Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 32
28 Fólk Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 H E I L S U R Ú M SUMAR TILBOÐ ROYAL BASE Stök dýna 21.595 kr. - NÚ 12.957 kr. Með botni 66.235 kr. - NÚ 39.741 kr. (90x200 cm) ROYAL CORINNA Stök dýna 64.900 kr. - NÚ 51.920 kr. (153x200 cm) Einnig til í öðrum stærðum „Ég er ekki femínisti“ Tólf frægar Hollywood-stjörnur sem skilgreina sig ekki sem femínista Þ rátt fyrir mikla vakningu varðandi réttindi kvenna upp á síðkastið og hverja byltinguna á fætur annarri í þeim efnum eru alltaf ein- hverjir sem eru seinni til en aðr- ir. Hér er listi yfir tólf áberandi kon- ur í Hollywood sem synda á móti straumnum og neita að skilgreina sig sem femínista. n Elskar húsmóðurstarfið Leikkonan Kaley Cuoco-Sweeting, sem þekkist best úr Big Bang Theory, viðurkennir gamaldags hugsunarhátt sinn í viðtali við tímaritið Redbook. „Ég veit að það voru aðrar konur sem tóku slaginn fyrir mig en sjálf hef ég aldrei fundið fyrir misrétti. Ég elda handa eiginmanni mínum fimm kvöld í viku. Þannig líður mér eins og húsmóður og ég elska það. Ég veit að þetta er gamaldags en mér finnst krúttlegt þegar konur hugsa um menn sína.“ Hættum samanburði Nýstirnið Shailene Woodley vill styrkja systraböndin frekar en einblína á femínisma eins og fram kom í viðtali við hana í Time. „Ég veit ekki hvernig við konur get- um ætlast til þess að karlar virði okkur þegar við virðum okkur ekki sjálfar. Það er svo mikil öfund á milli kvenna, endalaus samanburður og öfundsýki. Ég vildi frekar að við kon- um stæðum betur með hvor annarri en að einblína á femínisma.“ Trúir á jafnrétti Í viðtali við tímaritið People sagðist leikkonan Salma Hayek ekki skilgreina sig út frá femínisma. „Ef karlar væru að ganga í gegnum það sama og konur eru að gera í dag myndi ég berjast fyrir réttindum þeirra af sama krafti. Ég er ekki femínisti. Ég trúi á jafnrétti.“ Meiri áhugi á stjarnfræði Söngkonan Lana Del Rey lýsti yfir áhugaleysi sínu á femínisma í viðtali við Entertainment Tonight. „Þetta er bara ekki áhugavert hugtak. Ég hef miklu meiri áhuga á vetrarbrautinni og því sem er að gerast úti í geimnum. Mín skilgreining á alvöru femínisma er kona sem er nógu frjáls til að geta gert allt sem hana lystir.“ Illa við orðið Leikkonunni Evangeline Lilly úr Lost líkar illa við orðið femínismi samkvæmt viðtali í The Huffington Post. „Ég er mjög stolt af því að vera kona og sem kona líkar mér ekki þetta orð. Ég tengi femín- isma við konur sem vilja vera karlar. Ég hef engan áhuga á því að vera karl.“ Elskar karla Tónlistar- og listakonan Lady Gaga er ekki hrifin af femínisma ef marka má viðtal í Los Angels Times við hana. „Ég er ekki femínisti. Ég fagna körlum, ég elska karla, ég elska karllæga ameríska menningu – bjór, knæpur og kraftmikla bíla.“ Vill glamúr Í The Guardian kom fram að fyrrverandi Kryddpían Geri Halliwell vill endurskil- greina hugtakið. „Það þarf að endurskil- greina merkinguna. Fyrir mig eru femínstar lesb íur sem brenna brjósta- haldara. Það er enginn glamúr í því. Ég vildi sjá nýtt orð. Við verðum að fagna kvenleikan- um.“ Elskar fjölskyldulífið Í viðtali við The Vogue sagðist Carla Bruni ekki þurfa á femínisma að halda. „Mín kynslóð þarf ekki á femínisma að halda. Brautin hefur verið rudd. Ég er alls ekki virkur femínisti. Þvert á móti. Ég er smáborgari. Ég elska fjölskyldulífið og elska að gera sömu hlutina á hverjum degi.“ Menanism Í Short List tjáði söngkonan Lily Allen sig um femínisma. „Ég hata þetta orð því það ætti ekki að vera til lengur. Við erum öll jöfn svo af hverju er þetta til umræðu? Hvernig er karllæga orðið? Menanism? Maleism? Það er ekki einu sinni til.“ Ekki femínisti Söngkonan Kelly Clarkson sagðist í viðtali við Time ekki skilgreina sig sem femínista. „Það væri of djúpt í árinni tekið. Fyrir mig eru femínistar konur sem vilja enga hjálp. Ég elska að láta mann- inn minn hugsa um mig. Að því leytinu er ég ekki femínisti.“ Trúir á styrk kvenna Í spjalli við Billboard sagðist Katy Perry elska sterkar konur. „Ég er enginn femínisti en ég trúi á styrk kvenna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.