Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Síða 18
Vikublað 30. júní –2. júlí 20152 Sumarsport - Kynningarblað Verð í Vatnamótin óbreytt frá hruni Veitt á allt nema aðflutt hrogn – Enginn kvóti – Fimm stangir og veiðihús E itt mest spennandi veiði- svæði á Íslandi eru Vatnamótin skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Veiði- svæðið stendur undir nafni, en þar mætast mikil vatnsföll og eru Vatnamótin í raun krossgötur fyrir allan fisk sem gengur upp í Skaftá, Breiðbalakvísl, Geirlandsá, Stjórn, Hörgsá og Fossála. Óhætt er að fullyrða að hvergi standa veiði- menn frammi fyrir eins mikilli fisk- gengd á einu svæði, hvað varðar sjóbirting. Kjöraðstæður í sumar Svæðið er víðfeðmt og breytir sér gjarnan frá ári til árs. Undanfarin ár hefur megnið af vatninu legið vestan vert á svæðinu og hentar það verr til veiði. Nú er hætt að gæta áhrifa af brúarframkvæmdum við Klaustur sem lýstu sér í miklum sandburði. Hefur vatnið á nýjan leik fundið farveg sinn og rennur meira að austanverðu. Við það er auðveldara að komast að þeim stöðum sem mest af fiskinum fer um. Veiðisvæðin eru tvö. Annars vegar er það efra svæðið – Vatna- mót – og eru þar seldar fimm stangir í tveggja daga hollum. Veiði- hús fylgir með, en fyrir fjölmennari hópa er best að leigja líka aukahús, sem stendur við hlið veiðihússins, þannig að gistirými sé nægjanlegt. Hins vegar er það Hólmasvæðið og Mávabótaálar. Neðra svæðið er frekar á færi kunnugra en í Vatna- mótunum sjálfum er aðgengi mun betra. Sérstakt hús er nú risið fyrir neðra svæðið og fylgir það með í leyfinu. Á svæðinu eru 6–7 stangir. Þá selur Hörgsland einnig leyfi í neðsta hluta Fossálanna. Þar eru tvær stangir. „Besta að hringja bara“ Ragnar Jóhansen á Hörgslandi ann- ast sölu veiðileyfa. Hann er með gamla lagið á þessu. „Best er að menn hringi bara í mig eða komi við.“ Hann segir töluvert laust af veiðileyfum, þar sem margir veiði- menn gáfust upp þegar megnið af vatninu rann vestan megin. Nú er hins vegar allt önnur staða á veiði- svæðinu. Upp úr 10. júlí er orðin góð von í fisk á neðra svæðinu og þá er hefðbundin opnun. Veitt er á öll veiðarfæri, nema aðflutt hrogn. Þó svo að margir veiði bara með flugu er skynsamlegt að hafa með sér kaststöngina, sérstaklega ef hvasst er og mikil gára. Vatnamótin eru orðin vænlegur kostur síðari hluta júlímánaðar og er oft orðin góð veiði um verslunarmannahelgi. „Við erum ekki með kvóta á stöng. Menn mega hirða það sem þeir veiða, nema á vorin. Í vorveiðinni gerum við kröfu um að öllum niðurgöngu- fiski sé sleppt. Og á vorin er ein- göngu veitt á flugu,“ segir Ragnar. Óbreytt verð frá því fyrir hrun Verðinu er stillt í hóf, og er það óbreytt frá því fyrir hrun, þó svo að það sé aðeins breytilegt á veiðitím- anum. Áður en sala á hollum hefst er að hægt að kaupa stakar stangir og leita á vit ævintýra. Þegar aðal- veiðitíminn hefst þá kostar stöngin í Vatnamótunum 26 þúsund krónur á dag. Að langstærstum hluta veiðist sjóbirtingur í Vatnamótunum, en auðvitað slæðast stöku laxar með og einnig er von á bleikju. Þegar Ragn- ar er spurður um veiðina segir hann: „Hún er auðvitað misjöfn, en við kippum okkur ekkert upp við tveggja stafa tölur. Hvorki í magni eða á stærð fiska. Það er mikið af stórum sjóbirtingi hér og það er náttúrulega það sem heillar veiðimenn.“ Fyrir áhugasama er rétt að benda á heimasíðuna horgsland.is og einnig síðuna vatnamot.is. Hægt er að senda Ragnari póst á netfangið postur@ horgsland.is eða hringja, sem er líkast til einfaldast og skilvirkast. Ragnar er með símanúmerið 894-9249. n Fjölbreytt ferðaþjónusta Að Hörgslandi hefur verið byggð upp skemmtileg og fjölbreytt ferðaþjónusta. Þar er hótel sem býður upp á huggulega gistingu í fjórtán herbergjum. Þrettán sumarhús eru leigð út til ferðamanna. Veitingastaður stendur við þjóðveginn og er þar hægt að kaupa mat og flest það sem ferðamenn kunna að girnast. Gott tjaldsvæði er að Hörgslandi. Hvort sem er í tengslum við veiði eða ekki er hægt að njóta næsta nágrennis með margvíslegum hætti. Stutt er í margar náttúruperlur frá Hörgslandi. Skaftafell, Jökulsárlón, Kirkjubæjarklaustur, svo eitthvað sé nefnt. Þá er virkilega áhuga- vert að keyra svokallaðan Lakahring sem liggur um Lakagíga. Fjaðurárgljúfur er stórmerkilegt náttúrufyrirfæri og margt annað er skemmtilegt að skoða þegar haldið er til á Hörgslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.