Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 16
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
16 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Vikublað 30. júní –2. júlí 2015
Mig langaði
að hætta
Grikkjum ýtt út á bjargbrúnina
Sigubergur Elísson fór að hata íþróttina sem hann lifði fyrir. – www.fotbolti.net
H
ið óumflýjanlega hefur gerst.
Fjármagnshöft hafa verið
innleidd í Grikklandi – ann-
að evruríkið sem grípur til
slíkra neyðarúrræða á tveimur árum
– og framundan er atburðarás sem
virðist sífellt líklegri til að leiða til
brotthvarfs Grikkja úr evrópska
myntbandalaginu. Skrúfað hefur
verið fyrir neyðarlausafjáraðstoð
Evrópska seðlabankans og grískir
bankar og hlutabréfamarkaðir verða
lokaðir alla þessa viku. Áhyggjufullir
innstæðueigendur standa í biðröð-
um fyrir utan hraðbanka til að taka
út sparifé sitt en innstæður í bönk-
um hafa dregist saman um 20% á
þessu ári. Viðvarandi fjármagns-
flótti hefur verið í Grikklandi síðustu
ár og frá 2009 hafa bankainnstæður
skroppið saman um nærri 50%.
Greiðslufall á skuldum gríska
ríkis ins er yfirvofandi en í dag þurfa
Grikkir að standa skil á 1,5 millj-
arða evra afborgun af láni Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (AGS). Þeir fjár-
munir eru ekki til þar sem ekkert
samkomulag hefur náðst við helstu
lánardrottna gríska ríkisins – AGS,
ESB og Evrópska seðlabankann.
Grísk stjórnvöld hafa boðað til
þjóðaratkvæðagreiðslu næstkom-
andi sunnudag um þær tillögur kröf-
uhafa sem Grikkir neituðu að fallast
á í liðinni viku. Þótt óvíst sé hvort at-
kvæðagreiðslan muni í reynd hafa
nokkra þýðingu – gríska ríkið gæti þá
þegar verið komið í greiðsluþrot – þá
hefur Jean-Claude Juncker, forseti
framkvæmdastjórnar ESB, lýst því
yfir að hún snúist um hvort Grikk-
ir verði áfram í evrusamstarfinu.
Enginn veit raunverulega hvaða af-
leiðingar slík atburðarás kynni að
hafa fyrir grískt efnahagslíf – og ekki
síður önnur evruríki sem standa
höllum fæti.
Hvernig gat þetta gerst? Þær að-
gerðir sem gripið hefur verið til
á undanförnum árum – endur-
skipulagning skulda, lægri vextir,
efnahagsumbætur og niðurskurður
ríkisútgjalda – hafa ávallt reynst
skammgóður vermir og ekki orðið
til þess að koma skuldastöðu gríska
ríkisins í sjálfbært horf. AGS hefur
viðurkennt að hafa gert veigamik-
il mistök þegar sjóðurinn vanmat
þau neikvæðu áhrif sem aðhalds-
aðgerðir myndu hafa á hagvöxt
þegar fyrsta neyðarlánið til Grikkja
var samþykkt árið 2010. Fimm árum
eftir að aðhaldsaðgerðirnar hófust er
staðan því litlu betri og nema skuldir
gríska ríkisins, sem hafa vaxið stöð-
ugt frá upphafi fjármálakreppunn-
ar, í dag um 180% landsframleiðslu.
Á þessu tímabili hefur landsfram-
leiðsla dregist saman um meira en
fjórðung og atvinnuleysi mælist yfir
25%. Leita þarf allt aftur til Krepp-
unnar miklu í Bandaríkjunum á ár-
unum 1929 til 1933 til að finna dýpri
efnahagskreppu á Vesturlöndum en
þá sem Grikkir hafa upplifað á um-
liðnum árum.
Því verður vitaskuld ekki neitað að
ábyrgðina á þeirri stöðu sem Grikk-
ir standa frammi fyrir í dag má að
hluta til rekja til þess hvernig haldið
var um stjórnartaumana þar í landi –
lausatök í ríkisfjármálum og skortur
á nauðsynlegum efnahagsumbótum
– eftir að Grikkir urðu aðilar að
myntsamstarfinu. Orsakir skulda-
kreppunnar, ekki aðeins í Grikklandi
heldur á evrusvæðinu öllu, eru hins
vegar öllu flóknari og kerfislægari.
Þær er að finna í sjálfu myntbanda-
laginu sem framkallaði gríðarlega
skekkju á greiðslujöfnuði milli að-
ildarríkja að evrusamstarfinu – og
þar ber lánveitandinn (Þýskaland)
ekki síður sök en skuldunautarnir
(Grikkland og önnur jaðarríki). Ekki
verður séð að ráðamenn í Berlín, en
ekkert evruríki hefur notið jafn góðs
af myntsamstarfinu og Þýskaland,
hafi á þessu mikinn skilning. Þess í
stað hefur nánast allur kostnaður af
því að leiðrétta hið djúpstæða ójafn-
vægi á evrópska myntbandalaginu
verið borinn á herðum jaðarríkj-
anna á sama tíma og Þjóðverjar virð-
ast líta á það sem sjálfstætt markmið
að viðhalda viðvarandi og miklum
viðskiptaafgangi ár eftir ár. Það er
fullkomlega galin efnahagsstefna
sem hefur gert Grikkjum og öðrum
evruríkjum erfiðara um vik að vinna
sig út úr skuldakreppunni.
Grikkjum hefur núna verið ýtt út
á bjargbrúnina. Þrátt fyrir að stofn-
un evrópska myntbandalagsins fari
í sögubækurnar sem ein stærstu
efnahagsmistök sem gerð hafa ver-
ið á síðari tímum þá hafa sanntrúað-
ir á meginlandi Evrópu ávallt talið að
brotthvarf af evrusvæðinu væri bæði
efnahagslega og pólitískt óhugsandi.
En ekki mikið lengur. Þótt fórnar-
kostnaður þess að segja skilið við
hina sameiginlegu mynt hafi virst
í huga margra óyfirstíganlegur þá
segir fjármálasagan okkur að mynt-
svæði enda oftar en ekki með hvelli
fremur en kjökri. n
Örlögin í höndum Dags
Árni Páll Árnason, formaður Sam-
fylkingarinnar, svaraði enn og
aftur fyrir veika stöðu flokksins í
útvarpsþætti Sigurjóns Egilssonar,
Sprengisandi, um helgina. For-
maðurinn virtist gera sér fulla
grein fyrir veikri stöðu sinni,
bæði innan flokks sem utan, en
lýsti engu að síður fullum vilja
til að endurvinna traustið. Það
hjálpar Árna Páli hversu fátæk
Samfylkingin er af mögulegum
framtíðarformönnum. Í raun
er aðeins einn sem kemur til
greina, borgarstjórinn Dagur B.
Eggertsson. Á meðan Dagur situr
sem fastast í borginni, situr Árni
Páll áfram.
400 milljarða
skekkja Össurar
Þeir eru margir sem eru að reyna
að endurskrifa söguna þessa
dagana þegar rætt er um áætlun
stjórnvalda um
losun fjármagns-
hafta. Í þeim hópi
er Össur Skarp-
héðinsson, þing-
maður Samfylk-
ingarinnar, sem
skrifar af miklum
móð um þau mál á Facebook-
síðu sinni. Í gær hélt hann því
fram að með fyrirhuguðu stöðug-
leikaframlagi slitabúa föllnu
bankanna, sem Össur telur að
skili 450 milljörðum, væru stjórn-
völd að gefa kröfuhöfum um 400
milljarða afslátt í ljósi þess að
stöðugleikaskattur ætti að skila
ríkissjóði 862 milljörðum.
Tölurnar virðast hafa skol-
ast eitthvað til í meðförum Öss-
urar. Hið rétta er að áætlaðar
tekjur ríkissjóðs af 39% stöðug-
leikaskatti eru 682 milljarð-
ar að teknu tilliti til frádrátt-
arheimilda. Þá eru einnig allar
líkur á því, eins og útskýrt hefur
verið á síðum DV, að með stöð-
ugleikaframlögum slitabúanna
fái stjórnvöld afhentar eignir
sem eru verðmetnar á bilinu 600
til 700 milljarða. Þannig hefur
Lee Buchheit, ráðgjafi stjórn-
valda, nefnt töluna 650 millj-
arða sem líklega niðurstöðu í því
samhengi.
Actavis ei meir
Landsmenn voru minntir held-
ur óþægilega á það í gær að ís-
lenska lyfjafyrirtækið sem eitt
sinn hét Acta-
vis væri orðið
alþjóðlegt
risafyrirtæki.
Höfuðstöðvar eru
ekki lengur hér á
landi og í gær var
tilkynnt að lyfja-
framleiðslu hér yrði hætt og við
það töpuðust um 300 sérhæfð
störf. Björgólfur Thor Björgólfs-
son, stór eigandi fyrirtækisins,
hefur ekkert tjáð sig um þetta
áfall fyrir íslenskt atvinnulíf, en
telja má öruggt að hann hafi
haft mikið um þessa ákvörðun
að segja.
Minni og minnisleysi
Ó
reiðan vex á öllum stöðum.
Hún einkennir tímann fremur
en annað um þessar mund-
ir. Þessi óreiða er lævís og
margvísleg. Hún er hefndar-
þrá, villuráfandi réttlætiskennd,
krafa um að þjóðir og einstaklingar
hreinsi sig opinberlega með pínleg-
um játningum í froðustíl í bland við
sjálfsvorkunn semi. Svo eru stjórn-
málin og ekki síst fjármálin dapurleg.
Menn tönnlast á peningum eins og
trúnni á guð forðum. Hann og hún
virðast hafa gufað upp við það að
konur fengu að kokka gegn kölska við
altarið og malla graut sem guð mundi
aldrei leggja sér til munns settist
hann til borðs hjá mömmu í skrúð-
húsinu. Enginn ræður við eitt eða
neitt. Allir á flótta. Allt er útþvælt eins
og lofsungið bullið í nútímaskáldum
og listum. Hreinsunareldurinn úr
rassi samtímans er reykur af réttum
allsnægtaborðsins með diska sem
ríkin hroðuðu og fengu drullu sem
frjálshyggjan leysti úr neyslugörninni
og postular hennar jusu yfir okkur,
hina leiðitömu.
Þegar neysla og bjartsýni ríktu
með trú lýðsins á bongóveður í frjáls-
um fjármagnsheimi kom fram á Ítal-
íu hreyfing til vinstri kölluð Hreinar
hendur. Hún vildi hreinsa til í fjár-
málum og stjórnsýslu en riddarar
auðvaldsins hjuggu þær af búknum
með hagfræði- og stjórnmálalegum
rökum gegn kommúnisma. En núna
skjóta þær aftur upp hreina kollin-
um og á hægribúknum, leiddar af
uppvakningi, nýjum miðaldalegum
rannsóknarrétti, og ryðjast meira að
segja inn í hin helgu vé skattaskjól-
anna. Slíkt leyfa sér fósar sem hjuggu
áður hreinu hendur af vinstra rétt-
lætinu. Enginn virðist muna eða átta
sig á eðli valdsins að þeir sem voru
eitt sinn mest á móti einhverju verða
því samþykkir þegar best hentar. For-
múlan er þannig: Sama vald er alltaf
við stjórn en ýmist með hausnum eða
rassgatinu. Oft fer þó saman haus og
rass á ráðamanni.
Hæfileikinn að villa á sér heim-
ildir, snúa við blaðinu með trúar-
slepju er jafn gamall og mannkynið.
Slepjan verður ekki af okkur skafin
þótt konur með nunnueðli og karlar
með munkakufl í sálinni fari um hall-
ir og kot með hreinsunareldinn við að
hreinsa þjóðir af því sem einkennir
sálarlífið: hræsni, lævísi, falsanir og
grunn gæska. Um þessar mundir veð-
ur hún uppi á vegum kvenna og hlið-
stæðna þeirra í leiðitömu fari karla.
Á Íslandi er þetta áberandi. Vegna
þess að karlar hér eru ekki hraust-
menni sem hafa þurft að verja föð-
urlandið í stríðum, ekki einu sinni
kerlingarnar sínar sem leika lausum
hala og mala. Þeir eru endurunnir
bændur eða sjómenn sem hafa bara
baslað klofblautir í misjöfnum veðr-
um við rollur á heiðum eða þorsk í
sjó á meðan konur þeirra böðluðust
krímugar með engum hirðmeyjar-
brag í taðreyk við hlóðir og þóttust
koma upp krökkum sínum, ekki með
uppeldi heldur því að reka „baggana“
út á hlað og láta þá djöflast frjálsa á
eigin vegum. Uppeldi hér er varla til
í eiginlegri merkingu. Það er flótti frá
uppeldi og ábyrgð sem skyldan felur
í sér: að foreldrum beri að vísa barni
leið til þroska og skilnings á öðrum í
stað þess að vaða áfram með frekju og
frelsi til yfirgangs.
Vert er að muna að samfélag
breytist ekki með berum brjóstum
stúlkna úr Verslunarskólanum (áður
höfuðvígi afturhalds og Sjálfstæðis-
flokksins) framan við Alþingi eða
mótmælum áður róttækra stúlkna úr
Æskulýðsfylkingu Sósíalistaflokksins,
nú komnar hátt á kerlingaaldur við að
baula í kór á Sigmund Davíð 17. júní
ásamt fræðingum á sviði hjúkrunar.
Það þarf meira en baul til að breyta
þjóð sem kom nýverið eins og klesst
rúlluterta úr ofni sinnar sögu á sjó og
heiðum. n
„Vert er að muna
að samfélag
breytist ekki með berum
brjóstum stúlkna úr
Verslunarskólanum (áður
höfuðvígi afturhalds og
Sjálfstæðisflokksins)
framan við Alþingi.
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Kjallari
MynD SiGTryGGur Ari
Ég bara
klikkaðist
Sigríði Jóhannsdóttur var nauðgað af sprautufíkli – DV
Fyrsta skiptið
gekk ótrúlega vel
Íþróttafréttakonan Svava Kristín er í draumastarfinu. – DV
Leiðari
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
„Myntsvæði enda
oftar en ekki með
hvelli fremur en kjökri.
Störukeppni Al
ex is Tsipras, forseti
Grikklands, hefur
boðað til þjóðarat
kvæðagreiðslu um
tillögur kröfuhafa
gríska ríkisins.