk Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 O-GRILLÍ ferðalagiðÁ svalirnar Í garðinn á pallinn Allt árið O-Grill 3500 kr. 32.950 O-Grill 1000 kr. 27.950 Borðstandur kr. 9.595 Taska kr. 2.995 VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Vingjarnlegasta fólk í heimi n Íslendingaslóðir í Kanada heimsóttar n Þakka kuldanum vinalegt viðmót K anadamenn eru nánast yfir­ náttúrulega vingjarnlegir undir venjulegum kringum­ stæðum, en þegar mað­ ur kemur til Íslendinga­ byggðanna í Gimli er samt eins og vinsemdin stigmagnist enn. Ég er ekki búinn að sitja lengi fyrir utan New Iceland Heritage Museum þegar eldri maður spyr hvort hann megi setjast við hlið mér. Hann seg­ ist heita Óli Óskar Jóhannes Narfa­ son, og sé fæddur í langahúsinu á Víðivöllum hér í Mani toba. Hann talar að sjálfsögðu lýtalausa íslensku. Engir Narfar eftir „Ég hef farið þrisvar til Íslands,“ segir hann. „Eitt sinn settum við frú­ in saman hópferð héðan. Jón Árni Sigfús son frá Mývatni hafði skóla­ rútur og keyrði okkur um landið. Hann keyrði vörubíl og var fræg­ ur þar um sveitir.“ Óli spyr að sjálf­ sögðu frétta frá Íslandi. „Hvernig er með Narfana, eru þeir margir eftir? Ég hitti engan þegar ég var þarna.“ Ég verð að játa að það séu ekki margir Narfar eftir á Íslandi samkvæmt minni bestu vitneskju. „Ég hef heyrt að þetta sé norskt nafn, þeir hafa lík­ lega verið glæpamenn,“ segir hann. Bláfátækt fólk Óli er fæddur árið 1925 og man því tímana tvenna. Saga Nýja­Íslands virðist um margt undarlega kunn­ ugleg fyrir okkur frá gamla landinu. „Þetta var alíslenskt þangað til í seinni stríði. Þá var settur upp flug­ völlur og yfir þúsund manns sem komu inn frá öðrum stöðum í Kanada. Fólk fékk vinnu hjá flug­ vellinum og stúlkurnar vildu gjarnan kynnast þeim sem voru í júníformi. Fram að þeim tíma gat maður alveg eins talað íslensku eins og ensku á götunum, en núna verður fólk að koma frá Íslandi sem ég get rabbað við.“ Ég spyr Óla hvað hann hafi fengist við hér í Gimli, en margir af afkom­ endum Íslendinganna eru rómaðir fiskimenn á Winnipeg vatni. „Þetta var bláfátækt, sumir voru kaupmenn en fæstir áttu kost á að fara í Háskóla. Þegar maður var 14–15 ára varð maður að leita að vinnu. Flestir leit­ uðu í vatnið og mér fannst það ágætt, en það var erfitt að kreista nógu mik­ ið fram til að geta eignast fjölskyldu.“ Átti íslenskan mann Áður en ég kemst að því hvernig tókst hjá honum Óla (grunar þó að það hafi tekist ágætlega þar sem að ég hitti barnabörn hans) kemur eldri kona og blandar sér í samræðurn­ ar, en þó á ensku. „Ég átti íslenskan eiginmann,“ segir konan sem heit­ ir Joyce. „Ég er viss um að hann hafi verið góður maður,“ segir Óli. „Já, en hann entist ekki lengi,“ segir Joyce. „Ég vildi að hann hefði lifað lengur, því þá hefði ég kunnað meira í mál­ inu.“ Það kemur í ljós að eiginmað­ ur hennar varð rétt jafn gamall og blaðamaður er nú, eða 38 ára. „Ég var eini drengurinn í fjölskyldunni og mér þótti betra að þiggja þann kost að taka við búinu,“ segir Óli. Með ólæstar útidyr Önnur kona og talsvert yngri kemur inn. Lisa nefnist hún. Ég spyr hana hvernig standi á því að allir hérna séu svo vingjarnlegir. „Ég held að það sé kuldinn,“ segir hún. „Þá verður hlýj­ an að koma að innan.“ Blaðamaður hefur ferðast víða um norðurslóðir og er ekki með öllu sannfærður um að þetta sé raunin. Haraldur Arnbjörnsson bætist í hópinn, Íslendingur frá Vestfjörðum sem hefur búið í Gimli í 28 ár og efn­ ast ágætlega sem flugmaður. „Ég held að það sé bara vegna þess að fólk hefur ákveðið að vera vingjarn­ legt, og síðan breiðir það út frá sér, frekar en að fólk sé stöðugt að tor­ tryggja hvert annað,“ segir Haraldur. „Ég kýs að treysta fólki og hef alltaf ólæst,“ segir Joyce. „En fólk sem hef­ ur flutt hingað í seinni tíð er farið að læsa heima hjá sér.“ Ég held af stað með Haraldi sem hefur boðist til hýsa mig að bæði vestfirskri og vest­ uríslenskri vinsemd. Það er ólæst heima hjá honum. „Ef fólk vill brjót­ ast inn brýst það inn,“ segir hann stóískur. „En það veldur þá minni skaða.“ n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Óli og Lorna 17. júní sló Íslendingafélagið upp veislu, en Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, var sérstakur gestur. Íslenska Vestur-Ís- lendingarnir hafa margir hverjir haldið íslenskunni vel við og tala jafnvel lýtalausa íslensku. Læsa ekki Margir íbúa í Gimli læsa ekki að sér á nóttunni. Þeir treysta náunganum. Fæddur í Manitoba Óli Óskar Jóhannes Narfason nærir íslenskar rætur sínar og hefur þrisvar komið til Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.