Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 T vö ný hótel, annað á Siglu­ firði og hitt í Húsafelli, verða tilbúin í júlí. Samanlagt kost­ aði tæpa tvo milljarða króna að byggja þau. Þau bætast í hóp fjölda hótela sem áætlað er að rísi hér á landi á næstunni en DV greindi frá því fyrir skömmu að hótelum á höfuðborgarsvæðinu hefði fjölgað um 80 prósent á síðastliðnum áratug. Ástæðan fyrir því er stóraukinn ferða­ mannastraumur til landsins. Hótelið á Siglufirði, Sigló Hótel, verður fullklárað í byrjun júlí. Byrj­ að er að taka á móti gestum en her­ bergin eru 68 talsins. Þar af eru þrjár svítur og kostar ein nótt þar í kring­ um eitt hundrað þúsund krónur. Úr svítunum er útsýni yfir smábátahöfn bæjarins. 500 milljónir fram úr áætlun Kostnaðurinn við hótelið nam um 1,4 milljörðum króna. Lauslega áætl­ uð fjárhagsáætlun í upphafi var um 900 milljónir. „Við vorum ekkert endi­ lega að búast við því að þetta myndi enda í 900 milljónum, enda setjum við kröfur sem eru kannski meiri en gengur og gerist,“ segir Sigríður María Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Rauðku ehf., sem starfrækir hótelið. „Við reynum að leggja mikið upp úr hljóðeinangrun og reynum að halda gamaldags útlitinu, þannig að allt líti vel út og sé notalegt.“ Vonast eftir fjórum stjörnum Veitingasalur og bar verða á hótelinu og stefnt er að því það verði fjögurra stjarna. „Það er ekki búið að taka okk­ ur út enn þá en við vonumst eftir því,“ segir Sigríður María. Í sumar verða um sextíu starfs­ menn á hótelinu en á veturna verða þeir um tuttugu talsins. Hún segir ferðamannastrauminn á Siglufirði hafa aukist um í kringum 40 prósent á ári síðustu ár og eftir­ spurn eftir fleiri gistimöguleikum hafa aukist í bænum. Fyrir eru þar þrjú gistiheimili. „Við sjáum alltaf fleira fólk sem er að koma fyrr og er lengur. Mesti straumurinn er á sumrin en fjöldinn á veturna, sérstak­ lega eftir áramót, hefur aukist mikið.“ Hótel Húsafell hverrar krónu virði Hótel Húsafell á Vesturlandi verður opnað 15. júlí. Kostnaðurinn nemur rúmum 500 milljónum króna en upp­ hafleg áætlun gerði ráð fyrir 460 millj­ ónum. „Þetta er eitthvað yfir upp­ haflegum áætlunum en hótelið er líka umfram væntingar bæði í útliti og gæðum. Þetta er hverrar krónur virði,“ segir Þórður Kristleifsson verk­ efnastjóri. Hótelið er í eigu bróður hans Bergþórs Kristleifssonar og konu Bergþórs, Hrefnu Sigmarsdóttur. Íshellirinn hjálpar mikið Á hótelinu verða 36 herbergi, þar af sex „deluxe“­herbergi. Venjulegu herbergin eru 22 fermetrar og kostar nóttin 38.500 krónur en „deluxe“­ herbergin eru 28 fermetrar og kostar nóttin þar um 50.000 krónur. „Við erum með mjög góða bókunarstöðu út október,“ segir Kristleifur og bætir við að einnig sé byrjað að bóka fyrir næsta ár. Aðspurður segir hann að opnun ís­ hellisins á Langjökli hjálpi mjög mikið til við bókanirnar. „Það er búin að vera bullandi traffík frá fyrsta opnunardegi hjá þeim. Mjög margir sem bóka hjá okkur fara líka í íshellinn,“ segir hann en 20 kílómetrar eru upp að jökul­ rönd. n Tvö hótel á tvo milljarða n Hótel Húsafell og Sigló Hótel bjóða upp á lúxusherbergi n Ein nótt kostar 50 til 100 þúsund krónur Freyr Bjarnason freyr@dv.is Hótel Sigló Hót- elið kostaði um 1,4 milljarða króna. „Þetta er eitthvað yfir upphaflegum áætlunum en hótelið er líka umfram væntingar bæði í útliti og gæðum. Þetta er hverrar krónur virði. Þórður Kristleifsson, verkefnastjóri Lokafrágangur Iðnaðarmenn að störfum við Hótel Húsafell sem verður opnað 15. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.