Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 24
20 Lífsstíll A ugabrúnatískan í gegnum árin hefur verið margbreyti­ leg og ég verð eiginlega að segja að ég er sáttust við hana eins og hún er í dag. Ég held að flestar íslenskar stelpur á mín­ um aldri þekki það tímabil, þegar kol­ bika svartar augabrúnir voru allsráð­ andi – eða þegar það var í tísku að vera með litlar spagettíreimar sem auga­ brúnir. Sumar gengu það langt að raka öll hárin af og teikna þær með blýanti, það er reyndar svolítið síð­ an sú tíska var. En amen fyrir náttúruleg­ um og fal­ legum auga­ brúnum. Ég fæ kjána­ hroll þegar ég sé mynd­ ir af mér á yngri ár­ unum með hvítt hár og svartar auga­ brúnir. Sem bet­ ur fer hefur tæknin líka þróast í heimi förðunar og því miklu meira úrval snyrtivara, sem eru sérstaklega gerðar fyrir skyggingu augabrúna með farða og litaúrvalið mun meira en áður. Hvað geri ég sjálf? Mér finnst henta mér best að vera með ljósar augabrúnir, þar sem ég er mjög ljós yfirlitum og með ljóst hár. Ég fer reglulega í plokkun og litun til Rósu sem er snyrtifræðing­ ur á Blue Lagoon Spa. Hún setur mjög ljósan lit í mig og plokkar og ég lita augnhárin svo með í ann­ að hvert skipti. Inni á milli plokka ég þær sjálf, þar sem ég fæ mikið af hvítum hárum. Þegar liturinn fer að dofna, fylli ég upp í þær með sér­ stökum augabrúnalit þegar ég farða mig á morgnana. Hvað nota ég? Mér hefur oft fundist blýantar og skuggar til þess að fylla upp í auga­ brúnirnar vera frekar dökkir og var því einstaklega glöð þegar ég fann merki sem heitir Anastastia. Það fann ég í Sephora fyrir um það bil tveimur árum og hef því alltaf grip­ ið nokkra með heim, til þess að eiga fram að næstu ferð til Banda­ ríkjanna. Þar getur þú fund­ ið liti fyrir hvaða hár og hörund­ slit sem er. Og úrval­ ið af vörum fyrir auga­ brúnirnar er magnað. Ég rak augun í það á netinu um daginn að það er byrjað að selja þessar vörur hér á landi. Af því að ég vinn einnig sem förðunarfræðingur og hef mikinn áhuga á því sem það snertir, varð ég að prufa vinsælustu vörurnar. Eftir að hafa prufað mig áfram hef ég komist að því að ég er hrifnust af blýantinum frá Anastasia sem heit­ ir Brow Wiz, hann keypti ég í litn­ um „caramel“. Á öðrum endanum er blýantur og á hinum er greiða og er hann því mjög einfaldur í notk­ un. Ég nota einnig augnskuggann og gelið frá þeim til skiptis, eftir hvernig fíling ég er í. Þær vörur keypti ég í litnum „blonde“ og svo bursta með greiðu sem ég nota til þess að setja efnið í augabrúnirnar. Snyrtifræðingur gefur ráð Ég tók Rósu Sigurðardóttur, snyrti­ fræðing í Blue Lagoon Spa, tali, en hún sér meðal annars um auga­ brúnirnar mínar. Rósa er einnig förðunarfræðingur og því með puttann á púlsinum hvað varðar augabrúnatískuna í dag. Hún talaði um að í dag væri mest leitað eftir náttúrulegum og fyllt­ um augabrúnum, líkt og módelið Cara Delevigne er með. Hún hafi í raun bjargað augabrúnatískunni í dag og komið þessu náttúrulega og fallega útliti í tísku. Því sé mest unnið með að halda náttúrulegu lagi á brúnunum og að liturinn á þeim tóni bæði við andlit og hárlit. Rósa talar um að það sé fínt að hafa það sem viðmið að fara í plokkun og litun á 4–6 vikna fresti og bendir á að það sé mikilvægt að fara ekki í ljós/sólbað eða bera á sig brúnkukrem sama dag, ef við­ komandi ætlar að láta vaxa brún­ irnar. n Uppáhaldsvörurnar mínar Mér hefur oft fundist blýantar og skuggar til þess að fylla upp í augabrúnirn- ar vera frekar dökkir og var því einstak- lega glöð þegar ég kynntist merki sem heitir Anastastia og fæst í Sephora. Draumaplokkarinn Þennan keypti vinkona mín handa mér úti í Bandaríkjunum og þetta er draumaplokkar- inn. Næ mjög fíngerðum hvítum hárum með honum sem flestir plokkarar ná ekki. Opið virka daga 11-17 og 11-15 á laugardögum 10.000 kr. gjafabréf fylgir öllum seldum kerrum og vögnum í júní og júlí Gefum auk þess 2x 10.000 kr. gjafabréf Taktu þátt í leiknum okkar á facebook og þú gætir dottið í lukkupottinn! Sumarútsala er í versluninni okkar Brekkuhúsum 1 þessa dagana 20-50% afsláttur af öllum fatnaði Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 Fæst í FK , Hagkaupum, Byko,Net tó og Krónunn i Se l foss i Heimilisskammtari fyrir ál-og plastfilmur Engar flækjur - Ekkert vesen • Klippir álfilmur og plast • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél • Afar auðvelt í notkun Góð fegrunarráð n Augabrúnatískan n Hvað geri ég sjálf? n Ráð frá snyrtifræðingi Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Skerpi með blýanti Ég fór í litun til Rósu fyrir viku, en er hér með smá blýant í augabrúnunum til þess að skerpa þær. Náttúrulegt útlit Förðunarfræðingurinn Rósa segir módelið Cara Delevigne í raun hafa bjarg- að augabrúnatískunni með náttúrulegu útliti sínu. Rósa Sigurðardóttir Er snyrti- og förðunar- fræðingur og vinnur í Blue Lagoon Spa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.