Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 2
Vikublað 30. júní –2. júlí 20152 Fréttir Sársauki minnkar strax • Kaldur gelsvampur & gel • Lækkar hita í brunasárum um 6-7 °C • Gelsvampur helst vel á, dettur ekki af • Tea Tree & Lavender - sótthreinsar, róar & deyfir • Sterílar umbúðir Virkar á sviða og sársauka af: sólbruna - skordýrabiti brenninettlum - húðflúrum laser og núningsbruna Fæst í apótekum. Celsus ehf. www.celsus.is AbsorBurn® Kælir brunasár, hratt og lengi Bílaverkstæði á Patreksfirði yfirfull n Bílaleigubílar ferðamanna verða fyrir tjóni á malarvegum Vestfjarða V ið erum að gera við um tíu bíla á dag hérna á verk- stæðinu og höfum varla undan,“ segir Páll Heiðar Hauksson, eigandi bílaverk- stæðisins Smur og Dekk ehf. Með auknum ferðamannastraumi um misgóða vegi landsins vænkast hag- ur þeirra sem reka bifvélaverkstæði. Umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að vegirnir á svæðinu séu með besta móti. Hjá Smur og Dekk ehf. á Patreks- firði vinna fimm manns. Páll Heiðar segir að þeir hafi í nógu að snúast en víða í nágrenni Patreksfjarðar eru vegir ómalbikaðir. „Það eru eldgamlir og lélegir vegir sem liggja til dæmis að Arnarbjargi og Arnarfirði héðan frá Patreksfirði.“ Hann segir aðallega vera um að ræða staði sem ferða- menn vilji sjá og skoða. Malarvegirnir valda skemmdum „Í 95 prósentum tilvika eru þetta útlendingar á bílaleigubílum,“ segir Páll. „Erlendir ferðamenn keyra um á smábílum eða jepplingum og kunna einfaldlega ekki að keyra á malarveg- um. Íslendingar eru vanir að sveigja bílnum frá ef grjót er á veginum eða hola. Þeir erlendu keyra bara beint af augum.“ Páll segir jafnframt að margir bíla- leigubílar séu í lélegu ástandi: „Það er mikið af druslum í umferð sem útlendingar annaðhvort leigja eða fá lánaðar.“ Ástand vega slæmt á suðursvæði Vestfjarða Páll er á Patreksfirði og segist því aðallega verða var við lélegt ástand vega á því svæði. „Nærliggjandi veg- ir hafa verið heflaðir en það er ekki nógu vel gert. Eitthvað er um grjót á vegunum. Verstu vegirnir eru malar- vegirnir. Ég hef aðallega verið að ná í bíla sem orðið hafa fyrir tjóni á Dynjandisheiði, Látrabjargi eða Rauðasandi.“ Hann segist ætla að ástandið sé svipað á öðrum stöðum landsins þar sem enn eru malarvegir: „Já, þetta er svona á þessum útnárum landsins sem fólk vill skoða.“ Ferðamenn gista á Patró „Við gerum við um það bil 10 bíla á dag,“ segir Páll. Hann segir að oft sé um meiriháttar viðgerðir að ræða og hann hafi nýlega gert við splunkunýjan smájeppa sem ferða- maður hafi leigt af bílaleigu. „Það kom hnefastórt gat inn í sjálfskipt- inguna á honum og hann hreinlega eyðilagðist.“ Páll segir viðgerðir taka tíma, sem leiði til þess að ferðalangar þurfi að dveljast nætur langt á Patreksfirði: „Það getur tekið sinn tíma að ná í bíl, bíða eftir varahlutum frá Reykjavík og svo framvegis. Menn verða oft að bíða fram á næsta dag.“ Mikill munur á sýslum Halldór Holt, atvinnubílstjóri frá Pat- reksfirði, tekur í sama streng og Páll. „Malarvegirnir eru skelfilegir, sér- staklega á Dynjandisheiði en þar liggja sýslumörk. Munurinn á Barða- strandarsýslu og Ísafjarðarsýslu er mikill,“ segir Halldór. „Umdæmisstjóri vegagerðarinnar ber við fjárskorti. En það á að skipta fénu jafnt. Vegir eru nýir við Ísafjörð. Í Barðastrandarsýslu eru vegir hvorki heflaðir né þar gerður nokkur skap- aður hlutur.“ Hann segir erlenda ferðamenn sem koma til Patreksfjarðar til að skoða Vestfirðina verða smeyka þegar þeim sé sagt að keyra malarvegina. „Margir vilja helst fara með áætlun- arbílum. Hins vegar leigir fólk sér bílaleigubíla á eigin vegum og þegar komið er að safninu rétt hjá Látra- bjargi eru erlendir ferðamenn oft orðnir beinlínis hræddir. Þessu þarf að bregðast við. Menn geta ekki farið að furða sig á málunum þegar ferða- mannastraumurinn eykst í sumar.“ Vegagerðin telur vegina vera með betra móti Eiður Thoroddsen, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á suðursvæði Vestfjarða, segir að malarvegirnir séu með besta móti. „Við höfum verið að hefla og ganga frá vegum á svæðinu. Ég er ekki að segja að veg- irnir séu góðir hérna, enda eru þetta malarvegir.“ Aðspurður hvers vegna svo mik- ill fjöldi bíla sé á bílaverkstæðum á Patreksfirði segir hann: „Þetta eru flest allt ferðamenn sem kunna ekki að keyra á malarvegum, síðan eru bílaleigur að leigja út handónýta bíla“ Eðlilegt að tjónum fjölgi Halldór Ómarsson, aðstoðar- flotastjóri hjá Avis-bílaleigu, einni stærstu bílaleigu landsins, segist ekki hafa orðið var við að vegirnir á Vestfjörðum séu verri en annars staðar. „Það er vissulega rétt að það koma svona furðulegir álagspunktar á ýmsum svæðum, en við höfum ekki tekið sérstaklega eftir því á þessu svæði. Almennt eru þó meiri líkur á að bílar skemmist þar sem malarvegir eru grófir.“ Hann segir að bílum á vegum landsins fjölgi með auknum ferða- mannastraumi. Avis-bílaleiga sé með um 1.600 bíla á vegum lands- ins. Því sé eðlilegt að tjónum á bíl- um fjölgi samfara því. n Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is „Túristar keyra um á smábílum eða jepplingum og kunna ein- faldlega ekki að keyra á malarvegum. Starfsmenn verkstæðis Brosa sínu breiðasta þó að þeir hafi varla undan. Nóg af bílum í viðgerð Bílaverkstæði eru yfirfull á Patró. Þinglok á föstudaginn Stjórn mála flokk arn ir sex á Al- þingi náðu á sunnudagskvöld sam komu lagi um þinglok og er stefnt að því að þau verði á föstu dag inn. Mörg mál bíða enn afgreiðslu þingsins og þar af nokkur umdeild, þar á með- al makrílfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ljóst er að frumvarp ráðherr- ans verður ekki afgreitt fyrir þing- lok og ekki heldur breytinga- tillaga atvinnuveganefndar vegna rammaáætlunar. Sam tals á að af- greiða á sjö unda tug mála fyr ir þinglok sam kvæmt sam komu lag- inu og þar af sex þing manna mál. Jón Atli tekur við Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, tek- ur formlega við embætti rektors Háskóla Íslands af Kristínu Ingólfs dóttur, prófessor í lyfja- fræði, í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag, þriðjudag. Athöfnin hefst klukkan 14.00. Þar mun Kristín flytja kveðjuávarp og svo afhenda eftirmanni sínum tákn rektors- embættisins. Að því loknu mun Jón einnig flytja ávarp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.